Morgunblaðið - 17.06.2015, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.06.2015, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 2015 Árnína Guðbjörg Sumarliðadóttir er leik- og grunnskólakennariog starfar sem umsjónarkennari í Smáraskóla. Hún er fædd íSandgerði, þar sem hún ólst upp í stórum systkinahópi, en býr í dag í Kópavogi. Árnína syngur annan sópran í Kvennakór Kópa- vogs, en þetta er fjórða árið hennar í kórnum. Hún og maður hennar hafa einnig mjög gaman af dansi. „Við höfum verið á dansnámskeiði sem við höfum mjög gaman af, Komið og dansið, það er mjög skemmtilegur hópur og æfingadansleikir, margir dansstílar í boði og námskeið,“ segir Árnína. Hún mun verja afmælisdeginum í Óðinsvéum í Danmörku, þar sem hún dvelur ásamt sambýlismanni sínum hjá dóttur hans og fjölskyldu. Í tilefni sextugsafmælisins verður svo haldið frá Danmörku í hús son- ar hennar á Marbella á Spáni. Árnína er mikil fjölskyldukona, en hún á þrjá syni. „Ég á þrjá syni og fjögur ömmubörn, Nínu Dögg og Sölva Salvarsbörn og litlu tvíburastrákana Viktor og Hilmi Árnasyni, en þeir eru átta mánaða,“ segir Árnína, en hún nýtur þess mikið að eyða tíma með barnabörn- unum enda uppeldismál og skólamál almennt henni mjög hjartfólgin. „Ég hef mikið yndi og áhuga á börnum,“ segir Árnína. Elsti sonur hennar, Salvar, er markaðsfræðingur og rekur sitt eigið fyrirtæki í mörgum löndum. Sá næstelsti heitir Árni Björn og er að ljúka félags- fræði við Háskóla Íslands en yngsti sonurinn, Egill Birnir, hann starf- ar hjá bróður sínum í London. Afmælisbarn Árnína Guðbjörg mun halda upp á afmælið sitt á Spáni. Eyðir afmælisdeg- inum í Danmörku Árnína Guðbjörg Sumarliðadóttir er sextug H elgi fæddist á Eski- firði 17.6. 1945 og ólst þar upp til 11 ára aldurs. Þá flutti fjölskyldan til Kefla- víkur þar sem faðir hans var mat- sveinn til sjós og á Keflavíkur- flugvelli: „Ég fór ekki varhluta af Bítlafárinu í Keflavík á þessum árum. Skólabræður mínir voru Gunnar Þórðarson, Rúnar Júlíus- son, Eiríkur Jóhannsson í Óð- mönnum og meðal vina minna voru Þórir Baldursson og Þor- steinn Eggertsson textahöfundur. En ég var ekki í tónlistinni eins og þeir heldur allur í myndlist- inni.“ Helgi var Barnaskóla Eski- fjarðar og Barnaskóla Keflavíkur: „Ég hafði alltaf áhuga á að fara í auglýsingateiknun, fór á samning hjá Birgi Guðnasyni og Kristni Guðmundssyni, ungum málara- meisturum. Með þeim fór ég til Álaborgar, lærði þar skiltamálun og lauk þar prófum. Síðan lauk ég sveinsprófi í húsamálun 1965.“ Helgi hóf störf hjá Daníel Þor- kelssyni, málarameistara og söngvara, og Osvald Knudsen kvikmyndagerðarmanni á árunum 1968-72: „Þar unnum við Hringur Jóhannesson, Leifur Ólafsson og Arnar Herbertsson að gyllingu og skreytingum. Þetta var skemmti- legur tími í góðra vina hópi.“ Helgi lauk meistaraprófi í húsa- málun 1968 og lauk síðan diplom- námi í skreytimálun í Danmörku í árslok 1969. Í því felst t.d. oering og marmaralíking, ásamt gyllingu Helgi Gretar Kristinsson, kennari við Iðnskólann – 70 ára Hjónin Helgi Gretar og Svanfríður Guðrún á Kirkjubæjarklaustri fyrir fimm árum, á leið í Danmerkurferð. Endurlífgun eldri húsa – verksvit fyrri tíma Sólargeislinn Helgi Gretar og barnabarnið Ríkey Svanfríður. Helena Regína Jónsdóttir og Ragnheiður Grímsdóttir héldu tombólu við Krón- una á Selfossi og söfnuðu 1.940 krónum fyrir Rauða krossinn. Hlutavelta Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón 35.900,- Verð Kr. USG CNIP4 Yfirskápur 4 skúffur. Sterkur skápur með lás. 88.900,- Verð Kr. USG FIRP7B Verkfæraskápur 7 skúffur – 1/4", 3/8“ & 1/2" topplyklasett Splittatangir, skrúfjárn, fastirlyklar, tangir, skralllyklar, meitlar, sexkantar, rennimál, þjalir. 115.900,- Verð Kr. USG FIRP7B-FOAM Verkfæraskápur 7 skúffur með frauðefnisbökkum. 1/4", 3/8“ & 1/2" topplyklasett. Splittatangir, skrúfjárn, fastirlyklar, tangir, skralllyklar, skiptilykill, meitlar, sexkantar, rennimál, þjalir. 172 verkfæri í sterkum vagni með lás. 15.900,- Verð Kr. USG B5094M 1/2“ & 1/4" Topplyklasett 94 stk Skrall 72 tanna, framlengingar, hjörluliður, átaksskaft, djúpir- toppar, kertatoppar, bitajárn. USG GWB2045M 1/4“ Topplyklasett 45 stk Skrall 72 tanna, framlengingar, hjörluliður, átaksskaft, bitar, sexkantar, bitajárn, 4.990,- Verð Kr. USG GWB3029M 3/8“ Topplyklasett 29 stk Skrall 72 tanna, hjöruliður, djúpir & grunnirtoppar, kertatoppar, framlengingar. 7.990,- Verð Kr. Síðumúla 11 - 108 Reykjavík Sími 568-6899 Póstfang: vfs@vfs.is Netsíða: www.vfs.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.