Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.06.2015, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.06.2015, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.6. 2015 Heimili og hönnun Stærð: 305x215 cm. Dökkgrátt slitsterkt áklæði. Hnakkapúði ekki innifalinn í verði. ÚTSALA Sumar3 259.990 FULLTVERÐ: 379.990 KRÓNUR ALENYA hornsófi 3H2/2H2 HÚSGAGNAHÖLLIN • B í l d s h ö f ð a 2 0 • R e y k j a v í k • OP I Ð V i r k a d a g a 1 0 - 1 8 , l a u g a r d . 1 1 - 1 7 o g s u n n u d . 1 3 - 1 7 MIDLAND tungusófi ÚTSALA Sumar3 279.990 FULLTVERÐ: 449.990 KRÓNUR Brúnt microfiber áklæði. B: 280 D:170 H: 95 cm. Hægri eða vintsri tunga. Róttækir frumkvöðlar hönnunarheimsins ÞÆR ERU MARGAR, KONURNAR SEM SKARAÐ HAFA FRAM ÚR Í HÖNNUNARHEIMINUM. NOKKRIR AF MERKUSTU HÖNNUÐUM HEIMSINS ERU KONUR EN HÖNNUNARHEIM- URINN VAR ÁÐUR, EINS OG Í SVO MÖRGUM STÉTTUM, ÁKAFLEGA KARLLÆGUR. HÉR ERU RIFJUÐ UPP NOKKUR HELSTU NÖFN ÞEIRRA KVENNA SEM HAFT HAFA GÍFURLEG ÁHRIF Á HEIM HÖNNUNAR. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Eileen Gray Vivienne Westwood (1941-) Einn róttækasti fatahönnuður fyrr og síðar er pönkgyðjan Vivienne Westwood. Hippatímabilið var allsráðandi í London í lok sjöunda ára- tugsins. Westwood hafði ekki áhuga á slík- um fatnaði og hóf að hanna nokkurs konar mótvægi eða uppreisnarkenndan fatnað og opnaði verslunina Let it Rock við Kings Road. Westwood vann á þessum tíma, í byrjun áttunda áratugarins, mikið með „biker“- föt, rennilása og leður. Hún er frumlegur hönn- uður sem fer sínar eigin leiðir og hefur haft gífurleg áhrif á tískuheiminn eins og hann leggur sig og er einnig mjög pólitísk í starfi og hugsun. AFP Húsið E-1027 stendur við strendur Cape Martin í Frakklandi. Hliðarborðið E1027 sem Gray hannaði er enn í framleiðslu ásamt Bibendum- stólnum. Phyllis Pearsall (1906-1996) Listamaðurinn Phyllis Pearsall vann átján tíma á dag þar sem hún gekk 3.000 mílur um götur Lundúna þar sem hún hannaði og framleiddi A-Z götuatlas borgarinnar. Hún stofnaði fyrirtæki, Geographers’ Map Company, til þess að geta gefið út götu- atlasinn sem enn er notaður og er eitt snjallasta dæmi upplýsingarhönnunar 20 . aldarinnar. AFP Úr sumarlínu Vivienne Westwood 2015. Eileen Gray (1878-1976) Írski listmaðurinn, húsgagnahönnuðurinn og arkitektinn Eileen Gray er í flokki merkustu hönnuða og arkitekta 20. aldarinnar og hefur verið talin ein af áhrifamestu konum þess tíma. Meðal þekktustu verka hennar eru borðið E1027 og Bibendum-stóllinn, sem Gray nefndi eftir Michelin- manninum, stóllinn er hannaður í módernískum stíl. Grey fékk áhuga á arkitektúr og hóf, árið 1924, að vinna að húsi sem ber heitið E-1027 og fékk ráðleggingar frá þáverandi ástmanni sínum, Jean Badovici, en húsið átti að vera afdrep fyrir parið. E-1027 er staðsett í Roquebrune-Cap-Martin í Suður-Frakklandi. Grey hannaði að auki húsgögnin í húsið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.