Morgunblaðið - 19.06.2015, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 19.06.2015, Qupperneq 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 2015 ✝ Hulda Hreið-arsdóttir fædd- ist í Reykjavík 16. júlí 1982. Hún varð bráðkvödd á heim- ili sínu, Efstasundi 81 í Reykjavík, 5. júní 2015. Foreldrar henn- ar eru Hreiðar Ög- mundsson, f. 1943, og Katrín Gunn- arsdóttir, f. 1951. Hulda var næst yngst fjögurra systkina, þau eru Arnar Ingi, f. 2004, og Heiðu Björk, f. 2006. Síðastliðin tíu ár bjó Hulda ásamt fjölskyldu sinni í Karfa- vogi 27, Reykjavík. Þau fluttu í desember sl. í Efstasund 81. Hulda lauk stúdentsprófi við Fjölbrautaskólann í Breiðholti árið 2003 og BA-prófi í íslensku frá Háskóla Íslands árið 2008. Hulda vann hin ýmsu störf með skóla og fjölskyldulífi en stofnaði svo sprotafyrirtækið FAFU árið 2009 og rak það með hjálp góðs fólks til ársins 2012. Þá seldi hún fyrirtækið til sam- starfsaðila í Englandi en starf- aði innan nýja fyrirtækisins, FAFUNIA, sem „imaginator“ til síðasta dags. Útför Huldu fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 19. júní 2015, kl. 13. 1974, Helga, f. 1978, og Bryndís, f. 1986. Hulda ólst upp í foreldrahúsum í Mosfellsbæ. Hún var fljótt tilbúin að standa á eigin fót- um og hóf sambúð með eiginmanni sínum, Halldóri Hrafni Jónssyni, ár- ið 2001. Þau eign- uðust þrjú börn saman. Ólaf Hrafn, f. 2000, Hreiðar Hrafn, f. Elsku ástin mín, ég sakna þín svo sárt, við söknum þín öll svo sárt. Þú fullkomnaðir mig, þú full- komnaðir okkur. Ég fann brot í blaðsíðu í Steins Steinars-bókinni þinni og ímynda mér að ljóðið „Til þín“ á henni hafi verið ætlað mér, frá mér til þín. Um þig, um þig mig dreymir daga og nætur, og daga og nætur hef ég leitað þín. Mín sál er hrygg, mín sorg á djúpar rætur, og sumri hallar skjótt og ævin dvín. Hve seint og illa verkin flestum vinn- ast, þótt vaki hugur lengur en dagur skín. Ég leita þín, en þú munt aldrei finn- ast, því þú ert nefnilega konan mín. (Steinn Steinarr) Takk fyrir að gera okkur að þeim manneskjum sem við erum í dag. Með ást í gegnum grein í Morgunblaðinu og svo út í kosmóið, þinn að eilífu, Halldór Hrafn Jónsson. Lífsins bjartasti bjarmi, berfætt og frjálsleg og góð, ljósbrá í hlátri og harmi, huguð og lífsglöð hún stóð. Þakka þér fyrir þitt hjarta, þann lærdóm sem ljósið þitt bar, það skín yfir heimana svarta er söknum við þess sem að var. Megi þú ljósinu mæta, nú dagur þinn magnaður dvín við munum þig geyma og gæta, gullið okkar, ástin mín. (Höf. Dísa). Mamma og pabbi. 16. júlí árið 1982 var mikill gleðidagur í minni fjölskyldu. Þann dag fæddist Hulda systir mín, þriðja í röðinni af fjórum systkinum og önnur í röðinni af mínum þrem litlu systrum. Ég var átta ára og mín helsta hetja og fyrirmynd var á þeim tíma Paolo Rossi sem fimm dögum áður tryggði Ítölum sigur á HM í fótbolta. Eftir að Hulda fædd- ist var Páll hinn ítalski þó fljótt gleymdur. Nýfædd hafði hún þetta þykka og mikla hár sem einkenndi hana alla tíð og með glampa í augum og bros á vör var hún fljót að láta til sín taka. Hulda var fljótari að læra að tala en við hin systkinin og varla að hún hafi stoppað eftir að þeim áfanga var náð. Við ól- umst upp í Reykjabyggðinni og í næsta húsi bjó fjölskylda föð- urbróður okkar og var þetta sem eitt heimili. Mæður okkar frændsystkina voru með sauma- stofu í bílskúrnum okkar um tíma og feður okkar iðnaðar- menn, öll eru þau með ríkt „do it yourself“-viðhorf til allra verka. Þetta hafði mótandi áhrif á Huldu og okkur öll. Hulda var ekki aðeins listræn, hún var einnig framkvæmdakona. Á meðan að við strákarnir í göt- unni spiluðum fótbolta við strákana í næstu götu, skipu- lagði hún heila Ólympíuleika fyrir alla krakkana í hverfinu með verðlaunapeningum og al- les. Hulda hafði ríka þörf fyrir að standa á eigin fótum og henni lá á að komast út í lífið. 18 ára gömul var hún búin að stofna fjölskyldu og 26 ára var hún bú- in að klára háskólanám, eignast þrjú börn og leggja drögin að fyrirtækinu sínu. Geri aðrir bet- ur. FAFU var hennar hugmynd og draumur sem varð að veru- leika, fyrir hennar miklu vinnu- semi, metnað og hæfileika. Í ár- daga fyrirtækisins hjálpaði ég henni stundum með prentun og alltaf var jafn auðvelt að smitast af áhuga hennar á verkefninu. Undanfarin ár var FAFU í eigu Tom Shea sem hafði vit á að fá Huldu til starfa. Þeirra samstarf var mjög farsælt og hefur FAFU stækkað, þróast og dafnað með árunum. Seinustu ár var Hulda því með annan fót- inn í Bretlandi og breiddi út hugmyndafræði sína. Það var stoltur bróðir sem fylgdist með systur sinni í þessu ferðalagi sínu með FAFU sem öðru sem hún tók sér fyrir hendur. Hulda var mikil fjölskyldu- kona. Þau Halldór eignuðust þrjú börn sem öll búa yfir þess- um leiftrandi krafti og hæfileik- um móður sinnar. Hún hélt vel utan um fjölskylduna og í sein- asta afmæli sem hún hélt, reikn- aðist okkur til að hún hefði haldið 33 barnaafmæli, rétt þrí- tug konan. Hún hafði alltaf mik- inn metnað fyrir heimilinu eins og öðru og eitt sinn er hana langaði í sólpall í garðinn, þá smíðaði hún hann sjálf án þess að hika. Hún hafði með dyggri aðstoð föður okkar gert upp bíl- skúrinn og breytt honum í vinnustofu og var nýbúin að kaupa sér fullt af verkfærum. Þar smíðaði hún prótótýpur af hönnun sinni. Hún gerði alltaf allt sjálf og lét ekkert aftra sér. Þannig var Hulda. Þó sorgin knýi harkalega að dyrum hjá okkur öllum, held ég að þegar fram líða stundir mun- um við minnast Huldu systur minnar með þeirri gleði og ánægju sem einkenndi hana alla tíð. Arnar Ingi Hreiðarsson. Elsku litla systir og hetjan mín. Þú ert ljósið sem kenndir okkur að taka lífinu ekki of al- varlega. Með því að horfa á þig þá lærðum við að fara „ALL IN“ með bros á vör og von í hjarta. Þú minntir okkur á að það skiptir ekki máli hve oft við þrífum ísskápinn, það eru aðrir hlutir í lífinu sem skipta meira máli. Þú kenndir mér að sitja fram á nótt og tala um pólitík, ég hefði ekki getað það án þín. Þú kenndir börnunum þínum að vera frjáls og okkur hinum að treysta þeim. Þú kenndir vorinu að koma, eftir langan vetur. Þú kenndir okkur þrautseigju. Takk. Það er svo margt sem þú skilur eftir þig og heimurinn er svo margfalt betri eftir þessa stuttu nærveru þína. Ég hef svo mikið hugsað um það sem þú áttir eftir að gera en ef til vill voru þér aðeins ætluð þessi 33 ár. Það gæti verið ástæðan fyrir því að þú hafðir þennan ótrú- lega lífskraft og framkvæmda- gleði, þessa jákvæðni og bjart- sýni. Þér var nánast ekkert ómögulegt. Takk fyrir að vera besta og duglegasta systir í heiminum öllum. Sofðu vel og vonandi dreymi þig fallega í annarri til- veru. Ég bið að heilsa! Helga Hreiðarsdóttir. Frá því ég man eftir mér hef- ur Hulda systir mín verið mér innblástur, vinur og fyrirmynd. Æskuminningar mínar eru uppljómaðar sköpunarkrafti hennar, hugviti og ástríðu fyrir lífinu. Mig langaði helst að vera með henni öllum stundum, fá að smitast af lífsgleðinni og gleyma mér í leikjum sem voru hver öðrum stórkostlegri. Ég baðaði mig í heimatilbúnum ævintýrum minnar berfættu systur eins lengi og ég gat, gerði mitt besta við að líkja eftir því hvernig hún andaði að sér heiminum og frá sér hinum ýmsu litum og tilfinn- ingum. Brátt leitaði hugur hennar þó lengra en mig óraði fyrir. Með dugnaði og áræðni feisaði hún lífið og með hugrekki til að leyfa hjartanu að leiða sig á nýjar slóðir tókst hún á loft. Hún hafði þann aðdáunarverða kost að spyrja sig ekki hvort hún gæti heldur hvernig og trúði því og treysti að hún gæti gert þennan heim að betri stað. Það gerði hún svo sannarlega. Starf hennar og ástríða, samband hennar og Dóra, börnin hennar fallegu og það sem hún skilur eftir í hugum og hjörtum vitna um það. Þrátt fyrir sitt annasama og stóra líf gaf hún sér tíma til að styðja mig og hjálpa. Stutt stopp hjá Huldu breyttist auð- veldlega í sjö klukkutíma endur- nærandi samveru. Mér eru hugleikin öll dýr- mætu ráðin, hvernig hún hlust- aði áhugasöm á mínar hugsjónir og æsti mig síðan upp í að taka hlutina skrefinu lengra en hug- rekki mitt og þor gáfu tilefni til. Það er ekki nokkur leið að ég geti kvatt Huldu systir mína í dag. Ekki get ég heldur leitt hugann að því hvernig ég og við eigum að lifa án hennar. Kannski kemur þessi dagur ein- hverntímann. Um stund mun ég leita í visku hennar og kraft, eiga við hana fund í huganum, öskra á alheiminn að skila henni, setjast svo niður og þakka henni fyrir allt það sem hún var mér og verður. Bryndís. Það er með miklum söknuði að ég kveð hana Huldu tengda- dóttir mína í dag langt fyrir ald- ur fram. Ég kynntist Huldu þegar hún var 16 ára en þá byrjuðu sonur minn Halldór og Hulda saman. Hulda fór að venja komur sínar heim til okk- ar í Skipholtið og fannst mér fljótt eins og hún hefði alltaf til- heyrt fjölskyldunni. Hulda var 17 ára og Halldór 18 ára þegar þau eignuðust sitt fyrsta barn, Ólaf Hrafn. Síðan bættust við Hreiðar Hrafn og svo Heiða Björk. Fjölskyldan var öll á uppleið og voru Halldór og Hulda komin á góðan stað í líf- inu. Þau voru nýflutt í Efsta- sundið þar sem nóg pláss var fyrir alla og þar ætluðu þau að láta sér líða vel næstu árin. Mikið á ég eftir að sakna þess að geta ekki tekið spjallið við Huldu þar sem við gátum svo oft alveg gleymt okkur í því að ræða um alla heima og geima, spá og spekúlera. Ég á erfitt með að skilja hvers vegna Hulda var tekin frá okkur í blóma lífsins en þegar stórt er spurt er fátt um svör. Elsku Hulda, ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér og takk fyrir allt og allt. Ólöf Berglind Halldórsdóttir. Glaðlynd, húmoristi, hrein- skiptin, ótrúlega hugmyndarík, skapandi, hafði yndislega nær- veru og var bæði falleg að utan og innan. Þannig sá ég Huldu. Hún barst ekki mikið á og fór hljóðlega svona hálf-flissandi um, hlý og gefandi alltaf. Hún var ævintýragjörn og gaf börn- unum sínum nógu lausan taum- inn til að þau gætu verið skap- andi og notið sín en passaði samt uppá þau þannig að þau færu sér ekki að voða. Hún var svo óendanlega stolt af börn- unum sínum og það var svo yndislegt að fylgjast með Huldu taka þátt í öllu því sem þau voru að gera. Hulda kemur úr stórri og ein- staklega samheldinni fjölskyldu þar sem náungakærleikurinn skiptir miklu máli og kunni því mjög vel að halda hópnum sam- an þar sem allir nutu sín. Í mörg ár höfum við syst- urnar talað um það hvað hann Halldór var heppinn að hitta hana Huldu sína. Það var þetta einstaka sam- band á milli þeirra þar sem þau báru virðingu fyrir hvort öðru og í fullu trausti gáfu hvort öðru tækifæri til að vaxa sem ein- staklingar og sem hjón. Það verða erfið sporin hjá fjölskyldunni án Huldu. Hennar verður sárt saknað, hún var tek- in frá okkur allt of snemma en mikið óskaplega vorum við lán- söm að fá að hafa hana samt þennan stutta tíma og minning hennar mun lifa. Hugur minn er hjá Halldóri mínum og börnunum, foreldrum og systkinum Huldu, Ólöfu minni og öðrum aðstandendum og sendi ég þeim mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Hvíl í friði, elsku Hulda. Oddný Björg Halldórsdóttir. „Megi eilífðarsól á þig skína, kærleikur umlykja og þitt innra ljós þér lýsa áfram þinn veg“ syngjum við strákarnir fyrir Huldu okkar á kvöldin. Hennar ljós var sindrandi skært og hafði mikil áhrif á okkur. Við eigum margar yndislegar minn- ingar um Huldu og leikandi samverustundir með henni. Minningin um hana er víbrandi í huga okkar, lífskrafturinn og gleðin, hláturinn, þegar hún berfætt með bros á vör útlistaði fyrir okkur einhverja snilldar- hugmynd sem hún var með í gangi eða sagði okkur hvernig hægt væri að gera heiminn að betri stað, og fór svo og gerði heiminn að betri stað. Það er áfall að verða heilli manneskju fátækari og hvað þá svona stórri manneskju eins og Hulda var, sorgin er umlykj- andi. En á sama tíma og við upp- lifum fátæktina þá verður ríki- dæmið sem hún var og skapaði svo áþreifanlegt. Hún skilur eft- ir sig gefandi arfleifð. Börnin hennar þrjú eru gullmolar, skapandi og sjálfstæð og í þeim, og okkur öllum sem hún snart, lifir minning hennar, ljós og kraftur og heldur áfram að gefa af sér. Elsku besta Hulda, takk fyrir þig, takk fyrir allt sem þú gafst okkur! Í okkar framtíðarverk- efnum munum við „taka Huldu á þetta“ þegar okkur brestur kjark eða efumst og muna, þökk sé þér, að allt er mögulegt. Elsku Huldubörn og Halldór, Kata, Hreiðar, Dísa, Helga, Addi og öll hin okkar bestu, megi kærleikur umlykja ykkur og hlýjan og birtan af eilífð- arsólinni hennar Huldu ylja og lýsa okkur öllum áfram veginn. Margrét M. Norðdahl, Arngrímur Dagur og Magnús Ari. Fyrir rúmlega viku fékk ég símtal frá föður mínum sem færði mér þær sorglegu fréttir að Hulda frænka mín væri látin. Hulda, sem var full af lífi, krafti og orku, farin frá okkur. Hvern- ig getur það verið? Þegar Hulda var lítil og bjó í Mosfellsbæ fannst mér ekkert skemmtilegra en að fara þangað og heimsækja fjölskyldurnar í Reykjabyggð 10 og 12 þar sem bræður pabba bjuggu með fjöl- skyldum sínum. Hulda, litla krúttið með síða hárið sitt, var alltaf hrókur alls fagnaðar með systrum sínum og frænkum úr næsta húsi og í minningunni ríkir svo mikil gleði og kær- leikur. Ég hef oft hugsað um þennan óútskýrða kvennakraft og hug- myndaflug sem einkennir allar þessar frænkur mínar úr Mos- fellsbæ. Hugmyndirnar eru endalausar og framkvæmda- gleðin ekki minni. Hulda nýtti sér þennan kraft til hins ýtrasta og stofnaði fyr- irtækið Fafu sem vex og dafnar. Orkuna nýtti hún líka í svo margt annað jákvætt, en um- fram allt nýtti hún hana til þess að vera ein sú albesta og skiln- ingsríkasta móðir sem hægt er. Hún skildi það á svo fallegan hátt hvernig það er að vera barn. Börnin hennar, þau Óli, Hreiðar og Heiða, eru góður vitnisburður um það. Orð fá því ekki lýst hversu mikill missir er að Huldu. Elsku Halldór, Óli, Hreiðar og Heiða, Kata og Hreiðar, Addi, Helga og Dísa og fjöl- skyldur, megi allar góðar vættir vaka yfir og styrkja ykkur um ókomna framtíð. Minning Huldu lifir að eilífu og hennar verður ávallt saknað. Berglind Jónsdóttir. Að vera lífskúnstner, það er kannski frasi, en ef það getur passað við einhvern þá er það Hulda frænka. Hún fór ekki alltaf troðnar slóðir, lifði hratt, var yfirleitt á undan og enda- laust skapandi. Smitaði út frá sér lífsorkunni. Það er því gjörsamlega óskilj- anlegt að vera að skrifa minn- ingargrein um hana elsku Huldu okkar. Hvernig gerist svona? Að manneskju, sem er ekkert nema ljós og kærleikur, sé kippt fyrirvaralaust út úr líf- inu og eftir sitjum við með stórt skarð í fjölskyldunni og holu í hjartanu. Það eina sem okkur dettur í hug er að hún hafi verið kölluð til einhverra æðri verka, því það fyrirfinnast varla hug- myndaríkari, framkvæmdaglað- ari, ástríðufyllri og einfaldlega skemmtilegri manneskjur en hún Hulda. Allt sem hún tók sér fyrir hendur gerði hún af krafti og maður fylltist alltaf inn- blæstri eftir að hafa hitt hana. Hulda kom yfirleitt alltaf með bestu hugmyndirnar hvort sem það var að æða útí ískalt stöðu- vatn og taka upp strandvarða- myndband, raka Dísu systur sína með hárfroðu og kökuspaða eða halda ólympíuleika fyrir alla krakkana í hverfinu þar sem hún sá um allt, frá því að búa til medalíur yfir í að blanda djús og poppa fyrir þátttakendur. Hún kom ekki bara með hug- myndirnar heldur framkvæmdi hún þær af miklum krafti. Þeg- ar Hulda beit eitthvað í sig þá var hún óstöðvandi eins og til dæmis þegar hún keypti sér vídjóupptökuvél og byrjaði að framleiða kvikmyndir og sjón- varpsþætti og var örugglega af- kastameiri en sjálf Hollywood, aðeins fjórtán ára gömul. Það var eins þegar hún kynntist honum Dóra sínum. Þá vissi hún að hún hafði hitt þann eina rétta og þau voru hringtrú- lofuð næstum því sama dag. Snemma kom í ljós hennar sterka réttlætiskennd. Til dæm- is í grunnskóla fór hún í nem- endaráð markvisst til að standa upp í hárinu á stöðluðu skóla- kerfi og til að koma hugmynd- um sínum á framfæri. Í skól- anum vildi hún stuðla að bættum hag nemenda en þegar hún svo eignast sjálf þrjú börn þróast þessi ástríða hennar í hugsjón, að ýta undir ímynd- unarafl barna í skapandi leik. Sjálf ólst Hulda upp við bestu hugsanlegu aðstæður, fékk alla þá ást og frelsi sem hún þurfti og vildi líklega miðla því áfram til annarra barna. Hún stofnaði fyrirtæki sitt, Fafu, með ein- göngu þessar hugmyndir og þrjósku að vopni og er það blómstrandi fyrirtæki í dag í tveim löndum. Við getum ímyndað okkur að börnin hennar, Óli, Hreiðar og Heiða hafi verið henni mikill innblástur í sköpunarferlinu þar sem þau eru, líkt og mamma sín, endalaust hugmyndarík og uppátækjasöm. Við sáum hvað Hulda naut þess vel að vera mamma og hvað þau Dóri voru miklir félagar barna sinna. Enda hefur það skilað sér vel í þessum heilsteyptu og flottu krökkum. Þótt við munum aldrei fylli- lega geta sætt okkur við þennan missi þá erum við full þakklætis fyrir að hafa fengið að vera samferða elsku Huldu þennan tíma. Við þökkum fyrir öll skemmtilegheitin, vináttuna, leikina, allt brallið og hlátur- sköstin. Við elskum þig og söknum þín sárlega. Birgir, Guðrún Sigurlína, Jón Þór, Ingibjörg, Lilja, Sigurrós Elín. Þegar maður er ungur þá er lífið ævintýri. Þegar maður eld- ist þá vilja ævintýrin oft fölna og veröldin verður grárri. Föstudaginn 5. júní kvaddi kær vinkona mín þennan heim. Hún var 32 ára, þriggja barna móðir, eiginkona, snillingur og Hulda Hreiðarsdóttir Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vin- samlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einn- ig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef út- för er á mánudegi eða þriðju- degi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila- frestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.