Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.06.2015, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.06.2015, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.6. 2015 Viðtal N ákvæmlega tuttugu árum eftir að hann yfirgaf Santiago Bernabéu til að reyna fyrir sér sem aðalþjálfari er Rafael Benítez kominn aftur þangað sem ferillinn hófst, 55 ára að aldri. Hann ólst upp í akademíunni hjá Real Madríd og stýrði í framhaldinu nokkrum af yngri liðum félags- ins og hlýtur því að líða eins og hann hafi far- ið heilhring. Síðustu tuttugu árin hefur hann aflað sér reynslu annars staðar og reynst sig- ursæll knattspyrnustjóri félaga á borð við Valencia, Liverpool og Chelsea, þar sem hann hefur unnið nokkra lands- og Evróputitla. Að- ferðir hans hafa löngu sannað sig enda eru stóru titlarnir orðnir tólf í það heila. Eigi að síður hefur knattspyrnustjóraferill hans ekki alltaf verið dans á rósum. Hann þurfti að finna sína eigin nálgun eftir að hafa orðið fyrir vonbrigðum í upphafi ferilsins. Eftir að hafa getið sér gott orð í akademí- unni hjá Real Madríd – þar sem hann vann fjölda titla í yngri flokkunum – var þjálfarinn, sem fæddist í Madríd, ráðinn knattspyrnu- stjóri annarrardeildarliðsins Real Valladolid árið 1995. Væntingar voru miklar en útkoma þess ævintýris varð önnur en hann vonaðist eftir. Skömmu eftir að hann tók við starfinu þurfti hann að breyta áformum sínum, þar sem Valladolid vann sér óvænt sæti í efstu deild. Liðið fór upp ásamt Albacete þar sem Celta de Vigo og Sevilla var vísað úr keppni vegna fjármálaóreiðu. Enda þótt þessi félög endurheimtu sæti sín eftir áfrýjun hélt Val- ladolid sínu sæti í Primera División og Bení- tez þurfti að styrkja lið sitt til að eiga mögu- leika á að keppa við þá bestu. Lenti snemma í basli „Ég minnist þess að ég var að fá mér kríu á síestunni – síðdegishléinu á Spáni – og þegar ég vaknaði var mér tjáð að við værum komnir í efstu deild. Ágústmánuður var hálfnaður, sem þýddi að við höfðum bara fimmtán daga til að bæta við okkur leikmönnum. Við keypt- um tvo menn til viðbótar en uppistaðan í lið- inu var ungir leikmenn sem á þeim tíma áttu betur heima í næstefstu deild. Við lentum snemma í basli og stjórn félagsins tjáði mér að ég væri of ungur og vantaði alla reynslu. Síðan losuðu þeir sig við mig.“ Sparktíðin var aðeins hálfnuð og fyrsta reynsla Benítez af knattspyrnustjórastarfinu var ekki góð. Hann fékk þó annað tækifæri árið eftir hjá Osasuna, liði í annarri deildinni. Aftur varð dvöl hans stutt í annan endann, þegar taugaveikluð stjórn sagði honum upp störfum eftir aðeins níu vikur á grundvelli reynsluleysis. Benítez hafði verið sagt upp tvisvar á tæpu ári, sem seint verður talin óskabyrjun hjá ungum og metnaðarfullum knattspyrnustjóra. Samt sem áður var hann ekki uggandi um framtíðina. „Ég var alltaf sannfærður um að ég myndi ná árangri, vegna þess að ég lagði svo hart að mér. Sjálfstraustið hafði ekki beð- ið hnekki,“ segir hann. Sjálfstraustið hafði hann byggt upp áður en hann varð aðalþjálfari með því að afla sér þekkingar á íþróttinni og almennrar lífs- reynslu. Innsæi hans hafði getið af sér mót- aða sýn á knattspyrnu sem fékk hann til að trúa því að hans tími myndi koma. Benítez varð snemma staðráðinn í að verða knatt- spyrnustjóri. Þrettán ára gömlum var honum boðið að æfa í akademíunni hjá Real Madríd. Enda þótt hann æli að sjálfsögðu þann draum í brjósti að verða atvinnumaður í greininni sjálfur var hann strax byrjaður að nota hæfi- leika sína til að kryfja leikinn taktískt. Hann var vanur að skrifa athugasemdir sínar í litla minnisblokk, þar á meðal ráð til handa sam- herjum sínum. Hann kynnti sér fleiri hliðar leiksins í háskóla, þar sem hann lagði stund á nám í íþróttafræðum. Þar öðlaðist hann líka reynslu sem þjálfari. Ekkert óviðkomandi „Ég lék með háskólaliðinu en var þjálfari þess um leið. Ekkert var mér með öðrum orðum óviðkomandi, sem þýddi að ég lærði að greina knattspyrnu á ýmsa vegu.“ Á sama tíma stjórnaði hann líka liði í hverf- inu heima í Madríd. Eftir að hann lauk prófi vann Benítez sem íþróttakennari við hina ýmsu skóla og öðlaðist þannig aukna reynslu sem þjálfari. „Ég var að kenna börnum og skipuleggja keppni. Ég var alltaf að stjórna fólki og liðum.“ Sjálfur fór hann aldrei á flug sem leik- maður, að hluta til vegna hnémeiðsla sem hann varð fyrir á háskólamóti í Mexíkó árið 1979. Hann náði sér aldrei að fullu og eftir að hafa leikið í nokkur ár fyrir neðrideildarliðin Parla og Linares neyddist hann til að leggja skóna á hilluna 26 ára gamall. Skömmu síðar hóf hann störf sem tækni- legur stjórnandi við nokkrar líkamsræktar- stöðvar og bauðst um líkt leyti starf sem þjálfari í unglingaakademíu Real Madríd. Þar tók hann hröðum framförum, þökk sé aðstöð- unni og fólkinu í kringum hann. „Ég lærði margt af góðum og reyndum þjálfurum. Þetta var þegar „Gammakvintett- inn“ frægi var á staðnum, Emilio Butragueño, Míchel, Manolo Sanchís, Martín Vázquez og Miguel Pardeza. Ég fylgdist grannt með þeim og æfði meira að segja og spilaði með sumum þeirra, svo sem Butragueño og Míchel.“ Það var ekki bara hans eigið félag sem hafði áhrif á hugmyndafræði Benítez. Hann hafði dáð Franz Beckenbauer sem leikmann en þótti mikið til ólíkra þjálfara í Evrópu koma. „Arrigo Sacchi var líklega í mestu uppáhaldi, ég hafði mikið yndi af AC Milan- liðinu hans. En ég heillaðist líka af Barcelona- liðinu hans Johans Cruijffs, sem lék í hol- lenskum anda. Hann kom með 3-4-3-kerfið til Spánar. Seinna fylgdist ég líka grannt með Ajax þegar liðið varð Evrópumeistari undir stjórn Louis van Gaal og fleiri hollenskum lið- um. Í þjálfun minni studdist ég við margar æfingar sem þessir þjálfarar notuðu. Þetta snerist mikið um að halda boltanum og halda stöðum.“ Á æfingu í brúðkaupsferðinni Benítez lærði mikið á því að heimsækja hin ýmsu félög erlendis og kynna sér aðferðir þeirra. „Ég ferðaðist um Spán, Frakkland, Ítalíu, England, Holland og jafnvel Bandarík- in til að fylgjast með því hvað ólíkir þjálfara voru að gera.“ Hann minnist einnar ferðar sérstaklega, við mjög sérstök skilyrði. „Við hjónin vorum á brúðkaupsferð í Evrópu. Ein af borgunum sem við heimsóttum var Amst- erdam og mig langaði að líta inn á æfingu hjá Ajax. Frúin var ekkert sérstaklega glöð með þá ráðstöfun en þar sem við höfðum farið á safn fyrr um daginn lét hún til leiðast. Meðan á þessari ferð stóð leyfði hún mér að fara á fleiri æfingar hjá knattspyrnuliðum enda var ferðin með miklu menningarívafi líka. Hún er mjög almennileg hvað þetta varðar, sem kom sér vel þarna, ég lærði heilan helling.“ Eitt af því sem Benítez komst á snoðir um í Amsterdam var TIPS-líkanið (tækni, innsæi, persónuleiki, snerpa) sem var í notkun í aka- demíunni hjá Ajax. Síðan fór hann heim og greindi leiki liðsins á myndböndum út frá téðu líkani. Frá Amsterdam lá leið þeirra hjóna til Rómar og þaðan til Toscana, þar sem hann heilsaði upp á Adriano Bacconi, sem hafði ásamt þjálfaranum Mircea Lucescu þróað tölvuforrit sem gat séð þjálfara fyrir gögnum og myndefni í búningsklefanum í leikhléi. Benítez, sem er forvitinn að eðlifari, sá í hendi sér að þetta gæti hann nýtt sér. Allar götur síðan hafa mörg fótboltaforrit verið hluti af vopnabúri hans. Líklega lærði hann mest á Ítalíu, landi sem kann sína taktík upp á tíu. Hann heimsótti höfuðstöðvar ítalska knattspyrnusambandsins í Coverciano nokkrum sinnum, þar sem lands- liðið æfði undir stjórn Sacchis. „Ég punktaði hjá mér og eftir æfingar spjallaði ég við Sacchi og spurði hann í þaula um aðferðir hans.“ Benítez stakk einnig við stafni hjá AC Mil- an meðan Fabio Capello var þjálfari þar. Hann átti hvort eð er reglulega leið til Ítalíu til að fylgjast með yngri liðum Real Madríd á alls kyns mótum. Tók upp á tvö tæki Reynslan frá útlöndum átti þátt í að móta hann, auk þess sem hann jók við þekkingu sína með því að sökkva sér í bækur, tímarit og myndbönd. Frá unga aldri myndritaði hann ýmsa leiki. „Ég byrjaði í Beta-kerfinu áður en ég fékk mér VHS og notaði þá gjarn- an tvö tæki í einu. Með öðru tækinu tók ég upp allan leikinn en valda kafla með hinu sem ég sýndi leikmönnum mínum síðan í fræðslu- skyni. Þegar við ferðuðumst milli staða í rútu var upplagt að sýna leikmönnunum þetta efni og segja þeim til dæmis: Hér sjáið þið sér- stöðu AC Milan, fylgist með hvernig leik- mennirnir pressa!“ Síðar leysti DVD VHS-spólurnar af hólmi og í dag er Benítez með allt efni af þessu tagi í stafrænu formi á tölvunni sinni. Hjá Napólí, þar sem Benítez var síðast, fékk hver leik- maður efni með pennastrikum frá þjálf- aranum eftir leiki. Allt myndefni og upplýs- ingar á tölvunni hans Benítez er afrakstur endalausra klukkustunda sem hann hefur Þjálfari verður til EFTIR ERFIÐA BYRJUN Á FERLINUM ER RAFAEL BENÍTEZ ORÐINN EINN SIG- URSÆLASTI KNATTSPYRNUSTJÓRI EVRÓPU. KNATTSPYRNUSTJÓRNUN HEILLAÐI HANN FRÁ UPPHAFI OG SPÁNVERJINN HEFUR STUNDAÐ STÍFAR RANNSÓKNIR OG NÁLGAST KNATTSPYRNU EINS OG VÍSINDI, EINS OG FRAM KEMUR Í SAMTALI VIÐ SUNNUDAGSBLAÐ MORGUNBLAÐSINS. Arthur Renard info@arthurrenard.nl Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, og Rafael Benítez með Evrópubikarinn kvöldið ótrúlega í Istan- búl 2005. „Stevie er svo ótrúlega góður að ég var alltaf að reyna að ýta honum aðeins lengra.“ AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.