Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.06.2015, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.06.2015, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.6. 2015 HEIMURINN KASAKSTAN ASTANA Virts. og annarri spillingu. Sjónvarpsmyndir í maí af Zhou fyrir rétti sýndu að hann var orðinn hvíthærður og nær óþekkjanlegur, virtist ráðvilltur og bugaður. Catherine Fitzpatrick, sem fylgist með nettröllum Rússa fyrir InterpreterMag.com, segir aðferðirnar oft snjallar. „Ef menn skoða vefsíðu Washington Post eða New Republic og þar er grein sem gagnrýnir Rússa sést að þar eru jafnvel 200 athugasemdir sem eru eins og 12 ára krakki hafi skrifað þær. Þá nennir maður ekki að skrifa neina athugasemd. Maður tekur ekki þátt í þessu. Þetta er leið til að drepa algerlega um- ræður. Slíkar aðferðir eiga að stöðva lýðræðislegar umræður og þær virka.“ Þeir sem nota netið til aðangra aðra með svívirð-ingum í athugasemdum við færslur eru kallaðir nettröll. Oftast sjáum við fyrir okkur einmana nöldrara og vesalinga sem fá útrás heima hjá sér fyrir svartagallið. En stjórn Vladímírs Pútíns Rússlands- forseta hefur síðustu árin lagt sig fram við að hafa áhrif á almenn- ingsálitið, bæði heima fyrir en eink- um erlendis, með því að gera mark- visst út launuð nettröll. Þau hæla stöðugt ráðamönnum í Kreml en gagnrýna fjendur þeirra. Að sjálf- sögðu undir fölsku nafni eða nafn- leynd. New York Times og fleiri vest- rænir fjölmiðlar hafa sagt frá mið- stöðinni sem er til húsa í Péturs- borg og nefnd er Rannsóknarstöð netsins. Fleiri stöðvar af þessu tagi munu vera reknar en miðstöðin í Pétursborg gegndi lykilhlutverki í áróðrinum þegar rússneski herinn, að vísu í dularklæðum, lagði undir sig Krímskaga. En í Pétursborg munu strita um 400 manns á 12 stunda vöktum, þeir dæla stöðugt út athugasemdum sínum, m.a. á twitter. Í ritinu Spectator var vitn- að í starfsmann sem bar sig aum- lega, sagðist ekki stoltur af vinnu sinni en benti á að erfitt væri nú að fá svo vel launað starf. Lúdmílu Savtsjúk tókst að lauma sér inn í hópinn og vann um hríð á miðstöðinni. Oft var beitt út- smognum aðferðum við að dulbúa áróðurinn, honum komið fyrir í færslum sem virtust við fyrstu sýn vera sakleysislegar hugrenningar alþýðufólks. Ein af þrem tilbúnum persónum sem Savtsjúk „lék“ var spákona sem kölluð var Cantadora. Andaheimurinn veitti henni innsýn í megrun, ástarsambönd, feng shui – og stöku sinnum alþjóðamál. Cantadora skynjaði alheimsorku sem ávallt var á leið til Rússlands og myndi efla þjóðina. „Hún sagði fyrir um dýrðardaga hjá Vladímír Pútín, ósigur Baracks Obama og Petro Porosénko [for- seta Úkraínu],“ segir Savtsjúk. Hver dagurinn hafi verið öðrum líkur. Fyrsta verkið hafi alltaf verið að kveikja á svonefndum proxy- netþjóni sem faldi IP-tölur þeirra, ekki var því hægt að rekja þær frá síðunni sem tók við sending- unni. Savtsjúk fékk lista yfir skoðanir sem hún átti að koma á framfæri þann daginn. Starfsmenn fengu stöðugt ný verkefni, útskýrt var í smáat- riðum þemað sem var á dag- skrá, allt tengdist nýjustu frétt- um. Framleiðslan í stöðinni er vel skipulögð, beitt flóknum mælingum til að meta árangur. Úkraína var lengi aðalmálið. En í fyrra byrjuðu miklar efnahags- þrengingar í Rússlandi, rúblan hrundi. Nettröllin blogguðu og tístu um það hve vel gengi að rétta efna- haginn við. Þegar stjórnarandstæð- ingurinn Borís Nemtsov var myrt- ur í mars sl. fengu starfsmennirnir fyrirmæli um að geta sér til um að stjórnarandstæðingar hefðu sjálfir staðið fyrir morðinu. Vandlega litaðar „fréttir“ Háttsettir embættismenn Rússa eru sumir duglegir á netinu. Einn þeirra er Dmítrí Rogozín, aðstoð- arforsætisráðherra sem eitt sinn var fulltrúi Rússa hjá Atlantshafs- bandalaginu. Að sögn tímaritsins The Atlantic sagðist hann vilja sýna muninn á gildum Bandaríkja- manna og Rússa með því að tvíta tveim myndum. Önnur var af Pútín sem hélt á hlébarðaunga, hin af Obama með hvítan kjölturakka. Í tíð Sovétríkjanna beittu liðs- menn leyniþjónustunnar, KGB, óspart meðvituðum lygum, dis- informatsía, tilbúnum „upplýs- ingum“ og „fréttum“ sem með ýms- um brögðum var komið á framfæri við erlenda fjölmiðla. Þessi aðferð hefur greinilega verið tekin aftur í notkun. Blaðamaður New York Times, Adrian Chen, gróf upp nokkur dæmi, ein „fréttin“ fjallaði um sprengingu í efnaverksmiðju í Louisiana Bandaríkjunum. Spreng- ingu sem ekki varð. En Rússar hefndu fyrir þetta með því að bendla Chen við nýnasista. Sjónvarpsstöðin RT er í eigu rússneskra aðila sem tengjast stjórnvöldum. Enskumælandi rás hennar er umsvifamikil á Vestur- löndum. Sumar fréttirnar eru til- tölulega ólitaðar, gætu verið á CNN eða öðrum stöðvum. En lang- oftast er ákveðinn halli, Vestur- löndum og þá aðallega Bandaríkj- unum í óhag. Varla má hundur leysa vind í Bandaríkjunum án þess að það sé orðið dæmi um skelfilegt ástand í landinu. Viðmælendur eru langoftast mjög gagnrýnir á stefnu Vesturlanda. Á vefsíðu RT eru nettröllin ríkisvæddu mjög áber- andi og athugasemdir þeirra fá nær alltaf flestar uppflettingar. Nettröll á launaskrá hjá Pútín RÚSSNESK STJÓRNVÖLD NOTA HERSKARA HULDUMANNA, LAUNAÐRA BLOGGARA OG TVÍTARA Á NETINU, TIL AÐ LAUMA ÁRÓÐRI SÍNUM INN Í UMRÆÐUR Á VESTURLÖNDUM. REKIN ER ÖFLUG MIÐSTÖÐ FYRIR ÞESSA STARFSEMI Í PÉTURSBORG. UMRÆÐUR DREPNAR Angela Merkel kanslari ræðir við Barack Obama forseta í hléi á fundi G-7 ríkjanna í þýsku Ölpunum. Fyrir fundinn kom- ust rússnesk nettröll inn í Instagram-myndasíðu Merkel og skömmuðu hana fyrir að gagnrýna Pútín. AFP * Ég gerðist blaðamaður vegna þess að ég vildi ekkiþurfa að treysta á upplýsingar í dagblöðunum.Christopher Hitchens, blaðamaður og rithöfundur.AlþjóðamálKRISTJÁN JÓNSSON kjon@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.