Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.06.2015, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.06.2015, Blaðsíða 48
Þ að er verið að sýna það í verki að bæði kynin geti höndlað tón- listina svona ljómandi vel,“ segir Ragnhildur Gísladóttir, betur þekkt sem Ragga Gísla, um há- tíðartónleika í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna í Eldborgarsal Hörpu 19. júní. Í tilkynningu segir að á tónleikunum, sem bera titilinn Höfundur óþekktur, verði viðteknum venjum ögrað og kastljósinu beint að sjaldséðum fyrir- myndum. Á öldum áður þóttu konur ekki hafa hæfileika til að iðka tónlist. Leifar af þeim hugarburði sitja enn eftir í jafnréttis- baráttunni þar sem kvenhöfundar tónlistar á Íslandi fá tæplega 10% af útgreiddum stefgjöldum þrátt fyrir mikla grósku í tón- listarlífinu almennt. Hlutföllin eru svipuð um heim allan. Íslenskir kvenhöfundar í tónlist eru því í forgrunni þetta kvöld með sérstökum kynjasnúningi þar sem karlflytj- endur syngja lög kvenhöfunda við undirleik og hljómsveitarstjórn kvenna. Bjóst við að baráttan yrði styttri „Ég verð fulltrúi Grýlanna sem voru ákveðnir brautryðjendur í kvennarokki hér á landi. Húsbandið, sem skipað er konum, leikur með og þetta smellur allt mjög vel saman,“ segir Ragga en auk hennar koma Dúkkulísurnar og Kolrassa Krókríðandi meðal annars fram á tónleikunum. Ragga segir að þegar hún steig sínu fyrstu tónlist- arspor hafi hún gert ráð fyrir því að jafn- réttinu yrði náð fljótlega. Annað kom þó á daginn og segir hún janfréttisbaráttuna inn- an tónlistargeirans enn eiga nokkuð í land. „Ég hélt að við myndum bara vera nokk- ur ár að ná fram jafnrétti í öllum málum, það var svo mikill kraftur í kvenfólki á þessum tíma. Það tekur bara svo mikla orku frá fólki að vera sífellt öskrandi, það hreinlega bugast bara á köflum. Það er mjög skrítið að enn þann dag í dag þurfi fólk að öskra til að láta heyra í sér um þessi sjálf- sögðu mannréttindi. Fólk er, svona almennt, sammála um kvenréttindi, sem eru í raun mannréttindi. En það er þó ljóst að þar sem það er ekki að fullu meðtekið, þá stöndum við enn í þessari baráttu,“ seg- ir hún en bætir þó við að krafturinn í kvenþjóðinni hafi sjaldan eða aldrei verið meiri en nú. Þarf að klippa á kúgunarkeðjuna „Ég held að það sé langt síðan jafnréttis- byltingin hefur verið eins sterk og í góðu stuði og hún er núna. Fólki ofbýður um all- an heim. Hún hefur verið í fullum gangi hér en það er ekki komin inn í samfélagið almenn innri meðvitund um kynjaréttindi. Grunnástæðan er sennilega völd og eign- arréttur. Karlmenn hafa átt erfitt með að sleppa því „stolti“ að hafa sjálfskipaðan eignarrétt á öllu. Það að konur hafi ekki fengið kosningarétt fyrr en árið 1915 er vitnisburður þess að karlmenn hafi ekki viljað missa þessi völd. Fólk þarf að finna og meðtaka réttlætið,“ segir Ragga og kveðst trúa því að jafnréttið muni aukast í tónlistarlífi Íslendinga. „Ég vil trúa því að þetta muni breytast í náninni framtíð. Ef umræðan helst stöðug þá fara konur að finna að þær eiga heima hérna. Þetta er spurning um að klippa á kúgunarkeðjuna sem nær svo langt aftur í tímann. Þetta afmælisframtak er til dæmis frábært og vekur fólk enn þá meira til um- hugsunar,“ segir hún. Vill ná til ungra tónlistarkvenna Meðal annarra kvenna sem eiga verk á tón- leikunum má nefna Björk Guðmundsdóttur, Emilíönu Torrini, Hafdísi Huld, Ingibjörgu Þorbergs, Láru Rúnars, Ólöfu Arnalds, Ragnheiði Gröndal, Sóleyju, Svölu Björg- vins, Védísi Hervöru og Þórunni Antoníu. Þá má nefna flytjendur á borð við Arnór Dan, Björgvin Halldórsson, Bubba Mort- hens, Friðrik Ómar, Frið- rik Dór, Helga Björns, Jón Jónsson, Pál Óskar, Ragga Bjarna og Valdi- mar. „Viðburðurinn mun ef- laust vekja nokkra athygli, þá vonandi helst hjá yngri kynslóð kvenna sem eru að stíga sín fyrstu skref inn í tónlistina,“ segir Elín Eyþórsdóttir, betur þekkt sem Elín Ey, einn meðlima tríósins Sísí Ey, en hún er tónlistarstýra viðburðarins ásamt Ingibjörgu Elsu Turchi en þær eru báðar í húsbandinu ásamt þeim Þórdísi Claessen, Brynhildi Oddsdóttur og Margréti Thorodd- sen. „Það er ýmislegt hægt að segja um tón- listina hér á landi, þar á meðal að hún sé heldur karllæg. Það er margt sem þarf að breytast í viðhorfi fólks og það er líka ým- islegt að breytast til hins betra. Það þarf hugrekki og við stelpurnar þurfum bara að vaða í þetta, ekki láta vaða yfir okkur,“ segir hún. Hinir óþekktu höfundar oft konur Þess má geta að titillinn, Höfundur óþekkt- ur, er tilvísun í fjöldann allan af vísnakver- DÚKKULÍSURNAR OG KOLRASSA KRÓKRÍÐANDI MEÐ ENDURKOMU Kynjahlutföllum snúið við í Hörpu EFNT VERÐUR TIL TÓNLEIKA Í HÖRPU 19. JÚNÍ Í TILEFNI AF 100 ÁRA AFMÆLI KOSNINGARÉTTAR KVENNA. ÍSLENSKIR KVENHÖFUNDAR Í TÓNLIST VERÐA Í FORGRUNNI MEÐ SÉRSTÖKUM KYNJASNÚNINGI ÞAR SEM KARLFLYTJENDUR SYNGJA LÖG KVEN- HÖFUNDA VIÐ UNDIRLEIK OG HLJÓMSVEITARSTJÓRN KVENNA. Davíð Már stefánsson davidmar@mbl.is Tónlistarkonan Elín Ey er tónlistarstýra viðburðarins ásamt Ingibjörgu Elsu Turchi. * „Ég hélt aðvið myndumbara vera nokkur ár að ná fram jafnrétti í öllum málum, það var svo mikill kraftur í kvenfólki á þess- um tíma.“ 48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.6. 2015 Hringrás nefnist sýning sem Gerður Guð- mundsdóttir opnar í Listasal Mosfellsbæjar í dag, laugardag, kl. 14-16. Þar getur að líta textílverk sem öll vísa í fjölbreytni náttúr- unnar. Verkin eru að mestu unnin úr ull, sem Gerður þæfir í voðir, þrykkir á og saumar út í, auk þess sem hún beitir blandaðri tækni og vinnur úr plasti og næloni. Gerður lauk prófi í textíldeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1991. Hún hefur unnið sjálfstætt að myndlist upp frá því og sýnt afraksturinn á Íslandi, í Frakklandi, Kór- eu, Bandaríkjunum, Tyrklandi, Þýskalandi og Danmörku. Sýningin stendur til 18. júlí nk. LISTASALUR MOSFELLSBÆJAR HRINGRÁS Meginstef verka Gerðar Guðmunsdóttur á sýn- ingunni Hringrás er fjölbreytni náttúrunnar. Herdís Anna Jónsdóttir víóluleikari og Steef van Oosterhout slagverksleikari eru Dúó Stemma. Dúó Stemma flytur tónleikritið „Heyrðu villuhrafninn mig“ á stofutónleikum Gljúfra- steins á morgun, sunnudag, kl. 16. „Dag- skráin inniheldur bæði íslenskar þulur og þjóðlög sem koma fram í þessari frumsömdu sögu um þau Fíu frænku og Dúdda og ævintýralega leit þeirra að rödd Dúdda sem hefur verið stolið! Villuhrafninn, dvergurinn Bokki og fleiri góðir vinir koma einnig við sögu í þessari viðburðaríku dagskrá fyrir alla fjölskylduna,“ segir m.a. í tilkynningu. Dúó Stemma skipa þau Herdís Anna Jóns- dóttir víóluleikari og Steef van Oosterhout slagverksleikari. Miðaverð er 1.500 krónur. HEYRÐU VILLUHRAFNINN MIG DÚÓ STEMMA Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju 2015 hefst með tónleikum Björns Steinars Sólbergssonar, organista við Hallgríms- kirkju og skólastjóra Tón- skóla Þjóðkirkjunnar, í dag, laugardag, kl. 12 og á morgun, sunnudag, kl. 17. Efnisskrá sunnudagsins er undir sterkum frönsk- um áhrifum með verkum eftir Gigout, Mulet og Widor, en auk þess leikur Björn Steinar tónlist eftir hina þýsku Lübeck og J.S. Bach auk eigin umritunar á Rímnadönsum Jóns Leifs. Björn Steinar stundaði framhaldsnám í Róm hjá James E. Göettsche og í París hjá Susan Landale. Hann starfaði sem organisti við Akureyrarkirkju í 20 ár og vann að upp- byggingu tónlistarstarfs þar. Björn Steinar hefur haldið fjölda einleikstónleika hér heima og erlendis og leikið einleik, meðal annars, með Sinfóníuhljómsveit Íslands. ALÞJÓÐLEGT ORGELSUMAR FRÖNSK ÁHRIF Björn Steinar Sólbergsson Menning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.