Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.06.2015, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.06.2015, Blaðsíða 47
sálmarnir enga mikla fyrirlestra. Heimsbókmenntir hverfa ekki bara.“ Eru einhverjir staðir í Passíu- sálmunum sem þú heldur upp á og hefðir jafnvel viljað sjá oftar vitnað til? Þegar ég kynntist sálmunum ungur maður var ég kannski hrifnastur af þessum ádeiluköflum þar sem Hallgrímur yrkir um ágirndina og stjórnmálahöfð- ingjana. Þegar ég fór svo að sökkva mér fyrir alvöru í þetta verk fyrir út- gáfuna varð ég eiginlega snortinn af dulúðarversum sálmanna. Þess- um stöðum þar sem samband skáldsins og Krists er orðið svo náið að hann kallar hann ekki herra og drottinn heldur vin, kunningja og bróður, og manni finnst stundum nánast eins og maður sé að trufla þetta einlæga trúnaðarsamtal. Sé að ryðjast inn í herbergið. Það er til dæmis lítið vers í 10. sálmi þar sem lýst er hrakningum Krists, hann hefur verið handtekinn og er leiddur höfðingja milli og fær hvergi hvíld. Þessu er lýst og svo kemur versið þar sem skáldið býður Kristi á heimili sitt og í hjartað sitt og segir að hann megi líka koma með krossinn: „Þó þú komir með krossinn þinn/ kom þú bless- aður til mín inn.“ Sá kross er ekki bara viðarkrossinn á Hausastað heldur samanlögð þjáning písl- anna, sem skáldið er tilbúið að taka á sig.“ Á boðskapur Passíusálmanna enn erindi við okkur í dag? „Ég er feiminn við þá spurn- ingu. Guðfræðingur og hugmynda- sögufræðingur myndi svara þessu í löngu máli en ég svara eiginlega með því að benda fólki á að prófa að lesa sálmana, í fyrsta sinn eða upp á nýtt. Mér finnst líklegt að Passíusálmarnir hafi mikla þýð- ingu fyrir trúað fólk. Sjálfum er mér nokkuð fjarri helsti boð- skapur þeirra og þema, sem er friðþægingarkenningin. Ég hrífst af sálmunum sem miklum skáld- skap - og svo finnst mér þessi dulúðarstrengur magna upp sálm- ana, og hann hefur kannski ákveðna þýðingu fyrir fleiri en þá sem eru að leita að skáldskap og kristilegum anda. Manni getur fundist ýmislegt um þjáning- arboðskap þessara alda, en sögu- hetja Hallgríms í Passíusálmunum er sigurvegarinn mikli, Kristur í þjáningum sínum, sem lesandinn á að hafa að fyrirmynd, lifa sig inn í. Kannski er það lokalærdómur Passíusálmanna að þjáningin sé hluti af mannlífinu. Að áföll, harm- ur, missir og dauði séu hluti af þessu ævintýri öllu saman og að manni beri að taka því af æðru- leysi – kannski á það erindi við alla.“ 14.6. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 47 Vaktu, minn Jesú, vaktu í mér vaka láttu mig eins í þér. Sálin vaki, þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. Þessi bæn er ein af þekktustu bænunum úr Passíu- sálmunum og er mikið notuð við útfarir en ekki síður í minn- ingargreinum Morgunblaðsins í gegnum tíðina. Heimur versnandi fer „Við fyrstu sýn virðist þetta svipað og mun eldri til- vitnanir um heiminn sem gamli maðurinn horfir á og finnst allt vera að fara til andskotans. Hví- líkir tímar, hvílíkir siðir, sagði Cicero. Það er hins vegar ekki sjálfsagt við nánari skoðun. Heimsmynd kristinna manna var sú að sögu mannkyns lyki með dómsdegi en áður en hann kæmi yrðu miklar hörmungar. Þannig má hugsa sér að þarna sé farið að halla und- an fæti í aðdraganda dómsdags.“ Oft má af máli þekkja / manninn hvör helst hann er Þetta spakmæli hefur lengi verið notað um það hvernig munnsöfnuður manna endurspeglar þeirra eigið sálarlíf og það þýðir það líka í sálmunum. Hin beina ástæða fyrir þessari línu er hins vegar sú að Pétur þekkist í hallargarðinum hjá Kaífasi af því að hann talar mál- lýsku Galíleumanna.“ Sjá hér hvað illan enda / ótryggð og svikin fá „Þessi lína er oft höfð yfir í spaugi þegar eitthvað hefur end- að illa. Hún er ort um Júdas þegar hann gekk út og hengdi sig.“ Góð meining öngva gjörir stoð. Nú er þetta orðtak einkum notað um það að eitthvað sé ekki nóg að hafa á orði heldur verði það að vera líka á borði. Í sálm- unum er þetta í því samhengi að höfundurinn gagnrýnir Gyð- inga og Rómverja fyrir þann sið að gefa sakamann frjálsan á páskunum eins og þegar Barrabas var frelsaður en ekki Jesús. Höfundur segir að þetta standi ekki í biblíunni og siðir sem séu ekki byggðir á þeim grunni séu einskis virði. Það kunni því að vera góð meining að vilja náða fanga en þeir hafi engan rétt til þess fyrst skipunin kom ekki frá guði.“ Hvað höfðingjarnir hafast að / hinir ætla sér leyfist það „Ein af frægustu hendingunum úr Passíusálmunum. Merk- ingin er fyrst og fremst sú á vörum manna að þegar höfðingj- arnir sýni ágirnd og leyfi sér allt komi hinir í kjölfarið. Það er Svo mælti sálmaskáldið ... auðvitað merkingin hjá Hallgrími líka en hann snýr þessu þó á hvolf – og er í raun og veru öllu heldur að gagnrýna undirstétt- ina. Hann lítur svo á að höfðingjarnir séu í erfiðri stöðu því undirsátarnir séu alltaf að njósna um þá og hvað þeir séu að gera. Því verði þeir að passa sig hvað þeir geri án þess að Hall- grímur sé beinlínis að segja að þeir megi ekki gera það. Þetta dregur kannski aðeins úr ádeilunni.“ Fyrir blóð lambsins blíða / búinn er nú að stríða „Það er sérkennilegur samsláttur sem birtist í þjóð- sögum að álfar virðast stundum vera miklu kristi- legri en mannskepnan. Í einni af sögunum um þetta, sem er ættuð frá Þórði Tómassyni í Skógum, er maður á ferli í námunda við hamraborg, og heyrir að þar er verið að messa. Álfakórinn syngur einmitt þetta vers úr 25. sálmi, sem mörgum finnst glæsi- legastur af öllum sálmunum – Svo munu Guðs englar segja: Sjáið nú þennan mann ... Það er skemmtilega íslenskt að álfarnir úr heiðinni þjóðtrú syngi hina hálúthersku Passíusálmana öllum öðrum betur.“ Þetta sem helst nú varast vann / varð þó að koma fyrir hann „Oft er farið með þessa línur sem málshátt í gamni og alvöru, þegar óvænt tíðindi berast af atferli ráðsettra manna. En hvað það var upphaflega sem hann varast vann sá sem um er rætt í sálmunum, Pílatus landsdómari, það var mér allt í einu ekki alveg ljóst þegar ég kom að þessum stað og fór að spyrja mér vitrari menn, sem reyndust heldur ekki alveg vissir. Væntanlega er það samt að Pílatus vildi vera góður dómari en tókst það ekki, vann það fyrir vinskap manns, nefni- lega keisarans í Róm, að víkja af götu sannleikans. Víst ertu Jesú, kóngur klár, kóngur dýrðar um eilíf ár, kóngur englanna, kóngur vor, kóngur almættis tignarstór. „Versið er eitt af þeim allra þekktustu í sálmunum og ort af miklum þrótti. Margir vita samt ekki að þetta er úr Passíu- sálmunum. Þessi lofgjörð er vel ort, með klifun á kóngs-orðinu, sem kemur fyrir fimm sinum, alltaf í stuðulstöðu. Í 27. sálmi er Pílatus að tala við forystumenn Gyðinganna og spyr hvort hann eigi virkilega að krossfesta konunginn þeirra. Þeir svara að hann sé ekki konungur þeirra, þeir hafi engan kóng. Eftir að sú atburðarás hefur verið rakin hefst „Víst ertu Jesú“ og að því loknu kemur strax á eftir: „Þó stóðstu bundinn þar fyrir dóm ...“ Þannig að þessi magnaða andstæða í konungdæmi Krists er sögð þarna í tveimur spegilerindum, og versið „Víst ertu Jesú“ nær ekki fullum skriðþunga án hljómbotns píslanna sem koma fram í erindinu á eftir.“ Athugagjarn og orðvar sért / einkum þegar þú reiður ert „Þessa hendingu var ég með festa á tölvuna mína þegar ég sat á alþingi. Þetta er sannarlega gott ráð þótt mér hafi því miður ekki tekist alltaf að fara eftir því. Þessi hending kemur í framhaldi af því að lýðurinn í Jerúsalem hrópar að það eigi að krossfesta Krist. Eins og með fleiri hendingar úr Passíusálm- unum er hún í ákveðnu samhengi þótt hægt sé að nota þær ein- ar og sér og hafa þær nálægt sér þegar maður þarf á leiðsögn að halda!“ Gefðu, að móðurmálið mitt, minn Jesú, þess ég beiði, frá allri villu klárt og kvitt, krossins orð þitt út breiði. „Einn af ættjarðarsálmum þjóðkirkjunnar og frægt sem óð- ur til íslenskrar tungu. Sumir hafa svo misskilið þetta þannig að versið sé áróður fyrir málhreinsun, þetta að móðurmálið eigi að vera klárt og kvitt frá allri villu. Nú var Hallgrímur reyndar mjög málsnjall og lét sér annt um fornan arf og ís- lenska tungu en hér er fyrst og fremst verið að tala um trúvillu en ekki málvillur. Sálmurinn er um yfirskriftina á krossinum, sem var á þremur tungum; hebresku, grísku og latínu, og á öll- um tungum skal útbreiða fagnaðarerindið, líka á móðurmálinu mínu.“ Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. „Það kemur mörgum á óvart að þessi alþekkta og einfalda bæn sé úr Passíusálmunum. Versið er úr sálminum þegar Kristur er að deyja og biður föðurinn að taka við anda sínum. Lykilorðin í sálminum eru þrjú; faðir, hönd og andi. Sigurður Nordal benti á að þegar Hallgrímur ávarpar guðdóminn er það langoftast vinur hans Kristur, en hér er það Guð faðir, sem hann talar við af sjaldgæfri hlýju og trúnaðartrausti. Faðirinn er beðinn um að vera faðir okkar af því hann er faðir Krists og það er sonurinn sem er að ljúka sínu ætlunarverki og felur önd sína í hönd föðurins. Í hefðbundinni kristni hefur Jesú Kristur tvöfalt eðli, er bæði guð og maður. Sem guðleg persóna er Kristur sonur guðs en sem mannleg persóna er hann bróðir minn, jafningi allra manna. Í gegnum tengsl Jesú við guðdóm- inn getum við líka kallað Guð föður okkar sem sést í annarri línu, þetta gerist fyrir tilverknað Krists, „í frelsarans Jesú nafni“. Að baki einfaldleikanum er kristilegur kenningarkjarni – og á stöðum eins og þessum sést hvað höfundur Passíusálm- anna er í senn snjallt skáld og góður predikari.“ KLASSÍSK ÍSLENSK ÚR FYRIR HANN OG HANA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.