Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.06.2015, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.06.2015, Blaðsíða 22
Morgunblaðið/Ómar M aría Ögn Guðmunds- dóttir er ein af okkar fremstu hjólreiðagörp- um. Hún telur þann aukna vöxt sem færst hefur í hjólamenningu hér á landi síðustu ár stafa af almennri vakningu fyrir almenningsíþróttum. „Hjól- reiðar eru afskaplega hentugar að því leyti að það geta allir hjólað. Sama hvort þú ert of þung/ur eða með verk í hnjánum, þér líður vel með þig. Upplifunin af útivistinni er svo mikil. Svo er þetta fjölskyldusport.“ María seg- ir borgina hafa gert vel að und- anförnu við að koma til móts við þarfir hjólreiðafólks og ábend- ingar frá þeim hafi verið teknar til greina. „Það er ekki hægt að ætlast til þess að gera allt í einu. Það þarf að skipuleggja hverfi og þeir sem sjá um þessar framkvæmdir þurfa að sjálfsögðu að reka sig á, sjá hvað er að virka og hvað ekki.“ Mikil tæknigrein María segist finna fyrir þessum aukna áhuga í hjólaþjálfuninni hjá sér. „Það eru sífellt fleiri að byrja að hjóla. Það eru alltaf að koma nýliðar. Þú lærir kannski að hjóla þegar þú ert þriggja ára en maður kann ekkiendilega að hjóla. Þetta er mikil tæknigrein.“ Námskeiðin hjá Maríu henta öll- um segir hún, þetta er ekki ein- göngu fyrir keppisfólk. „Ég var til dæmis með saumaklúbb um daginn“, segir hún. „Það eina sem þarf er að vera með hjól og hjálm.“ María mælir með því að fólk fái sér hjól við hæfi. „Þetta fer eftir því hvað maður ætlar sér, hvar maður býr og hvernig að- stæður eru. Hjólreiðar eru nú bara þannig að það er hægt að kaupa endalaust en svo er líka hægt að vera glaður með það sem maður hefur. Þú kemst alla leið ef þér sýnist svo. Það er bara gleðilegt að sjá fólk á hjóli sama hvernig það er búið.“ María Ögn Guðmundsdóttir hvetur fólk til að velja sér hjól við hæfi, miðað við í hvað á að nota hjólið. Morgunblaðið/Árni Sæberg HEILNÆMT FJÖLSKYLDUSPORT Hjól og hjálm- ur allt sem þarf HJÓLAÞJÁLFARINN MARÍA ÖGN GUÐMUNDSDÓTTIR HEFUR VERIÐ ÖTUL VIÐ AÐ KYNNA HJÓLREIÐAR MEÐ NÁMSKEIÐUM OG FYRIRLESTRARHALDI. Kjartan Már Ómarsson kmo@mbl.is Fleiri og fleiri konur æfa hjólreiðar og keppa í hjólreiðum hér á landi. María segir mikla grósku í hjóla- menningunni og margt í boði fyrir áhugasama. Keppnistímabilið stendur frá lok apríl fram í byrjun september og segist María hafa keppt í allt að tuttugu og tveimur mótum á ári síðastliðin fjögur, fimm ár. Bláalónsþrautin er haldin í tuttugasta sinn í dag, þann 13. júní. Hún er stærsta hjólreiðakeppnin sem haldin er á Íslandi og taka að jafnaði 6-700 manns þátt ár hvert. Þess er gaman að geta að árið 1996 voru aðeins tólf keppendur, svo greina má aukinn hjólreiða- áhuga landsmanna á þátttökutöl- unum. Hjólað er sextíu kílómetra leið frá Hafnarfirði til Grindavíkur eftir Djúpavatnsleið. Keppt er í fimm aldursflokkum, ásamt því sem boðið er upp á liðakeppni og fyrirtækjakeppni. María segir þetta sögulegustu hjólreiðakeppni lands- ins og alls konar fólk taki þátt. „Sumir eru að keppa og aðrir að njóta góðs dags. Þetta er oft að- almarkmið hjólreiðafólks, sam- bærilegt því þegar fólk setur sér markmið að hlaupa Reykjavíkur- maraþonið. Fólk getur bara sett sér markmið eftir getu.“ María hefur unnið Blálónsþrautina fimm sinnum og þykir mikill heiður að, segir hún. Hjólakross „Ég er að flytja inn konu í keppnina sem er ein besta hjólreiðakona í heimi. Hún heitir Katy Compton og er bandarísk.“ Katy sérhæfir sig í svokölluðu hjólakrossi (e. cyclo- cross) og er marfaldur heims- meistari í þeirri grein. Þar að auki hefur hún unnið Ameríkuverðu- launin í geininni ellefu sinnum síð- ustu þrettán ár. „Þetta er svona vetrarhjólreiðagrein sem keppt er í um allan heim“, segir María. Hjól- in sem maður er á eru mitt á milli þess að vera götuhjól og fjallahjól. Þetta eru götuhjól, með götugírum og hrútastýri en á grófari og breiðari dekkjum. „Þetta fer þann- ig fram að þú hjólar í fjörutíu og fimm mínútur, eins marga hringi og þú getur, og brautin má ekki vera lengri en tveir kílómetrar. Af og til þarftu svo að hoppa af hjólinu og fara yfir hindranir og slíkt.“ María gerir ráð fyrir að þurfa að lúta í lægra haldi fyrir Compton í Bláa- lónsþrautinni í ár. „Hún er alveg svakaleg og gaman að hún geti komið til þess að taka þátt.“ Morgunblaðið/Ómar MARGT Í BOÐI FYRIR ÁHUGASAMA Bláalónsþrautin 22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.6. 2015 Heilsa og hreyfing Þótt sumar sé er um að gera að minna nýgræðinga í fjallgöngum á að þegar svalara er í veðri er best að vera í ull næst sér en ekki bómull. Til dæmis er gott að vera í þunnum bolum úr ull- ar- og silkiböndu. Bómull rennblotnar þegar maður svitnar og setur þá að manni kuldahroll í pásum. Þótt ullin botni í göngum er hún samt áfram hlý. Ullina í fjallgöngur Göngugreining Pantaðu tíma í síma 5173900 Orkhúsinu / Suðurlandsbraut 34 / 517 3900 Vandamál sem göngugreining Flexor getur hjálpað til við að leysa eru til dæmis: • þreytuverkir og pirringur í fótum • verkir í hnjám • sársauki eða eymsli í hælum (hælspori, „plantar fasciitis“ o.fl.) • beinhimnubólga • óþægindi eða verkir í baki og/eða mjöðmum • verkir í tábergi og/eða iljum • hásinavandamál • óþægindi í ökklum • þreytu- og álagsverkir hjá börnum og unglingum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.