Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.06.2015, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.06.2015, Blaðsíða 45
áreiðanlegan. Hann sagði einfaldlega það sem honum lá á hjarta. „Það var gott fyrir vini hans að leita til hans, því hann var hreinskiptinn og sagði alltaf satt frá. Þeir vildu tala við pabba því þar fengu þeir réttu svörin, það var ekkert helvítis fals!“ segir Aðalbjörn brosandi og taka systkinin undir. Heimsborgarar í Hnífsdal „En pabbi hefði ekki verið svona maður eins og hann var ef hann hefði ekki haft mömmu sér við hlið,“ segir Aðalbjörn. „Það var ekki mikið um að vera í Hnífsdal á þessum tíma en þau náðu að spila ótrúlega vel úr sínu lífi. Þessi hjón urðu heimsborgarar, en samt aðeins með því að búa þarna í dalnum. Þau verða bara ein- hvern veginn heimsborgarar af sjálfum sér og af sínum tengslum við fólk úti um allan heim.“ Gabríela og Jóakim tóku á móti öllum tignar- gestum Íslands sem lögðu leið sína vestur og segja systkinin það alveg dýrðlegt hvernig þau fóru að því að blanda geði við hvern sem er og bjarga sér hvað fjarlæg tungumál varðar. En þau töluðu hvorugt erlend tungumál. „Pabbi sagði bara við Japanina: „Kom, kom!“ eða „Sit, sit!“ og benti bara,“ segir Hrafnhildur og hlæja systkinin við. „Mamma skrifaðist líka á við fólk úti um allan heim og sat eiginlega alltaf bara með orðabókina í kjöltunni. Hún var ansi seig með hana.“ Nanna heldur áfram, „og þau menntuðu sig bara sjálf jafnóðum, mamma lærði á allar þessar sauma- vélar og sat stundum langt fram á nótt að sauma föt og alls konar annað,“ segir Nanna. Á þessum tíma féllu störf húsmæðra gjarn- an í skugga fyrirvinnunnar en voru ekki síður mikilvæg. Þær héldu uppi heimilinu, oft með mörg börn og stundum við erfiðar aðstæður sem vert er að minnast á. Gabríela var dugnaðarforkur, blíð og góð kona og gædd þeim eiginleika að fólki leið vel í kringum hana. „Mamma var yndisleg kona og sérstök. Frá- bær húsmóðir og hafði góð áhrif, fólk sóttist í það að koma heim út af henni,“ segir Helga. Þau rifja upp ýmislegt í kringum heimilið við Bakkaveg 4, gestaganginn og gjafmildi for- eldra sinna og minnast þess hvernig Gabríela gerði heimilið eins fallegt og það var. „Mömmu langaði svo í mávastellið og borðbúnað úr silfri og hún bara varð sér úti um það, þrátt fyrir að fara aldrei út fyrir landsteinana. Hún var út- sjónarsöm og náði að komast yfir þetta allt saman. Það voru ýmsir menn í siglingum og þeir keyptu fyrir hana gripi úti um allan heim,“ segir Hrafnhildur. Heimili þeirra hjóna var einstaklega hlýlegt og hefði mátt líkja því við nokkurs konar fé- lagsmiðstöð. Gestagangur var mikill enda voru hjónin þekkt fyrir það að vera höfðingjar heim að sækja. „Það kom alls konar fólk að heim- sækja þau og það var alltaf fullt hús af fólki. Maður þurfti stundum að bíða heilu tímana eftir að fá smá spjall við mömmu til dæmis. Hún var alltaf svo upptekin að gera vel við alla,“ segir Hrafnhildur. En ekki voru það að- eins vinir og kunningjar sem leituðu á Bakka- veginn heldur var húsið alltaf fullt af barna- börnum sem bera þeim söguna vel. Þau voru bæði mikið fjölskyldufólk. Eftir andlát Gabrí- elu kom á heimilið Sigríður Sigurgeirsdóttir, frænka Gabríelu, sem reyndist Jóakim og börnum hans vel fram á síðasta dag. Allt látið flakka „Það var ekkert kaffihús á Ísafirði og allir sem áttu erindi í Frystihúsið komu því heim. Það var opið frá morgni til kvölds og stundum fram á nótt,“ segir Aðalbjörn. „Einhvern tíma kom mikil sendinefnd hérna vestur og með í hópi var Jóhannes Nordal, þáverandi seðlabanka- stjóri. Þetta voru allt sjálfstæðismenn. Gamli sat í stofunni og bauð þeim öllum að koma inn. Tappi var tekinn úr flösku og það var nú gjarn- an þannig með pabba, að þegar tappinn var tekinn úr flösku þá henti hann honum í rusla- tunnuna og sagði: „Það þarf nú ekki meira að nota þennan.“ Það átti bara að drekka flöskuna og menn fóru ekki heim fyrr en hún var búin,“ segir Aðalbjörn og systkinin hlæja öll. „En þegar mennirnir komu í heimsókn var harðfiskur á boðstólnum í eldhúsinu og pabbi sagði alltaf að harðfiskinn ætti að borða inni í eldhúsinu. Svo kom Jóhannes, einn mesti mað- ur Íslands, og menn voru nú ekki mikið að ávarpa hann að tilefnislausu. Hins vegar kall- aði pabbi á hann: „Jóhannes! Hér í Hnífsdal borðum við harðfiskinn í eldhúsinu!“ Það var allt látið flakka, umbúðalaust,“ segir Aðalbjörn við hlátrasköll systkinanna. Það er gott að halda minningu merkilegs fólks á lofti. Karla og kvenna sem hafa síður en svo setið auðum höndum í gegnum lífið og lagt sitt af mörkum við að byggja landið okkar upp. Afkomendur Gabríelu og Jóakims fagna sam- eiginlegu 100 ára afmæli þeirra um komandi helgi, á afmælisdegi Jóakims. Jóakim var mikill vinur vina sinna, hjálpsamur og var hann laus við alla tilgerð. Efst frá vinstri: Kristján, Jóakim, Aðalbjörn, Gunnar, Hrafnhildur, Jóhanna Málfríður og Helga. Myndin er tekin daginn sem Gabríela var jarðsungin, 7. október 1975. Skondnar sögur af Jóakim bárust manna á milli og rötuðu stundum í blöðin. 14.6. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45 Hafaldan háa! hvað viltu mér? berðu bátinn smáa á brjósti þér, meðan út á máva- miðið ég fer. Svalt er enn á seltu, sjómenn vanir róa, köld er undiralda, árum skellur bára; dylur dimmu éli dagsbrún jökulkrúna; svæfill sinnir ljúfum svanna heima í ranni. Föður minn á miði móðir syrgði góðan, köld er undiralda, árum skellur bára; bræður mína báða bæjum sneyddi ægir; svalt er enn á seltu, sjómenn vanir róa. Einatt ölduljóni á óalegan sjóinn hrundu hart um sanda hraustir menn úr nausti; heill kom heim að öllu halur og færði valinn hlut í háum skuti hjúa til og búa. Björgum enn til bjargar báti, verum kátir! Svæfill sinnir ljúfum svanna heima í ranni. Nótt er enn, þótt ótta af sé liðin hafi; dylur dimmu éli dagsbrún jökulkrúna. Hræðumst lítt, þótt leiði löður árarblöðum eld í spor og alda úfin froðu kúfist; rerum fast úr fjöru, fram gekk takin snekkja vel á vogi svölum. Við erum nú á miði! Jónas Hallgrímsson Formanns- vísur Listaskáldið Jónas Hallgrímsson var í miklu uppáhaldi hjá Jóakim.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.