Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.06.2015, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.06.2015, Blaðsíða 11
21.6. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11 KOLAPORTIÐ kolaportid.is Einstök stemning í 26 ár Opið laugardaga og sunnu daga frá kl. 11-17 Fyrstu tónleikar bjöllukórsins með Sinfóníuhljómsveit Íslands gengu svo vel að Karen og nemendurnir voru spurð að því hvort kórinn væri tilbú- inn í meira einleikshlutverk, því fyrsta árið hafði kórinn verið einn af nokkrum hópum sem komu fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands á þeim tónleikum. Þá settist Karen niður með skóla- stjóra Tónlistarskóla Reykjanes- bæjar til að skoða möguleikana á því að festa starf bjöllukórsins í skóla- starfinu og jafnvel kaupa bjöllusett. Það var leitað til Hellissands eftir bjöllum þar sem settið þeirra hafði ekki verið notað um hríð. Að því loknu þurfti í rannsóknarvinnu til að byggja upp starfið. „Bjöllukórar eru starfræktir út um allan heim og það er nokkuð algengt að þeir spili með sinfóníuhljómsveitum svo það var ýmislegt sem ég fann. Ég fann m.a. konu í Ameríku sem hefur útsett mik- ið fyrir sinfóníuhljómsveit og bjöllur og við keyptum útsetningar af henni.“ Klárum í slaginn var kórnum nú gert hærra undir höfði, færður fremst á sviðið með undirleik frá heilli sinfóníuhljómsveit. Þátttaka í jólatónleikum SÍ hefur verið árleg síðan fyrsta beiðnin barst árið 2012 og kórinn orðið meira og meira áber- andi á tónleikunum. Meira áberandi hjá SÍ Margrét Vala Kjartansdóttir Birta Dís Jónsdóttir Þann 19. júní opnar Þjóðminjasafn Íslands sýninguna „Hvað er svona merkilegt við það?“ þar sem hugað er að störfum kvenna sl. hundrað ár, mikilvægi kosningarétt- arins, áhrifum kvenna á vinnumarkaði ásamt fleiru. Störf kvenna í 100 ár Saga Bjöllukórs TónlistarskólaReykjanesbæjar er ævintýrilíkust. Hann var stofnaður vegna eftirspurnar frá Sinfón- íuhljómsveit Íslands (SÍ) sem vildi hafa bjöllukór á árlegum jóla- tónleikum sveitarinnar í desember 2012. Þegar Karen Janine Sturlaugsson, aðstoðarskólastjóri Tónlistarskólans, kennari og stjórnandi, svaraði í sím- ann var hún einfaldlega spurð: „Þú ert bjöllukonan, er það ekki?“ Spurn- ingin var ekkert óvenjuleg því þegar Karen kom fyrst til Íslands 1976 til að setjast á skólabekk í Háskóla Ís- lands einn vetur var hún með bjöllu- sett föður síns, Jóns Ásgeirssonar Vestur-Íslendings, í farteskinu. Jón var lögfræðingur að mennt en mikill tónlistarmaður, að sögn Karen- ar, lúðrasveitarstjórnandi og tromp- etleikari og sagðist hún hafa fengið þetta beint í æð frá honum. Hún átti eftir að stjórna nokkrum bjöllukórum áður en hún stofnaði einn slíkan í Reykjanesbæ fyrir þremur árum og framundan er ævintýraferð. Í kórnum ríkir mikill spenningur fyrir viðburðinum í Bandaríkjunum og blásið hefur verið til fjáröfl- unartónleika í Hljómahöll annað kvöld og í Háteigskirkju á þriðju- dagskvöld. Báðir hefjast kl. 20. „Það var svolítið fyndið þegar þeir hringdu í mig frá Sinfóníunni sumarið 2012 og spurningin var ekki hvort ég væri með bjöllukór heldur hvort ég væri bjöllukonan! Ég svar- aði bara já og þá var ég spurð hvort það væri hægt að fá mig til að koma með bjöllukór á jólatónleikana í des- ember.“ Það vafðist ekkert fyrir Karen þó hvorki væru til bjöllur né bjöllukór í Tónlistarskólanum heldur leitaði hún strax til elstu nemenda skólans eftir þátttöku í kórnum. „Ég vissi ekki nákvæmlega hvað ég var að fara út í en vissi að þau sem myndu skipa kórinn þyrftu að vera tilbúin undir stjórn stjórnanda Sinfón- íuhljómsveitar Íslands, þar sem allt er unnið hraðar en hjá okkur. Þessir nemendur höfðu verið hjá mér í Lúðrasveit Tónlistarskóla Reykja- nesbæjar og Léttsveit Tónlistar- skóla Reykjanesbæjar og ég vissi að þeir ynnu vel, læsu vel og væru van- ir að vinna undir stjórn hljómsveitarstjóra. Nemendum fannst þetta svo skemmtilegt og spennandi að þeir hafa bara viljað halda áfram,“ sagði Karen í samtali við blaðamann. Fyrir þessa fyrstu tónleika voru bjöllurnar fengnar að láni hjá söfnuði Sjöunda dags að- ventista, þar þekkir hún til því hún hefur stjórnað bjöllukór á þeirra vegum. - Hvernig lög er verið að útsetja fyrir bjöllukóra? „Bara allskonar, það getur verið hvað sem er; sálmar, ýmis frum- samin lög og alls kyns þekkt lög. Á tónleikunum á mánudag verðum við að spila lög eins og Let it Go, Lord of the Rings, Stairway to Heaven og Á Sprengisandi í útsetningu eftir mig.“ Nú stendur fyrir dyrunum þátt- taka í bjöllukórahátíð í háskólanum í Massachusetts, æskuslóðum Karen- ar, þar sem kórinn ætlar að með- taka ýmsar nýjungar, spila nokkur lög og hlusta á aðra kóra. Ferðinni lýkur svo með viðkomu í New York þar sem tónskáldið Julian Revie frá Yale-háskóla í Connecticut valdi kórinn úr hópi þátttökukóra á hátíð- inni í Massachusetts til að flytja verk sitt „Mass of the Divine Shep- herd“ í Carnegie Hall 29. júní, ásamt sinfóníuhljómsveit, kór, barnakór og öðrum bjöllukórum. „Mig langaði að fara með þeim í ferð, svo fljótlega eftir áramót fór ég að leita eftir því hvert væri hægt að fara. Það eru til samtök í Am- eríku sem kalla sig „Handbell Mu- sicians of America“ og þau halda reglulega bjöllukóramót, m.a. þetta sem við erum að fara á. Mér fannst þetta spennandi, við verðum að spila á tónleikum, hlusta á aðra spila, sitja námskeið og læra nýja tækni og ýmsar sýningar verða í gangi meðan á hátíðinni stendur. Ég held að það verði um 700 manns þarna og það er gott fyrir okkur sem er- um komin svona langt í þessu að fara á svona mót.“ REYKJANESBÆR Þú ert bjöllukonan, er það ekki? BJÖLLUKÓR TÓNLISTARSKÓLA REYKJANESBÆJAR VAR VAL- INN ÚR HÓPI MARGRA SLÍKRA Á HÁTÍÐ Í MASSACHUSETTS TIL AÐ SPILA Á TÓNLEIKUM Í CARNEGIE HALL 29. JÚNÍ. Svanhildur Eiríksdóttir svei@simnet.is Kórstjórinn Karen Janine Sturlaugsson, til hægri, ásamt Söndru Rún Jónsdóttur. Morgunblaðið/Svanhildur Haldið var upp á 65 ára afmæli Kvenfélags Ólafsvíkur 19. júní. Af því tilefni gaf félagið út minjagrip, öskju með 10 gjafakortum með myndum frá bænum. Hún verður seld og ágóðinn notaður til mannúðar- og menningarmála. Kort með Ólafsvíkurmyndum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.