Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.06.2015, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.06.2015, Blaðsíða 38
Viðtal 38 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.6. 2015 F yrir slysni enda ég röngu megin við Safnaðarheimili Kópavogskirkju, það er að segja gengið er inn á hinni hliðinni. Hafdís Bennett bregst á hinn bóginn skjótt við og lóðsar mig inn í húsið, þar sem sýning á ljós- myndum hennar hefur verið opnuð. Veðrið hefur verið betra en á þessum júnímorgni en Hafdís segir það ekki gera nokkuð til – vorið hafi líka verið kalt í London, en þar hefur hún búið frá árinu 1959. Sýningin er óður til ættjarðarinnar, eins og yfirskriftin gefur til kynna, Ísland – litir og form. Myndirnar eru þó óvenjulegar að því leyti að vatn og himinn hafa svo að segja engu hlutverki að gegna. Aðeins örlar fyrir vatni á einni mynd, frá Ásbyrgi. „Segja má að ég sé að fást við kjarnann í þessum verk- um,“ segir Hafdís, en íslenska bergið, í allri sinni dýrð, er áberandi í myndunum. „Ég elska steina og berg og hef alltaf haft mikinn áhuga á jarðfræði.“ Hún kveðst vísvitandi hafa brugðið á það ráð að líta á landið frá aðeins öðruvísi sjón- arhorni en venja er. Beina athyglinni að hinu fjölbreytta formi, litum og áferð sem er að finna hvert sem litið er. „Hraun, mosi, stuðlaberg, steinar, skófir, skriður, jafnvel grjót og þari á svörtum söndum, úr nógu er að spila, allt er þetta svo einkennandi fyrir Ísland,“ segir hún. Mikill yndisauki Þessar myndir voru fyrst sýndar í íslenska sendiráðinu í London í fyrra en Hafdísi þykir þær koma enn betur út í Safnaðarheimili Kópavogskirkju, enda sé húsnæðið afar glæsilegt og vel fallið til sýninga. „Það er mér mikill yndisauki að hafa gefist kostur á að setja þessa sýningu upp hér á landi,“ seg- ir hún. Sýningin er opin frá kl. 9-13 alla virka daga eða eftir samkomulagi út ágúst. Það er merkilegt að tala við Hafdísi. Hún hefur búið erlendis öll sín fullorðinsár og fyr- ir vikið hefði mátt búast við því að hún talaði hið ástkæra ylhýra með hreim, jafnvel sterk- um hreim, og þyrfti mögulega að grípa reglulega til enskunnar til að breyta hugs- unum sínum í orð. Öðru nær. Það er engin leið að heyra á Hafdísi að hún hafi nokkru sinni yfirgefið Ísland. Hún býr á sama tíma yfir ferskleika sveitastelpunnar að norðan og fágun heimsborgarans. Heillandi blanda. Ratar best á hálendinu Hafdís hefur alla tíð ferðast mikið um Ísland og segir landið okkar engu líkt. „Hafi maður á annað borð fegurðarskyn er ekki annað hægt en verða heillaður af íslensku landslagi, sérstaklega fjallalandslaginu,“ segir Hafdís, en hún hefur verið tíður gestur á hálendinu frá unglingsaldri. „Ætli megi ekki segja að ég rati betur á hálendinu en sléttlendinu,“ segir hún hlæj- andi. „Það er eitthvað við þetta ósnortna,“ held- ur hún áfram. „Eitthvað við það að ganga þar sem enginn annar hefur drepið niður fæti. Hálendi Íslands er algjör perla og við verðum að varðveita það eins vel og við mögulega getum. Drepum ekki gullgæsina, eins og þar stendur. Auðvitað þurfum við að nota auðlindirnar okkar eins og aðrir en fara þarf geysilega varlega í það. Sumt verður ekki aftur tekið.“ Kárahnjúkar koma upp í hugann. „Ég ferðaðist mikið um það svæði áður en lónið kom og á þaðan fallegar myndir. Þarna var stórt og mikið gróðursvæði sem missir var að, meðal annars þar sem hreindýrin komu til að bera. Ég átti mjög bágt meðan þessar framkvæmdir stóðu yfir,“ segir hún alvarleg í bragði. Ólst upp í Skagafirði Hafdís er fædd árið 1936 og ólst upp í Skagafirði til fimmtán ára aldurs, á býlinu Þrastarlundi í Sléttuhlíð, ásamt systkinum sínum fimm. Þar var mjólkurbú en faðir hennar starfaði þó einkum og sér í lagi sem bílstjóri. „Það var yndislegt að alast upp í Sléttuhlíðinni og náttúruáhugi minn kemur án efa þaðan. Þvílíkt útsýni yfir fjörðinn og eyjarnar þrjár, Þórðarhöfða, Drangey og Málmey, þar sem pabbi var um tíma vita- vörður,“ segir Hafdís og stórt bros færist yf- ir andlitið. Hún nýtur þess útsýnis raunar enn, þar sem bóndabærinn er í eigu fjöl- skyldunnar. Hún og systkini hennar nota hann sem sumarbústað og þangað kemur Hafdís á hverju sumri ásamt sínu fólki. „Mitt starf í sveitinni var að sækja kýrnar og oftar en ekki fór ég á hestinum sem auð- veldast var að ná í haganum. Það gat þó tek- ið lengri tíma en að sækja kýrnar,“ rifjar hún upp. „Ég var svona „cowgirl“ á þessum árum.“ Hún hlær. Flaug út í heim Þegar Hafdís var fimmtán ára flutti fjöl- skyldan suður til Reykjavíkur. Hún segir menntamál hafa ráðið mestu þar um, en erf- itt var fyrir systkinin að sækja skóla að vetri þar sem þau þurftu að ganga í klukkustund í öllu mögulegu veðri. Að skólagöngu lokinni starfaði Hafdís um tíma hjá Eimskip en síðar hjá Flugfélagi Ís- lands. Árið 1957 bauðst henni að fara utan til Kaupmannahafnar og vinna á skrifstofu Flugfélagsins þar og sló hún til. Síðan hefur hún ekki búið á Íslandi. Hana dreymdi um að fara til Frakklands eða Þýskalands en endaði í London, þar sem henni bauðst starf á skrifstofu Flugfélagsins og Ferðaskrifstofu ríkisins. Þetta var árið 1959 og síðan hefur Hafdís verið búsett í heimsborginni. Hún giftist enskum manni og vann lengi með honum í fjölskyldufyrirtækinu við sölu á leðurvörum, auk þess að ala upp börnin þrjú, Lindu Kristínu, Steven John og Taniu Ann Bennett. Dæturnar heita eftir móður Hafdís- ar, Kristínu Önnu. „Tania Ann átti að heita Tanya Anna en það hljómaði eitthvað und- arlega, þannig að við felldum a-ið brott,“ seg- ir hún hlæjandi. Hafdís er nú fráskilin. Síðar hjálpaði Hafdís Lindu dóttur sinni að setja á laggirnar fyrirtæki utan um hönnun hennar á leðurvörum og öðru, LK Bennett, og gekk það frá fyrstu tíð glimrandi vel. Linda var um tíma með mörg hundruð manns í vinnu. Tania kom líka að fyrirtækinu en það hefur nú verið selt. Linda býr í Bret- landi en Tania í Oakland á Nýja-Sjálandi, þar sem Hafdís dvelst að jafnaði þrjá til fjóra mánuði á ári. „Meðan veðrið er verst hérna megin,“ segir hún sposk. Augasteinn frá Kenía Steven er kvikmyndatökumaður og bjó líka um skeið á Nýja-Sjálandi en er nú snúinn aftur til Bretlands, þar sem börn hans leggja stund á nám við hinn virta Cambridge- háskóla. Barnabörnin eru alls sjö talsins. „Ég er að rifna úr monti yfir þeim öllum,“ segir amman. „Yngsta barnabarnið er sjö ára, stúlka sem Linda ættleiddi frá Kenía. Hún er augasteinninn okkar allra.“ Börn Hafdísar hafa öll brennandi Íslands- áhuga, einkum dæturnar, og koma hingað svo til árlega. Spurð hvort þau tali íslensku grettir Hafdís sig. „Nei, því miður. En þau skilja töluvert. Maðurinn minn fyrrverandi hafði engan áhuga á Íslandi og það reyndist erfitt að kenna krökkunum tungumálið. Þau dauðsjá auðvitað eftir því núna, vildu öll tala íslensku. Þetta er ekki síst vont út af sög- Að fanga kjarnann LISTAKONAN HAFDÍS BENNETT FÓR FRÁ ÍSLANDI FYRIR TÆPUM SEXTÍU ÁRUM OG HEFUR BÚIÐ ERLENDIS SÍÐAN. SAMT HEFUR HÚN EIGINLEGA ALDREI FARIÐ. HÚN KEMUR HEIM Á HVERJU ÁRI OG FERÐAST VÍTT OG BREITT UM LANDIÐ OG ÞEKKIR ÞAÐ MIKLU BETUR EN FLESTIR SEM HÉR BÚA. SEGJA MÁ AÐ HÚN HAFI KOMIST AÐ KJARNA LANDSINS, EINS OG GLÖGGT MÁ SJÁ Á LJÓSMYNDASÝNINGU SEM OPNUÐ HEFUR VERIÐ Í SAFNAÐARHEIMILI KÓPAVOGSKIRKJU. Texti: Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Mynd: Ragnar Axelsson rax@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.