Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.06.2015, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.06.2015, Blaðsíða 35
21.6. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35 Audrey Hepburn Audrey Hepburn er ein af dásömuðustu tískufyr- irmyndum heims en hún til- heyrði hinni svokölluðu gull- öld í Hollywood. Það sem einkenndi að miklu leyti hennar stíl voru kvartbuxur og ballettskór. Aurey er táknmynd klassíkur og fág- unar hvað varðar fatastíl og ómótstæðilegt útlit. Hún kaus þægileg, vönduð föt og var því í senn látlaus og þokkfull hvað varðar fatastíl. Þess má geta að frægustu sólgleraugu tískuhússinns Céline heita Audrey í höf- uðið á leikkonunni og eru þau innblásin af sólgleraug- unum sem hún bar. AFP AFP AFP Victoria Beckham Frú Beckham hefur verið ákveðin tískufyrirmynd síðan hún var í hljósmveitinni Spice Girls. Hún er þekkt fyrir það að klæðast einungis há- hæluðum skóm og þá helst pinnahælum og er alltaf flott og fáguð til fara. Victoria Beckham kýs vönduð föt, er alltaf klassísk með hátískuívafi en hún hannar fatnað og fylgihluti undir samnefndu tískuhúsi. AFP Caroline de Maigret Franska fyrirsætan og tónlistarframleiðandinn Caroline de Maigret er einn af fjórum höfundum bókarinnar How to Be Parisian Wherever You Are: Love, Style, and Bad Habits sem er alger biblía hvað varðar orginal stíl og fas franskra kvenna. Maigret er töffari í húð og hár, ákaflega frönsk með síðan topp og fullkomlega afslöppuð og er ein af þeim allra svölustu. AFP AFP AFP Instagram Marion Cotillard Franska leikkonan Marion Cotillard er með ákaflega fágaðan stíl á rauða dreglinum. Stíllinn hennar er afar franskur og leggur hún einnig mikið upp úr hári og förðun hvað varðar heildarútlit. AFP Sarah Jessica Parker Sarah Jessica Parker er svo sannarlega ein helsta tískudrottning heims. Eftir að hafa leikið tískupæjuna og skófíkilinn Carrie Bradshaw í sjón- varpsþáttunum Beðmál í borginni í um sjö ár varð Parker ein stærsta tískufyrirmynd heims sem var óhrædd við það að prófa sig áfram í óhefðbundnum samsetningum án þess, nokkurn tíma, að mistakast. Par- ker er með heldur klassískan fatastíl sem hún poppar upp með fallegum, áberandi fylgihlutum og að sjálfsögðu, sjúklegum skóm! AFP Jackie Kennedy Onassis Jackie Kennedy Onassis var alltaf trú sínum per- sónulega stíl. Hún var ákaf- lega modern, elegant og þróaði eigin stíl án þess að eltast við það sem var endilega í tísku en fágaðri tískufyrirmynd er varla hægt að finna. Jackie klæddist mikið Chanel- drögtum, A-sniðnum káp- um og skemmtilegum litlum handtöskum sem settu svo sannarlega punktinn yfir i-ið að ógleymdum stóru sólgler- augunum. Á áttunda áratugnum þró- aði Onassis með sér eilítið sportlegri stíl og klæddist þá gjarnan stuttermabol- um og þröngum kasm- írpeysum. Þó var hún alltaf elegant og tímalaus og með stíl sínum skilgreindi hún í raun hugtakið tíma- laus elegans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.