Morgunblaðið - 17.06.2015, Page 30

Morgunblaðið - 17.06.2015, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 2015 Gríman 2015 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Ég óttaðist um tíma að Grímu- nefndin gengi ekki heil til skógar þegar mér voru fluttar fréttirnar því ég hef ekki stigið á leiksvið í 12 ár,“ segir Edda Heiðrún Backman sem í gærkvöldi hlaut heiðurs- verðlaun Leiklistarsambands Ís- lands fyrir ævistarf sitt í þágu sviðslista á Íslandi. Þar á undan hafði hún starfað í 20 ár sem leik- kona og þar á eftir leikstýrt í fjög- ur ár. Árið 2003 þegar Gríman var af- hent í fyrsta sinn var Edda Heið- rún valin leikkona ársins í aðal- hlutverki fyrir leik sinn í annars vegar Kvetch eftir Steven Berkoff í leikstjórn Stefáns Jónssonar sem leikhópurinn Á senunni setti upp í Vesturporti og hins vegar Hægan Elektra eftir Hrafnhildi Hagalín í leikstjórn Viðars Eggertssonar í Þjóðleikhúsinu, auk þess sem hún var valin leikkona ársins í auka- hlutverki fyrir hlutverk sitt í Kryddlegnum hjörtum eftir skáld- sögu Lauru Esquivel sem Hilmar Jónsson leikstýrði í Borgar- leikhúsinu. „Á sínum tíma runnu á mig tvær grímur í orðsins fyllstu merkingu, því þarnæsta dag eftir að ég fékk tvær Grímur þá byrjaði ég að finna fyrir sjúkdómnum,“ rifjar Edda Heiðrún upp og vísar þar til MND-sjúkdómsins. Ætíð verið þjónn listarinnar „Ég fylltist skelfingu þegar ég veiktist, en var fljót að ná kúrsi aft- ur. Ég kaus að líta á sjúkdóminn sem hlutverk; lömuð kona í hjóla- stól sem keppist við að mála með munninum eins og hún eigi lífið að leysa. Öllu dramatískara getur það ekki orðið, enda gefin fyrir drama þessi dama,“ segir Edda Heiðrún sem er og hefur ætíð verið þjónn listarinnar því sköpunarkraftur hennar leitar sér alltaf að farvegi fyrir útrás. „Það er mér mikill heiður að hljóta þessi verðlaun,“ segir Edda Heiðrún um heiðursverðlaun Leik- listarsambands Íslands. „En ég lít á virðingu og verðlaun sem tæki- færi til að koma skoðunum mínum á framfæri,“ segir Edda Heiðrún og það gerði hún við verðlaunaaf- hendinguna í gærkvöldi. Þar veitti Unnur Birna verðlaununum viðtöku fyrir hönd móður sinnar og Arn- mundur Ernst, sonur Eddu Heið- rúnar, las hugleiðingarnar sem hún hafði samið í tilefni dagsins. Í ræðu sinni gerði Edda Heiðrún þrennt sem á henni brennur að umtalsefni. Í fyrsta lagi jafnrétti, í öðru lagi ís- lenska leikritun og í þriðja lagi bar- áttuna fyrir því að rannsóknir á heilanum og taugakerfinu verði eitt af þróunarmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Verðlaunin sjálf tileinkar hún hins vegar bróður sínum, Arn- mundi Sævari. „En hann skrifaði tvö og hálft leikrit,“ segir Edda Heiðrún. Maður verður að hafa frelsi til að vera eins og maður er Þegar talið berst að jafnrétti leggur Edda Heiðrún áherslu á að hún tali um jafnrétti í víðasta skiln- ingi þess orðs, þ.e. jafnrétti milli kynja, jafnrétti fólks með mismun- andi líkamlega getu og mismunandi kynhneigðir, af mismunandi kyn- stofnum með mismunandi sýn á heiminn og sjálft sig. „Maður verð- ur að hafa frelsi til að vera eins og maður er og frelsi má aldrei slíta úr samhengi við réttlæti,“ segir Edda Heiðrún og tekur sérstaklega fram að þjóðfélagið verði að líta á það sem jákvæðan veruleika að ung- ar konur eignist börn. Spurð hvernig leikhúsið standi sig þegar kemur t.a.m. að jafnrétti kynjanna segir Edda Heiðrún hlut- ina vera að lagast þó þróunin gangi mjög hægt. „Hlutirnir eru að lagast bæði hvað snýr að leikstjóra- og höf- undavali sem og framboði hlutverka. „Ég lít á leiklistina sem stórfljót“  Edda Heiðrún Backman hlýtur heiðursverðlaun Leik- listarsambands Íslands fyrir ævistarf sitt í þágu sviðslista Gríman – íslensku sviðslistaverð- launin voru veitt í 13. skiptið við há- tíðlega athöfn á Stóra sviði Borgar- leikhússins í gærkvöldi. Alls skiptu tólf sýningar með sér verðlaununum átján auk þess sem Edda Heiðrún Backman hlaut heiðursverðlaun Leiklistarsambands Íslands fyrir ævistarf sitt í þágu sviðslista á Ís- landi. Dúkkuheimili eftir Henrik Ibsen sópaði að sér verðlaunum og hlaut samtals sex verðlaun. Uppfærslan var valin sýning leikársins, Unnur Ösp Stefánsdóttir var valin leikkona ársins í aðalhlutverki fyrir túlkun sína á Nóru og Harpa Arnardóttir var valin leikstjóri ársins. Auk þess var Ilmur Stefánsdóttir verðlaunuð fyrir leikmynd ársins, Filippía I. El- ísdóttir fyrir búninga ársins og Björn Bergsteinn Guðmundsson fyrir lýsingu árins. Leikhópurinn Tíu fingur var val- inn Sproti ársins fyrir uppfærslu sína á Lífið – stórskemmtilegt drullumall eftir Helgu Arnalds, Charlotte Bøving, Sólveigu Guð- mundsdóttur og Svein Ólaf Gunn- arsson, en sýningin var jafnframt valin barnasýning ársins. Leikari ársins í aðalhlutverki var Þór Tulinius fyrir túlkun sína á Clov í Endatafli, en leikari ársins í auka- hlutverki var Ólafur Egill Egilsson fyrir túlkun sína á kennaranum í Sjálfstæðu fólki. Halldóra Geir- harðsdóttir var valin leikkona ársins í aukahlutverki fyrir túlkun sína á frú Wilkinson í Billy Elliot. Söngvari ársins var valinn Krist- inn Sigmundsson fyrir túlkun sína á Filippusi II konungi í Don Carlo, en dansari ársins var Þyri Huld Árna- dóttir fyrir Sin. Útvarpsverk ársins var valið Blinda konan og þjónninn eftir Sigurð Pálsson sem Kristín Jó- hannesdóttir leikstýrði. silja@mbl.is Dúkkuheimili hlaut alls sex verðlaun Morgunblaðið/Styrmir Kári Fögnuður Barnasýning ársins var Lífið - stórskemmtilegt drullumall eftir Helgu Arnalds, Charlotte Bøving, Sól- veigu Guðmundsdóttur og Svein Ólaf Gunnarsson í sviðsetningu leikhússins Tíu fingur. Leikari Þór Tulinius þakkar fyrir sig; hann var valinn leikari ársins í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í leikritinu Endatafli. Glöð Harpa Arnardóttir var valin leikstjóri ársins fyrir leik- stjórn sína á Dúkkuheimilinu í sviðsetningu Borgarleikhúss. Þakklát Unnur Ösp var valin leikkona ársins í aðalhlutverki fyrir túlkun sína á Nóru í Dúkkuheimili Henriks Ibsen.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.