Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.06.2015, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.06.2015, Blaðsíða 33
21.6. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 33 Í gær voru 100 síðan konur fengu kosningarétt. Ég minnist þess ekki að hafa heyrt orðið kvennabarátta þegar ég var að alast upp. Þótt Kvennalistinn hefði verið stofnaður 1983 og Vigdís Finn- bogadóttir væri forseti var enginn neitt sérstaklega að kippa sér upp við það. Á níunda áratugnum voru flestir foreldrar í Árbænum svo uppteknir af því að byggja og berjast við eigin blankheit að það var líklega ekkert rými til þess að veita þessu athygli. Þótt orðin væru ekki sögð og umræðan um kvennabaráttuna hefði ekki átt sér stað þá byggðist uppeldi mitt samt leynt og ljóst á að gera mann sjálfstæðan og sterkan. Sumarið eftir 12 ára bekk byrjaði ég að vinna í garðvinnu á elli- heimili. Þarna lærði ég að stinga illgresi upp með rótum, klippa tré og slá (sem kemur að mjög góðum notum akkúrat í dag). Þar sem ég var í raun ári of ung til að fá að vinna var því þannig komið fyrir að ég var skráð árinu eldri í kerfinu og það var enginn að spá neitt sér- staklega í það. Ég man að það fylgdi því mikið frelsi að geta sjálf ráð- stafað mínum peningum, keypt mér Levis 501 og afapeysu í Guð- steini ef mig langaði til þess nú eða bara ískóla og samlokur í Skalla. Rétt eftir 17 ára afmælisdaginn var það ákveðið að ég keypti bíl. Ég átti nú ekki alveg fyrir þessari bláu drossíu sem var af Toyotu- tegund, en mig minnir að ég hafi komist langt á fermingarpeningnum og svo lánaði pabbi mér fyrir því sem vantaði upp á. Þetta plan hljómaði náttúrlega eins og músík í mín eyru, að eiga sinn eigin bíl og geta keyrt hvert á land sem er. Mér fannst ég eiga heiminn þegar ég þeyttist um göturnar á mínum einkabíl. Það sem ég áttaði mig ekki á þegar í þessa ferð var farið var að það kostar heilmikla peninga að reka bíl og til þess að geta það þurfti ég að vinna, bæði á sumrin og með skólanum. Ég þurfti náttúrlega að borga til baka þá peninga sem ég fékk lánaða og svo þurfti ég að eiga fyrir bensíni og tryggingum. Mestur hluti af mánaðarlegum tekjum fóru því í þetta bílastúss (sem var fullkomlega þess virði). Stundum grínast ég með það að þessi bílakaup hafi verið mikil gæfa því þau komu í veg fyrir að ég væri alltaf full. Trippið sem ég var gat ekki verið allar helgar í miðbæ Reykjavíkur því ég hafði ekki efni á að taka leigubíl heim af djamminu. Ég held að faðir minn hafi ekki áttað sig á því hversu góð fjárfest- ing þessi bílakaup væru og ég er alls ekki viss um að það hafi verið nein pæling í þessu önnur en að fá að hafa sinn eigin bíl í friði. Rétt eftir tvítugt varð fyrsti bíllinn útborgun í íbúð. Mér verður svo oft hugsað til bílakaupanna þegar ég er að reyna að ala drengina mína tvo upp. Foreldrar í dag láta nefnilega flestallt eftir börnunum sínum. Barn getur varla dregið andann nema að eiga allt. Og svo erum við eins og bestu klappstýrur í heimi og hæpum allt upp sem þau gera (ég er ekkert skárri). Í kvennabaráttu skiptir miklu máli að ala drengi vel upp, að þeir læri að bera virðingu fyrir konum og finnist fáránlegt að þeir fái hærri laun en stelpan sem vinnur með þeim. Ef það má þakka fyrir eitthvað þá vil ég þakka fyrir að hafa þurft að hafa fyrir hlutunum. Maður ber nefnilega ekki virðingu fyrir hlut- unum nema þeir kosti blóð, svita og tár. martamaria@mbl.is Ég er þakklát fyrir að hafa lært að stinga upp illgresi 12 ára gömul. Blóð, sviti og tár Minn fyrsti bíll leit svona út, bara dökkblár á litinn. Vertu vinur okkar á facebook www.facebook.com/weledaísland Eitt best geymda leyndarmálið á markaðnum Weleda Skin Food er í miklu uppáhaldi hjá þekktum tísku- fyrirsætum og förðunarfræðingum um allan heim. Skin Food er 100% lífrænt árangursríkt alhliða krem sem nærir þurra og viðkvæma húð og kemur jafnvægi á húðina. Skin Food kom fyrst á markað fyrir meira en 80 árum síðan og hefur uppskriftin verið óbreytt síðan. Kremið er unnið úr lífrænt ræktuðum Stjúpum, Baldursbrá, Morgunfrú og Rósmarín, gott krem fyrir alla fjölskylduna – Í samhljómi við mann og náttúru. www.weleda.is Þú kaupir Weleda vörur í heilsuverslunum og apótekum um allt land Settu saman þinn eigin skartgrip OO www.lockitsjewelry.com Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.