Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.06.2015, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.06.2015, Blaðsíða 19
14.6. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19 SÖLUAÐILAR: Reykjavík: Gilbert úrsmiður Laugavegi 62 s: 551-4100 | Gullúrið Mjódd s: 587-4100 | GÞ skartgripir og úr Bankastræti 12 s: 551-4007 | Meba Kringlunni s: 553-1199 | Meba - Rhodium Smáralind s: 555-7711 | Rhodium Kringlunni s: 553-1150 | Jón Sigmundsson skartgripaverslun Laugavegi 5 s: 551-3383 | Úra- og skartgripaverslun Heide Glæsibæ s: 581-3665 | Hafnarfjörður: Úr & Gull Firði-Miðbæ Hafnarfjarðar s: 565-4666 | Keflavík: Georg V. Hannah, úrsmiður Hafnargötu 49 s: 421-5757 | Akureyri: Halldór Ólafsson úrsmiður Glerártorgi s: 462-2509 | Akranes: Guðmundur B. Hannah, úrsmiður Suðurgötu 65 s: 431-1458 | Egilsstaðir: Klassík Selási 1 s:471-1886 | Selfoss: Karl R. Guðmundsson, úrsmiður Austurvegi 11 s: 482-1433 læstar og ekkert liggur á glám- bekk. Enda erum við sammála um að kvarta aldrei aftur yfir aðstöð- unni í okkar skóla,“ segja þau bros- andi. Hrein borg en samt ekki Spurð um upplifun sína af borginni Riga segjast þau hafa fengið ákveð- ið menningarsjokk þar einnig. „Borgin er hrein að mestu, þ.e. þú sérð ekki fjúkandi bréfarusl úti um allt enda er fólk mætt rúmlega sjö á morgnana sem sópar gangstéttar, tínir upp rusl og tæmir ruslafötur, nokkuð sem við myndum líklega aldrei sjá hér. En svo er gríðarlega mikið af veggjakroti sem ekkert er listrænt, virðist bara vera gert til að skemma. Húsin eru mörg mjög sótug, sum eru nærri svört. Svo eru mörg hús í niðurníðslu sem var dapurt að sjá en á móti eru glæsi- byggingar í Riga sem maður varð hugfanginn af að horfa á. Þeir eiga líka sitt gettó sem geymir sögu afar ólíka okkar. Svo eru þarna minjar um stríðið og atburði tengda því sem við eigum ekki. Eiginlega fannst manni borgin svolítið segja að þeir hafi verið fjáðari fyrr á tíð en væru kannski að rétta úr kútn- um. Alla vega var verið að gera upp hús og margir keyrðu um á glæsi- vögnum.“ Ramminn miklu þrengri Hópurinn var einnig sammála um að ramminn sem nemendurnir í Riga búi við sé þrengri í mörgum skilningi. „Hjá þeim virðist ekki gert ráð fyrir að nemendur hafi skoðun, ramminn stífur og sveigj- anleiki er lítill. En mest kom okkur kannski á óvart hræðsla við yfirvöld almennt. Þau eru hrædd við stjórn- völd og lögreglu og okkur fannst því að grunnt væri á þessari gömlu sovésku hugsun um ógnandi yf- irboðara.“ Höfðu ekki efni á Brynjuís Skólaárið er lengra í Riga en á Ak- ureyri. Margir nemendur vinna með skóla en hafa ekki sömu mögu- leika til að afla sér tekna á sumrin og Íslendingar. Nemendur frá Riga voru ekki spurðir um hvort þeir byggju við svipað lánakerfi og ger- ist hérlendis, en greinilegt var að hagur nemenda var misjafn milli landanna. „Þegar þau komu hingað á síðasta ári vildum við fara með þau í Brynju og kaupa ís. Sú hug- mynd varð að hálfgerðu vandamáli því þau höfðu varla efni á því. Það verður að viðurkennast að við hrukkum við. En auðvitað fengu þau að smakka sinn Brynjuís. En bara þetta litla dæmi segir mikið um það hversu hagur nemenda er misjafn. Samkvæmt upplýsingum eru meðallaun í Riga 575 evrur eða tæpar 85 þúsund á mánuði. Það er gríðarlegur munur.“ Gríðarlega mikilvægt framtak Enginn úr hópnum sagðist geta hugsað sér að fara í skiptinám til Riga, hins vegar hefði verið kær- komið og lærdómsríkt að fá þetta tækifæri. Ekki síst til að opna aug- un fyrir því hvað Ís- lendingar hafi það gott, alla vega m.v. nemendur í Riga. Líklega væri hinn stífi rammi mest fæl- andi og hvað yfir- valdið er áberandi. Mannlífið sjálft virt- ist hins vegar eins. Hópurinn var einnig sammála um mennt- unarlegt gildi svona vinnu. „Þessi upp- bygging að nem- endur frá báðum skólum vinni saman, gefur þessari sam- vinnu mikið gildi. Það hafa myndast tengsl og á skömmum tíma fengum við meiri menntun en margra mán- aða bókastagl hefði fært okkur. Fyrir það erum við gríðarlega þakklát,“ segja þau Helgi, Ólöf, Signý og Sigríður. Hugmynd Markusar Meckl virð- ist hafa náð að veita nemendum beggja skólanna þekkingu sem þeir munu búa að alla ævi. Íslenskir og lettneskir nemendur í sameiginlegri kennslustund í háskólanum í Riga. Íslensku nemendurnir segja mikinn aðstöðumun milli skólanna tveggja. * Húsin erumörg mjögsótug, sum eru nærri svört. Svo eru mörg hús í niðurníðslu sem var dapurt að sjá en á móti eru glæsibyggingar í Riga sem maður varð hugfanginn af að horfa á. Gamli bærinn í Riga er á minjaskrá UNESCO. Riga var valin menningarborg Evrópu á síðasta ári. Sigríður Elísabet Stefánsdóttir Helgi Freyr Hafþórsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.