Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.06.2015, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.06.2015, Blaðsíða 13
14.6. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 „Ég tel mig ekki þess umkominn að kenna nokkurn hlut nema ég hafi reynt hann sjálfur,“ segir dr. Helgi Þór Ingason sem skipaður var prófessor við HR um mánaðarmótin. Morgunblaðið/Árni Sæberg Háskólanum í Reykjavík. Þriggja manna nefnd, skipuð útlendingum fór svo yfir minn feril og lagði sem sagt til að ég yrði skipaður prófessor.“ Stofnaði South River Band Hefur tónlistin fylgt þér samhliða þessu öllu? „Ég var í píanónámi á æskuárunum hjá Jóni Stefánssyni kantor. Síðar fór ég í djass- deild FÍH og lærði þar hjá meðal annars Sigurði Flosasyni, Vilhjálmi Guðjónssyni og fleirum. Þegar ég varð stúdent frá Mennta- skólanum við Sund stóð ég á þeim tímamót- um að spyrja sjálfan mig: „Hvað ætlar þú eiginlega að gera, Helgi Þór?“ Mig langaði að fara í músíkina – en hugsaði þó að skyn- samlegra væri að fara í verkfræði og hafa tónlistina sem fylgikonu. Ég söng í kór Langholtskirkju árum saman og árið 2000 stofnaði ég hljómsveit með frændum mínum sem heitir South River Band. Við tengjumst bænum Syðri-Á á Kleifum í Ólafsfirði. Við vorum að vandræðast með nafn á hljómsveit- inni, þá nefndi einhver Syðri-Á og útkoman varð South River Band. Þetta nafn hefur fylgt okkur, sem er svolítið sérstakt því við sungum aldrei neitt nema á íslensku. Við spiluðum saman hér og þar og gáfum út diska. Í bandinu var meðal annarra frændi minn Ólafur Þórðarson, kenndur við Ríó tríó. Það var ekki ónýtt að hafa svo reynsluríkan mann. Stórfjölskyldan er samheldin og kem- ur saman öðru hvoru á ættarmótum. Það er jafnan mikil músík á þessum Kleifamótum og þar varð hljómsveitin til. Þegar við vorum að kveðjast eftir mótið árið 2000 hugsaði ég með mér: „Það er eitthvað þarna – eitthvað skemmtilegt!“ Í framhaldi af því ákváðum við að hittast á miðvikudagskvöldum. Þannig var það árum saman, þangað til Óli varð fyr- ir því áfalli sem dró hann til dauða ári síðar. South River Band er í hléi núna. Í þessu hléi hef ég haldið áfram með mús- íkina og hef nýlega gefið út geisladisk með eigin lögum og textum. Hann heitir; Gamla hverfið. Ég er þar með frábæra menn með mér. Flest lögin eru sungin af Einari Clau- sen, æskuvini mínum. Einnig er ég kominn í nýtt þjóðlagaband sem heitir Kólga og spilar frumsamið efni. Ég hef samið sum lögin og flesta textana. Í einum þeirra, sem fjallar um síðustu andartök Grettis Ásmunarsonar, er setningin: Kólguský og skuggabaldrar. Ég lagði hugmynd að nafni á hljómsveitina fram: Kólga? Og það var samþykkt. Ég tók sem sagt þá ákvörðun sem nýstúd- ent að fara í verkfræði og hafa tónlistina til hliðar. En með árunum hafa mál þróast þannig að tónlistin hefur fengið meira og meira vægi í lífi mínu. Stundum hugsa ég sem svo að nú sé verkfræðin áhugamál en tónlistin sé það viðfangsefni sem ég fæst við. Ég hef raunar gaman af öllu sem ég er að fást við, kenna fólki, skrifa og spila. Ég hlakka til hvers dags.“ Ást við fyrstu sýn „Ég er lánsmaður. Í fyrrasumar gerði ég það sem ég hef aldrei gert áður – gekk í hjóna- band. Ég er kvæntur Margréti Sigurðar- dóttur frá Höskuldsstöðum í Eyjafirði. Hún er sveitastelpa en segir stundum að ég sé ekki minni sveitamaður en hún. Við kynnt- umst í fimmtugsafmæli austur í Biskups- tungum. Það var ást við fyrstu sýn. Ég var í sambúð áður og á frá því sam- bandi soninn Andra Snæ. Systir hans, dóttir barnsmóður minnar er Nína Dögg leikkona. Andri Snær býr hjá okkur og er að nema fjölmiðlafræði við Háskólann á Akureyri, kannski verður hann blaðamaður eins og pabbi hans hefði hugsanlega getað orðið. Margrét var ekkja þegar ég kynntist henni. Hún á tvo syni sem búa hjá okkur, Eirík Anton og Aron og einnig á hún mömmu- stelpuna Helgu sem hefur hafið eigin búskap með kærasta. Við systkinin erum þrjú, sem fyrr sagði en Margrét á sex systkini þannig að með henni eignaðist ég félagslegan fjár- sjóð. Og ekki má gleyma elskulegri tengda- móður minni, henni Rósu á Höskuldsstöðum. Ég er mjög hamingjusamur með þessa stóru fjölskyldu sem ég á nú. Hvað áttir þú við þegar þú sagðist hugsanlega hafa orðið blaðamaður? „Ég vann um tíma sem blaðamaður á Morgun- blaðinu og þótti afar vænt um það starf. Ég tók blaða- mannapróf, líklega árið sem ég varð stúdent. Ég sá aug- lýst eftir sumarfólki á Morgunblaðið og sló til. Um hundrað manns þreytti prófið sem stóð í þrjá tíma. Tíu voru ráðnir. Í þeim hópi var fólk sem síðar varð landsþekkt, svo sem þau Þórunn Sveinbjarnardóttir, fyrrverandi ráðherra, Gylfi Magnússon, pró- fessor og fyrrverandi ráðherra, og Ólafur Stephensen. Morgunblaðið hafði þá aðsetur í húsakynn- um sínum við Aðalstræti. Matthías Johann- essen og Styrmir Gunnarsson voru ritstjórar, Björn Bjarnason aðstoðarritstjóri. Björn Jó- hannsson var ritstjórnarfulltrúi og fyrir hann skrifaði ég í innblaðið og Sunnudagsblaðið. Það var stórkostlegt að koma til Björns með hugmyndir. Hann sagði: „Já, þetta er fín hugmynd. Farðu og skrifaðu um þetta.“ Og það var beinlínis yndislegt að sjá afrakstur erfiðis síns í blaðinu. Ég man hvað ég var stoltur þegar ég fékk eitt sinn forsíðuna á Sunnudagsblaðinu. Þetta var skemmtilegt starf og ég hélt áfram að skrifa meðfram náminu í Noregi, sendi pistla allt fram til ársins 1994.“ Hefur starf þitt í blaðamennsku komið þér að notum í öðrum viðfangsefnum? „Svo sannarlega. Í blaðamennskunni gekk allt út á það að átta sig á kjarna málsins. Hvað skipti máli og koma því svo frá sér á kjarngóðri íslensku. Þetta hefur aldeilis kom- ið mér að notum við greina- og bókarskrif. Þetta skiptir líka máli í kennslunni – að átta sig á aðalatriðum og koma þeim skipulega frá sér. Þessi reynsla skilaði mér líka miklu í mínu fagnámi í verkfræðinni. Ég hef því haft ómælt gagn af þeirri reynslu sem ég fékk sem blaðamaður.“ Verkefnastjórnun er mikilvæg Hvað bíður þín nú þegar þú ert orðinn pró- fessor? „Ég þarf að láta prenta nýtt nafnspjald,“ segir Helgi Þór og réttir mér brosandi gamla nafnspjaldið, sem hér með er orðið úr- elt að hluta. „Ég finn til ábyrgðar við þessa viðurkenn- ingu. Ekki aðeins fyrir sjálfan mig heldur ekki síður á því starfi sem ég hef verið að vinna að ásamt Hauki Inga og fleirum í sam- bandi við verkefnastjórnun og uppbyggingu MPM-námsins. Verkefnastjórnun hefur tekið stökkbreytingum á ekki löngum tíma. Verk- efnastjórnun er nú orðin viðurkennd fag- grein, fólk kemur í skóla og lærir hana og byggir sig upp á þessu sviði sem fagfólk. Við eigum svo mikið undir því, Íslend- ingar, að verkefnum sé vel stjórnað og fjár- munir fari ekki til spillis. Í þessum efnum hefur orðið bylting í vitund samfélagsins, fyrirtækjum og stofnunum. Nú er lögð áhersla á að þjálfa fólk til að gera það sem gera þarf. Við þurfum lausnir, fólk sem kann til verka og að taka skynsamlegar ákvarð- anir. Þetta gerum við til dæmis með því að leggja vinnu í að afla okkur upplýsinga og skilja eðli vandamálanna. Þegar við tökum ákvarðanir gerum við það á grundvelli þess sem við best vitum. Í verkefnastjórnun er mikið lagt upp úr að greina þarfir og gera áætlanir, það skiptir máli í öllu. Tökum sem dæmi fyrirtæki sem stendur á tímamótum, markaðurinn er að dofna og því augljóst að breyta þarf til. Frægt dæmi er Nokia sem framleiddi stíg- vél. Þegar sá markaður var orðinn lítill fór það að framleiða síma. Fyrirtæki þurfa að móta stefnu. Hvernig gera þau það? Með því að afla upplýsinga, skilja umhverfið sem þau starfa í, hverjir séu styrkleikar þeirra og starfsmannanna. Þegar upplýsingar liggja fyrir þarf að nota þær til að taka skynsamlegar ákvarðanir, móta stefnu og fylgja henni eftir með því að undirbúa og fram- kvæma verkefni. Það gild- ir það sama í gæðastjórn- un og verkefnastjórnun, þú þarft alltaf að þekkja upplýsingar og gera grein- ingar. Í framhaldi af því er hægt að taka ákvarð- anir.“ Beitir þú þessum að- ferðum í einkalífinu? „Það er nú stundum hlegið að mér í fjölskyld- unni. Maður þarf að vera næmur fyrir því að ganga ekki of langt í gæða- og verkefnastjórnun á þeim vettvangi. En grínlaust þá hef ég beitt þessum aðferð- um við mikilvægar ákvarðanir. Sem dæmi get ég nefnt að ég, systkini mín og foreldrar höfðum lengi átt þann draum að koma okkur upp sameiginlegum sumarbústað. Áratugur fór í að ræða þetta mál. Svo var ákvörðunin lokins tekin. Ég hafði heyrt margar sögur af svona samstarfsverkefnum innan fjölskyldna, þar sem allt fór í háaloft og ásakanir gengu á víxl. Ég hugsaði með mér: „Þetta er að gerast. Nú þarf ég að grípa til vopna minna.“ Ég gerði mig sjálfan að leiðtoga og notaði sniðuga aðferð til að draga fram hvað hverj- um og einum fyndist skipta máli, svo sem akstursfjarlægð, hitaveita, næg herbergi og svo framvegis. Fram komu um tuttugu þætt- ir og þá var næsta skref að finna út hvað skipti mestu máli og hvað væri neðar á for- gangslistanum. Með fyrrnefndri aðferð tókst okkur á fundi að koma þessum atriðum sam- an og ég reiknaði svo út niðurstöðuna. Þá voru allir sammála um hvað væri verið að leita að. Eftir það skoðuðum við sum- arbústaði í Borgarfirði og fyrir austan fjall. Niðurstaðan var að kaupa bústað í Gríms- nesi. Fimm ár eru liðin síðan þetta var og við segjum stundum: „Það er undravert, en þessi bústaður uppfyllir allar kröfur sem til hans voru gerðar.“ Allir eru ánægðir og ekki hefur komið fram neinn ágreiningur, nið- urstaðan var allra og faglega staðið að mál- um. Í tónlistinni höfum við beitt vissum stjórn- unaraðferðum, svo sem að halda fundi og ákveða hvaða verkefni séu framundan og skjalfesta svo það sem ákveðið hefur verið. Þetta hefur hjálpað okkur. Nú stendur reyndar til að South River Band komi saman í sumar til að spila á Blue North tónlistarhá- tíðinni í Ólafsfirði. Mér sýnist að það ætli að ganga upp. Það verður gaman að hittast aft- ur.“ En hvað er næst á dagskrá í verkfræð- inni? „Ég er að fara til Afríku á vegum Þróun- arsamvinnustofnunar og Jarðhitaskóla Sam- einuðu þjóðanna. Þar er ég fara að kenna fyrst í Eþíópíu og síðar í Kenía, fólki sem starfar í jarðhitageiranum. Jarðhiti er í báð- um þessum löndum. Ég verð með námskeið í verkefnastjórnun í Addis Ababa og Nairobi. Konan mín flýgur til mín til Kenía og við ætlum að gera úr þessu skemmtiferð að starfi mínu loknu. Þetta er mikið tilhlökk- unarefni.“ * Við megumekki gleyma aðvið erum öll ein áhöfn á sama skip- inu, Íslandi. Það þurfa þeir sem eru í brúnni og á dekki að átta sig á. Það skort- ir á samhljóminn í íslensku samfélagi um þessar mundir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.