Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.06.2015, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.06.2015, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.6. 2015 Karlaklúbb- urinn Alþingi Heil öld frá kosningarétti ogkjörgengi kvenna á Íslandivirðist ekki nægur tími til að jafna hlutfall kynjanna á Alþingi. Þingmenn eru og hafa alltaf verið að meirihluta karlar og langflestir þeirra einstaklinga sem valist hafa til starfa sem ráðherrar gegnum tíðina eru karlar. Hæst fór hlutfall kvenna á þingi eftir þingkosningar árið 2009, þegar 27 konur tóku sæti á Alþingi. Kon- ur voru þá 43% þingheims. Eftir kosningarnar 2013 fækkaði um tvær konur á þingi og hlutfall kven- þingmanna fór í 40%. Á kjör- tímabilinu sem nú stendur yfir hef- ur þingmannahópurinn breyst þannig að nú eiga 26 konur sæti á Alþingi en 37 karlar. Hlutfall kvenna á þingi er því 41% nú. En það gerðist sannarlega ekki á einni nóttu að 40 prósenta múrinn var rofinn. Engin kona á Alþingi á stríðsárunum Fyrsta konan til að taka sæti á þingi var Ingibjörg H. Bjarnason, sem kjörin var árið 1922 og settist á þing árið eftir. Ingibjörg sat á þingi til 1930, en það ár settist Guðrún Lárusdóttir á þing og sat til ársins 1938 þegar hún lést. Frá 1938 til ársins 1946 sat engin kona á Alþingi Íslendinga. Á árunum 1946 til 1971 voru kon- ur á þingi ýmist tvær, ein eða eng- in. Á tímabilinu frá 1971 til 1983 áttu jafnan þrjár konur sæti á Al- þingi. Allan áttunda áratuginn og fram á þann níunda voru þannig 95% þingsæta skipuð körlum en einungis 5% konum. Fjöldi þingkvenna þrefald- ast – samt bara 15% Í kosningunum 1983 bauð Kvenna- listinn fram í fyrsta sinn. Árið áður höfðu Kvennaframboðin í Reykjavík og Akureyri náð konum inn á lista í sveitarstjórnarkosningum. Að þessum sögulegu kosningum afstöðnum tóku níu konur sæti á Alþingi. Hlutfall kvenna á Alþingi þrefaldaðist í kjölfarið en þó voru konur enn í miklum minnihluta á þingi, aðeins 15% kjörinna fulltrúa á Alþingi. Af þingkonunum sem tóku sæti á þingi 1983 voru þrjár frá Kvennalista. Af fjórum þing- mönnum Bandalags jafnaðarmanna voru tvær konur. Jafnmargar tóku sæti á þingi fyrir Sjálfstæðisflokk en þar voru kynjahlutföll þó önnur; tvær konur en 21 karl. Ein kona náði kjöri fyrir Alþýðubandalagið en níu karlar tóku sæti á þingi fyrir sama flokk. Ein kona settist á þing fyrir Alþýðuflokk en fimm karlar. Framsóknarflokkurinn var á þessum tíma næststærsti flokkur- inn með 14 þingmenn, allt karla. Að loknum kosningum 1983 var þing- flokkur Framsóknar sá eini sem var einungis skipaður körlum. Konur í einu af hverjum fimm þingsætum 1987 Fjórum árum síðar, að loknum kosningum 1987, náðu konur að fylla eitt af hverjum fimm sætum á þingi en í lok kosninga náði hlutfall kvenna yfir 20% í fyrsta sinn. Þess- ar kosningar voru líka sögulegar að því leyti að í fyrsta sinn voru allir flokkar með konu inni á þingi sem aðalmann. Enginn þingflokkur var lengur aðeins skipaður körlum, en þetta var 65 árum eftir að fyrsta konan settist á þing. Hægt og bítandi hefur hlutfall kvenna svo mjakast upp á við, þó með nokkrum dýfum. Að loknum kosningum 1991 náðu konur fjórð- ungi þingsæta en voru þó áfram í miklum minnihluta í öllum þing- flokkum – nema Kvennalista að sjálfsögðu. Konum fjölgaði einungis um eina í kosningunum 1995, voru þá orðn- ar 16 af 63 þingmönnum og voru konur í öllum þingflokkum. Að loknum kosningum 1999 tóku 22 konur sæti á þingi og voru konur þá orðnar rúmur þriðjungur þing- heims. Þingflokkur Samfylkingar, sem bauð í fyrsta sinn fram sem kosn- ingabandalag, var skipaður níu kon- um og átta körlum. Þetta var í fyrsta sinn sem fleiri konur en karl- ar voru við borðið á þingflokks- fundum hjá íslensku stjórnmálaafli – 84 árum eftir að konur urðu kjör- gengar til þings. Í þessum kosningum varð þó nokkurs konar bakslag að því leyti að Frjálslyndi flokkurinn fékk tvo karla kosna en enga konu. Aftur var því kominn þingflokkur með enga konu við borðið. Í næstu kosn- ingum á eftir, árið 2003, fékk Frjálslyndi flokkurinn fjóra karla kjörna á þing sem aðalmenn en enga konu. Konur aðeins 15% þingmanna frá upphafi Árið 2015 er staðan þannig að 26 konur eiga sæti á þingi sem rúmar 63 einstaklinga og hafa aðeins einu sinni verið fleiri – 27 talsins að loknum kosningum árið 2009. Fjörutíu prósenta múrinn hefur verið rofinn en konur hafa aldrei verið fleiri en karlar á þingi, og aldrei einu sinni náð að vera helm- ingur þingheims. Fimmtíu prósenta múrinn er enn órofinn. Frá því að löggjafarþing hófust árið 1875 hafa alls 639 einstaklingar setið sem aðalmenn á Alþingi en 85% þessara kjörnu fulltrúa, eða 544 einstaklingar, hafa verið karlar. Þrátt fyrir 100 ár af kjörgengi og kosningarétti kvenna hafa aðeins 95 konur setið sem aðalmenn á Alþingi Íslendinga. Frá stofnun lýðveldis hafa verið myndaðar 42 ríkisstjórnir en aðeins í 15 þeirra hafa konur átt sæti sem ráðherrar. Kona varð fyrst ráðherra árið 1970 þegar Auður Auðuns tók við embætti dóms- og kirkjumálaráð- herra. Það var ekki fyrr en rétt undir aldamótin síðustu, eftir kosn- ingarnar 1999, að fleiri en ein kona átti sæti í ríkisstjórn Íslands. Ein skólastofa dugar fyrir alla kvenráðherra Það er umhugsunarefni að konur sem komist hafa til æðstu metorða í íslenskri pólitík frá stofnun lýð- veldis – orðið ráðherrar – gætu rúmast í meðalstórri skólastofu. Þær eru hvorki fleiri né færri en 26 talsins, eða 17% af öllum ein- staklingum sem gegnt hafa ráð- herraembætti. Karlar sem hafa gegnt ráðherraembætti hér á landi frá lýðveldisstofnun eru hins vegar 126 talsins, eða á við um það bil fimm bekkja árgang. Dyr Alþingishússins hafa alltaf staðið körlum opnar. Konur rétt tylltu tánum yfir þröskuldinn framan af 20. öldinni og það var ekki fyrr en á níunda áratugnum að fjöldi kvenna á þingi náði tveggja stafa tölu. Morgunblaðið/Ómar ÞINGFLOKKARNIR VORU KARLAKLÚBBAR LANGT FRAM EFTIR SÍÐUSTU ÖLD. ÞÓTT INGIBJÖRG H. BJARNASON HAFI FYRST KVENNA TEKIÐ SÆTI Á ALÞINGI ÁRIÐ 1922 VAR ÞAÐ EKKI FYRR EN 65 ÁRUM SÍÐAR – Í KOSNING- UNUM 1987 – AÐ ALLIR FLOKKAR VORU KOMNIR MEÐ MINNST EINA KONU Á ÞING SEM AÐALMANN. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er ein af einungis 26 konum sem gegnt hafa ráðherraembætti á Íslandi. Katrín Júlíusdóttir er aldursforsæta kvenna sem nú sitja á þingi með 13 ára þingreynslu. Konur virðast staldra skemur við í stjórnmálum en karlar. Morgunblaðið/Jim Smart Guðrún Agnarsdóttir og Sigríður Dúna Kristmundsdóttir náðu á þing fyrir Kvennalistann árið 1983. Salóme Þorkelsdóttir var fyrst kvenna til að vera forseti Alþingis. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon * Alls hefur 151 einstaklingur verið ráðherra í ríkisstjórnfrá því að lýðveldi var stofnað á Íslandi. 83% þeirra erukarlar en 17% einstaklingar eru konur.ÞjóðmálEYRÚN MAGNÚSDÓTTIR eyrun@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.