Morgunblaðið - 17.06.2015, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 17.06.2015, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 2015 Evrópusambandið tekur ekkimikið mark á yfirlýsingum ís- lenskra stjórnvalda um hvernig þau skilgreina stöðu Íslands gagnvart sambandinu.    Eftir aðstjórn- völd sendu hið óskýra bréf um að þau litu ekki á Ís- land sem umsóknarríki hefur Evrópusam- bandið svarað með enn óskýrari hætti.    Ekkert fæst uppgefið um hvortÍsland sé enn umsóknarríki að áliti Evrópusambandsins og það er ýmist inni eða úti á listum yfir slík ríki.    Í gær benti Styrmir Gunnarsson áað Ísland væri enn merkt sem umsóknarríki að ESB á korti á heimasíðu þess, ásamt yfirlýstum umsóknarríkjum. „Nokkrum sinn- um hefur verið vakin athygli á þessu en án árangurs. Ætli utanrík- isráðuneytið sé orðið áhrifalaust í Brussel?“ spyr Styrmir.    Ísland þarf að skýra afstöðu sínaog senda ótvíræð skilaboð um að það hafi afturkallað umsókn sína og vilji ekki aðild að Evrópusam- bandinu.    Fullljóst er orðið að hvorki Evr-ópusambandið né talsmenn þess hér á landi taka mark á þeim skilaboðum sem send hafa verið og þess vegna þarf að hnykkja á þeim svo að ekki verði misskilið.    Á þessum degi sjálfstæðis lands-ins er eðlilegt að fram komi hvernig stjórnvöld hyggjast standa að þessu. Góður dagur til að tala skýrt STAKSTEINAR Ellen Magnúsdóttir fuglafræðingur fann óvenjulega lagað hrossa- gauksegg í Landey við Stykkishólm og tók meðfylgjandi mynd. Hún segist ekki hafa séð þetta áður hjá hrossagauk en fjögur egg lágu samtals í hreiðrinu og voru hin þrjú eðlileg. Hrossagaukur verpir allt að fjór- um eggjum svo líklegast hafi þetta egg mætt afgangi og aflagast. Trú- lega sé það því ófrjótt, þótt ekki sé hægt að taka af allan vafa um það. Varptíminn stendur nú yfir hjá flestum fuglategundum og því mikil vertíð hjá fuglaáhugamönnum. „Ekki séð þetta áður“ Ljósmynd/Ellen Magnúsdóttir Varp Þessi hrossagauksegg fundust saman í hreiðri í Landey. Veður víða um heim 16.6., kl. 18.00 Reykjavík 10 alskýjað Bolungarvík 12 rigning Akureyri 17 skýjað Nuuk 2 alskýjað Þórshöfn 10 skúrir Ósló 17 heiðskírt Kaupmannahöfn 16 skýjað Stokkhólmur 16 heiðskírt Helsinki 12 heiðskírt Lúxemborg 17 léttskýjað Brussel 16 heiðskírt Dublin 21 skýjað Glasgow 17 skýjað London 22 heiðskírt París 21 heiðskírt Amsterdam 16 skýjað Hamborg 13 skýjað Berlín 13 skýjað Vín 21 skýjað Moskva 17 léttskýjað Algarve 22 léttskýjað Madríd 25 léttskýjað Barcelona 23 léttskýjað Mallorca 22 léttskýjað Róm 22 léttskýjað Aþena 32 léttskýjað Winnipeg 20 léttskýjað Montreal 17 skúrir New York 23 alskýjað Chicago 21 skýjað Orlando 32 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 17. júní Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 2:56 24:02 ÍSAFJÖRÐUR 1:34 25:34 SIGLUFJÖRÐUR 1:17 25:17 DJÚPIVOGUR 2:11 23:46 Hinir árlegu Bíladagar verða haldnir um næstu helgi á Akureyri, frá 19. til 21. júní. Þetta er mikil há- tíð áhugamanna um ökutæki og akstursíþróttir og er búist við mik- illi umferð til Akureyrar næstu daga. Í tilkynningu frá Samgöngu- stofu eru gestir Bíladaga hvattir til að varpa ekki skugga á hátíðina með akstursmáta sem skapað geti truflun, hættu og óþægindi í um- ferðinni. Lögregla mun verða með öflugt eftirlit á leiðinni til Akureyr- ar, m.a. með ómerktum bifreiðum sem eru búnar hraðamyndavélum. Auka umferðareftir- lit vegna Bíladaga

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.