Morgunblaðið - 19.06.2015, Qupperneq 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 2015
Laufey Rún Ketilsdóttir
laufey@mbl.is
Við vildum breyta þessu að-eins og færa nær nútíman-um, leggja áherslu á fjöl-breytileikann og rytmíska
söngtónlist,“ segir Óskar Einarsson,
kórstjóri Kór Lindakirkju, sem hef-
ur gert garðinn frægan undanfarið
fyrir gospeltónlist sína og söng.
„Þetta er þó ekki gospelkór
heldur kirkjukór sem leggur mikla
áherslu á léttari tónlist og léttleik-
ann almennt,“ bætir Óskar við.
Fullt hefur verið á alla tónleika
kórsins sem hefur haft í nægu að
snúast síðastliðið ár þegar kemur að
tónleikahaldi. „Í vetur vorum við
með um þrettán tónleika sem er
óvenju mikið en við gáfum út geisla-
disk, fórum í tónleikaferðalag og
tókum þátt í uppfærslu söngleiks,“
segir Óskar, ánægður með gengi
kórsins á landsvísu.
Orkumikill og í aðalhlutverki
Er kórinn sagður afar orkumik-
ill og er eini aðalkór þjóðkirkjunnar
með áherslu á gospeltónlist. Elva
Ösp Ólafsdóttir, meðlimur í kórnum,
segir það vera einsdæmi því yfirleitt
séu slíkir kórar í aukahlutverki inn-
an þjóðkirkjunnar. „Lindakirkja
hefur á sér frábært orð fyrir að vera
kirkja þar sem talað er á mannamáli
og innihaldið í starfinu í hávegum
haft,“ segir hún. Allir séu sammála
um að hafa messurnar „hressar og
skemmtilegar“. Lindakirkja hefur
þá sérstöðu að vikuleg messa er
haldin á sunnudagskvöldum sem
gefur ákveðinn blæ yfir samkom-
unni. „Þar myndast mjög hugguleg
stemning, til dæmis á veturna.“ Að
jafnaði mæta um 100 manns í mess-
urnar og hlustar þegar kórinn hefur
þar upp raust sína.
Segir kórstjórinn að töluvert sé
um að kirkjugestir syngi með kórn-
um, slík sé stemningin. „Í ferming-
unum sem voru nú í vor fengum við
alla fermingargestina til að syngja
keðjusöng á meðan presturinn, Guð-
mundur Karl Brynjarsson, spilaði á
ukulele,“ segir Óskar en þetta mælt-
ist einkar vel fyrir og spurðist út
fyrir kirkjuveggina. „Menn eru
farnir að hlakka hreinlega til næstu
ferminga,“ bætir hann við glaður í
bragði.
„Upplifunin var alveg frábær
og fólk átti ekki til orð yfir hve mikill
kraftur byggi í þessum litla kór frá
Íslandi, hann væri í raun eins og eld-
fjall,“ segir Óskar en kórinn hélt út
fyrir landsteinana í vor og söng fyrir
um þúsund manns í Stokkhólmi.
Telst borgin vagga gospelsins í
Skandinavíu að sögn Óskars. „Við
fórum bara beint þangað sem við
vissum að fólk var að fást við sömu
tónlist og við.“ Þar tók kórinn hönd-
um saman við tvö hundruð manna
sænskan gospelkór og söng fyrir
gesti Hvítasunnukirkjunnar í Stokk-
hólmi.
Í kjölfarið seldi kórinn fjölda
eintaka af geisladiski sínum sem
hann gaf út síðasta haust og ber
heitið Með fögnuði. Inniheldur disk-
urinn þrettán ný íslensk gospellög
sem öll nema eitt eru frumsamin af
Óskari Einarssyni kórstjóra, Guð-
mundi Karli Brynjarssyni sókn-
arpresti og Áslaugu Helgu Hálfdán-
ardóttur kórfélaga. „Það er
einsdæmi held ég að kór gefi út
frumsaminn geisladisk eftir kór-
stjórann, prestinn og einn kórfélag-
Eldfjallið í
Lindakirkju
Kór Lindakirkju er fimmtíu manna kór sem hefur vak-
ið athygli fyrir blöndu sína af hefðbundinni kirkju-
tónlist og gospeltónlist eins og hún gerist best. Hafa þau
haldið fjölmarga tónleika í vetur og vor, tekið þátt í sýn-
ingum og sungið erlendis við frábærar undirtektir.
Dúettinn Unijon heldur tónleika á
Minjasafni Egils Ólafssonar að Hnjóti,
Örlygshöfn, Patreksfirði, kl. 20 annað
kvöld, laugardagskvöld 20. júní. Uni-
jon leggur áherslu á ljúfsára og nota-
lega stemmningu svo tónleikagest-
um gefist kostur á að slaka á og
sleppa tökum á amstri hversdagsins.
Söngvaskáldin Úní og Jón Tryggvi
eru tónelskt par frá Stokkseyri, sem
flytja rólega tónlist þjóðlegum og
rómantískum nótum.
Minjasafn Egils Ólafssonar
Á rómantísk-
um nótum
Söngvaskáld Úní og Jón Tryggvi.
Ég útskrifaðist einu sinniúr menntaskóla. Þráttfyrir óljósar minningareftir því sem leið á út-
skriftarkvöldið og skort á hvítkolla-
sönnunargögnum á samfélags-
miðlum á borð við Instagram á ég
ennþá skírteini heima sem talar
sínu máli. Rykfallið og óspennandi
lesning, en skírteini samt sem áður.
Það má fylgja sögunni að útskriftin
mín var svokölluð „lokuð útskrift“ –
þ.e. skírteinið var ekki til sýnis fyrir
gesti í veislunni heldur vel varðveitt
ofan í skúffu, svo óspennandi var
það.
Samt stóð ég mig vel í framhalds-
skóla. Námslega séð var ég í mesta
lagi meðalnemandi en það sem ég á
við er að ég fékk það út úr mennta-
skólagöngunni sem ég vildi fá út úr
henni. Maður upplifði þroskaskeið
sem innihélt nógu marga skelli og
erfiðleika til þess að maður áttaði
sig á því hvað lífið hefur upp á að
bjóða en á sama tíma fékk maður að
kynnast sjálfum sér og öðrum og ná
þannig að skynja betur samfélagið í
kringum mann.
Menntaskólagangan mín var líka
tímasett þannig að hún spannaði
eitt áhugaverðasta framfaraskeið
samfélagsmiðla í sögunni. Mig rek-
ur minni til þess þegar ég og félagar
mínir, sumarið áður en við hófum
menntaskólagöngu, kynntumst
stelpuhópi í strætisvagni á
leið heim úr miðbæ Reykja-
víkur á 17. júní. Kynnum
okkar lauk þeð því að við
fengum addressuna á blogg-
síðu vinahópsins. Einhvers
konar lifandi friend-request.
Þetta breyttist á
menntaskólagöngu
minni. Fyrst kom
Myspace í allri
sinni dýrð og
við tók tímabil
þar sem allir
reyndu
eftir bestu
getu að
læra á
þetta ný-
stárlega
tryllitæki. Síð-
an kom Facebook
og eftir það hefur
tækniheimurinn
aldrei litið um öxl.
Aldrei er maður
látinn í friði, alltaf
þurfa manni að berast fregnir af því
hvað næsti maður er að bralla.
Aldrei getur maður hitt manneskju
sem er óskrifað blað í þínum augum,
því líkurnar á að þú hafir einhvern
veginn rambað á prófíl viðkomandi,
nú eða ömmu hans, eru yfirgnæf-
andi. Þú veist þar af leiðandi alltaf
hver hann er, hvað hann gerir og
hvað hann kýs. Og hvað amma hans
kýs ef því er að skipta, því eldri
kynslóðin hefur einnig tekið þessa
nýju tækni upp á arma sína.
En þessi áhugi okkar á að vita allt
um alla er ekki einskorðaður við
ungu kynslóðina sem er drifkraftur-
inn í þróun samfélagsmiðla.
Langamma mín hefur mikinn áhuga
á ættfræði og getur setið tímunum
saman og rakið ætt okkar saman við
ætt ótrúlegasta fólks. Forvitni
hennar og áhugi getur vel minnt á
áhuga unga fólksins á öðru fólki í
kringum það. Ég sé ekki fyrir
mér að hegðun langömmu
minnar væri að nokkru leyti
frábrugðin hegðun minni á
samfélagsmiðlum, ef hún væri
sjálf á mínum aldri.
Þessi vangavelta vaknaði
upp í huga mér þegar ég sá
hvítkollana spássera um
stræti miðborgar-
innar í lok maí. Út-
skriftartíminn er
nefnilega fín
áminning um að
þrátt fyrir að
tímarnir og
tæknin breytist
er mannlega
eðlið og for-
vitnin áfram sú
sama, hvort
sem þú útskrif-
aðist árið 2015
eða árið 1915.
bmo@mbl.is
»Ég sé ekki fyrir mér aðhegðun langömmu
minnar á samfélagsmiðlum
væri að nokkru leyti frá-
brugðin hegðun minni á
samfélagsmiðlum, ef hún
væri sjálf á mínum aldri.
HeimurBjörns Más
Björn Már Ólafsson
bmo@mbl.is
Sýningin Nesstofa - Hús og saga
hefur verið opnuð í Nesstofu á Sel-
tjarnarnesi og verður opin kl. 13-17
alla daga nema mánudaga til 31.
ágúst.
Nesstofa er meðal elstu og merk-
ustu steinhúsa landsins. Á sýning-
unni er lögð áhersla á að sýna hús-
ið, byggingar- og viðgerðarsögu
þess, en auk þess er fjallað um
nokkra þætti í merkri sögu hússins.
Í Nesi var landlæknisembættið
stofnað árið 1760, hafin var lyfsala í
húsinu 1772 og þar starfaði einnig
ljósmóðir. Í Urtagarðinum við Nes-
stofu má skoða íslenskar jurtir sem
notaðar voru við lyfjagerð eða nýtt-
ar til næringar og heilsubótar.
Sýningin í Nesstofu er í samvinnu
við Seltjarnarnesbæ og er aðgangur
ókeypis. Hægt er að fara á heima-
síðu Þjóðminjasafnsins og prenta út
aðgengileg verkefni með vísbend-
ingum um fólkið í Nesstofu og ýmsa
furðuhluti þar innan dyra. Þessi
verkefni eru sérstaklega ætluð til að
vekja forvitni barna.
Vefsíðan www.thjodminjasafn.is/fraedsla/nr/4665
Morgunblaðið/Jim Smart
Nesstofa Apótekið hefur verið innréttað eftir gömlum lýsingum á því.
Merkilegt hús með langa sögu
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Bjarni H. Þórarinsson kynnir donn-
ettur, afrakstur nýjustu deildar Vís-
indaakademíunnar, á sýningunni
Nýja Íslandi í Spark Design. Líkt og
orðum og hljóðum er raðað upp í
sonnettum og ljóðum er ljósmyndum
og landslagi raðað upp í donnettum.
Bjarni hugsar donnettuna sem
nýtt listform sem hver sem er getur
unnið með, líkt og hver sem er getur
ort ferskeytlu.
Spark er opið daglega frá kl. 10-
18 og laugardaga frá kl. 12-17.
Donnettur kynntar
á Nýja Íslandi
Morgunblaðið/Einar Falur
Sjónháttafræðingur Saga býr að
baki hverri donettu Bjarna.
Auðbrekku 3 ~ 200 Kópavogur ~ Sími: 564 1660 ~ oreind.is
25ÁRA
1988-2013 Þar sem gervihnattabúnaðurinn fæst
VORUMAÐ FÁ LOFTNET FYRIR
FERÐABÍLA,HJÓLHÝSI
OG FELLIHÝSI