Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.06.2015, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.06.2015, Blaðsíða 17
21.6. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17 Umferðarmiðstöðin BSÍ • 101 Reykjavík • 580 5400 • main@re.is • www.re.is VIÐ SKUTLUM ÞÉR! Alltaf laus sæti Frí þráðlaus internet- tenging í öllum bílum Hagkvæmur kostur Alltaf ferðir Ferðatími u.þ.b. 45 mínútur Umhverfisvænt Kauptu miða núna á www.flugrutan.is Áætlunarferðir Flugrútunnar eru í tengslum við allar komur og brottfarir flugvéla um Keflavíkurflugvöll. OR *Miðast við að keyptur sé miði fram og til baka frá BSÍ eða Keflavíkurflugvelli á 3.500 kr. 1.750 kr.* FYRIR AÐEINS inn að veifa og flauta til allra. Vinales er svo sannarlega ynd- islegur bær og tíminn virðist standa í stað. Það er friðsælt hér þar sem ég sit á svölum í ruggustól og skrifa þessa dagbók. Framhjá mér rölta kúrekar á hestum, kona raular lagstúf á neðri hæðinni fyrir ung- barnið sitt og fuglarnir syngja. Gamall maður ruggar sér í ruggustól á verönd í gula húsinu á móti, en húsin eru öll máluð í skærum og fallegum litum. María, sem rekur gistiheimilið, er að matbúa kjúkling og baunir handa mér. Hér er indælt að vera. Himneskt mangó Vaknaði við hanagal eftir tólf tíma svefn. Hver þarf vekjaraklukku þegar maður er með sinn eigin hana! Það vex mangótré fyrir ut- an gluggann minn. Bragðið af mangóinu hér er svo himneskt að ég öðlast næstum trú á guð. Eftir morgunmat kom eldri maður með kúrekahatt og sótti mig á Buick árgerð 1957 og skutlaði mér út fyrir bæinn. Leo var leiðsögu- maður minn um sveitina og talaði sem betur fer „spanglish“ . Við gengum nokkra kílómetra framhjá ökrum og ávaxtatrjám af ýmsum tegundum, skoðuðum helli og ég lærði allt um kaffirækt og vindla- gerð. Bróðir Leos dýfði einum feitum vindli ofan í hunang og rétti mér. Ég þorði ekki annað en að púffa nokkra smóka, bara svona til að geta sagt seinna að ég hefði reykt kúbverskan vindil á Kúbu, en ég tók ekki ofan í lung- un, eða eins og Clinton sagði víst: „I didn’t inhale.“ Það er ekkert netsamband hérna og klærnar mínar passa ekki í innstungurnar, en það gerir ekkert til, hér eru rólegheitin í fyrirrúmi. Ef María sem á gisti- húsið talar löturhægt næ ég að skilja hana örlítið. Hún er núna að elda eitthvað í risastórum potti yfir opnum eldi úti í garði. Kannski svínakjötið sem ég fæ í kvöld. Misheppnuð danstilraun Um kvöldið var hljómsveit að spila undir stjörnubjörtum himni. Fólk þusti út á dansgólf og dans- aði salsa þannig að unun var að horfa á. Þar sem ég stend við barinn með fullan munn af ís vippar sér að mér tveggja metra hár Kúbverji og spyr: dansarðu salsa? Mér svelgdist á ísnum og umlaði: kannski. Hann sagðist koma þegar ég væri búin með ís- inn. Ég settist hjá nýju vinum mínum sem ég hafði kynnst fyrr um daginn og vonaði að myrkrið þarna myndi fela mig fyrir dans- herranum en hann var fljótur að koma auga á mig og dró mig upp frá borðinu. Út á dansgólfi mundi ég lítið af því sem ég hafði lært hjá Salsa Iceland. Einhvern veg- inn voru þessir íslensku fætur ekki að ná taktinum í kvöld. Kúb- anski takturinn er bara ekki í ís- lenska blóðinu mínu. Hitti ekki Castro Eftir vikudvöl á Kúbu hafði ég prófað að svamla í túrkísbláa Kar- íbahafinu, reykja vindil, drekka kaffi malað beint af akrinum, rúnta um á opnum kagga, dansa salsa undir berum himni, borða mangó af trjánum, dansa uppi á sviði með Buena Vista Social Club, skoða hella og hitta margt skemmtilegt fólk. Náði ekki að heilsa upp á Castro því miður, en heim held ég sæl, margs vísari og ekki alveg jafn skjannahvít og áð- ur. Morgunblaðið/Ásdís. Brúðkaup var í gangi fyrir utan stóra fallega byggingu í gömlu Havana. Prúðbúnir gestir og litlar stúlkur í hvítum blúndukjólum biðu eftir að brúðhjónin brunuðu í burtu í gömlum amerískum kagga. Stúlkurnar horfðu stórum brúnum augum á þennan útlending með myndavélina en voru sáttar við að vera festar á mynd. * Ég þorði ekkiannað en aðpúffa nokkra smóka, bara svona til að geta sagt seinna að ég hefði reykt kúbversk- an vindil á Kúbu, en ég tók ekki ofan í lungun eða eins og Clinton sagði víst: „I didn’t inhale.“ Kúba er stærsta eyjan í Karíbahafi. Hún er álíka stór og Ísland að flatar- máli. Þar búa rúmlega ellefu milljónir manna. Flestir, eða 59% eru kaþól- ikkar en 17% eru santería-trúar og 23% utan trúfélaga en trúfrelsi hefur ríkt síðan 1992. Kúba hefur verið undir stjórn kúbanska kommúnista- flokksins síðan 1965, en Castro gerði byltingu þar árið 1959. Hann var forseti til ársins 2008 þegar bróðir hans Raúl tók við. Höfuðborgin heitir Havana en þar búa rúmlega tvær milljónir manna. Hafnabolti er þjóðar- íþróttin. Lífslíkur Kúbverja eru 78 ár. Talið er að mánaðarlaun samsvari um 20-30 bandaríkjadollurum. Mennta- og heilbrigðiskerfi er ókeypis og rafmagn og gas nánast frítt. Landið er gjöfult og nóg að bíta og brenna en flestir lifa við fátæktarmörk. KÚBA Í HNOTSKURN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.