Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.06.2015, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.06.2015, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.6. 2015 Nemendur sem stunduðutónlistarnám á framhalds-stigi á landsbyggðinni haustið 2014 voru 184 talsins. Stærsti skólinn er Tónlistarskólinn á Akureyri, þar sem var 51 nem- andi á þessu stigi. Nái tillögur um breytt fyrirkomulag á stuðningi rík- isins við tónlistarnám á framhalds- stigi fram að ganga, eins og þær hafa verið viðraðar af mennta- og menningarmálaráðuneyti, verður í höndum sveitarfélaganna að bregð- ast við skertum fjárframlögum frá ríkinu, en þau bera ábyrgð á rekstri skólanna. Hugmyndirnar eru meðal annars þær að sveitarfélög reki sína tón- listarskóla án fjárframlags frá rík- inu vegna framhaldsnáms í tónlist, en fjármagn verði veitt til eins tón- listarskóla í Reykjavík. „Það sem ég hef verið að skoða er möguleikinn á að stofna einn skóla, sem væri óbundinn sveitarfé- lagsmörkum. Sá skóli væri fyrst og síðast hugsaður sem skóli fyrir þá sem hyggjast leggja tónlistina fyrir sig sem sitt ævistarf,“ segir Illugi Gunnarsson, mennta- og menning- armálaráðherra, í samtali við Morgunblaðið. Hópur skólastjórnenda hefur lýst þungum áhyggjum af framtíð fram- haldsnámsins líkt og fram kemur í athugasemdum sem starfshópur skólastjórnenda um nám á fram- haldsstigi í tónlist vann í maí síð- astliðnum. Ráðuneytið hefur lýst því yfir að hugmyndirnar séu á byrjunarstigi, að engar ákvarðanir hafi verið teknar hvað varðar fjár- mögnun námsins og að óvarlegt sé að draga viðamiklar ályktanir um málið. Árin 1975-89 skiptist kennslu- kostnaður tónlistarskóla jafnt milli ríkis og sveitarfélaga. Lög um breytingu á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga voru samþykkt 1989, og tónlistarskólarnir hafa verið al- farið í umsjá sveitarfélaganna síðan. Samkvæmt núgildandi fyrir- komulagi er kennslukostnaður tón- listarskóla á landinu allur fjármagn- aður af sveitarfélögum, sem aftur innheimta hjá ríkinu fjárframlag vegna nemenda á framhaldsstigi hverju sinni skv. samkomulagi frá 2011. Framlagið nær einnig til nemenda í einsöng á miðstigi. Ann- ar rekstur skólans, þ.e. húsnæði, hljóðfærakostur, laun önnur en kennaralaun og öll almenn rekstr- argjöld, er fjármagnaður með skólagjöldum. Hlutfall launakostn- aðar af rekstrarkostnaði tónlistar- skóla er að meðaltali 80%, að mati Félags kennara og stjórnenda í tón- listarskólum. Skilaði sér ekki til skólanna „Við fáum 26 til 30 milljónir á ári frá ríkinu vegna samkomulagsins síðan 2011 um eflingu tónlistar- náms, við erum með það marga nemendur í þessu námi,“ segir Hjörleifur Örn Jónsson, skólastjóri Tónlistarskólans á Akureyri. Hann segir framlagið frá ríkinu ekki skila sér beint í skólana heldur fari það í gegnum sveitarfélögin. „Þessir pen- ingar koma frá ríkinu til tónlistar- skólans í gegnum Jöfnunarsjóð, og sveitarfélagið gerir ráð fyrir þessari upphæð í sínum áætlunum. Þetta átti náttúrlega að koma sem innspýting í starfsemi skólanna en gerði það ekki, heldur spöruðu sveitarfélögin sér það sem þessu nam í kostnaði við rekstur skólanna. Mér finnst líklegt að þetta verði einfaldlega skorið niður ef þessi framlög detta úr gildi. Hvernig menn síðan bregðast við þeim nið- urskurði er pólitísk ákvörðun, hvort þeir ákveði að fella niður framhalds- námið eða fækka nemendum í skól- anum almennt.“ Rætt um sérúrræði fyrir Akureyri og Ísafjörð Hjörleifur Örn segir hugmyndir um sérstök úrræði fyrir Akureyri og Ísafjörð hafa verið viðloðandi um- ræðuna, án þess að nokkur viti í hverju þau myndu felast, eða hvern- ig samstarfi við nýjan skóla í Reykjavík yrði háttað. „Ég heyrði talað um einhvers konar sérúrræði fyrir þessa tvo skóla, sem ég tel að væri nauðsynlegt, en svo veit maður ekkert hvað það þýðir. Við erum líka hrædd um afleiðingar þess ef svo yrði ekki. Ef það þyrfti til dæmis að fækka nemendum í tónlistarskólanum og setja strangari skilyrði fyrir inn- göngu í skólann er ekki gott að vita hvernig það ætti að ganga upp. Svo dæmi sé tekið voru 150 manns á biðlista í skólann í fyrra, og þessi niðurskurður myndi einhvers staðar bitna á þjónustu við nemendur.“ Samkomulagið virki ekki Illugi Gunnarsson segir enga ákvörðun hafa verið tekna um til- högun fjármögnunar skólanna. Hann bendir á að ágreiningur sé um túlkun samkomulagsins frá 2011, eins og kom fram í tilkynngu frá ráðuneytinu. „Það er augljóst að þetta samkomulag virkar ekki nema að litlu leyti,“ segir hann. Í tilkynningu ráðuneytisins kom m.a. fram að aðkoma ríkissjóðs að fjárhagslegum stuðningi við tónlist- arnám, sem ákveðin var í samkomu- lagi um eflingu tónlistarnáms, var tímabundin. Þar segir m.a.: „Henni var ætlað að koma til viðbótar lög- ákveðnu framlagi sveitarfélaga til tónlistarnáms til að greiða fyrir inn- ritun nemenda í tónlistarskóla óháð lögheimilissveitarfélagi þeirra. Í ljós hefur komið að ágreiningur er um túlkun þessa samkomulags sem meðal annars birtist í mjög alvar- legri rekstrarstöðu flestra tónlistar- skóla í Reykjavík.“ Heimild: Samstarfshópur skólastjórnenda um nám í tónlist á framhaldsstigi.*Nemendur á miðstigi í einsöng eru taldir með framhaldsnemum Grunnkort/Loftmyndir ehf. Tónlistarskóli Reykjanesbæjar: 27 Tónlistarskólinn á Akranesi: 29 Önnur sveitafélög: 22 Tónlistarskólinn á Akureyri: 51 Tónlistarskólinn á Egilsstöðum: 3 Tónlistarskóli Ísafjarðar: 15 Tónlistarskóli Árnesinga: 37 Tónlistarskólar í Reykjavík og nágrenni: 732 Alls eru 916 tónlistarnemar á framhaldsstigi í landinu, þar af 184 á landsbyggðinni* Tónlistarnemar á framhaldsstigi haustið 2014 Óvissa um fjármögnun tónlistarnáms SÍÐASTA SKÓLAÁR VORU 184 NEMENDUR SEM STUNDUÐU TÓNLISTARNÁM Á FRAMHALDSSTIGI UTAN HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS. STÆRSTI SKÓLINN ER TÓNLISTARSKÓLINN Á AKUREYRI MEÐ 51 NEMANDA. SKÓLINN FÆR ÁRLEGA MEIRA EN 26 MILLJÓNA KRÓNA FRAMLAG FRÁ RÍKINU. * Ýmsar hugmyndir eru í loftinu um framtíð tónlistar-náms á Íslandi og hefur hver sína skoðun á málinu.Ágreiningur ríkir um túlkun samkomulags frá 2011.ÞjóðmálMATTHÍAS TRYGGVI HARALDSSON mth@mbl.is tvisvar um áður en ég flytti til Reykjavíkur. Það væri frekar ab- súrd.“ Sigrún Mary McCormick, sem lærir á víólu við skólann, tekur í sama streng. „Mér finnst námið hérna frábært. Við erum eiginlega öll í vinahópnum á framhaldsstigi og erum marga klukkutíma á viku uppi í tónlistarskóla. Mér finnst líka algjör snilld að það sé tónlist- arbraut í boði í Menntaskólanum á Akureyri, þannig að við fáum námið metið. Það léttir virkilega á okkur.“ Sigrún segist ekki geta hugsað sér að flytja suður ef þess þyrfti til að halda áfram námi sínu. „Ég tók miðstigsprófið mitt á fiðlu þegar ég var í tíunda bekk og þá var ég löngu búin að ákveða að fara í Menntaskólann á Akureyri. Ég hefði ekki verið tilbúin að flytja suður og hefði sennilega frestað því að taka prófið eða bara hætt í tónlistarnámi.“ Alexander Smári Edelstein kann vel að meta tónlistarnámið á Akureyri. MYNDU HUGSA SIG TVISVAR UM EF ÞAU ÞYRFTU AÐ FLYTJA SUÐUR „Námið í Tónlistarskólanum á Ak- ureyri er mjög skemmtilegt og mjög krefjandi þegar það er kom- ið á framhaldsstig. Það þarf mikla vinnu til að sinna því,“ segir Alex- ander Smári Edelstein, nemandi við Tónlistarskól- ann á Akureyri. Alexander lauk miðprófi á píanó fyrir þremur ár- um, fjórtán ára að aldri, og stundar nú nám á framhaldsstigi. „Segjum sem svo að ég þyrfti að flytja að heim- an til að fara í framhaldsnám í Reykjavík. Hvernig ætti ég að sinna því námi í einhverri leigu- íbúð þar? Hvar myndi ég æfa mig? Síðan er auðvitað fullt af krökkum á framhaldsstigi um allt land og ég veit ekki hvernig ætti að koma þeim öllum í einn skóla. Það er stórt skref að flytja að heiman og ég myndi hugsa mig Sigrún Mary McCormick
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.