Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.06.2015, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.06.2015, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.6. 2015 Baráttukonan og rithöfundurinn Þórdís Elva Þorvalds- dóttir skrifaði á Facebook í til- efni 19. júní: „Það hefur orðið svo mikil vakn- ing undanfarið að þessi dagur er eitthvað svo svakalega miklu meir en einhver hátíðarhöld niður í bæ … ég hef fundið meir og meir fyrir stuðningi og samstöðu meðal kvenna og karlmanna undanfarið og þó manni líði stundum þannig að við förum eitt skref áfram og tvö afturábak þá finn ég samt að ferðin liggur fram á við. Það veitir mér von og gleði.“ Bryndís Björgvins- dóttir rithöf- undur skrifaði á Facebook fyrr í vikunni: „Ég sé kleinu- hring og langar sjúklega mikið að búa í Bandaríkjunum, ég sé kúlu- hatt og langar að búa á Englandi, ég horfi á Muriel’s Wedding og langar að búa í Ástralíu, ég horfi á gos- drykk í dós í Heilsuhúsinu sem inniheldur grænt te og þá langar mig að búa í Japan, ég horfi á Ósk- arinn og langar að verða klippari, kvikmyndaleikstjóri eða kameru- maður – allt eftir hvað er verið að verðlauna hverju sinni, ég horfi á dádýr … og langar að vera dádýr. Hvað er eiginlega að mér? Er hægt að láta þetta hætta? Þetta er svo erfitt!“ Laganeminn og pistlahöfund- urinn Eva Hauksdóttir skrifaði á Facebook í tilefni 19. júní: „Amma mín var fiskverkakona. Mesti heið- ur sem henni var sýndur var sá að vera sett á karlakaup. Eflaust hefur það komið sér vel fjárhagslega en þegar hún sagði frá því áratugum síðar leyndi stoltið sér ekki. Í dag er sérstakt karlakaup ólöglegt en mörg okkar, kannski flest, eru ennþá föst í því hugarfari að verð- leikar ráðist af tekjum. Mig langar að sjá það breytast.“ AF NETINU Í ferðahluta The New York Times fjallar einn helsti blaðamaður þess hluta um ferð sína til Íslands í leit að hótelum sem teljast mega til lúxushótela en eru samt ekki í miðri Reykjavík heldur í íslensku og afslöppuðu landslagi – í miðjum gömlum sjarma eins og blaðamaður orðar það í pistli sínum. Blaðamaður heimsótti meðal annars Ion Luxury Adventure hótelið á Nesjavöllum við Þingvallavatn sem var opnað í hittifyrra og fjallar greinin öll um hóteldvölina, sem í heild var vel heppnuð, en blaðamaður prófaði meðal annars að kafa í Þingvallavatni. Sérstaklega skrifar hann líka um vel heppn- aða heimasíðu hótelsins, sem geri hótelinu eins og það raunverulega liti út góð skil. Hótelið er hannað af íslensku arkitektastofunni Minarc, sem staðsett er í Los Angeles. Blaðamaður lýsir örlitlu fíaskó við innritun á hótelið þar sem hann fékk ekki herbergið sem hann pantaði en var svo ánægður með dvölina eftir það að hann segir að sú upplifun hafi fljótt orðið að fjarlægri minningu. Umfjöllunin er af- ar jákvæð í heild sinni, en hann heimsótti með- al annars Bláa lónið og Laugarvatn Fontana og það síðarnefnda vakti sérlega mikla lukku. Önnur hótel sem The New York Times telur öruggt að mæla með sem lúxushótelum eru Hótel Búðir, Hótel Rangá og Hótel Glymur. Ion-hótelið vakti mikla lukku hjá blaðamanni The New York Times. Ítarleg umfjöllun um Ion-hótelið í New York Times Laugarvatn, bæði þorpið og heilsulindin þar, er til umfjöllunar í greininni. Morgunblaðið/Sigurgeir S. Vettvangur HÁR Dreifingaraðili Hús verslunarinnar, Kringlunni 7 – har@har.is – s. 568 8305 – Sjáðu sölustaðina og kynningarmyndböndin á facebooksíðu hár ehf BEAUTY INSIDERS´CHOICE W I N N E R COSMETIC EXECUTIVE WOMEN UK 2014 WOW Fyrir Eftir NÝTT Rauður tónn WOW hefur hlotið fjölda verðlauna • er auðvelt í notkun, tímabundin lausn til að hylja gráa rót eða dökkan vöxt. • er byggt á olíugrunni og mineralsteinefnum sem bindast við hárið án þess að gera hárið klístrað, feitt eða líflaust. • er vatnsheld formúla sem þvæst aðeins úr með sjampó - þú getur farið áhyggjulaus í sund. • inniheldur ekki vax og litarefni. • býður sjö litatóna sem eru eðlilegir og náttúrulegir. ER SNILLD fyrir alla konur og karla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.