Morgunblaðið - 17.06.2015, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 17.06.2015, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 2015 Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Kjaraviðræðum Félags vélstjóra og málmtæknimanna (VM) og Sam- taka atvinnulífsins (SA) var slitið í gær og hefur enginn fundur verið boðaður. Fulltrúar VM og annarra félaga funduðu lengi á skrifstofu ríkissáttasemjara á mánudag um sameiginlegar sérkröfur iðnaðar- mannasamfélagsins og hittu full- trúa SA eftir hádegi í gær. Guðmundur Ragnarsson, for- maður VM, segir að það hafi legið fyrir að ef félagið ætlaði sér að ganga inn á þá vegferð sem samið hefði verið um hjá VR og Flóa- félögunum þyrfti að mæta sér- kröfum VM. „Það lá ljóst fyrir eftir fundinn að þeim kröfum var öllum hafnað, þannig að ég lýsti því yfir að ég sæi ekki grundvöll fyrir því að við færum með þennan samning áfram án viðbóta úr sérkröfunum. Þá sögðu SA-menn að þeir hefðu ekk- ert meira að tala um og fundinum var í kjölfarið slitið,“ segir Guð- mundur. Skömmu áður hafði slitn- að upp úr viðræðum við Rafiðn- aðarsamband Íslands (Rafís) og SA. Verkföllum VM og Rafís hefur verið frestað til 22. júní og segir Guðmundur að niðurstaðan í sér- kröfunum skeri úr um það hvort skrifað verði undir nýjan kjara- samning fyrir þann tíma. Til hvers að mennta sig? Guðmundur segir að hann sé ekki tilbúinn að leggja samninginn fyrir sína félagsmenn eins og hann sé útfærður nú. „Við erum að lenda í sömu vand- ræðum og hjúkrunarfræðingar, þ.e.a.s. hvernig samningurinn end- ar. Þessi tala, 300 þúsund krón- urnar, sem menn virðast algjörlega hafa blindast af, mun rústa öllu taxtakerfi í landinu. Þeim sem eru á lægstu laun- unum veitir ekki af launahækkun en það er verið að keyra öll laun niður samhliða. Þá spyr maður sig til hvers maður ætti að mennta sig ef lægstu laun eru 300 þúsund og við erum með taxta sem eru 40 þúsund krónum yfir.“ Hann segir að VM sé í skrýtinni stöðu, nánast í kjaraviðræðum við VR og Flóafélögin. „Þessi félög eru með skýr forsenduákvæði sem segja að enginn megi fá meira en þau. Ég lít svo á að þegar svona stór félög fara á undan, setja skýrt í sinn kjarasamning að enginn megi fá meira, sé verið að taka samningsréttinn fyrir þá sem eftir koma. Það er verið að brengla öllum launahlutföllum og við fáum ekkert um það að segja. Það kalla ég vald- beitingu.“ Hann spáir upplausn á vinnu- markaði hér á landi innan fimm ára. „Þessi gjörningur er einhliða, hann er gerður í ósátt við alla. Valdbeiting í svona umhverfi endar með ósköpum.“ Valdbeiting hvernig stóru félögin sömdu  Deila VM og SA komin í rembihnút  Formaður VM er ómyrkur í máli Morgunblaðið/Ómar Stál í stál Félagar í VM fara í verk- fall á mánudag verði ekki samið. VM vill betri kjör » Rúmlega 15-20% félags- manna í VM eru á töxtum. » Félagar í VM hafa alltaf unn- ið mikla yfirvinnu. » Unga fólkið í VM vill hins vegar betri laun í dagvinnu svo að ekki þurfi að draga fram líf- ið með yfirvinnu. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Lítið þokaðist á stöðufundi ríkissátta- semjara með formanni Félags ís- lenskra hjúkrunarfræðinga (FÍH) og formanni samninganefndar ríkisins í gær. Ólafur G. Skúlason, formaður FÍH, sagði síðdegis í gær að þá hefði ekki verið boðaður nýr samninga- fundur. „Við vorum að skoða hvort það væru einhverjar hliðar á þessu máli sem við gætum leyst í samein- ingu,“ sagði Ólafur um fundinn. „Það kom ekkert nýtt fram og náðist engin niðurstaða.“ Hann kvaðst telja að deiluaðilar vildu báðir ná samkomulagi. Takist það ekki fyrir 1. júlí mun gerðar- dómur kveða upp úr um deiluna. En hvenær verður greint frá kröfum hjúkrunarfræðinga? „Við greinum ekkert frá þeim, þetta er bara rætt við samningaborð- ið,“ sagði Ólafur. „Við erum að reyna að fá sambærileg laun og aðrir há- skólamenntaðir.“ Hann sagði að mið- að við meðaltals dagvinnulaun ríkis- starfsmanna, t.d. viðskipta- og hagfræðinga, tæknifræðinga og ann- arra sem væru með styttra eða svipað langt nám að baki og hjúkrunarfræð- ingar, væru þessir hópar með 14%- 25% hærri laun en hjúkrunarfræðing- ar. Ólafur sagði að ekki væri krafist sömu launa og læknar hefðu, en benti á að hið opinbera hefði gefið fordæmi um verulegar launahækkanir í kjara- samningum sem ríkið gerði nýlega m.a. við lækna. Því mætti ætla að svigrúm væri hjá ríkinu til launa- hækkana. Ekkert tilboð upp á 20% Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði á Alþingi í fyrradag að ríkið hefði boðið launa- hækkanir upp á rétt um 20% og styrkingu á stofnunum. Ólafur kvaðst ekki hafa fengið slíkt tilboð á blaði. Fjölmargir hjúkrunarfræðingar hafa sagt upp eða sagst ætla að segja upp störfum. Ólafur sagði að sumir þeirra sem ætluðu að segja upp væru að hugsa um að afla sér annarrar menntunar, aðrir ætluðu að sækja um önnur störf og sumir veltu því fyrir sér að fara til starfa í útlöndum. Hann kvaðst hafa heyrt í íslenskum hjúkr- unarfræðingi í Noregi sem gæti fram- fleytt fimm manna fjölskyldu á einum launum. Þar væri vinnuvika á þrí- skiptum vöktum 35,5 stundir en hér 40 stundir. „Þannig að þú færð bæði meiri fjölskyldutíma og hærri laun,“ sagði Ólafur. Morgunblaðið/Árni Sæberg Spítali Um 90 hjúkrunarfræðingar á Landspítalanum hafa þegar sagt upp störfum. Hjúkrunarfræðingar líta í kringum sig  Lítið þokaðist á samningafundi hjúkrunarfræðinga í gær Páll Halldórsson, formaður samninganefndar Bandalags háskólamanna, segir ekkert nýtt hafa komið fram á stöðufundi BHM við ríkissátta- semjara og formann samninganefndar ríkisins í gær. Hann segir að komi ríkið með „ómótstæðilegt“ tilboð verði það að sjálfsögðu skoðað en sem stendur sé ekki ástæða til að boða til form- legs samningafundar. „Við berum auðvitað hönd fyrir höfuð okkar,“ svarar Páll spurður um fyrirhugaða málsókn félagsins á hendur ríkinu. Hann segir félags- menn bálreiða vegna lagasetningarinnar en fara þó að lögum og mæta til vinnu. Bálreiðir en virða lögin FUNDUR BHM OG RÍKISINS Skúli Halldórsson sh@mbl.is Dagdeild aldraðra í Þorraseli mun í sumar flytjast þaðan á Vesturgötu, þrátt fyrir hörð mótmæli íbúa við Þorrasel. Kom þetta fram á fundi síðdegis í gær sem íbúar voru boð- aðir á af borgaryfirvöldum. „Við kynntum fyrir íbúum að þrátt fyrir mótmæli þeirra hefði sú ákvörðun verið tekin í borgarstjórn og velferðarráði að dagdeild aldr- aðra í Þorraseli yrði flutt þaðan á Vesturgötu 7,“ segir Sigþrúður Erla Arnardóttir, framkvæmdastjóri þjónustumiðstöðvar Vesturbæjar, í samtali við Morgunblaðið. Aðspurð segir hún að mikil mótmæli hafi ver- ið á fundinum. „Fólk er óánægt með þessa ákvörðun Reykjavíkurborgar og fram komu hörð mótmæli.“ Flutningurinn mun eiga sér stað snemma í ágúst en ekki hefur enn verið ákveðið hvað kemur í stað dag- deildarinnar í húsnæðinu. Verða keyrðir á Vesturgötu Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hefur komið fram hugmynd frá skóla- og frístundasviði borgar- innar um að þar verði dagvistun fyrir fötluð börn. Björk Vilhelmsdóttir, formaður velferðarráðs, hefur sagt að um 28 milljóna hallarekstur sé af dagdvöl aldraðra í Þorraseli en telur að spara megi þá fjárhæð með flutn- ingi starfseminnar á Vesturgötu. Íbúar við Þorrasel á Þorragötu verða þá sóttir á heimili sín og keyrð- ir til og frá Vesturgötu samkvæmt fyrirkomulagi borgarinnar. Notendur dagdeildarinnar og íbú- ar í sambyggðu fjölbýlishúsi hafa mótmælt flutningi starfseminnar allt frá því þeir fengu veður af áform- unum í október á síðasta ári. Segja þeir að aðstæður þeirra muni versna til muna verði dagdeildin flutt á Vesturgötu. Notendur mæla gegn flutningi Morgunblaðið/Eggert Fundur Sigþrúður Erla Arnard. frkvstj. þjónustumiðstöðvar Vesturbæjar.  Dagdeild aldraðra skal flutt í sumar Jón G. Tómasson, fyrrverandi borg-arritari og borgarlögmaður, og íbúi við Þorragötu, segir vinnubrögð borgarinnar vera með ólíkindum. Ákvörðunin brjóti bæði í bága við lög um fjöleignarhúsalög og ákvæði í lóðarsamningi um að í húsinu skuli vera starfsemi í þágu aldraðra. „Þeir þjösnast bara áfram án þess að leita samþykkis okkar eða álits á því sem þeir eru að gera,“ segir Jón í samtali við Morgunblaðið. „Stjórnsýslan í Reykjavíkurborg er í molum. Til dæmis um það má nefna að boð til þessa kynningar- fundar kom ekki fyrr en tæpum sól- arhringi fyrir fundinn. Ég er alveg dolfallinn yfir þessari framkomu borgaryfirvalda sem virðast vilja fara með gamla fólkið eins þeim sýn- ist.“ Stjórnsýsla borgarinnar í molum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.