Morgunblaðið - 17.06.2015, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.06.2015, Blaðsíða 31
31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 2015 Smiðsbúð 10 • 210 Garðabær • Sími: 554 4300 • Fax: 564 1187 Við höfum framleitt viðhaldsfría glugga og hurðir í 30 ár Nánari upplýsingar á www.solskalar.is Glæsilegir sólskálar sem lengja sumarið og gera sælureitinn ómótstæðilegan Yfir 40 litir í boði! Hentar mjög vel íslenskri veðráttu Sólskálar - sælureitur innan seilingar Heiðursverðlaun Leiklistarsambands Íslands Edda Heiðrún Backman Sýning ársins Dúkkuheimili eftir Henrik Ibsen í sviðsetningu Borg- arleikhússins Leikrit ársins Konan við 1000° eftir Hallgrím Helgason í leikgerð Hallgríms, Símonar Birgissonar og Unu Þorleifs- dóttur í sviðsetningu Þjóðleikhússins Leikstjóri ársins Harpa Arnardóttir fyrir Dúkkuheimili í sviðsetningu Borgarleikhússins Leikari ársins í aðalhlutverki Þór Tulinius fyrir Endatafl í sviðsetningu leikhópsins Svipir og Tjarnarbíós Leikkona ársins í aðalhlutverki Unnur Ösp Stefánsdóttir fyrir Dúkkuheimili í svið- setningu Borgarleikhússins Leikari ársins í aukahlutverki Ólafur Egill Egilsson fyrir Sjálfstætt fólk í sviðsetn- ingu Þjóðleikhússins Leikkona ársins í aukahlutverki Halldóra Geirharðsdóttir fyrir Billy Elliott í sviðsetn- ingu Borgarleikhússins Leikmynd ársins Ilmur Stefánsdóttir fyrir Dúkkuheimili í sviðsetningu Borgarleikhússins Búningar ársins Filippía I. Elísdóttir fyrir Dúkkuheimili í sviðsetningu Borgarleikhússins Lýsing ársins Björn Bergsteinn Guðmundsson fyrir Dúkkuheimili í sviðsetningu Borgarleikhússins Tónlist ársins Ben Frost fyrir Black Marrow í sviðsetningu Íslenska dansflokksins Hljóðmynd ársins Eggert Pálsson og Kristján Einarsson fyrir Ofsa í svið- setningu Aldrei óstelandi og Þjóðleikhússins Söngvari ársins Kristinn Sigmundsson fyrir Don Carlo í sviðsetningu Íslensku óperunnar Dansari ársins Þyri Huld Árnadóttir fyrir Sin í sviðsetningu Íslenska dansflokksins Danshöfundur ársins Damien Jalet fyrir Les Médusées í sviðsetningu Ís- lenska dansflokksins Útvarpsverk ársins Blinda konan og þjónninn eftir Sigurð Pálsson í leik- stjórn Kristínar Jóhannesdóttur. Framleiðandi Útvarps- leikhúsið á RÚV Sproti ársins Tíu fingur fyrir Lífið – stórskemmtilegt drullumall eftir Helgu Arnalds, Charlotte Bøving, Sólveigu Guðmunds- dóttur og Svein Ólaf Gunnarsson í sviðsetningu leik- hússins Tíu fingur Barnasýning ársins Lífið – stórskemmtilegt drullumall eftir Helgu Arnalds, Charlotte Bøving, Sólveigu Guðmundsdóttur og Svein Ólaf Gunnarsson í sviðsetningu leikhússins Tíu fingur Tólf sýningar hljóta verðlaun í ár HANDHAFAR GRÍMUVERÐLAUNA 2015 Dúkkuheimili Unnur Ösp Stefánsdóttir var valin leikkona ársins í aðalhlutverki fyrir túlkun sína á Nóru. Ljósmynd/Grímur Bjarnason Þegar ég var ung var kynjahlutfallið skelfilegt. Þetta er hins vegar hægt og rólega að breytast – en reyndar mjög hægt,“ segir Edda Heiðrún og bendir á að leikbókmenntirnar séu fullar af spennandi hlutverkum fyrir karla meðan þar halli verulega á konur. „Við erum ennþá að bíta úr nálinni með það. Besta leiðin til að sporna við þessu er að samtíma- leikskáld skrifi fleiri stór og krefj- andi hlutverk fyrir konur.“ Hlúa þarf að íslenskri leikritun Í ræðu sinni í gær minnti Edda Heiðrún á að leiklistin væri einn af hornsteinum menningarlífsins. „Í garði leiklistarinnar eru mörg blóm. Eitt af þessum blómum hefur fengið allt of litla athygli og um- hirðu og það er íslensk leikritun. Við verðum að hlúa að því blómi svo það fái að vaxa og dafna og beri ríkulegan ávöxt. Okkur ber skylda til að gefa íslenskum leikskáldum allan þann meðbyr sem við megn- um því það er sá hópur sem best er til þess fallinn að fanga íslenskan tíðaranda og koma skilaboðum áleiðis,“ segir Edda Heiðrún og tekur fram að hún reyni ávallt að sjá öll ný íslensk leikrit sem rati á svið. „Ég næ því miður ekki að sjá allt sem ratar á fjalirnar því ég er svo upptekin við að mála.“ Leiklistin bæði súr og sæt Óhætt er að segja að Edda Heið- rún hafi komið víða við á löngum og farsælum leikferli sínum. Þegar blaðamaður ræddi við Eddu Heið- rúnu um liðna helgi lá beint við að biðja hana að nefna nokkur þeirra hlutverka sem standa upp úr í minningunni og varð Edda Heiðrún við því, þó með þeim orðum að það að gera upp á milli hlutverka sinna væri eins og að gera upp á milli barnanna. „Ég lít á leiklistina sem stórfljót, en þar voru ýmsir vaðsteinar fyrir mig til að komast yfir fljótið sem héldu í mér lífinu. Því eins og allir vita þá er leiklistin bæði súr og sæt,“ segir Edda Heiðrún og bætir við: „Fyrir mér var leiklistin alltaf upp á líf og dauða, hvort sem um var að ræða gamansöm eða drama- tísk hlutverk. Leikhlutverkin sem standa upp úr í minningunni voru þau sem buðu upp á mestu dýptina og átökin – og svo var hreinlega svo gaman að leika þau.“ Gleymdi hreinlega að leika Fyrsta hlutverkið sem Edda Heiðrún nefnir er Auður í Litlu hryllingsbúðinni sem Páll Baldvin Baldvinsson og Sigurjón Sig- hvatsson leikstýrðu. „Svo ber að nefna Djöflaeyjuna og Evu Lúnu hjá Leikfélagi Reykjavíkur sem Kjartan Ragnarsson leikstýrði, Villiöndina í Þjóðleikhúsinu og Höll sumarlandsins í Borgarleikhúsinu sem Stefán Baldursson leikstýrði, Stræti, Kirsuberjagarðinn og Rhodymenia palmata hjá Frú Emil- íu sem Guðjón Pedersen leikstýrði, Hægan Elektra sem Viðar Egg- ertsson leikstýrði, Kvetch sem Stef- án Jónsson leikstýrði, Fiðlarann á þakinu í Þjóðleikhúsinu sem Kol- brún Halldórsdóttir leikstýrði og Ríkarð þriðja í Þjóðleikhúsinu sem Rimas Tuminas leikstýrði,“ segir Edda Heiðrún og rifjar upp að hlutverk hennar sem Elísabet drottning í Ríkarði þriðja hafi verið síðasta hlutverk hennar á sviði, en sýningin var frumsýnd í október 2003. „Á þeim tíma var ég orðin veik og þurfti að nota alla orku mína og einbeitingu í að halda mér uppistandandi þannig að ég gleymdi hreinlega að leika. Í fram- haldinu missti ég snögglega löng- unina til að leika meira,“ segir Edda Heiðrún og tekur fram að starf leikarans sé ekki auðvelt starf. „Stundum er sagt um börn að þau hafi sýniþörf. Það er ekki nei- kvætt, heldur jákvætt. Hins vegar þarf að styrkja og efla þessa þörf og beina henni í réttan farveg því leikarar verða að geta sýnt sig til að geta gefið af sér,“ segir Edda Heiðrún og bendir á að því miður bogni sumir listamenn undan því álagi að þurfa að koma fram. Bænaskjal til Ban Ki-moon Þriðja og síðasta meginstef þakkarræðu Eddu Heiðrúnar við verðlaunaafhendinguna í gær sneri að Sameinuðu þjóðunum. „Í dag eru jarðarbúar sjö milljarðar. Rúm- lega einn milljarður fólks þjáist af sjúkdómum sem herja á taugakerf- ið,“ segir Edda Heiðrún. Hún þakk- aði öllum þeim 25.000 sem höfðu skrifað undir bænaskjalið til Ban Ki-moon, aðalritara SÞ, til þess að taugakerfið verði gert að átjánda aðalmarkiði Sameinuðu þjóðanna, en það verður ákveðið í sumar. Að lokum þakkaði hún öllum þeim sem höfðu lagt hönd á plóginn og hvatti stjórnvöld til þess að fylgja því eftir með bréfi til Ban Ki-moon í sumar. Morgunblaðið/Styrmir Kári Heiðruð „Fyrir mér var leiklistin alltaf upp á líf og dauða,“ segir Edda Heiðrún Backman, sem tók við heiðursverðlaununum í fylgd barna sinna, Unnar Birnu og Arnmundar Ernsts. Morgunblaðið/Golli Drama Edda Heiðrún fékk Grímuna 2003, m.a. fyrir hlutverk sitt í Hæg- an Elektra, en mótleikkona hennar var Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.