Morgunblaðið - 19.06.2015, Qupperneq 22
FRÉTTASKÝRING
Ingvar Smári Birgisson
isb@mbl.is
Áfrýjunarnefnd neytenda-mála hefur fyrirskipaðNeytendastofu að taka tilefnislegrar meðferðar
kvörtun Friðjóns Guðjohnsen, tölv-
unarfræðings, en hann telur alvar-
legan öryggisgalla vera á rafrænum
skilríkjum fyrirtækisins Auðkennis,
sem eitt íslenskra fyrirtækja býður
upp á slíka þjónustu. Ber því Neyt-
endastofu að leggja mat á hvort raf-
ræn skilríki Auðkennis uppfylli kröf-
ur laga um rafrænar undirskriftir.
Áður hafði Neytendastofa ekki
séð ástæðu til að grípa til aðgerða
við kvörtun Friðjóns. Taldi úrskurð-
arnefndin að Neytendastofa hefði
ekki tekið málið til efnislegrar með-
ferðar. Neytendastofa sagði m.a. í
ákvörðun sinni að áhættan varðandi
öryggi af þessu tagi tengdist að öllu
leyti áhættuþáttum sem alfarið
væru á ábyrgð einstaklinga og að
einbeittan brotavilja þyrfti til að
misnota skilríkin með þeim hætti
sem Friðjón greinir.
Auðvelt að misnota skilríkin
Að sögn Friðjóns er auðvelt að
notfæra sér rafræn skilríki annarra
og getur nær hver sem er gert það.
Viðkomandi þarf fyrst að koma fyrir
njósnabúnaði í síma fórnarlambsins.
Til þess þarf hann að fá símann lán-
aðan eða taka hann í óleyfi. Að sögn
Friðjóns getur hver sem er komist
yfir njósnabúnaðinn, enda er t.d.
boðið upp á slíkan búnað fyrir for-
eldra til að fylgjast með símanotkun
barna sinna. Þegar búnaðinum hefur
verið komið fyrir sendir síminn upp-
lýsingar um notkun símans til eig-
anda njósnabúnaðarins. Þannig er
hægt að komast yfir PIN-númer raf-
rænna skilríkja fórnarlambsins. Þá
þarf árásaraðilinn að ná aftur yfir-
ráðum yfir síma fórnarlambsins og
getur hann þá notað rafrænu skilrík-
in að vild, enda veit hann PIN-
númerið. Ennfrekar nefnir Friðjón
að ákveðinn öryggisgalli hafi komið
upp í Samsung Galaxy-símum þar
sem stjórnandi þráðlauss nets getur
komið fyrir álíka búnaði í símunum.
Engin tilvik um misnotkun
Í lögum nr. 28/2001 um rafræn-
ar undirskriftir eru gerðar þær kröf-
ur í 8. gr. að öruggur undirskrift-
arbúnaður skuli tryggja að
undirskriftargögnin verði með hlið-
sjón af eðlilegum öryggiskröftum
ekki brotin upp og séu varin með
fullnægjandi hætti gegn notkun ann-
arra en undirritanda. Lögin voru
innleiðing á tilskipun Evrópusam-
bandsins um rafrænar undirskriftir
og gilda því hér sambærilegar regl-
ur og innan sambandsins.
Í ákvörðun Neytendastofu, sem
felld var úr gildi, kom fram að engin
tilvik væru þekkt um að ofan-
greindri aðferð væri beitt, hvorki
hér á landi né annars staðar á EES-
svæðinu, þar sem sambærilegar
reglur giltu um fullgildar rafrænar
undirskriftir.
Öruggasta leiðin í boði
Haraldur A. Bjarnson, fram-
kvæmdastjóri Auðkennis, lítur ekki
á það sem Friðjón lýsir sem örygg-
isgalla en fagnar umræðunni. Hann
segir skilríkin ekki geta verndað
gegn öllum mögulegum hættum sem
geta komið upp, en þau mæta flest-
um hættum. Skilríkin séu gerð að
erlendri fyrirmynd og uppfylla þau
öryggiskröfur sem eru gerðar í Evr-
ópu. „Þetta er ekki eitthvað nýtt
sem við fundum upp. Þetta er örugg-
asta leiðin í boði. Það er ekki hægt
að fullyrða að eitthvað sé 100%
öruggt, en í þessu tilviki þarf að
komast yfir símann tvisvar og kaupa
hugbúnað og koma honum í sím-
ann.“
Ætlaður öryggisgalli í
rafrænum skilríkjum
Morgunblaðið/Rósa Braga
Vaxandi tækni Rafræn skilríki eru persónuskilríki á netinu og er hægt að
nota þau til fullgildrar undirritunar. Öryggi þeirra er því afar mikilvægt.
22
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 2015
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Ídag er fagnaðaldarafmælikosninga-
réttar kvenna. Al-
mennur kosninga-
réttur fullveðja
fólks er sjálf undirstaða lýð-
ræðisins í hverju landi. Al-
kunna er að stór hópur karla
naut ekki kosningaréttar held-
ur fyrr en þarna var komið, en
það breytir auðvitað engu um
það að almennur kosninga-
réttur kvenna er einn og sér
sannkallað fagnaðarefni.
Á árunum 1971-72 birti Les-
bók Morgunblaðsins erindi um
konur og kosningar. Höfund-
urinn, Gísli Jónsson mennta-
skólakennari á Akureyri, hafði
áður flutt þau í Ríkisútvarpinu.
Þessi erindi, örlítið aukin og
endurbætt, voru síðar gefin út
á bók. Á lokasíðu hennar rifjar
Gísli upp nokkra bautasteina
málsins í átta töluliðum. Hér
skulu nokkrir þeirra nefndir:
„Árið 1911 er samþykkt á al-
þingi með miklum meirihluta
frumvarp Hannesar Hafsteins
um algert jafnrétti kynjanna til
skólagöngu, námsstyrkja og
embætta. Konungur staðfesti
lögin 11. júlí fyrrgreint ár.
Árið 1915, 19. júní, staðfestir
konungur stjórnarskrána með
títtnefndum réttindum kvenna,
sem þær síðan hafa haft. Konur
fagna þessu með miklum hátíð-
arhöldum og yfirlýsingu um, að
aðalbaráttumál þeirra fyrst um
sinn verði bygging landsspít-
ala.
Í kosningunum 1916 er kona
í framboði til alþingis, en hún
kemst ekki á þing. Aðeins
10,3% kvenna, er á
kjörskrá voru,
greiddu atkvæði í
landskjörinu, en
rúm 30% í kjör-
dæmakosning-
unum.
Með nýrri stjórnarskrá 1920
var lögfest fullt og skilyrð-
islaust jafnræði með konum og
körlum um kosningaréttinn og
kjörgengið, þ.e. aldursmarkið
frá 1915 fellt burt.
Við landskjör 1922 er Ingi-
björg Hákonardóttir Bjarna-
son kosin á alþingi af sér-
stökum kvennalista, sem fær
22,4% atkvæða. Kjörsókn
kvenna var 32,2%.“
Þátttaka í lýðræðislegum
kosningum heiminum virðist
nú minnka ár frá ári. Deilt er
um hvað valdi því en ekki um
það að þessi þróun er mikið
áhyggjuefni.
Í bautasteinunum sem Gísli
tók sérstaklega út vekur at-
hygli að einungis fjórum árum
fyrir kosningarétt kvenna eru
samþykkt lög um jafnrétti til
skólagöngu, námsstyrkja og
embætta.
Það vekur einnig óneitan-
lega athygli hversu dræm
notkun kvenna á kosningarétti
sínum var fyrstu árin. Nú eru
konur síst eftirbátar karla við
nýtingu þessa mikilvæga rétt-
ar.
Um leið og öllum Íslend-
ingum, konum sem körlum, er
óskað til hamingju á aldar-
afmæli eru bæði kynin, í mestu
vinsemd, hvött til þess að nýta
þennan dýrmæta rétt hvenær
sem tækifæri gefst til þess.
Gleðiríkur dagur
sem kallar á upp-
rifjun og umhugsun}
19. júní
Þegar HelleThorning-
Schmidt, forsætis-
ráðherra Dan-
merkur, tilkynnti
hinn 27. maí að
þingkosningum skyldi flýtt
sagði hún að Danmörk væri
komin út úr þrengingunum og
að tímabært væri að spyrja
dönsku þjóðina hvort hún vildi
halda áfram á sömu braut. Í
gær svöruðu Danir þessari
spurningu neitandi og ákváðu
að skipta úr rauðu blokkinni yf-
ir í þá bláu, eins og það er kall-
að í Danmörku, eða frá vinstri-
stjórn yfir í hægristjórn.
Thorning-Schmidt er því á
leið úr forsætisráðuneytinu og
í stað hennar sest að líkindum í
stól forsætisráðherra, öðru
sinni, Lars Lökke Rasmussen,
leiðtogi Venstre, sem er hægri-
flokkur þrátt fyrir nafnið.
Í kosningunum voru innflytj-
endamál heitasta umræðuefnið
og flestir flokkar sammála um
að taka þyrfti harð-
ar á innflytjendum
en verið hefur.
Sósíaldemókrata-
flokkur Thorning-
Schmidt var engin
undantekning, en kjósendum
þótti hin blokkin trúverðugri,
enda setti Venstre fram skýra
stefnu í þessum efnum.
Sennilega eru innflytjenda-
málin, auk Evrópusambands-
málanna, en þessi mál eru
reyndar að hluta til tengd, líka
ástæða þess að Þjóðarflokkur-
inn, sem er í bláu blokkinni,
nær tvöfaldaði fylgi sitt og varð
stærri en Venstre.
Þetta gæti jafnvel þýtt að
Þjóðarflokkurinn endaði með
ráðherra í ríkisstjórn, en hvort
sem það gerist eða ekki hefur
enn einn flokkurinn sem efast
um Evrópusambandið og
stefnu þess um aukinn sam-
runa unnið stóran sigur í kosn-
ingum innan Evrópusambands-
ins.
Efasemdaflokkur
um ESB vann stóran
sigur í Danmörku}
Bláa blokkin tekur við
H
ugsið ykkur, í dag fögnum við
því að ein öld er liðin frá því að
konur á Íslandi fengu kosn-
ingarétt. Hundrað ár! Til ham-
ingju, stelpur á öllum aldri.
19. júní hefur alltaf átt stóran sess í hjarta
mínu. Þennan dag fyrir 99 árum fæddist móð-
ir mín heitin, Steinunn Jónsdóttir, á árs-
afmæli kosningaréttar kvenna. Þennan dag
fyrir 33 árum fæddist dóttir mín, Sunna. Því
var ávallt tvöfalt og síðar þrefalt tilefni til þess
að halda daginn hátíðlegan.
Þó ég sé alla jafna á því að við eigum að
horfa til þess sem er nú og hvað blasir við okk-
ur í náinni framtíð, og staldra sem minnst við
baksýnisspegilinn, tel ég að okkur, konum
jafnt sem körlum, sé hollt og gott að horfa um
öxl á tímamótum sem þessum.
Svo óhemjumargt hefur áunnist á undanförnum
hundrað árum, okkur konum í hag, þótt vissulega eigum
við enn eftir harða baráttu til þess að ná því sem við get-
um með góðri samvisku kallað jafnstöðu við karla. Þar á
ég ekki síst við það að við njótum fulls jafnréttis í launa-
málum – konur fái sömu laun ög karlar, fyrir sömu vinnu.
Mamma mín var vel gefin kona og mikil alþýðuhetja.
Hún ól okkur sex systkinin upp svo gott sem ein og
hjálparlaust, því lengst af var faðir minn til sjós á upp-
vaxtarárum okkar.
En mamma mín fékk ekki sömu tækifæri til skóla-
göngu og mennta, og t.d. dótturdóttir hennar, Sunna, sjö
áratugum síðar. Það var talið nóg að mamma
mín fengi að sækja barnaskóla til tólf ára ald-
urs, og það með hléum, þegar hún var að vaxa
úr grasi á Hellissandi, á bernskuárum kosn-
ingaréttar kvenna. Hugur hennar stóð alltaf
til frekari skólagöngu, en hennar var ekki
valið. Hún þurfti einfaldlega að fara að vinna
og leggja til heimilisins.
Ég sleppi mér úr þessari samanburð-
arfræði kvenleggs fjölskyldunnar, því ég fékk
öll þau tækifæri til mennta, sem ég hafði
áhuga á. Það var ekki sjálfgefið þegar ég var
að alast upp, því enn voru nokkuð ríkjandi
þau viðhorf í mínum uppvexti, að ungar stúlk-
ur ættu að finna sér vænlegt mannsefni,
stofna til fjölskyldu, og helst hlaða niður
börnum.
Dóttir mín fékk líka öll þau tækifæri til
mennta sem hún vildi nýta sér og nýtir enn, sem betur
fer og það á við um hennar kynslóð kvenna hér á landi.
Hvers vegna verður mér svo tíðrætt um menntun
kvenna á þessum hátíðisdegi okkar? Jú, það er vegna
þess að jöfn tækifæri kvenna á við karla til mennta hafa
einmitt átt stærstan þátt í því að skapa okkur þá stöðu
sem við erum í, í dag, þótt ég sé alls ekki að segja að við
stöndum körlum jafnfætis á öllum sviðum. Við eigum
enn talsvert í land, að svo sé, en mér finnst að við íslensk-
ar konur eigum á þessum degi að klappa okkur sjálfum á
bakið og segja: „Flott hjá okkur! Við gátum þetta og við
getum þetta!“ agnes@mbl.is
Agnes
Bragadóttir
Pistill
Til hamingju stelpur á öllum aldri!
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
Ráðgjafafyrirtækið Admon
gerði skýrslu fyrir fjármála- og
efnahagsráðuneytið þar sem
lagt er mat á fullvissustig auð-
kenna. Í viðauka við skýrsluna,
sem birtist í gær, kemur fram
að rafræn skilríki, hvort heldur
sem er á korti eða í farsíma, eru
öruggasta almenna rafræna
auðkenningin sem í boði er hér
á landi. Niðurstöður úttekt-
arinnar eru að rafræn skilríki á
farsímum uppfylli allar kröfur
sem eru gerðar til slíkra skil-
ríkja, samkvæmt lögum um raf-
rænar undirskriftir. Rafræn skil-
ríki undir Íslandsrót eru
samkvæmt matinu öruggasta
almenna rafræna auðkenningin
sem í boði er hér á landi.
Íslandsrót er starfrækt af
fjármála- og efnahagsráðuneyt-
inu og gefur út milliskilríki til
fyrirtækja sem gefa út önnur
skilríki. Því er um að ræða nokk-
urs konar vottun. Auðkenni er
eini viðtakandi slíks skilríkis frá
Íslandsrót.
Standast
allar kröfur
SKÝRSLA ADMON