Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.06.2015, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.06.2015, Blaðsíða 51
14.6. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51 Ein mesta metsölubók síðustu ára er The Light Between Oceans eftir M.L. Stedman sem kom út í íslenskum búningi fyrir stuttu undir nafninu Ljós af hafi. Bókin, sem er fyrsta skáldverk höfundar, seldist metsölu víða um heim og sat í meira en ár á metsölulista New York Times. Bókin hefur verið þýdd á um fjörutíu tungu- mál og hlotið margvísleg verð- laun og viðurkenningar. Ljós af hafi segir frá því er báti skolar á land á afskekktri eyju út af ströndum Vestur- Ástralíu. Um borð eru dáinn maður og lítið barn. Vitavörð- urinn og kona hans taka barnið að sér og það dregur dilk á eft- ir sér. Guðni Kolbeinsson þýddi. Ljós af hafi á íslensku Þeir félagar Anders Roslund og Börge Hellström hafa skrifað margar metsölubækur frá því Odjuret/Ófreskjan kom út fyrir ellefu árum. Fyrir stuttu kom þriðja bók þeirra út á íslensku, heitir Auga fyrir auga í íslenskum búningi Sigurðar Þórs Salvars- sonar, en Edward Finnigans upprättelse á frummálinu. Upphaf sögunnar er á dauðadeildinni í fangelsli í Utah-fylki í Bandaríkjunum, en nær síðan til höfuðstöðva lögreglunnar í Stokkhólmi þegar dægurlagarsöngvarinn John Schwarz er handtekinn eftir fyllirísslagsmál á ferju frá Finnlandi til Svíþjóðar. Fljótlega kemur nefnilega í ljós að John Schwarz lést á dauðadeld í fanglelsi vestan hafs löngu áður. Anders Roslund starfaði sem blaðamaður áður en hann gerðist metsöluhöf- undur en Börge Hellström var glæpamaður allt frá unglingsaldri þar til hann náði tökum á lífi sínu eftir misheppnaða sjálfsvígstilraun, en á síðustu árum hefur hann getið sér orð í Svíþjóð fyrir baráttu fyrir endurbótum í fangelsismálum. Nú glímir Hellström við sína stærstu áskorun, en hann greindist með illvígt eitla- krabbamein í vor. Eins og getið er hafa bækur þeirra Roslunds og Hellströms selst vel víða um heim, en nú er verið að kvikmynda eina þeirra, Tre sekunder, sem snara má sem Þrjár sekúndur, en aðalleikarar í myndinni verða David Oyelowo og Luke Evans. Sænsku spennusagnahöfundarnir And- ers Roslund og Börge Hellström Ljósmynd/Peter Knutson ÞRIÐJA BÓK ROSLUNDS OG HELLSTRÖMS Í vikunni verður því fagnað að hundr- að ár eru liðin frá því íslenskar konur fengu kosningarétt, en í Bretlandi verður því fagnað árið 2018, enda voru þeir aðeins seinni til. Í ljósi þeirra tímamóta hvatti pakistanski rithöfundurinn Kamila Shamsie til þess að breskir útgefendur taki hönd- um saman og gefi aðeins út bækur eftir konur það ár, enda hafi lengi hall- að svo á konur í bókaútgáfu þar í landi að ekki verði við unað. Herhvöt Shamsie birtist í breska blaðinu The Guardian fyrir rétt tæpri viku, en í greininni bendir hún á að umfjöllun um bækur og bókmenntir felist yfirleitt í að karlmenn sitji og ræði um bækur eftir karlmenn, það sé normið en ef konur komi saman til að ræða um bækur eftir konur þá sér það ögrandi pólitík. Frekari birtingarmyndir ójafnrétt- isins sjáist í umfjöllun fjölmiðla og eins þegar bókmenntaverðlaun séu annars vegar. BARA BÆKUR KVENNA Kamila Shamsie Þegar ítalski rithöfundurinn og blaðamaðurinn Italo Calvino lést fyrir þremur áratugum hafði enginn ítalskur nútíma- höfundur verið þýddur jafn oft. Ein þekktasta bók hans var Se una notte d’inverno un viaggia- tore sem kom út á íslensku í vikunni í íslenskri þýðingu Brynju Cortes Andrésdóttur sem Ef að vetrarnóttu ferða- langur. Ugla gefur bókina út. Ef að vetrarnóttu ferða- langur kom út 1979 á Ítalíu en bókin segir frá lesanda sem kaupir bók og tekur að lesa. Þegar hann er búinn með um þrjátíu síður í bókinni kemur í ljós að sama örkin er end- urtekin. Þegar lesandinn fær nýtt eintak í bókabúðinni hefur sagan aftur á móti breyst. Ef að vetrar- nóttu ferða- langur … Italo Calvino Lesandi arkar af stað út í óvissuna UGLA GEFUR ÚT BÓKAFORLAGIÐ UGLA ER EKKI STÓRT AÐ VÖXT- UM, EN HEFUR ÞÓ MIKINN METNAÐ OG LEGG- UR HART AÐ SÉR VIÐ ÚTGÁFU Á SÍGILDUM BÓK- MENNTUM, GÖMLUM OG NÝJUM. NÝVERIÐ GAF UGLA ÞANNIG ÚT EITT AF MERKISRITUM ÍTALSKRA NÚTÍMABÓKMENNTA, SNÚNA OG SKEMMTILEGA SKÁLDSÖGU ITALOS CALVINOS. Bækur Gunnars Helgasonar um Jón Jónsson og Víkingsfélaga hans hafa notið mikilla vinsælda allt frá því fyrsta bókin kom út fyrir fjórum ár- um. Víti í Vestmannaeyjum var fyrst, þá kom Aukaspyrna á Akureyri, svo Rangstæður í Reykjavík og loks Gula spjaldið í Gautaborg. Víti í Vestmannaeyjum er nú komin út í kilju og gefur tækifæri til að kynna Jón og félaga fyrir nýjum lesendum. Jón Jónsson Víkingur í kilju Í Meistari allra meina rekur Siddhartha Muk- herjee sögu krabbameins og krabbameins- fræða. Bókin vakti mikla athygli vestan hafs þegar hún kom út þar í landi á sínum tíma, fékk Pulitzer-verðlaunin sem besta fræðibók ársins 2011 og ýmis önnur verðlaun; PEN/ E.O. Wilson-verðlaunin og Guardian- verðlaunin fyrir frumraun meðal annars, auk- inheldur sem Time, New Tork Times og Los Angeles Times völdu hana með bestu bókum ársins, en Time kallaði hana eina áhrifamestu vísindabók síðustu 100 ára. Höfundurinn er háskólakennari og krabba- meinssérfræðingur í New York. Ólöf Eldjárn þýddi. Ævisaga krabbameins BÓKSALA 3.-9. JÚNÍ Allar bækur Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 HamingjuvegurLiza Marklund 2 Blóð í snjónumJo Nesbø 3 Tapað fundiðÁrelía Eydís Guðmundsdóttir 4 Auga fyrir augaRoslund & Hellström 5 Risaeðlur í ReykjavíkÆvar Þór Benediktsson 6 SkuggadrengurCarl-JohanVallgren 7 Skutlubók VillaVilhelm Anton Jónsson 8 Iceland In a BagÝmsir höfundar 9 Breyttur heimurJón Ormur Halldórsson 10 Independent PeopleHalldór Laxness Kiljur 1 HamingjuvegurLiza Marklund 2 Blóð í snjónumJo Nesbø 3 Tapað fundiðÁrelía Eydís Guðmundsdóttir 4 Auga fyrir augaRoslund & Hellström 5 SkuggadrengurCarl-JohanVallgren 6 HilmaÓskar Guðmundsson 7 Ég á teppi í þúsund litumAnne B. Ragde 8 Ekki snúa afturLee Child 9 Britt - Marie var hérFredrik Backman 10 Gleymdu stúlkurnarSara Blædel
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.