Morgunblaðið - 17.06.2015, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 17.06.2015, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 2015 AUKIN ÞJÓNUSTA VIÐ EIGENDUR SKODA • Bílson er sérhæft og vottað þjónustuverkstæði sem uppfyllir allar ströngustu kröfur Skoda. • Fullkomin forgreiningarstöð þar sem greina má flest allt um ástand bílsins og gæði. • Bílson hefur gæðavottun Bílgreinasambandsins með gæðaúttekt frá BSI á Íslandi auk starfsleyfis til endurskoðunar frá Samgöngustofu. Við leitumst við að vera samstíga því besta í Evrópu. Komið, sjáið og sannfærist. Kletthálsi 9 • Sími 568 1090 - V E R K S T Æ Ð I Ð - Rauðagerði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · www.kaelitaekni.is Okkar þekking nýtist þér • Mylur alla ávexti, grænmeti klaka og nánast hvað sem er • Hnoðar deig • Býr til heita súpu og ís • Uppskriftarbók og DVD diskur fylgja með Lífstíðareign! Tilboðsverð kr. 109.990 Með fylgir Vitamix sleif drykkjarmál og svunta Fullt verð kr. 137.489 Meira en bara blandari! Ísak Rúnarsson Jóhann Ólafsson Fjölbreytt hátíðardagskrá verður um allt land í dag í tilefni af þjóð- hátíðardegi Íslendinga. Dagskráin í Reykjavík hefst klukkan tíu, en skátar munu leiða skrúðgöngur frá Hlemmi niður Laugaveg og frá Hagatorgi niður að Hljómskála- garði klukkan eitt. Á Akureyri mun dagskrá hefjast klukkan eitt í Lystigarðinum en skrúðgangan mun halda þaðan að Ráðhústorginu kl. 13.45. Í Hafnarfirði munu 100 fjallkonur flytja ávarp í Hamrinum klukkan 13.00. Ekki allir sáttir við mótmæli Einnig hafa verið boðuð mót- mæli gegn ríkisstjórninni á Austur- velli á nánast sama tíma og hátíðar- dagskrá Alþingis og forsætis- ráðuneytisins hefst, kl. 11.10. Ekki eru allir sáttir við að boðað hafi ver- ið til mótmælanna. Meðal dagskrárliða sem fara fram á þessum tíma á Austurvelli er ávarp fjallkonunnar, en forseti Ís- lands mun einnig leggja blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sigurðssonar og forsætisráð- herra flytja hátíðarræðu. Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgar- fulltrúi Framsóknarflokksins, fer ekki fögrum orðum á Facebook-síðu sinni um þá sem hyggjast mótmæla á sjálfan þjóðhátíðardaginn. Henni þykir ekki í lagi að fólk skuli boða til slíkra mótmæla á þessum degi og finnst að hugsa ætti frekar um börnin sem skemmti sér þennan dag. „Samfélagsmiðlar breytt mótmælum“ „Ég hef nú bara verið hérna í 30 ár en ég man ekki eftir því. Það hafa einhverjir menn komið með skilti en engin skipulögð mótmæli.“ segir Arnar Rúnar Marteinsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höf- uðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is. Stefán Pálsson sagnfræð- ingur bendir hins vegar á að árið 2009 hafi nokkrir mótmælendur truflað ræðu forsætisráðherra en að einnig hafi Falun Gong-liðar mót- mælt árið 2002 í tengslum við heim- sókn forseta Kína til Íslands. „Þetta var 17. júní 2002 og þótti nokkuð óvenjulegt.“ segir Stefán við mbl.is. Hann segir einnig að sam- félagsmiðlar hafi breytt eðli mót- mæla. Áður fyrr hafi formlegur aðili þurft að standa fyrir mótmælunum og máli sínu en að nú sé hægt að búa til viðburð á Facebook þar sem fullt af fólki bóki sig, hvort sem það mæti eða ekki. Lögreglan verður með aukinn viðbúnað og mannskap við störf í dag en þó verða ekki settar upp mótmælagirðingar heldur verða lokanir hefðbundnar miðað við dag- inn. Dagskráin í Reykjavík Mikið verður um að vera í Reykjavík, en eins og áður sagði hefst dagskráin kl. 10.00 á sam- hljómi kirkjuklukkna í Reykjavík. Gengnar verða þrjár skrúðgöngur; auk áðurnefndra skrúðgangna á vegum skátanna klukkan eitt verð- ur farið í skrúðgöngu frá Austur- velli og að leiði Jóns Sigurðssonar klukkan 11.50. Barna- og fjöl- skylduskemmtanir hefjast í Hljómskálagarði sem og á Arnar- hóli kl. 13.30. Útitónleikar hefjast á Austurvelli klukkan 14.00 og aðrir útitónleikar á Arnarhóli klukkan 17.00. Mótmælendur á sama tíma og fjallkonan Morgunblaðið/Eggert Fjallkonan Mótmæli munu standa yfir er fjallkonan flytur ávarp sitt í ár.  Mikið um að vera á þjóðhátíðardaginn  Mótmæli boðuð Mótmælt á Austurvelli » Samtökin Jæja standa fyrir mótmælunum, en þau hafa boðað til þó nokkurra mótmæla að undanförnu. » Um 3.500 manns hafa boðað komu sína á mótmælin á Austurvelli kl. 11.00 í dag. » Lögregla mun auka við- búnað vegna mótmælanna. Á þjóðhátíðardaginn skiptir veðrið Íslendinga miklu máli, enda fer mest öll dagskrá fram utandyra. Dumb- ungur verður yfir höfuðborgarsvæð- inu og dropar á lofti fram eftir degi en þó mun sólin sennilega eitthvað láta sjá sig. „Hitastigið gæti farið upp í 11-12 gráður en ekki mikið meira,“ segir Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofunni. Á Akureyri og fyrir austan verður hins vegar hlýtt og hiti gæti farið upp undir 18 gráður. Á Vestfjörðum verður sennilega öllu kaldara. Hér að ofan má svo sjá tölur yfir veðurfar í Reykjavík frá aldamótum, á hádegi 17. júní. Þannig hefur t.d. ekki rignt þá síðan árið 2003. Veðurfar 17. júní kl. 12 á hádegi í Reykjavík frá aldamótum 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 Spá 2015 Meðaltal 0 2 4 6 8 10 12 14 16 Heiðskýrt Léttskýjað Skýjað Alskýjað Lítilsháttar rigning Hiti Vindur m/s N/A „Dæmigert en milt 17. júní veður“  Vissara að taka með sér regnhlíf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.