Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.06.2015, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.06.2015, Blaðsíða 37
er hiklaust hrópað að verið sé að brjóta málfrels- isákvæði á viðkomandi. Engu breytir þótt hann hafi fengið birtar eftir sig fjölmargar greinar í blaðinu, sem hafði þó enga þess háttar skyldu. Mjög fá dagblöð, sem gefin eru út á landsvísu í heim- inum, birta aðsendar greinar eftir „Pétur og Pál“. Starfsmenn blaðsins skrifa það og aðrir þeir sem sér- staklega er leitað til. Fáeinir menn í hverju landi hafa þó sérstaka stöðu, hvort sem það er opinber staða eða óopinber. Slíkir geta sennilega vænst þess að fá aðsenda grein sína birta. Sendimaður Íslands erlendis sagði bréfritara frá því hvernig hann persónulega komst fyrir sitt leyti niður á jörðina í þessum efnum. Í virtu og víðlesnu blaði hafði birst frásögn sem varðaði íslenska hagsmuni og hafði sendiherra Íslands þótt lakara hversu villandi hún var. Þar sem hann var virkur vel samdi hann snarlega grein þar sem bætt var úr því sem miður fór. Sendiherrann var prýðilega ritfær og svargrein hans var hnitmiðuð og hófstillt, enda vissi hann af reynslu, að slíkt flýtti birtingu greinar. Þegar birting hafði dregist í allmarga daga setti greinarhöfundur sig í samband við ritstjórn- ina. Jú, jú, þeir þar höfðu vissulega fengið greinina og höfðu ekkert út á hana að setja. Hins vegar teldu þeir óþarft að fjalla að sinni frekar um þetta mál í blaðinu. Nær útilokað er að þannig færi fyrir erlendum sendimanni hér. Þegar fyrir kemur að þetta blað er sakað um brot gegn málfrelsi, er það telur ekki efni til að birta tiltekna grein, duga fá gagnrök vel. Sumir verða helst hugandi þegar þeim er bent á að reyna að senda dagskrárefni til Ríkisútvarpsins, sem þeir eru nauðungaráskrifendur að, og sjá hver viðbrögðin verði á þeim bæ. Það er ekki hluti af almennu málfrelsi að hver og einn eigi kröfu til einkaaðila um að sá tryggi málfrelsi hans farveg. Síðustu árin hefur aðstaða hvers og eins til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri stórbatnað. Það er fagnaðarefni og styrkir málfrelsið. En það breytir ekki því, að það ætti heldur ekki að telj- ast hluti af málfrelsi að dreifa vafasömum hlutum um netið eins og margir þeir „sem virkastir eru í at- hugasemdum“ virðast ekki geta stillt sig um. En það er ekki þar með sagt að æskilegast sé að opinber yfirvöld komi skikk á þennan skammarblett sem þannig er klesst á málfrelsið. Krafan beinist að einstaklingunum sem í hlut eiga og kannski að hluta að þeim sem leggja ítrekað leið sína á sóðaslóðir. Sjálfgefin mörk Margvísleg mikilvæg réttindi manna, einkum þar sem einstaklingsfrelsi er grunnurinn, lúta þeim takmörk- unum að frelsi eins má ekki ganga yfir frelsi annars. Oft blasir við, að þeir sem fara með mestum hávaða í nafni frelsisins gera lítið með réttindi annarra sem þeir brjóta á með sínum bægslagangi. Alþingi eru mislagðar hendur og misjafn mannskap- urinn, sem þangað er sendur af kjósendum með fullum rétti. En löggjafarstofnunin er, hvað sem því líður, hjarta hvers lýðræðisríkis. Hinir misvitru „álitsgjafar“ landsmanna, oftast sjálf- skipaðir, drógu upp rómantíska mynd af „búsáhalda- byltingunni“. Ekki hefur verið að fullu upplýst hverjir fjármögn- uðu þá byltingartilraun eða skipulögðu hana frá degi til dags. Vísbendingar liggja þó fyrir um hvort tveggja. Og engum dylst lengur til hvers refirnir voru skornir. Markmiðið var að eyðileggja vinnufrið á Alþingi og loks að reyna að yfirtaka það með valdi ef annað dygði ekki til að koma ríkisstjórninni frá. Munaði aðeins hársbreidd að varnir þingsins yrðu brotnar á bak aftur. Þinghúsið var grýtt, með eggjum, grjóti og saur (!). Hávaðinn, sem magnaður var upp aðeins örfáum metrum frá þinghúsinu, var eyðileggjandi. Barið á brjóstvörn málfrelsis Það er fyrsta skref hverrar þjóðar að tryggja málfrelsi inni í sínu þinghúsi. Þess vegna er t.d. ekki hægt að stefna þingmönnum fyrir dómstóla fyrir umdeild um- mæli sem þeir láta falla innan veggja þess. Á engum öðrum bletti á öllu landinu er málfrelsið þannig varið. Stjórnarandstöðuflokkar tóku virkan þátt í því að ýta undir að málfrelsið innan þinghússins fengi ekki að njóta sín. Við það bættist svo, að þingmenn höfðu ærna ástæðu til að óttast um öryggi sitt. Hvergi í hinum vestræna heimi væri svo helg stofnun látin vera jafn berskjölduð og þarna var. Ríkisútvarpið, sem kallar sig í heimildarleysi „RÚV“, útvarpaði beint gífuryrðum, smánaryrðum og árásum á einstaklinga, eins og ekkert væri sjálfsagðara. Og það kom margoft á framfæri tilkynningum um að „for- svarsmenn“ mótmælanna hvettu fólk til að mæta á Austurvöll og hafa með sér búsáhöld, t.d. pönnur. Þar sem enginn raunverulegur ábyrgðarmaður var nefndur til sögunnar voru þetta hvatningar Ríkisútvarpsins sjálfs. Þess utan verður því vart trúað að nokkur nafn- greindur einstaklingur hefði fengið ríkisútvarp til að koma slíkum boðskap á framfæri. Fyrst og fremst vildu „aðstandendur“ óeirðanna gera þingið óstarfhæft og láta þingmenn, lögreglu- menn og fjölskyldur þeirra skynja að öryggi þessa fólks og tilvera þingsins væri í mikilli hættu. Og Rík- isútvarpið lét ekki þessa aðkomu duga. Það útvarpaði skilaboðum ræðumanna og „skipu- leggjandans“ um það hvar tilteknir embættismenn byggju með fjölskyldum sínum. Hrikalegt ástand Hinn 20. október 2009 gerði ríkisstjórn Íslands algjörlega einstæða samþykkt á fundi sínum og ekki að ástæðulausu. Niðurlag hennar hljómaði svona: „Að undanförnu hafa verið framin skemmdarverk á heim- ilum einstaklinga í skjóli nætur. Einnig hefur verið gerð aðför að einkaheimilum þar sem tilgangurinn er sá að ógna viðkomandi með aðsúgi og háreysti. Milli slíks athæfis annars vegar og skipulegra mótmæla hins vegar verður að draga skýra markalínu. Þrýstingur, ógnanir eða hótanir við heimili fólks til þess að hafa áhrif á ákvarðanir er óviðunandi í rétt- arríki. Aðfarir að heimilum, sem vekja ótta hjá börnum og öðru heimilisfólki þeirra sem þær beinast að, eiga aldrei rétt á sér. Ríkisstjórnin fordæmir skilyrðislaust og með skýrum hætti það ofbeldi sem felst í því að ráð- ist sé að friðhelgi einkalífs og heimila. Ríkisstjórnin hvetur til samstöðu um að stöðva framangreinda óheillaþróun.“ Glittir í gamla takta Eftir að ný ríkisstjórn tók við af „hreinu vinstristjórn- inni“ er „RÚV“ smám saman að komast í sama stuð. Fáeinum dögum fyrir þjóðhátíðardaginn sagði Rík- isútvarpið frá því, að mótmæli væru fyrirhuguð á Aust- urvelli á 17. júní, þegar forsætisráðherra heldur ræðu sína, forseti leggur blómsveig að standmynd Jóns Sig- urðssonar, fjallkonan flytur ljóð og kór syngur ætt- jarðarlög, þar með talinn sjálfan þjóðsönginn. Rík- isútvarpið sagði að 3.000 manns hefðu þegar „boðað komu sína“ eins og verið væri að ræða um 50 ára af- mæli einhvers. Í fréttum á þjóðhátíðardaginn var því haldið fram að svipaður fjöldi og „boðað hefði komu sína“ hefði mætt til að mótmæla. Heimildir Morg- unblaðsins segja á hinn bóginn að 1.200-1.500 hafi verið á Austurvelli. Þar af voru um 500 eða tæplega það sem voru með háreysti og dólgshátt. Margt fólk hætti auðvitað við að fara til athafnar- innar, ekki síst fjölskyldur með börn, vegna hótana um að hinni hátíðlegu athöfn yrði hleypt upp. Þeir sem höfðu samband við Morgunblaðið voru undrandi og sárir yfir þessari smán, sem fáeinir gerðu þjóðinni á hennar helsta hátíðisdegi. Hvergi í hinum lýðræðislega hluta heimsins er það innifalið í málfrelsi eða réttinum til að koma mót- mælum sínum og sjónarmiðum á framfæri, að eyði- leggja megi fundi eða hátíðarstundir fyrir öðrum. Ríki og borg hafa í 70 ár sameinast um að minnast þjóðfrelsisbaráttunnar, þjóðhetjunnar og fagna hinu íslenska lýðveldi. Ein og hálf klukkustund hefur verið tekin frá fyrir slíka athöfn. Það er allt og sumt. Það er ömurlegt að hópur fólks taki sér rétt til að eyðileggja slíka stund fyrir þjóðinni. Heimskan og vankunnáttan var svo afhjúpuð þegar vísað var til hins annálaða prúðmennis Jóns forseta sem fordæmis fyrir þessum skrílslátum. Og sérlega dapurlegt var að eina stofnun landsins, sem Alþingi segir að starfi í þjóðarþágu, Ríkisútvarpið, skuli hafa látið eftir sér að þjónusta þennan hóp sér- staklega. En það er kannski dapurlegast að svo skuli komið að það framtak þess hafi í rauninni ekki komið nokkrum manni á óvart. Morgunblaðið/Þórður 21.6. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.