Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.06.2015, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.06.2015, Blaðsíða 31
14.6. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31 Morgunblaðið/Árni Sæberg Við endann fjær situr Ragnheiður Eyjólfsdóttir og henni á vinstri hönd situr, Markús Már Efraím, þá Guðrún Ösp Sigurmundardóttir, Ási Þórðarson, Hörður Sturluson, James Weston, Steinþór Rafn Matthíasson og Lára Aðalsteinsdóttir. Kóríander og birkipestó 1 vöndull (skammtur/pakki) ferskt kóríander 3 matskeiðar jurtate frá Íslenskri hollustu 1 tsk. jurtatelauf 1 msk. sítrónuolía salt og pipar Ég byrja á því að hita vatn og búa til birkite. Meðan vatnið er að hitna er kóriander maukað með töfrasprota. Þegar teið er orðið gott blanda ég því út í kóríander- maukið, 3 matskeiðar. Gott er að setja eina teskeið af telaufum með. Til að bragðbæta nota ég pipar og salt ásamt því að blanda í einni matskeið af heimagerðri sí- trónuolíu. ¼ lítri rjómi, helst frá Erps- stöðum eða beint frá býli í Frú Laugu 3 eggjarauður 6-7 msk. púðursykur 2 vanillustangir. Rjóminn stífþeyttur. Í annarri skál eru 3 eggjarauður, vanilla og púð- ursykur stífþeytt saman og bætt varlega með sleif út í rjómann. Fryst. Borið fram með frosnum ís- lenskum aðalbláberjum og fersk- um jarðarberjum. Vanilluís með berjum 1 Lambhaga kálhaus 1 grænt epli 1 agúrka ½ kerfill, dill safi úr ½ appelsínu Epli skorið smátt, gúrkan söxuð gróft, kálið rifið niður og dilli dreift gróft yfir. Hálf appelsína kreist yfir. Epla- & dill- salat 250 ml romm 3 greinar rósmarín 75 ml bláberjasaft 500 ml af rabarbarasafa frá Sollu Ferskt rósmarín er sett út í romm og látið standa í nokkra daga. Bláberjasaft sett út í og svo blandað með klök- um og fyllt upp með rabarbarasafa frá Sollu. Fyrir þá sem vilja sæt- ari kokteil þá mætti hafa bláberjasíróp til viðbótar við bláberja- saftina. Mér finnst mjög gott og ferskt að nota ferskar kryddjurtir í kok- teila, dill og kóríander passa vel með sítrussafa og hvítu greip, basil passar vel með blóðappelsínusafa. Núna gerði ég tilraun með rósm- arín og langar að prófa líka blóðberg í kokteil í sumar. Rósmarín & rabarbarakokteill 2 kg bleikja (miðað við 250 g á hvern gest) 2 sítrónur 4 chilli 8 msk. sítrónuolía salt og pipar Bleikja sett á álpappír og pensluð með sítrónuolíu. Sítrónan skorin í sneiðar og raðað yfir, gróf- söxuðu chilli dreift yfir ásamt salti og pipar. Ég set á grillið í ofninu og set hana ofarlega í sirka 5-7 mínútur, frábær réttur til að grilla á gasgrilli. Ég keypti bleikjuna í Kjöti og fiski á Bergstaðastræti, hún er úr Grímsnesi. Ég kann vel við Kjöt og fisk. Búðin er æðisleg, ferskt og fjölbreytt úrval. Þeir hugsa líka svo vel um mat og láta matarsóun sig varða. Borið fram með kryddlegnum sölum* og sýrðum rjóma með graslauk. *Kryddlegin söl frá Íslenskri hollustu. Algjört bragðlauka- ferðalag, ég loka augunum og finnst ég stödd í Japan eitt andar- tak. Furðuleg blanda af sætu, súru og söltu, himneskt með humri, sjávarfangi og sushi. Bleikja með sítrónu og chilli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.