Morgunblaðið - 17.06.2015, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.06.2015, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 2015 Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • sala@rv.is • rv.is Rekstrarvörur – fyrir þig og þinn vinnustað Hágæða postulín - með innblæstri frá náttúrunni Verið velkomin í verslun RV og sjáið úrval af glæsilegum hágæða borðbúnaði Glamox Luxo er leiðandi framleiðandi LED lýsingarbúnaðar og býður heildarlausnir fyrir skóla og bókasöfn Leitaðu upplýsinga hjá löggiltum rafverktökum, lýsingahönnuðum og arkitektum Fáðu fagmann í verkið til að tryggja rétta meðhöndlun, endingu og ábyrgð. Það er þitt öryggi. www.reykjafell.is Kristján Jónsson kjon@mbl.is Ítalir hóta nú að grípa til róttækra ráða ef Evrópusambandsríkin sam- þykki ekki að taka við stórum hluta þeirra ólöglegu innflytjenda og flótta- manna sem hafa komið til landsins frá Afríku og Mið-Austurlöndum. Innan- ríkisráðherrar ESB-ríkjanna komu saman á fund í gær til að ræða flótta- mannavandann. Matteo Renzi for- sætisráðherra sagði að til greina kæmi að neita að taka við fólki sem skip frá öðrum ESB-löndum bjarga á Miðjarðarhafi. Einnig sagði Renzi að Ítalir gætu veitt fólkinu tímabundna vega- bréfsáritun en þá gæti það farið til allra hinna landanna á Schengen- svæðinu. Samkvæmt reglum ESB á innflytjandi að sækja um landvist í fyrsta aðildarríkinu sem hann kemur til og þá á að taka af honum eða henni fingraför sem auðveldar mjög eftirlit. En ráðherra innflytjendamála á Ítal- íu, Angelino Alfano, hefur sagt að neiti innflytjandinn að láta Ítali taka af sér fingraför sé ekki hægt að þvinga hann. ESB-lönd í austanverðri Evrópu mótmæla því að settur verði ákveðinn kvóti þannig að hvert ríki taki við ákveðnum fjölda flóttamanna. Bretar og Frakkar andmæla einnig þeim hugmyndum. Yfir 50.000 manns hafa komið yfir Miðjarðarhafið til Ítalíu það sem af er árinu, oft í lélegum bát- um og talið er að minnst 1.800 manns hafi drukknað. Einnig hafa tugþús- undir komist til Möltu og Grikklands. AFP Ólöglegur Ítalskir lögreglumenn handsama flóttamann á landamær- unum að Frakklandi. Ítalir hóta örþrifaráðum  Renzi krefst þess að önnur ESB-ríki leysi flóttamannavandann með þeim Kristján Jónsson kjon@mbl.is Ef John Ellis Bush, venjulega kallaður Jeb, verður forseta- frambjóðandi repúblikana í Bandaríkjunum á næsta ári og sigr- ar verður hann þriðji forsetinn úr fjölskyldunni. En ljóst þykir að 12 repúblik- anar, þar af ein kona, muni keppa um útnefninguna og sé tekið með- altal af skoðanakönnunum er Bush efstur. En rétt nær því sæti þótt hann sé þekktur, hann er 62 ára og gegndi embætti ríkisstjóra í Flórída í átta ár. Og eftirnafnið þekkja allir. En bróðirinn var umdeildur og er enn, það er ekki endilega Jeb í hag að hampa eftirnafninu um of. Það gerir hann heldur ekki en bendir á að hann sé reyndur maður sem hafi náð árangri sem ríkisstjóri. „Við munum aftur ná stjórn á framtíð okkar í þessu landi,“ sagði Bush þegar hann skýrði frá fram- boði sínu. Hann segist ætla að ýta undir hagvöxt, efla herinn og bæta samskiptin við Ísrael. En hvar í lit- rófi repúblikana er Bush? Hann er ekki eftirlæti eindreg- inna hægrimanna. Honum er að vísu hælt í herbúðum þeirra fyrir að koma á svonefndu ávísanakerfi í grunnskólum Flórída, auka þannig valfrelsi foreldra. En hann vill að ákveðin námskrá í grunnfögum gildi í landinu öllu, nokkuð sem stuðn- ingsmenn aukins fullveldis hvers sambandsríkis eru andvígir. Eiginkona Bush, Columba, er frá Mexíkó og hann talar sjálfur góða spænsku og er kaþólskur. Og hann vill tryggja að 12 milljónir ólöglegra innflytjenda geti orðið rík- isborgarar, enn eitt ágreiningsefnið við harðlínumenn. En Bush bendir á að með miðjustefnu sinni eigi hann auðveldara en aðrir með að vinna hylli óflokksbundinna kjósenda. Jeb fram á sviðið  Gæti höfðað til óflokksbundinna kjósenda en harðlínu- repúblikanar eru ekki hrifnir af miðjumanninum Bush Jeb Bush Starfsmenn heilbrigðisyfirvalda í Suður-Kóreu úða sótthreinsandi efni í leikhúsi í höfuðborginni Seoul til að minnka hættuna á útbreiðslu bráðalungnabólgu, MERS. Skýrt var þrem nýjum dauðsföllum í gær og hafa nú alls 19 manns dáið úr veikinni í landinu. Vitað er um minnst 154 sem hafa sýkst og hátt í 5.600 eru í sóttkví enda veikin mjög smitandi. Skýrt hefur verið frá dauðsfalli í Sádi-Arabíu og einn lést í Þýskalandi. AFP Yfir tuttugu látnir úr bráðalungnabólgu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.