Morgunblaðið - 17.06.2015, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 17.06.2015, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 2015 Atvinnuauglýsingar Vélstjóra vantar á rækjutogara sem er með tvö þúsund hestafla vél. Upplýsingar í síma 893 3077. Félagslíf Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. Raðauglýsingar Kæri viðskiptavinur Í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna á Íslandi hvetur ríkisstjórn Íslands vinnuveit- endur til að gefa starfsfólki frí frá hádegi föstudaginn 19. júní, svo það geti tekið þátt í skipulögðum hátíðahöldum.Tollstjóri styður jafnrétti og því verður afgreiðsla stofnunarinn- ar lokuð frá kl. 12 þann dag. Við minnum jafn- framt á að afgreiðslaTollstjóra er opin til kl. 18:00 á fimmtudögum í sumar. Með bestu kveðju, starfsfólkTollstjóra. Tilkynningar Smáauglýsingar 569 Sumarhús Glæsilegar sumarhúsalóðir til sölu við Ytri-Rangá í landi Leiru- bakka. Aðeins 100 km frá Reykjavík á góðum vegi. Kjarri vaxið land, veðursæld, ótrúlega falleg fjallasýn. Upplýsingar á www.fjallaland.is og í síma 893-5046. Sumarhús – Gestahús – Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Íþróttir Verðlaunagripir - gjafavara- áletranir Bikarar, verðlaunapeningar, barm- merki, orður, póstkassaplötur, plötur á leiði, gæludýramerki - starfsgreina- styttur. Fannar, Smiðjuvegi 6, Rauð gata, Kópavogi , sími 5516488 Óska eftir Staðgreiðum gull, demanta og úr Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex, Cartier, Patek Philippe o.fl. Hringdu núna og fáðu tilboð þér að kostnaðarlausu! www.kaupumgull.is Opið alla daga 11–18. Kringlan – 3. hæð (Hagkaupsmegin) Upplýsingar í síma 661 7000. Ýmislegt INNTÖKUPRÓF verður í Læknisfræði í Jesse- nius Faculty of Medicine (JFM CU) í Martin, Slóvakíu: 24. júní nk. kl. 10:30 á Grand Hótel við Sigtún í Reykjavík. Ekkert prófgjald. Kennt er á ensku. Íslendingar stunda nám við skólann. Uppl. Í s. 5444333 og fs. 8201071 kaldasel@islandia.is NÝKOMIÐ AFTUR! teg. SELENA - þunnur, veitir mjög góðan stuðning, í stærðum 75-95 D,E,F,G á kr. 6.880,- teg. ESTER - létt fóðraður, í stærðum 75-100 B,C,D,E,F kr. 7.995,- Laugavegi 178, sími 551 3366. Opið mán.-fös. 10–18, laugardaga 10–14. Þú mætir – við mælum og aðstoðum. www.misty.is – vertu vinur VIÐ BREYTUM OG RÝMUM! Úrval af vönduðum leðurskóm fyrir dömur á 50% afslætti! Til dæmis þessir: Teg: 36605 Verð áður: 14.900.- Verð nú: 7.450 Teg: 7314 Verð áður: 14.885.- Verð nú: 7.440.- Teg: 1968 Verð áður: 16.650.- Verð nú: 8.325.- Teg: 1949 Verð áður: 16.650.- Verð nú: 8.325.- Komdu og líttu á úrvalið hjá okkur! Sími 551 2070. Opið mán.-fös. 10–18, laugardaga 10–14. Góð þjónusta – fagleg ráðgjöf. Sendum um allt land www.mistyskor.is Erum einnig á Facebook. Bílar Renault Megane Classic RT S/D til sölu. Árgerð 1999, ek. 174.000 km. Ný tímareim – Nýskoðaður. Þjónustubók. Verð kr. 310.000. Upplýsingar í síma 820-7006. Bílaþjónusta GÆÐABÓN Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Bílaleiga HÓPFERÐABÍLAR TIL LEIGU með eða án bílstjóra. --------16 manna-------- --------9 manna--------- Fast verð eða tilboð. CC.BÍLALEIGA S. 861 2319. Húsviðhald          Ríf ryð af þökum, ryðbletta, hreinsa þakrennur og tek að mér ýmis smærri verk. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com mbl.is alltaf - allstaðar Þegar Obba - ég þekkti hana aldrei undir öðru nafni og var raunar kominn á unglings- aldur þegar ég komst að því að hún héti annað - var borin til grafar var tvennt í minningar- orðunum sem ég tengdi við, öðru fremur. Annars vegar þegar því var lýst hversu mjög hún tengd- ist börnum sem hún annaðist og svo hversu gaman hún hafði af því að spila. Ég var ekki nema nokkurra vikna gamall þegar Obba kom inn á heimilið. Þá var hún með mér alla virka daga á meðan for- eldrar mínir voru í vinnu. Þetta var fyrirkomulagið þangað til ég varð átta ára gamall og farinn að vera í skólanum stóran hluta úr degi. Þrátt fyrir að þá væri ekki lengur nauðsyn til að hafa hana alla daga gat ég ekki hugsað mér að missa hana algjörlega frá mér og úr varð að hún kom einu sinni í viku. Það gerði hún alveg þangað til ég byrjaði í gagn- fræðaskóla. Ég hlakkaði alltaf mikið til. Á þessum tíma var Obba komin á áttræðisaldur. Það var þó ekki að sjá. Alltaf þegar ég kom heim úr skólanum var hún tilbúin með hádegismat – í uppá- haldi hjá mér og þar af leiðandi mjög oft á boðstólum voru hrogn og soðin ýsa – og oftar en ekki var hún líka búin að baka pönnu- kökur í eftirrétt. Að ógleymdu öllu sælgætinu sem hún kom iðulega með handa mér. Það var yfirleitt í slíku magni að það hefði dugað fyrir heila fjöl- skyldu, hvað þá mig einan. Það var ekki bara að Obba gæfi mér svona vel að borða. Hún var líka alveg óþreytandi þegar kom að því að leika við mig – þá var ekki að sjá að það væri hartnær sjötíu ára aldurs- munur á okkur. Á ganginum í Brekkubyggðinni, þar sem við bjuggum, hafa eflaust verið spil- aðar fleiri fótboltamínútur en á flestum íþróttavöllum landsins. Miðað við hvað oft gekk mikið á verður reyndar að teljast mesta furða að hurðin sem var notuð fyrir mark hafi hangið á hjör- unum og innanstokksmunir sloppið óbrotnir – svona flestir í það minnsta. Þegar ég þreyttist svo á fótboltanum – og það var ég sem þreyttist en ekki hún – var hún svo alltaf tilbúin að setj- ast inn í eldhús og spila. Þær eru fáar betri æskuminningarn- ar en þegar ég spilaði við Obbu. Heilu klukkutímarnir gátu liðið á svipstundu þar sem við skipt- umst á að gefa í hvert spilið á fætur öðru – og hún sýndi engin svipbrigði þegar ég gaf meðan hún skrapp í burtu og fékk allar átturnar á hendi. Það er til marks um hve ég naut þess að vera með henni að ég held mér hafi ekki nokkurn tímann leiðst, sem ég held að sé síður en svo sjálfsagt með lítinn dreng og gamla konu. En þannig var hún Obba. Elsku Obba, sem alltaf var mér svo góð. Orð fá því ekki lýst hve þakklátur ég er fyrir allt sem hún gerði fyrir mig og allt það sem hún gaf mér. Þóru og fjölskyldunni allri er vottuð einlæg samúð. Þorsteinn Júlíus. Þá er falleg sál fallin frá. Það læðist að manni samviskubit að Þorbjörg Vilhjálmsdóttir ✝ Þorbjörg Vil-hjálmsdóttir fæddist 19. apríl 1921. Hún lést 22. maí 2015. Útför Þor- bjargar fór fram í kyrrþey 5. júní 2015. hafa ekki gefið nándar nærri eins mikið til baka og maður fékk. Þor- björg gaf okkur mikið. Hún var með einstaklega hlýja nærveru og við bár- um ómælda virð- ingu fyrir henni. Árið 1978 þegar réttindi á barneign- arfríi voru einungis þrír mánuðir og lítið um dag- mæður þurftu mæður að redda sér með öðrum hætti til þess að komast aftur út á vinnumark- aðinn. Mamma var sérkennari og þegar börnin voru orðin þrjú og ekkert til sem hét dægradvöl voru góð ráð dýr. Þá kom Þor- björg inn í líf okkar og það er óhætt að segja að hún hafi bjargað málunum. Mamma og pabbi fundu gullmola sem gerði svo mun miklu meira en þau höfðu nokkurn tíma gert ráð fyr- ir. Við þurfum öll á akkeri að halda í lífinu. Einhvern sem er til staðar sama hvað bjátar á og hjálpar svo ótrúlega mikið með nærverunni einni saman. Þor- björg var þetta akkeri fyrir marga, meðal annars okkur systkinin og foreldra okkar. Hún var mjög stór þáttur í lífi okkar og það vissu allir í stór- fjölskyldunni, vinir og vanda- menn hver hún Þorbjörg var hvort sem þeir höfðu hitt hana eða ekki. Hún gaf okkur gott veganesti út í lífið og var frábær fyrirmynd. Hún sagði sögur úr sveitinni, frá systur sinni sem var sett í skókassa ofan í skúffu þegar hún fæddist til þess að halda henni á lífi og þeirri stað- reynd að þegar mamma hennar dó var ekkert annað hægt að gera en að aðskilja barnahópinn því ekki gat pabbi hennar séð um þau öll. Hún sagði stolt sög- ur af barnabörnunum sínum þeim Einari og Ísól og frá lífinu á Vegamótum, en þar bjuggu Þorbjörg og Einar maður henn- ar áður en þau fluttu í bæinn. Hún ræddi líka oft í seinni tíð hversu þakklát hún var henni Þóru dóttur sinni fyrir að annast sig vel en þær fóru í bíltúr á laugardögum meðan heilsan leyfði. Að fá að kynnast einhverjum eins og henni Þorbjörgu eru for- réttindi. Hún vildi hafa nóg að gera, nennti ekki að hangsa og gerði hlutina vel. Hún var húm- oristi og þegar við vorum lítil var hún lúnkin við að taka þann- ig á málunum að þau leystust farsællega. Hún var dýravinur og var samband hennar við heimilisköttinn og hershöfðingj- ann hann Patton einstakt. Hann hafði mikið dálæti á henni og tók oft á móti henni úti á strætó- stoppustöð. Væntumþykjan var gagnkvæm og hann fékk oft klapp á kollinn og eitthvað góð- gæti. Hún kenndi okkur systk- inunum margt og á sinn þátt í því að við erum þau sem við er- um í dag. Við erum henni inni- lega þakklát fyrir allt sem hún gaf okkur. Þegar komið er að kveðju- stund finnst manni fátækleg orð á blaði engan veginn nóg til þess að koma á framfæri þakklæti fyrir allt sem hún Þorbjörg kenndi okkur. Við höfum hins vegar frá því við urðum sjálf for- eldrar vottað henni virðingu okkar á hverjum degi með því að reyna að koma fram við börnin okkar eins og hún kom fram við okkur af góðmennsku, trú- mennsku, hjálpsemi og með kærleikann að leiðarljósi. Við vottum aðstandendum samúð okkar. Jón Gestur, Freyja og Edda Rún.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.