Morgunblaðið - 19.06.2015, Síða 19

Morgunblaðið - 19.06.2015, Síða 19
FRÉTTIR 19Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 2015 VINNINGASKRÁ 7. útdráttur 18. júní 2015 155 8632 18345 29755 37982 47677 58942 69689 399 9118 19058 29899 39133 47964 58950 69767 449 9197 19305 29942 39639 47969 59058 69777 761 9262 19355 30078 39746 48230 59374 69959 1137 9368 19624 30638 39984 48250 59715 70343 1141 9707 19744 30923 40044 48414 60051 71822 1314 9847 20304 31054 40228 48725 60316 71890 1396 10664 20986 31093 40247 48733 61695 72298 1521 11133 21193 31613 40544 48899 62096 72305 1984 11302 21267 32400 40661 49158 62172 72594 2269 11305 21528 32568 41392 49216 62329 72954 2313 11393 22050 32770 41477 50577 63052 73017 3026 11451 22275 33106 41562 50869 63308 73439 3093 11582 22362 33231 41731 51104 63375 73542 3340 12053 22598 33321 41864 51174 63804 74296 3513 12060 23403 33488 42338 51307 63843 75126 3667 12201 23621 33520 43003 52870 63882 76125 3897 12719 23935 33718 43580 53288 63957 76242 4217 13255 24773 34053 43641 54156 63977 76817 4259 13951 24895 34077 43783 54159 64329 76892 4541 14071 25195 34195 43807 54186 64961 77293 4566 14075 25327 34203 43851 54296 65654 77303 4640 14543 25425 34741 44035 54339 65744 77658 4750 14615 25568 35184 44655 54749 66096 78230 4880 14772 25794 35419 45102 54845 66287 78342 5670 14898 25862 35456 45370 54921 66668 78539 6105 14906 26158 35671 45469 55234 66902 79014 6614 15120 26339 35756 45612 55833 67877 79068 7107 15738 26402 36112 46411 55910 68175 79348 7500 15852 26679 36631 46503 56022 68316 79863 7529 16624 27847 36679 46652 56835 68468 79897 7561 16666 27961 36681 46849 56879 68795 7840 16885 28270 36692 46935 57176 68869 8184 17171 28348 37022 46959 57218 68886 8206 17743 28482 37269 47089 57290 69506 8422 17888 28494 37335 47383 57514 69530 8620 18026 29007 37556 47467 57739 69621 424 14770 25898 34683 43456 56884 62784 73795 871 17097 26137 34939 43749 57102 64015 74871 2576 17876 26404 36188 45946 57184 65981 75273 3270 19093 27716 36827 46962 58151 66389 75481 4332 19511 28453 37294 48298 58176 68344 75685 6692 20136 29384 39324 48639 58494 68523 76841 7519 20934 31374 39348 50508 59432 68851 78764 9050 22410 31843 40071 50942 60134 69581 78777 9111 22759 32025 40097 52152 60802 69630 79895 9808 23044 32163 41823 52265 62178 71634 11401 23330 32494 41879 52453 62195 72317 12612 23818 32737 42420 54833 62239 72527 13999 24514 33702 42693 55551 62477 72795 Næstu útdrættir fara fram 25. júní & 2. júlí 2015 Heimasíða: www.das.is Vinningur Kr. 10.000 Kr. 20.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 20.000 Kr. 40.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 150.000 Kr. 300.000 (tvöfaldur) 11394 25537 46756 67109 Vinningur Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 4503 19620 33910 50069 60465 69866 6302 20240 36355 51036 60917 73551 6760 33226 45744 55119 61757 74219 9698 33447 48661 59665 64237 75518 Aðalv inningur Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 3 0 6 1 9 Sigurður Tómasson sigurdurt@mbl.is Verulegur þjóðhagslegur sparnaður myndi fylgja því að einfalda reglu- gerðir og meta markvisst ábata af þeim. Til þess að embættismenn hafi hvata til slíkra aðgerða er nauðsyn- legt að gera almenningi grein fyrir þeim ávinningi sem þær skila. Þetta var meðal þess sem kom fram á fjöl- mennu málþingi sem haldið var á vegum OECD og Forsætisráðu- neytisins í gær. Við opnun málþingsins ræddi Sig- mundur Davíð Gunnlaugsson for- sætisráðherra um íþyngjandi kostn- að flókinna reglugerða fyrir fólk og fyrirtæki. Í máli hans kom fram að eitt af forgangsmálum ríkisstjórnar- innar væri að einfalda regluverkið hér á landi og hefði ýmsum aðgerð- um þegar verið hrundið af stað í því skyni. Nefndi forsætisráðherra sér- staklega vefsíðuna Samráðsgáttina, sem ætlað er að bæta virkni og gegnsæi samráðsferla. OECD kynnti á árinu 2012 tillögur um gerð regluverks fyrir aðildar- þjóðir sambandsins og greindi Luiz de Mello, aðstoðarframkvæmda- stjóri um málefni opinberrar stjórn- sýslu innan OECD, frá þeim lær- dómi sem stofnunin hefði dregið af útgáfu þessara tillagna. Vinnan hefði verið mjög jákvæð þó að enn mætti margt betur fara. Virkja þarf almenning Á málþinginu fjölluðu innlendir og erlendis sérfræðingar um mikilvægi stöðugra og vandaðra löggjafarhátta og leiðir til þess að festa þá í sessi, en á undanförnum árum hefur OECD unnið að ferlum til að ná slíkum markmiðum með hagkvæmum og ár- angursríkum hætti. Gera þyrfti al- menningi og fyrirtækjum grein fyrir ábata af einföldun regluverks og skapa þannig hvata fyrir stjórnmála- menn til þess að vinna að því mark- miði. Til þess mætti beita ýmsum að- ferðum, meðal annars með því að bæta eftirlit með afleiðingum reglu- gerða, mæla þann ábata sem þær skiluðu og auka gegnsæi. Töluverð umræða skapaðist á fundinum um samspil ráðuneyta og Alþingis í löggjafarmálum og sam- ráð við hagsmunahópa þegar kemur að gerðar lagasetninga. Þegar hags- munahópar, bæði fyrirtæki og neyt- endur, fá ekki sæti við borðið fyrr en seint í ferlinu getur fylgt því mikill þjóðhagslegur kostnaður. Má spara verulega með einfaldara regluverki  Rætt um nauðsyn vandaðra löggjafarhátta á málþingi OECD Morgunblaðið/Árni Sæberg Regluverk Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra talaði um kostnað flókins regluverks hér á landi og nauðsyn einföldunar þess. Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is „Íslenskir stjórnmálamenn hafa aldrei staðið frammi fyrir öðrum eins freistnivanda og nú,“ segir Ari Skúlason, hagfræðingur hjá Lands- bankanum, og vísar þar til þeirra fjármuna sem renna munu í ríkissjóð í tengslum við nýkynnta afnáms- áætlun gjaldeyrishafta. Landsbank- inn hefur sent frá sér Hagsjá þar sem skuldir ríkissjóðs eru settar í samhengi við áætlunina. Ari segir að tvennt ráði því að ekki megi nýta það svigrúm sem myndast vegna stöð- ugleikaskatts eða stöðugleika- framlags frá slitabúunum til þess að fara út í stórverkefni á vettvangi hins opinbera sem þó er mikill vilji til að gera. „Það má ekki setja þessa pen- inga í að reisa spítala eða fara í önnur verkefni af því tagi. Fyrst og fremst vegna þess að það er þensluhvetjandi en einnig vegna þess að forsendan fyrir aðgerðinni var ekki sú að ráðast í tekjuöflun fyrir ríkið. Það hefur verið gefið út að þessir fjármunir séu teknir frá slitabúunum til að geta brugðist við og viðhaldið stöðugleika við losun gjaldeyrishafta og það er í raun grundvöllur fyrir lögmæti að- gerðanna,“ segir Ari. Í Hagsjánni bendir bankinn á að heildarskuldir ríkissjóðs að með- töldum lífeyrisskuldbindingum gagnvart opinberum starfsmönnum nemi um 1.915 milljörðum króna og að það slagi upp í landsframleiðslu Íslands á einu ári. Hún mældist um 1.993 milljarðar á síðasta ári. Þar vega innlendar skuldir þyngst eða 1.070 milljarðar en þá skuldar ríkið einnig 415 milljarða í erlendri mynt. Fyrrnefndar lífeyrisskuldbindingar nema 430 milljörðum. Ari segir vert að varpa fram þeirri spurningu hvort ekki væri rétt af ríkinu að vinna nokkuð á þeim lífeyris- skuldbindingum sem safnast hafa upp á síðustu áratugum. „Það gæti að minnsta kosti verið ein lausn til þess að nýta tekjur ríkisins vegna af- námsáætlunarinnar með skynsöm- um hætti,“ segir Ari. Þá kemur einnig fram í gögnum Landsbankans að eigendur ríkis- skulda skiptast í þrjá nokkuð jafn- stóra hópa. Erlendir aðilar eiga um 585 milljarða króna, lífeyrissjóðir eiga um 670 milljarða og aðrir inn- lendir aðilar um 660 milljarða. Taka verður þó tillit til þess að lífeyris- sjóðir kunna að eiga einhvern hluta þeirra skulda sem taldar eru í hönd- um annarra innlendra aðila þar sem þeir eiga aðkomu að sjóðum af ýmsu tagi, sem margir halda á ríkis- skuldum. Skuldir ríkissjóðs og verg landsframleiðsla í árslok 2014 Eigendur skulda ríkissjóðs Skuldir ríkissjóðs 1. 07 0 43 0 41 5 VLF 2014 2.000 1.800 1.600 1.400 1.200 1.000 800 600 400 200 0 Innlendar Í erlendri mynt Lífeyrisskuldbindingar Erlendir aðilar Lífeyrissjóðir Aðrir 670 ma.kr. 660 ma.kr. 585 ma.kr. 34% 31% 35% 1.845 1.993 Stjórnmálamenn standa frammi fyrir freistnivanda  Heildarskuldir ríkissjóðs nema tæpum 2.000 milljörðum Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.