Morgunblaðið - 17.06.2015, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.06.2015, Blaðsíða 12
VIÐTAL Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is „Við höfum rekið okkur á það að fólk og fjölmiðlar óttast þessa nýj- ung. En rannsóknir á tíðni meiðsla sýna að þetta er skilvirkasta leiðin til þess að yfirbuga ofbeldismenn án þess að valda þeim eða lög- reglumönnum meiðslum. Á Íslandi skilst mér að menn noti frekar kylf- ur, piparúða eða handafl til þess að yfirbuga fólk, en slíkt veldur meiðslum í mun fleiri tilvikum,“ segir Rick Smith, forstjóri Taser- fyrirtækisins, sem selt hefur raf- byssur til lögreglu um allan heim. Hann er staddur hér á landi til þess að kynna rafbyssunotkun til handa lögreglumönnum hér á landi. Tveir vina hans skotnir Smith er frá Arizona í Bandaríkj- unum og fékk áhuga á málefninu eftir að tveir vina hans féllu fyrir byssuskotum lögreglu. „Ég leit svo á að afleiðingar af byssunotkun væru of alvarlegar og því þyrfti að finna aðra lausn til þess að yfirbuga ógnandi einstaklinga,“ segir Rick. Spurður hvers vegna íslensk yfir- völd ættu að íhuga þennan valkost í ljósi þess hér á landi væri almennt notast við kylfur og piparúða og því einungis um nýja tegund valdbeit- ingar að ræða segir Smith að þvert á móti því sem ætla mætti dragi notkun rafbyssunnar úr hættu á meiðslum. ,,Rafbyssur koma ekki í stað byssa í alvarlegustu tilvik- unum. En á Íslandi eru líklega dæmi um að menn beri einhvers konar vopn meðferðis, t.a.m. hníf, og í slíkum tilvikum hefur reynslan sýnt að rafbyssur eru mjög gagn- legar. Þá þarf ekki að grípa til þess að yfirbuga einstaklinginn með handafli, svo dæmi sé nefnt, og þar með skapa hættu á því að lög- reglumaðurinn og borgarinn verði fyrir meiðslum í átökunum,“ segir Rick. Jafnar stöðu lögreglukvenna Hann bendir á að af síðustu 16 lögreglumönnum sem útskrifast hafi úr Lögregluskólanum séu 12 konur. „Rafbyssan jafnar stöðu kvenna þegar kemur að átökum við menn sem jafnvel eru undir áhrif- um vímuefna,“ segir Smith. „Mér skilst að það sé talsvert um að lög- reglumenn meiðist í starfi og rökin fyrir því að taka upp rafbyssur á Íslandi myndu að sjálfsögðu ekki snúa að því að minnka byssunotkun lögreglumanna, heldur að vernda betur þá sem sinna löggæslu,“ segir Smith. Dæmi um að fólk hafi látist Hann segir að lögreglan í Bret- landi hafi verið í svipaðri aðstöðu og Íslendingar. Þar hafi lögreglu- menn almennt ekki notast við byssur, en eftir að rafbyssur voru teknar í notkun hafi meiðslum borgara og löggæslumanna fækkað. Að sögn Smiths er sársaukinn af notkun rafbyssa skammvinnur og fá dæmi eru um að fólk hafi hlotið meiðsl af þeim. Slík tilvik hafa þó komið upp. „Dæmi eru um að menn hafi slasast, því verður ekki neitað. Tólf manns hafa dáið í kjölfar þess að fá stuð úr rafbyssu. Allt eru þetta dæmi um einstaklinga sem fengu höfuðáverka við fallið. Þar liggur mesta áhættan af notkun á rafbyssum. Hins vegar hafa mestar deilur verið um það hvort rafbyssur hafi áhrif á hjartað. Í átta tilvikum í Bandaríkjunum hefur því verið haldið fram að rafbyssur hafi valdið hjartastoppi. Þessi tilvik voru öll rannsökuð af dánardómstjórum án þess að bein tengsl fyndust. Meðal annarra steig forseti Bandarísku hjartaverndarsamtakanna (Americ- an Heart Association) fram og lýsti því yfir að rafbyssur hefðu ekki verið orsökin. Í þessum tilvikum hefði ofneysla á eiturlyfjum, und- irliggjandi heilsufarsvandamál og fleira komið til. Í þessu samhengi má nefna að 800 manns deyja ár- lega við handtökur í Bandaríkj- unum og því eru þetta afar fá tilvik þegar horft er til þess að rafbyssur hafa verið í almennri notkun lög- reglumanna í Bandaríkjunum í a.m.k. fimm ár. Það er mjög erfitt að halda því fram að notkun á raf- byssum geti ekki haft áhrif á hjartað, því það er stór al- hæfing, en hins vegar má vel halda því fram að áhættan sé mjög lítil,“ segir Smith. Rafbyssur minnki meiðslahættu  Forstjóri rafbyssufyrirtækis hér á landi til að kynna rafbyssur fyrir íslenskum yfirvöldum  Öruggari en kylfur og piparúði  Hafa rekið sig á að fólk og fjölmiðlar óttast þessa nýjung Morgunblaðið/Júlíus Rick Smith Forstjóri Taser er hér á landi til að kynna rafbyssur. 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 2015 Vilt þú vita hvers virði eignin þín er í dag? Pantaðu frítt söluverðmat án skuldbindinga! HRINGDU NÚNA 820 8080 Sylvía Löggiltur fasteignasali sylvia@fr.is Brynjólfur brynjolfur@fr.is Tveimur pílum er skotið úr raf- byssu í þann einstakling sem þarf að yfirbuga. Fíngerðir raf- magnsvírar dragast út með píl- unum og tengja þær við tækið. Pílurnar festast við föt brota- mannsins eða ganga inn í húð hans og um leið hleypur 50 þús- und volta spenna á milli pólanna í nokkrar millisekúndur til að koma á tengingu. Um leið og tenging er komin fellur spennan niður í 400 volt. Byssan gefur frá sér rafpúls sem truflar taugaboð til vöðvakerfisins og veldur um leið sársauka. Þegar rafpúlsinn hleypur á milli píl- anna hættir viðkomandi ein- staklingur að geta stjórnað stoð- vöðvunum, finnur til sársauka og lyppast niður. Rafpúlsinn úr raf- byssum er á tíðni sem ætlað er að hafa eingöngu áhrif á taugaboð til vöðva, en ekki hjarta eða annarra líffæra. Viðkomandi lyppast niður 400 VOLTA STRAUMUR Sunna Sæmundsdóttir sunnasaem@mbl.is Íslenska krónan er raunverulegur möguleiki án þess að til fjármagns- hafta þurfi að koma aftur í framtíð- inni. Hins vegar má búast við hertum kröfum og ekki er víst að gjaldmiðlar geti með góðu móti verið jafn fljótandi og þeir voru fyrir hrun. Þetta sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, á fundi á vegum Framsóknarfélagsins í Reykjavík í gær. Þar flutti hann erindi um aðgerðir stjórnvalda til afnáms fjármagnshafta. „Það þurfa kannski að vera fleiri hraða- hindranir,“ sagði hann og líkti efna- hag heimsins við olíuskip þar sem skipskaði blasir við ef skipið er ekki hólfað af þegar leki kemur upp. Íslenska hagkerfið sagði hann þó aldrei hafa verið í betri aðstöðu til þess að viðhalda stöðugleika sökum aukins fjölbreytileika þar sem sveiflujöfnun er orðin meiri. Sanngjörn og nauðsynleg Sigmundur fór yfir aðgerðaáætlun stjórnvalda, sem hann sagði að væri ekki einungis sanngjörn gagnvart kröfuhöfum, heldur einnig nauðsyn- leg. „Öðruvísi geta þeir ekki inn- heimt hagnaðinn og kröfuhafar vissu að hér væru þeir að kaupa sig inn í höft.“ Þá blés hann á gagnrýnisraddir er hafa sagt aðgerðirnar ganga of hart á rétt kröfuhafa og sagðist hvorki hafa áhyggjur af mögulegum mál- sóknum, né heldur upprisu einhvers konar samúðarbylgju með erlendum vogunarsjóðum, sem gæti haft veru- leg neikvæð ímyndaráhrif á Ísland. Sigmundur vísaði til þess að að- gerðaáætlunin hefði verið í tvö ár í smíðum. „Margir hafa haldið því fram að alltof langur tími sé liðinn og þrýstingur hefur verið á að afnema höftin strax,“ sagði hann. „Fyrsta reglan var að það yrði ekki farið af stað fyrr en sýnt þótti að lífskjör yrðu vernduð á landinu og að Íslendingar yrðu ekki gerðir að skuldaþrælum fyrir gjaldþrota einkafyrirtæki,“ sagði Sigmundur og vísaði til þess að efnahagslífið hefði þurft að vera í ákveðnum skorðum áður en lagt var af stað. Engar áhyggjur af samúðarbylgju  Vantar hraðahindranir í hagkerfið Sigmundur Á Grand Hótel í gær. Aðgerðaáætlunin » Annars vegar nauðasamn- ingaleið þar sem slitabúin þurfa að uppfylla stöðugleika- skilyrði til þess að fá undan- þágu frá höftum. » Hins vegar 39% stöðug- leikaskattur á heildareignir búsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.