Morgunblaðið - 17.06.2015, Síða 11

Morgunblaðið - 17.06.2015, Síða 11
velja á milli þess að fara í sund, búa til og senda flöskuskeyti eða taka þátt í stígvélakasti og öðrum óhefð- bundnum íþróttum,“ segir Vala kát. Til að minningar gestanna lifi vel og lengi er búin til minningabók, þar sem myndum frá deginum er komið vandlega fyrir. Þannig geta foreldrarnir notið þeirra með börn- um sínum. „Þetta er sérstaklega gott fyrir þá gesti sem eiga erfitt með að segja frá því hvað þeir gerðu í sum- arbúðunum,“ segir Vala. Fjörug kvöldvaka setur svo punktinn á eftir hverjum degi en þar taka starfsmenn og gestir þátt í alls kyns sprelli. Þakið ætlaði af húsinu Um miðjan ágúst er svo haldið lokaball en það er óumdeildur há- punktur sumarins að mati Völu. „Lokaballið okkar er frægt, þar höld- um við upp á frábært sumar og má segja að það sé skemmtilegasta ball landsins.“ Á ballinu sameinast þeir sem hafa tekið þátt í sumarstarfi Reykjadals, fjölskyldur þeirra, vinir og starfsmenn Reykjadals í dansi. Í fyrra var það Páll Óskar Hjálmtýsson sem lokaði ballinu og leit allt út fyrir að þakið myndi rifna af húsinu, slík var stemningin. „Ég held við séum enn að negla niður hús- þakið eftir það ball,“ segir Vala létt í bragði. Ýmsir leynigestir hafa einnig komið og troðið upp í Reykjadal í gegnum árin.„Við erum mjög dugleg að hafa samband við skemmtikraft- ana og fá þá til að kíkja til okkar.“ Styttir biðina Reykjadalur býður ekki ein- göngu upp á sumarstarf því þar er einnig haldið úti vetrardvöl. Dvelja gestirnir þá yfir eina helgi fyrir ára- mót og aðra eftir áramót. „Þá er þetta eins og að kíkja í sumarbústað með félögum sínum,“ segir Vala. „Við erum að reyna að stytta biðina þeirra eftir næsta sumri. Margir byrja að bíða eftir næstu dvöl þegar þeir keyra í burtu,“ segir Vala glöð í bragði en það hljóti að benda til þess að verið sé að gera eitthvað gott þegar gestirnir fara brosandi heim, fullir tilhlökkunar fyrir næstu dvöl. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 2015 Nýsjálenska fyrirtækið Wynyard, sem m.a. vinnur með vestrænum leyni- þjónustum, til að mynda þeim bresku og bandarísku, GCHQ og FBI, hefur þróað POI-forritið, Person of Interest. Þessi áhugaverða mann- eskja sem nafn forritsins skírskotar til og hverfist um er samheiti yfir af- brotamenn sem líklegir eru til að vaða áfram villu síns vegar, valda usla og vera öðrum til óþurftar. POI-forritið er í raun spádóms- forrit sem segir fyrir um hvenær glæpamennirnir brjóta af sér og fremja sinn næsta glæp. Breska lög- reglan hefur áhuga á forritinu og stendur í samningaviðræðum við fyrirtækið, að því er The Sunday Times fékk staðfest hjá Paul Stokes, forstjóra Wynyard. Sá vildi ekki láta hafa fleira eftir sér, enda kvaðst hann bundinn trúnaði. Breska innanríkisráðuneytiið hafnaði allri vitneskju um viðræður við Wynyard. Lögreglan og þær ríkisstofnanir á Nýja-Sjálandi sem safna saman upp- lýsingum um þekkta afbrotamenn, einstaklinga og hópa í „áhættuhópi“ nota POI-tæknina. Forritið greinir upplýsingarnar og ber þær saman við tölvupósta, textaskilaboð og samfélagsmiðla. Ef hætta vofir yfir gerir forritið laganna vörðum við- vart. „Fyrir-glæpadeild“ Óneitanlega minnir notkun for- spás forrits á ráðabruggið í kvik- myndinni Minority Report frá árinu 2002, þar sem svokölluð „fyrir- glæpadeild“ með leikarann Tom Cruise í fararbroddi stöðvar glæpa- menn áður en þeir fremja glæpina. Stokes segir POI þannig úr garði gert að það upplýsi í rauntíma ef til- tekið fólk geri eitthvað eða hagi sér öðruvísi en vanalega og þörf sé á að kanna hverju sæti. Forritið gerir við- vart ef eitthvað óvenjulegt er á seyði og því hefur lögreglan möguleika á að mæta á staðinn og koma í veg fyr- ir að eitthvað virkilega slæmt gerist. Lögreglunni gert viðvart um fyrirætlanir afbrotamanna Framtíðin? Í Minority Report handtekur lögreglan morðingja áður en þeir myrða. Einn í liðinu, sem Tom Cruise leikur, er sakaður um morð í framtíðinni. Forrit sem kann að spá fyrir um glæpi framtíðarinnar Í dag verður dregið í sumar- happdrætti Styrktarfélags lam- aðra og fatlaðra (SLF) og renn- ur allur ágóði til starfs félagsins í Reykjadal. Happdrættismiðarnir birtast í heimabankanum og er hægt að greiða út 17. júní. Hefur þetta verið aðal- fjáröflunarleið SLF en allt upp- byggingar- og þróunarstarf hef- ur byggst á velvild almennings. SLF hóf rekstur sumarbúð- anna fyrir fötluð börn árið 1959. Á upphafsárunum komu bæði fötluð og ófötluð börn til sumardvalar. Árið 1973 urðu straumhvörf í starfseminni þeg- ar ríkið ákvað að styrkja starf- semina sem nam umönnun 30 barna. Ófötluð börn hættu þá að koma í Reykjadal og hvert barn fékk þar af leiðandi aukna umönnun og athygli. Sumarhapp- drætti FJÁRÖFLUN REYKJADALS LAUGAVEGI 5 - SÍMI 551 3383 Hjarta úr hvítagulli 25 punkta demantur 99.000,- Gullhálsmen Handsmíðað 14K, 2 iscon 26.000,- Demantssnúra 30 punkta demantur, 14K 157.000,- Demantssnúra 9 punkta demantur, 14K 57.000,- Gullhringur Handsmíðaður 14K, 2 iscon 45.700,- Morgungjafir í miklu úrvaliVerkefnið Menningarmót –fljúgandi teppi hefur verið innleitt í mörgum leik-, grunn- og framhaldsskólum í Reykjavík og er víða orðið hluti skólastarfsins. Styrk- leikar og fjölbreyttir menn- ingarheimar nemenda eru í forgrunni í þessu fjölmenn- ingarlega verkefni Borgar- bókasafns. Allir skólar geta tekið þátt í að þróa verk- efnið og orðið formlegir Menningarmótsskólar að vori. Menningarmót bjóða upp á gagnvirkt samstarf við for- eldra. Aðferðin snýst í vinnu með sjálfsmynd barna í leik- skólum, samfélagsfræði, ís- lensku, tónlistar- og leiklist- arkennslu í grunnskólum og lífsleikni í grunn- og fram- haldsskólsum og íslensku sem öðru tungumáli á full- orðinsstiginu. Kristín R. Vilhjálmsdóttir, kennari og verkefnastjóri fjölmenningar í Borgarbókasafninu, er höfundur Menningarmótsins og hefur þróað verkefnið í kennslu bæði í Danmörku og á Íslandi. Í tilefni Alþjóðadags menningarlegrar fjölbreytni UNESCO var tilkynnt að eftirtaldir skólar væru orðnir formlegir Menningarmótsskólar þetta skóla- árið: Leikskólarnir Rofaborg, Hólaborg, Árborg, Laugasól, Ingunnarskóli, Há- teigsskóli og Langholtsskóli. Nýlega var opnaður vefurinn www.menningarmot.is þar sem m.a. eru upp- lýsingar um hvernig nota má Menningarmótin í kennslu og skólastarfi. Sjö skólar formlegir Menningarmótsskólar 2014/2015 Styrkleikar og fjölbreyttir menningarheimar nemenda Stoltir nemendur Allir skólar geta orðið formlegir Menningarmótsskólar. Glens Gestir sumarbúðanna slá iðulega á létta strengi með starfs- mönnum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.