Morgunblaðið - 17.06.2015, Side 10

Morgunblaðið - 17.06.2015, Side 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 2015 Laufey Rún Ketilsdóttir laufey@mbl.is Þetta felst í því að eiga gleði-legar og jákvæðar ævin-týrastundir í sumardvölmeð vinum og félögum,“ segir Margrét Vala Marteinsdóttir, verkefnastjóri hjá Reykjadal, sumar- búðum fyrir fötluð börn og ungmenni á aldrinum 8-21 árs. Mikil aðsókn er í sumarbúðirnar á hverju sumri. „Við reynum að taka á móti öllum sem sækja um,“ segir Vala en um 250-300 gestir dvelja í Reykjadal hvert sum- ar. „Þetta snýst um að skemmta sér með félögum sínum og við höldum úti fjörugri og fjölbreyttri dagskrá,“ segir Vala en starfsfólkið er einbeitt í því að gefa gestunum frábæra upp- lifun. „Hérna vinnur aðallega ungt fólk með ungu fólki. Við leitum eftir að fá fjöruga og ábyrga stuðbolta til liðs við okkur og höfum verið af- skaplega heppin með það.“ Sumarbúðunum er haldið úti með frjálsum framlögum samhliða opinberu fjármagni. „Við höfum ver- ið það heppin að eiga góða að sem hafa hjálpað okkur. Við þurfum styrki til að halda starfseminni gang- andi,“ segir Vala og bendir á að öllum sé frjálst að styrkja starfsemina. Til stendur að stofna hollvinafélag fyrir Reykjadal með liðsinni foreldra gest- anna. Bókfæra minningarnar Deginum í sumarbúðunum er ýtt rólega úr vör, með morgunverði. „Síðan tekur fjörið beint við,“ segir Vala. Hver gestur getur valið á milli þriggja dagskrárliða þrisvar yfir daginn. „Sem dæmi væri hægt að Jákvæðar ævintýra- stundir í Reykjadal Í Reykjadal starfrækir Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra sumarbúðir fyrir fötluð börn og ungmenni á aldrinum 8-21 árs. Þar eiga gestirnir eftirminnilegar stundir með vinum sínum og félögum í umsjá fjörugra og ábyrgra stuðbolta. Um 250-300 gestir koma hvert sumar og komast færri að en vilja. Í Reykjadal er einnig haldið úti vetrardvöl til að stytta biðina fram að sumri. Ljósmyndir/Reykjadalur Sumar Margrét Vala, verkefnastjóri Reykjadals, með Hjalta og Birgi. Fjör Birgir Reimar á fleygiferð niður vatnsrennibrautina í Reykjadal. Fyrstu fimm konurnar sem kjörnar voru á Alþingi Íslendinga eru viðfangs- efni sögugöngu um miðborgina. Stikl- að verður á sögu þeirra og kvennabar- áttunnar á fyrri hluta 20. aldar og sagt frá helstu baráttumálum þeirra. Um- ræddar konur eru Ingibjörg H. Bjarna- son, Guðrún Lárusdóttir, Katrín Thor- oddsen, Kristín L. Sigurðardóttir og Rannveig Þorsteinsdóttir. Lagt verður af stað í eins og hálfs tíma til tveggja tíma göngu frá Alþing- ishúsinu og lýkur henni í Hólavalla- garði, þar sem fjórar kvennanna hvíla. Gangan er á dagskrá tvisvar í sum- ar; laugardaginn 20. júní kl. 14:00, en þann dag verður einnig sýning í Al- þingishúsinu tileinkuð kosningarétti kvenna, og mánudagskvöldið 6. júlí kl. 20.00. Verkefnið er styrkt af Fram- kvæmdanefnd um 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna og er þátttaka í göngunni ókeypis í þessi tvö skipti. Hópar geta pantað leiðsögn á öðr- um tímum, gegn vægu gjaldi. Sögukonur í göngunni eru þær Eyrún Ingadóttir sagnfræðingur og Margrét Sveinbjörnsdóttir menningar- miðlari. Vefsíðan www.facebook.com/events/1585210205074656 Morgunblaðið/Ómar Sögur um þingkonur í gönguför Tvær fyrstu þingkonurnar Ingibjörg H. Bjarnadóttir (1867 - 1941), efri mynd, var fyrsta konan sem tók sæti á Alþingi árið 1922, og Guðrún Lárusdóttir (1880-1938) önnur konan en hún tók þar sæti árið 1930. Fátt er hægt að hugsa sér þjóðlegra en að fagna þjóðhátíðardeginum í Ár- bæjarsafni. Þar verður fjölbreytt dag- skrá frá kl. 11.30 þegar Fornbílaklúbb- urinn rennir í hlaðið, síðan tvennir sálmatónleikar í kirkjunni, annars vegar kl. 12 og hinsvegar kl. 13. Árbæjarkirkja myndar einstaka umgjörð um tónlistina. Hugi Jónsson, baritón, og Kári Allansson, harm- óníum, flytja efni af plötunni Kvöld- bæn, sem er lýsandi fyrir hvernig tvær þjóðlegar hefðir mætast í sálmasöng; forsöngvari og harm- óníum. Útkoman er sögð safn dýr- mætra andlegra ljóða við einhverjar fegurstu laglínur íslenskra tón- bókmennta. Ljúfir harmónikkutónar munu hljóma á safnasvæðinu kl. 13 til 15 og kl. 14 mætir fjallkonan í skaut- búningi. Þess má geta að allir sem mæta í þjóðbúningi fá frítt inn í safn- ið. Veitingasala verður í Dillonshúsi, sem er eitt þeirra rúmlega tuttugu húsa sem auk Árbæjar mynda torg, þorp og sveit og flest hafa verið flutt úr miðbæ Reykjavíkur. Þjóðhátíðargleði í Árbæjarsafni frá morgni til kvölds Ókeypis aðgangur fyrir alla þá sem mæta í þjóðbúningi Morgunblaðið/Ómar Gamla Reykjavík Í Árbæjarsafni, sem opnað var árið 1957, er leitast við að gefa hugmynd um byggingalist og lifnaðarhætti í gömlu Reykjavík. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Hvernig lítur framtíðin út? er yfir- skrift ráðstefnu og vinnustofu í Norðurljósasal Hörpunnar kl. 09- 12.30 á morgun, fimmtudaginn 18. júní. Frumkvöðlar og leiðtogar deila reynslu og visku frá mismunandi sjónarhornum. „Fyrirlesarar munu leggja fram sína sýn og skoða hvern- ig framtíðin lítur út. Hvaða hæfni og eiginleikar verða mikilvægir og áber- andi hjá leiðtogum og stjórnendum framtíðarinnar,“ segir Matilda, einn af skipuleggjendum ráðstefnunnar og eigandi Evolvia ehf. Átta manns eru á mælendaskrá, en ráðstefnan er haldin á ensku. Endilega ... ... hlýðið á visku leiðtoga Harpa Ráðstefnu-og tónlistarhúsið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.