Morgunblaðið - 17.06.2015, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.06.2015, Blaðsíða 23
– það voru góðar stundir og ein- göngu til þess að færa meira líf í kennslu næsta dags. Önnur kvöld fórum við kennar- ar Njarðvíkurskóla í gönguferðir strax að loknum kvöldmat. Helga bankaði venjulega á dyrnar hjá mér og svo koll af kolli fórum við til þeirra sem næstir okkur bjuggu. Þetta voru vissulega ánægjulegir tímar sem oft hafa verið rifjaðir upp síðan. Þá var líf- ið ljúft, börnin okkar ung og hverfið kyrrlátt. Það var samstillt- ur hópur sem starfaði við Njarð- víkurskóla. Helga hafði eiginleika sem allir kennarar vilja hafa, samvisku- semi, gat sett saman vísur og hafði einstaklega fallega rithönd. Hún var trygg manneskja og traust í samskiptum. Helga var trúuð og áttum við oft skemmti- legar samræður um trúmál sem og önnur mál. Hún mat fjölskyldu sína mikils og talaði oft um hve heppin hún væri að eiga sinn góða mann og yndislegu börn sem erft hafa eiginleika foreldranna, ríku- lega ljúfmennsku og kærleika. „Í lífinu er aðeins eitt sem er þess virði að eignast hvað sem það kostar og það er kærleikurinn“. (Swami Vivekananda.) Ég þakka Helgu samfylgdina og bið henni blessunar Guðs. Guðrún Erla Björgvinsdóttir. Það var spenna í loftinu þegar við Helga flugum á vit ævintýr- anna haustið 1969. Við vorum ný- útskrifaðar úr Kennaraskólanum, höfðum verið bekkjarsystur og ákváðum að sækja um störf sem kennarar á Ísafirði. Við vorum báðar ættaðar að vestan, hún frá Súgandafirði, ég frá Flateyri. Við komum okkur fyrir í lítilli íbúð í Odda þar sem vel fór um okkur. Á Ísafirði tóku á móti okkur Björg- vin Sighvatsson og hans góða samstarfsfólk við Barnaskóla Ísa- fjarðar, sem var tilbúið að aðstoða okkur nýgræðingana. Við fengum smáaðlögun, yngri börnin byrjuðu í skólanum mánuði fyrr en þau eldri svo það gafst tími til að kynnast nýju umhverfi og heilsa upp á ættingja áður en full kennsla tók við. Á þessum árum hafði maður tvo bekki í umsjón og voru bekkir mun fjölmennari en nú er. Það var gott að vera tvær saman, við gátum borið saman bækur okkar og ekki veitti af. Við kenndum í gamla skólahús- inu. Eldri bekknum kenndum við fyrir hádegi. Í hádegishléinu var farið í Kaupfélagið, keypt brauð og álegg og síðan heim í Odda og snætt. Eftir hádegið tók svo við kennsla yngri barnanna. Helga vann sitt starf af trú- mennsku frá fyrsta degi. Hún var skipulögð og snyrtileg í öllu sem hún tók sér fyrir hendur og ætl- aðist til hins sama af nemendum sínum. Hún hafði einstaklega fal- lega rithönd þótt hún hafi verið pínd til að skrifa með hægri hendi þrátt fyrir að vera örvhent. Þetta ár okkar saman á Ísafirði var mjög eftirminnilegt. Við eign- uðumst fjölda góðra vina á meðal samstarfsmanna og ættingja. Nemendurnir létu stundum hafa fyrir sér en oft minntumst við á þessa fyrstu nemendahópa okkar og rifjuðum upp skemmtileg atvik þeim tengd. Við fengum að taka þátt í leik og starfi heimamanna og þá naut húmorinn hjá Helgu sín best – í góðra vina hópi. Hún gat gert góðlátlegt grín að okkur samferðafólkinu, hún var góð eft- irherma og vísukorn setti hún oft fram með góðlátlegu gríni. Stund- um greip hún í gítar og þá var sungið upp úr Nýju danslagatext- unum. Helga var mun húslegri en ég, hafði reynslu bæði af matseld og tiltekt, svo þessi sambúð varð mér hinn besti skóli. Svo átti maður að sitja með handavinnu þegar næði gafst, alltaf að nýta stundina. Við höfum verið ósköp maddömulegar ungfrúrnar í Odda veturinn 1969- 1970. Þessi vetur hefur verið erfiður fjölskyldunni vegna veikinda Helgu. Aldrei heyrðist þó æðru- orð. Hún kvartaði aldrei og Þórð- ur og börnin hafa sinnt henni af slíkri prýði að eftir var tekið. Samúðarkveðjur frá okkur Magnúsi. Hildur Eiríksdóttir. Kveðja frá Njarðvíkurskóla Við fengum þá sorgarfrétt rétt fyrir skólaslit Njarðvíkurskóla nú í vor að Helga Magnúsdóttir, fyrr- verandi kennari við skólann, væri látin. Helga hóf störf við skólann árið 1975 og starfaði við skólann nær óslitið þar til hún lét af störf- um árið 2008. Á starfsferli sínum við skólann tók hún að sér ýmis störf og verkefni og vék sér ekki undan ábyrgð ef til hennar var leitað. Má þar nefna að hún var ár- gangastjóri frá upphafi starfs ár- gangastjóra við grunnskóla og síð- ar deildarstjóri við skólann. Mér er því afar ljúft að minnast merkr- ar samstarfskonu sem skilur eftir sig gott og göfugt ævistarf við skólann. Helga var afar farsæll kennari, hún var traust, hlý og skapandi og lagði ekki bara grunn að framtíð og velferð nemenda sinna heldur var hún einnig góð fyrirmynd starfsmanna skólans. Hún nálgað- ist starf sitt af mikilli virðingu, lagði metnað í kennslu sína og samskipti við nemendur. Vinnu- söm og sérstaklega vandvirk var hún með afar fallega rithönd enda stýrði hún innleiðingu á því þegar breytingar urðu frá tengiskrift yf- ir í grunnskrift og eru mörg henn- ar verkefna enn notuð við kennslu í dag. Vandvirkni hennar kom einnig fram í því hvernig hún beitti mál- inu, hvort heldur í töluðu eða rit- uðu og var hún mjög hagmælt og setti saman vísubrot eða lengri ljóðabálka ef tilefni gafst til og var þá alltaf hugað að réttri brag- fræði. Hún sinnti öllum sínum verkum af einstakri alúð og metnaði og var frumkvöðull á ýmsum sviðum og lagði grunn að mörgum verkefn- um sem við byggjum enn á í skóla- starfinu. Njarðvíkurskóli stendur í þakkarskuld við Helgu fyrir far- sæla og gefandi samleið og vottar aðstandendum hennar innilega samúð. Ásgerður Þorgeirsdóttir, skólastjóri Njarðvíkurskóla. Haustið 1954 hóf Gídeonfélagið á Íslandi að færa nemendum í 12 ára bekk í grunnskólum landsins Nýja testamentið að gjöf. Áhöld eru um hvort fyrsta afhendingin hafi farið fram í Laugarnesskól- anum eða í Langholtsskólanum og er það í sjálfu sér aukaatriði. Falleg og söguleg mynd er hins vegar til af afhendingu Nt í Lang- holtsskólanum frá þessum tíma þar sem faðir minn, Þorkell Gunn- ar Sigurbjörnsson, sem var fyrsti forseti Gídeonfélagsins á Íslandi, afhendir ungri stúlku eintak af Nt. Mynd þessi hefur æ síðan verið notuð í sögulegu samhengi þegar minnst er afhendingu fyrsta Nt til skólabarna hér á landi. Stúlkan á myndinni er Helga Magnúsdóttir og var hún alla tíð meðvituð um þessa sögulegu stund, sem hún sagði að hefði haft veruleg og var- anleg áhrif á sig. Enda varðveitti hún Nt sitt vandlega og las reglulega í því sér til uppbyggingar og leiðsagnar á lífsleiðinni. Hafði hún það gjarnan meðferðis í skólann sem hún kenndi í þegar hún vissi að von væri á fulltrúum Gídeonfélagsins, til þess að sýna börnunum þetta sögulega eintak og segja þeim frá því hvað þessi magnaða bók hefði verið henni mikils virði í lífi og starfi. Fyrir 10 árum í kringum 60 ára afmæli Gídeonfélagsins á Íslandi setti Helga sig í samband við mig og tilkynnti mér að hún vildi af- henda félaginu umrætt eintak til varðveislu af sögulegum ástæð- um. Varð úr að hún kom á heimili föður míns, sem þá var 93 ára gamall, og afhenti honum eintakið að mér viðstöddum. Eintakið sem hann hafði afhent henni í Lang- holtsskólanum fimmtíu og einu ári áður. Að sjálfsögðu í skiptum fyrir nýtt eintak, sögu Gídeonfélagsins á Íslandi auk bænabókarinnar Í skugga vængja þinna, eftir þann sem þetta skrifar. Haustið 2013 hafði Helga sam- band við mig eftir að út spurðist að ég hefði greinst með krabba- mein til þess að flytja mér kveðju sína og uppörvunarorð. Nú hefur hún sjálf þurft að láta í minni pok- ann fyrir ámóta ógnandi óværu. En þá er gott að hugsa til þess að hún hvíldi í orðum og fyrirheit- um frelsara síns Jesú Krists, úr Nýja testamentinu fræga sem hún eignaðist forðum. Orðum sem fylgdu henni alla tíð og hafa mátt til að viðhalda lífi hennar í faðmi frelsarans á himnum að eilífu. Ég á aðeins eitt líf, það er mér mjög dýrmætt og ég tek því verulega alvarlega. Ég reyni að lifa því og ég vanda mig. Samt veikist ég, verð fyrir vonbrigðum og særist. Að lokum slokknar á líkama mínum, hann deyr og verður að moldu. Ég á aðeins eitt líf, en það gerir ekkert til, ég sætti mig við það, í ljósi þess að líf mitt er í Jesú. Honum sem fær er um að græða sár, endurreisa og lífga við. Honum var og er líf mitt falið og það varir að eilífu. (Sigurbjörn Þorkelsson) Blessuð sé minning Helgu Magnúsdóttur kennara. Saga hennar og saga Gídeonfélagsins á Íslandi er samofin órjúfanlegum böndum sem munu vara. Sigurbjörn Þorkelsson, fv. forseti og fram- kvæmdastjóri Gídeon- félagsins á Íslandi. Helga Magnúsdóttir kennari er látin. Ég kynntist Helgu fyrst þegar ég kom að Njarðvíkurskóla árið 1983 en þar var hún kennari. Síðan þá hefur Helga verið vin- ur minn alla tíð og samstarfsfélagi allt til ársins 2004. Helga var samviskusöm og vandvirk í hvívetna, lipur og prúð- menni í samstarfi. Helga var einstaklega góður kennari. Hún vildi allt fyrir nem- endur sína gera. Fulltrúar úr nemendahópi hennar komu og heimsóttu hana og færðu henni blóm þar sem hún lá veik. Henni þótti vænt um þessa heimsókn og minntist hennar með sérstaklegri hlýju. Í bókinni „Kyrrðin talar“ eftir Eckhart Tolle segir: „Gerðu núið að vini, ekki óvini. Viðurkenndu það og virtu. Þegar það er und- irstaða og miðdepill lífs þíns vind- ur lífi þínu fram af áreynsluleysi og átakalaust.“ Þegar dýpst er skoðað getum við spurt sérhvern mann um eðli lífsins og sá getur aðeins veitt því svar með því að taka ábyrgð á eig- in lífi. Eina svarið sem hann getur gefið lífinu er að axla ábyrgð. Með því að taka þeirri áskorun að þjást með reisn, hefur lífið tilgang til síðustu stundar. Við eigum öll eftir okkar för um dalinn dimma. Ef til vill er vitund- in um það eitt af því sem gerir okkur mannleg. Við erum í fylgd hins eilífa samtímamanns allra manna á öllum tímum. Mér fannst Helga lifa lífinu með þessum hætti. Hún gerði sér grein fyrir hvernig fortíð mótar fólk. Hún átti góðar minningar úr Reykjavík þar sem hún ólst upp. En hún horfði einnig til framtíðar. Helga tókst á við erfiðan sjúk- dóm af ótrúlegu æðruleysi. Hún vissi vel að hverju stefndi. Viktor Emanuel Frankl skrif- aði bókina „Leitin að tilgangi lífs- ins“. Þar talar hann um persónu- legan harmleik og erfið örlög og segir m.a. um tilgang þjáningar- innar: „Við megum aldrei gleyma því að við getum fundið tilgang í líf- inu, jafnvel þótt við séum í von- lausri aðstöðu gagnvart örlögum sem ekki verða umflúin. Þá ríður á að bera vitni því besta sem manninum einum er gefið, þ.e. að geta snúið persónu- legum harmleik í sigur, þrenging- um upp í mannleg afrek. Þegar við eigum þess ekki leng- ur kost að breyta aðstæðum – t.d. vegna ólæknandi sjúkdóms eins og óskurðtæks krabbameins – er tækifærið í því fólgið að breyta okkur sjálfum.“ Hann sagði einnig: „Með því að taka þeirri áskorun að þjást með reisn, hefur lífið tilgang til síðustu stundar.“ Svona var Helga. Hún átti til að bera þessa stór- kostlegu hæfileika, sem hér var lýst, að hefja sig yfir erfið veikindi, sem hún þurfti þó að berjast við á hverjum einasta degi síðasta árið. Helga var heilsteypt kona og æðrulaus. Ég minnist hennar með sérstökum hlýhug. Ég votta fjölskyldu Helgu sam- úð mína, Þórði, börnum hans og barnabörnum. Ég geri mér grein fyrir þeirri tilfinningu sem grípur hjartað er sá tapast sem alls ekki má missa, þegar sá hverfur sem gefið hefur lífinu stóran hluta af tilgangi sín- um. Gylfi Guðmundsson. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni. Og nú ertu genginn á guðanna fund það geislar af minningu þinni. (Friðrik Steingrímsson.) Margar góðar minningar koma í hugann þegar Helga er fallin frá. Við unnum saman í Njarðvíkur- skóla í áratugi. Helga var sérlega góður kennari og metnaðarfull fyrir hönd nemenda sinna. Hún bar hag hvers einstaklings fyrir brjósti og fylgdist með nemendum sínum, líka eftir að þeir voru lagð- ir af stað út í lífið. Helga var dug- leg og vinnusöm. Það var alveg frábært að vinna með henni, hvort sem var í kennslu eða félagsmál- um. Hún var glöð og ljúf kona sem mátti ekkert aumt sjá og vildi leysa hvers manns vanda. Á góð- um stundum tók hún fram gítar- inn og við brustum í söng. Helga var vel hagmælt, hún átti t.d. létt með að setja saman skemmtilegan texta við fjörug lög sem við í Njarðvíkurskóla sungum saman af ýmsum tilefnum. Það var gaman að ferðast með Helgu, bæði innan lands og utan. Þá ríkti gleðin ein. Ein okkar fór með Helgu í diplómanám fyrir nokkrum árum, sú samvinna var góð og gefandi eins og öll önnur samskipti okkar. Hún var mikil föndur- og handavinnukona, heimili hennar ber vott um listfengi hennar. Árið 2008 lauk Helga störfum við Njarðvíkurskóla ásamt fjórum öðrum kennurum sem kölluðu sig eftir þetta vinkonurnar fimm. Við hittumst reglulega á kaffihúsum eða heima hver hjá annarri. Elsku Helga tók veikindum sín- um af hugrekki og með reisn. Við þökkum fyrir vináttu til margra ára. Við sendum fjölskyldu Helgu innilegar samúðarkveðjur og sér- lega Þórði eiginmanni hennar sem gerði henni kleift að vera heima eins lengi og heilsan leyfði. Hvers virði er vinátta vænlegum snótum? Hvers virði er lífið þeim á stefnumótum? Hvert orðtak og umhyggja lýsir og leið- ir sem leiftrandi afl og úr væntingum greiðir. (Helga Magnúsdóttir.) Erna, Guðríður, Guðrún og Sigrún. MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 2015 Rabbi byrjaði ungur að stunda sjóinn á síðutogur- um. Síðan réð hann sig til norskrar út- gerðar og gerðist kyndari á fraktskipum og sigldi um heims- ins höf í tæp fimm ár. Ég var ekki gömul þegar Rabbi kynntist mömmu, sex eða sjö ára. Hann kom vestur á Ísafjörð fyrir til- stuðlan vinar síns, Halldórs Her- mannssonar, til að fara á sjó á Guðnýju IS. Hann bar með sér einhvern framandi blæ, glæsileg- ur, dökkhærður með liðað hár, víðförull og svo mikill heimsmað- ur. Hann var einstakt ljúfmenni, heiðarlegur, einlægur, ótrúlega þolinmóður og skipti aldrei skapi. Það hefur trúlega ein- hvern tíma reynt á þolrif hans að hafa þennan óstýriláta telpu- hnokka í eftirdragi. Ég var ekki par hrifin af því að „einhver mað- ur“ kæmi og stæli henni mömmu minni frá mér. Við sem höfðum ákveðið að leggjast í ferðalög þegar ég yrði eldri og fara til Þýskalands, þar sem hún hafði verið nokkru áður við störf og þýskunám. Ef mig grunaði t.d. að hann þyrfti að nota baðher- bergið þeyttist ég þangað inn, læsti og beið eins lengi og ég hafði þolinmæði til. Aldrei sagði hann styggðaryrði við mig eða ávítaði og auðvitað gafst ég fljót- lega upp á þessu háttalagi. Rabbi reyndist mér hinn besti faðir og eignuðust þau mamma saman tvo drengi, Gunnstein og Odd. Fyrir átti hann fimm börn. Hann var einstakt snyrtimenni, alltaf vel til hafður hvort sem var til sjós eða lands. Hann vildi hafa sín spariföt klæðskerasaumuð og úr úrvalsefni. Skórnir skyldu Jón Rafn Oddsson ✝ Jón Rafn Odds-son (Rabbi) fæddist 24. maí 1926. Hann lést 7. júní 2015. Útförin fór fram 13. júní 2015. vera frá Lloyd, ekk- ert minna. Hann og mamma höfðu ein- stakt dálæti á töl- unni þrettán. Hann keypti sér bát til að stunda skak og rækjuveiðar á vetr- um. Hann fékk nafnið Farsæll ÍS 13, smíðaður af afa Gunnari, skipasmið. Síðan eignaðist hann annan bát og nefndi hann Gunnar Sigurðsson ÍS 13 (er núna í eigu Byggðasafns Vest- fjarða). Þegar þau eignuðust bíl var hann Í 1013. Rabbi var mikill sögumaður og hafði einstakt lag á að halda athygli okkar með mjög svo skemmtilegum frá- sögnum frá ferðum sínum um heimsins höf og margar heims- álfur. Hann hafði sérstakt dálæti á enska boltanum og Arsenal var hans uppáhaldslið. Gat horft á endurtekningar aftur og aftur og spáð í hvað betur hefði mátt fara, sérstaklega ef hans lið tapaði. Hann þekkti alla leikmennina með nafni. Á sínum yngri árum las hann mjög mikið. Hann hafði sérstakt dálæti á Íslendingasög- unum og las Laxness mikið. Hann sat líka oft og las ljóð. Hann var heilsuhraustur nánast alla sína tíð. Þau mamma bjuggu á Hlíðarveginum fram í desem- ber 2012. Hann varð fyrir því óláni að hrasa í stiga og jafnaði sig aldrei fullkomlega eftir það. Um sama leyti greindist mamma með krabbamein sem dró hana til dauða ári seinna. Undanfarið hefur hann dvalið á öldrunar- deild Heilbrigðisstofnunar Vest- fjarða í einstaklega góðu yfirlæti starfsfólksins þar og kann ég því hjartans þakkir fyrir öll elsku- legheitin, sem hafa verið honum ómetanleg og ekki síður okkur. Rabbi dó í faðmi fjölskyldunnar á sjómannadaginn. Hans verður sárt saknað. Blessuð sé minning hans. Kristín og fjölskylda. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, BRYNJÓLFUR MÁR SVEINSSON yfirvélstjóri, Skaftahlíð 34, er var bráðkvaddur 23. maí, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík, föstudaginn 19. júní kl. 11. . Jóhanna Fjeldsted, Brynjólfur Rafn Brynjólfsson, Hjörtur Fjeldsted, Anna Sólveig Davíðsdóttir og barnabörn. Elsku mamma, tengdamamma, amma, dóttir og stjúpdóttir, ÞÓRUNN MAGDALENA GARÐARSDÓTTIR, er látin. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. . Sigríður Sæunn Jakobsdóttir, Örlygur Kristmundsson, Edda Rúna Kristjánsdóttir, Rósant Guðmundsson, Guðrún Kristjánsdóttir, Egill Þórarinsson og barnabörn Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, DANÍEL HAFLIÐASON, Búð II, Þykkvabæ, lést 15. júní 2015. . Sigurður, Kristín og Hafrún.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.