Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.06.2015, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.06.2015, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.6. 2015 É g hef undanfarin ár verið dósent við tækni- og verkfræðideild Há- skólans í Reykjavík, sinnt þar kennslu og rannsóknum, einkum í verkefna- og gæðastjórnun, og stýrt MPM-náminu. Hafi maður verið dug- legur að skrifa greinar á alþjóðlegum og rit- rýndum vettvangi, fengist við rannsóknir ásamt kennslu kemur að því í fræða- samfélaginu að manni er „klappað á bakið“. Ég hef fengið framgang, eins og það er kall- að í akademíunni, verið skipaður prófessor við HR frá og með 1. júní,“ segir dr. Helgi Þór Ingason. „Það er svolítið skondið að hugsa til þess að þegar ég var níu ára gamall með gleraugu var ég uppnefndur prófessorinn, og ekkert þótti mér verra þá. En nú er þetta orðið að veruleika og þykir virðingarstaða sem veitt er fyrir góðan árangur,“ bætir hann við glað- beittur. Helgi Þór lauk meistaraprófi frá Háskóla Íslands, sá fyrsti frá verkfræðideild. Eftir það fór hann til náms í Þrándheimi í Noregi, þaðan sem hann lauk doktorsprófi. Ritgerð- arefni hans var framleiðsluferli málma. „Það er gaman að segja frá því að hér starfaði mjög framsýnt fyrirtæki sem hét Ís- lenska járnblendifélagið en er ekki lengur til sem slíkt. Þar var Jón Sigurðsson forstjóri. Um tíma borgaði þetta fyrirtæki prófess- orsstöðu við Háskóla Íslands og lagði mikið til rannsókna á Íslandi. Ég á þessu fyrirtæki mikið að þakka. Það kostaði mig til fram- haldsnáms, ég var að gera rannsóknir á framleiðslu kísiljárns í Hvalfirði. Mitt til- raunatæki var framleiðsluofn í fullri stærð á Grundartanga. Ég var að gera tilraunir með- an hann var í fullum rekstri. Ég útskrifaðist 1995, þrítugur að aldri og vann hjá Íslenska járnblendifélaginu eftir það, þangað til ég varð lektor og síðar dós- ent við verkfræðideild Háskóla Íslands. Einnig var ég ráðgjafi úti í atvinnulífinu.“ Meginhlutverk að þjóna samfélaginu Við ræðum saman á heimili Helga Þórs við Deildarás í Reykjavík. Húsið er umvafið gróðri sem greinilega er vel sinnt. Kona Helga Þórs er Margrét Sigurðardóttir garð- yrkjufræðingur. Hún rak fyrirtæki á því sviði á Akureyri þegar Helgi Þór hitti hana og náði að „heilla hana til sín til Reykjavík- ur“, eins og hann orðar það. Í stofunni er stór flygill og harmónikka sem hann á og á borðinu fyrir framan okkur liggur nýútkomin bók eftir Helga Þór sem ber nafnið: Gæðastjórnun, samræmi, sam- hljómur og skipulag. Ýmislegt bendir því til að Helgi Þór sé ekki við eina fjölina felldur hvað áhugamál snertir, – doktor í verkfræði og kennari, sem með tónlistina sér við hlið skrifar greinar og bækur. „Akademían hefur verið að breytast mikið og kröfurnar að vaxa. Mikið er lagt upp úr að fræðimenn hafi áhrif út fyrir landstein- anna, geri eitthvað sem tekið er eftir úti í heim. Ég hef alltaf litið á það sem mitt meg- inhlutverk í mínu starfi að þjóna samfélag- inu, skrifa eitthvað sem kemur því að gagni, jafnframt því að kenna,“ segir Helgi Þór. Nýútkomin bók mín er skrifuð beinlínis af því að ég hef mikla trú á því að gæðastjórn- un eigi hingað mikið erindi. Geti hjálpað okk- ur að auka framleiðni og samkeppnishæfni samfélagsins. Ég skrifaði hana þannig að hún væri læsileg og „á mannamáli“. Hún á að geta komið allskonar fyrirtækjum að gagni, ekki síst í mannvirkjageiranum, sem er mikilvægur og þarf nú að standa undir nýjum og auknum kröfum varðandi gæða- kerfi.“ Talað er að framleiðni á Íslandi sé minni en í nágrannalöndum sem við berum okkur saman við. Tengist þetta gæðastjórnun? „Ég get svarað þessu þannig að gæða- stjórnun snýst ekki minnst um það að draga úr sóun. Takist að draga úr sóun, hvort sem það er á tíma, hráefni eða fækka göllum náum við að framleiða meira með sama mannskap og hráefni. Þarna höfum við tæki- færi til að auka framleiðni.“ Samhljómur skiptir meginmáli Í aðfararorðum bókarinnar talar þú um tón- list. Er það vettvangur sem þú þekkir vel til? „Orðið gæðastjórnun er ekki gott og getur jafnvel verið hindrun í að beita hugmynda- fræðinni sem að baki liggur. Fólk er hrætt við þetta orð, hátíðleika þess. Ég leitaði því ljósum logum að einhverju öðru nafni svo ég þyrfti ekki að kalla bókin Gæðastjórnun. Þar sem ég er tónlistarmaður velti ég því fyrir mér hvort í tónlistinni væri að finna gott nafn á bókina. Gæðastjórnun snýst ekki síst um að uppfylla væntingar, til dæmis við- skiptavina og starfsfólks. Til þess að geta gert þetta þarf að koma á samhljómi. Mér datt í hug að kalla bókina samhljómur. En ég hætti við það og kallaði bókina á end- anum Gæðastjórnun. En samhljómurinn er samt þarna. Hugsið ykkur hljóðfæraleikara sem ætla upp á svið til að leika fyrir gesti. Þá koma þeir sér saman um ýmsar reglur, í minnsta lagi eru þeir sammála um tóntegund og takt og hljómfallið. Ef menn hafa eitthvað til að byggja á þá líður þeim vel, þeir verða örugg- ir. Þessi vellíðan smitar út til áheyrenda. Það myndast samhljómur. Þannig er þetta líka í fyrirtækjum. Þar þarf að vera fyrir hendi einhver lýsing á því hvað á að gera svo starfsfólkið viti til hvers er ætlast. Þá verður til ánægja og öryggi sem smitar svo út til viðskiptavina.“ Finnst þér gaman að kenna? „Já, ég hef alltaf haft mjög gaman af því. Ég kem úr kennarafjölskyldu. Faðir minn, Ingi Viðar Árnason, var kennari í Hagaskóla, mér finnst stundum eins og hann hafi kennt hálfri þjóðinni. Móðir mín Katrín Sigurð- ardóttir gekk í húsmæðrakennaraskólann þótt hún hafi ekki starfað sem kennari, syst- ir mín, Signý Ingadóttir er kennari og bróðir minn dr. Árni Sigurður Ingason er verkfræð- ingur og fræðimaður í Svíþjóð. Tryggvi Sig- urbjarnarson vakti áhuga minn á verk- efnastjórnun, hann er eiginlegur „guðfaðir“ verkefnastjórnunar á Íslandi. Ég vann mik- ið með honum. Einn af mínum kennurum var Pétur Maack, sem hafði byggt upp kennslu í stjórn- unarfræðum í verk- fræðinni og ég tók við prófessorsstöðu af honum seinna meir. Síðar varð ég gæða- stjóri hjá verk- fræðistofunni Línu- hönnun, hún var fyrst verkfræðistofa hér vottuð samkvæmt ISO 9001 staðli.“ Varstu ekki forstjóri Orkuveitunnar? Hve- nær var það? „Ég var forstjóri Orkuveitunnar frá 2010 til 2011 og vann þar að verulega miklum breytingum. Á þeim tíma átti Orkuveitan ekki fyrir afborgunum lána sinna. Við urðum að gera hluti sem voru nánast fordæmalaus- ir. Við þurftum að hækka gjaldskrár úti í samfélaginu á erfiðum tíma og segja upp stórum hópi starfsmanna. Þegar ég tók við þessu starfi áttaði ég mig á að maður er ekki trúverðugur þegar gera þarf erfiða hluti nema að ganga á undan sjálfur og taka fyrstu skrefin. Fyrsta sem við gerðum var að flytja framkvæmdastjórnina úr „fílabeinst- urninum“ af sjöttu og efstu hæðinni og niður á aðra hæð, þar sem allir gátu komið. Við af- námum ýmis hlunnindi, afnámum öll bílafríð- indi, laun forstjóra voru lækkuð stórlega og framkvæmdastjór- arnir lækkuðu einnig mikið. Með því að gera þetta varð mað- ur trúverðugur og það varð auðveldara að ganga í erfiðar uppsagnir og hækk- anir á gjaldskrám. Þarna myndaðist góð- ur samhljómur, sem er forsenda þess að fólki finnist að það sé á sama báti. Við meg- um ekki gleyma að við erum öll ein áhöfn á sama skipinu, Ís- landi. Það þurfa þeir sem eru í brúnni og á dekki að átta sig á. Það skortir á samhljóm- inn í íslensku samfélagi um þessar mundir. Þetta voru erfiðir tímar hjá Orkuveitunni en fólkið stóð saman, fyrirtækið er vel statt í dag og framtíð þess er björt.“ Er þetta reynsla sem nýtist í háskóla- kennslunni? „Ég tel mig ekki þess umkominn að kenna nokkurn hlut nema ég hafi reynt hann sjálf- ur. Kennslan við Háskóla Íslands þróaðist sem sagt á þann veg að ég var fljótlega kom- inn í fullt starf og kominn í samstarf við dr. Hauk Inga Jónasson, sem hefur alla tíð síðan verið minn nánasti samstarfsmaður. Við fór- um að skrifa bækur saman og þróa nám í verkefnastjórnun, bæði á grunnstigi og meistarastigi. Árið 2011 fór ég til starfa hjá Ég hlakka til hvers dags VERKFRÆÐINGURINN HELGI ÞÓR INGASON VAR NÝVERIÐ SKIPAÐUR PRÓFESSOR VIÐ HÁSKÓLANN Í REYKJAVÍK. Á DÖGUNUM KOM ÚT EFTIR HANN BÓK UM GÆÐASTJÓRNUN OG FYRR Í VETUR GAF HANN ÚT GEISLADISKINN GAMLA HVERFIÐ. Guðrún Guðlaugsdóttir gudrunsg@gmail.com * Í blaðamennskunnigekk allt út á það aðátta sig á kjarna málsins. Hvað skipti máli og koma því svo frá sér á kjarn- góðri íslensku. Þetta hefur aldeilis komið mér að notum við greina- og bók- arskrif og í verkfræðinni. Svipmynd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.