Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.06.2015, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.06.2015, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.6. 2015 Kosningaréttur kvenna 100 ára Pálína Jónsdóttir ólst upp áHesteyri en nú níræð býrhún í Kópavogi og á talsvert óvenjulegt lífshlaup. Kennsla og barnavernd hafa litað ferilinn en fræðsla, jöfnuður og mannréttindi hafa henni alltaf verið hugleikin. Pálína stefndi ung til mennta og eftir að hafa lokið kennaraprófi hérlendis og kennt um tíma fór hún til Sviss til að læra sérkennslu. Rúmum tuttugu árum seinna eða árið 1966 lauk hún BA-prófi í þýsku og dönsku frá Háskóla Ís- lands. Pálína kenndi í grunn- og menntaskóla og Kennaraskólanum og var endurmenntunarstjóri Kenn- araháskóla Íslands. Þá hefur Pálína starfað mikið með Kvennaathvarf- inu, verið í stjórn samtakanna, set- ið í stjórn Barnaverndarfélags Reykjavíkur og sá meðal annars í nokkur ár um útvarpsþætti um uppeldismál. Er þá ótalinn fjöldi fé- lagsstarfa svo sem hjá Félagi kvenna í fræðslustörfum þar sem Pálína var meðal annars formaður Gammadeildar félagsins. „Sem ungri stelpu fannst mér aldrei að ég gæti ekki gert það sem mig langaði til. Eina skiptið sem ég fékk að heyra eitthvað frá fólkinu í kringum mig var þegar ég ætlaði til Sviss og það var aðeins vegna þess að það var svo langt í burtu. Ég ólst líka upp við það að við krakkarnir voru látin ganga í öll verk á Hesteyri, það skipti ekki máli hvort við værum strákar eða stelpur, mér var treyst fyrir sömu hlutum. Verkaskiptingin var vissu- lega meiri hjá fullorðna fólkinu þar sem karlmenn áttu sín verk og konur sín og manni fannst það eðli- legt.“ Pálína var með góðar kennslu- konur í grunnskóla sem hún trúir að hafi haft mikil áhrif á hana hvað framtíðarstarf varðar. „Konur voru kennarar og þær gátu gert þetta og þær gerðu það vel. Og þetta er mitt viðhorf; konur geta gert hlut- ina eins vel og karlmenn. En það var ekkert talað um þessi mál sér- staklega, þetta var bara gert.“ Pálína hefur bæði reynslu af því að vera úti- og heimavinnandi enda á hún fimm börn og var samfellt í 10 ár heimavið. Þegar hún fór síðar aftur í háskólann að læra þýsku og dönsku tók eiginmaður hennar virkan þátt í heimilishaldinu. „Þeg- ar ég var heima með börnin hugs- aði ég til baka til mömmu; hún þurfti stundum að biðja pabba minn um aur þegar hana langaði til að gleðja einhvern í þorpinu. Og ég man eftir þessari tilfinningu að mér fannst það svo niðurlægjandi. Svo- leiðis að ég gerði samkomulag við minn mann að ég fengi vasapen- inga þessi tíu ár sem ég var heima, sem ég réð alveg yfir. Það var mér mikilvægt.“ Pálína varð ekkja rúmlega fimm- tug. Lífið breyttist talsvert en hún segir það blessun að hafa verið vön því að vinna úti en ekki þurft að fara að leita sér að vinnu í fyrsta sinn þá. „Fimmtugar konur eru á vinnu- markaðnum í dag einfaldlega orðn- ar gamlar konur og fá ekki vinnu þrátt fyrir að þær hafi mikla reynslu, séu lítið fjarverandi, því það eru engin börn heima, og séu svo miklu betri starfskraftar en margir. Mér finnst ótrúlegt að at- vinnurekendur sjái þetta ekki í dag. Æskudýrkunin er meiri og meiri og það er ráðandi það viðhorf að kon- ur þurfi að vera ungar og fallegar.“ Ef þú hugsar um jafnrétti kynjanna, hverju finnst þér mest ábótavant í dag? „Það eru auðvitað launin. Og það ofbeldi gagnvart konum sem við- gengst finnst mér auðvitað alveg hrikalegt. Ég dáist að því starfi sem er unnið í Stígamótum og Kvennaathvarfinu sem hafa verið brautryðjendur í að vinna gegn þessu. Ég er líka fegin því að það eru til samtök sem kallast Karlar til ábyrgðar. Það er gleðiefni að þeir taki þátt í þessu. Það þarf að breyta hugsunarhættinum og skapa virðingu fyrir fólki.“ Þegar Pálína var um tíma for- maður fyrir Samtökum um kvenna- athvarf var norrænt þing haldið hér á landi og kom það í hennar hlut hennar að bjóða gesti vel- komna. „Þá minntist ég á að ég hefði ný- lega heyrt af því að það væri hreyf- ing sem kallaðist Karlmenn til ábyrgðar og sagðist fagna því mjög því ég taldi að þetta yrði yrði aldrei lagað nema með samvinnu beggja kynjanna. Ég fékk skömm í hattinn fyrir að segja þetta því þetta þótti ekki rétta kvenréttindahugsunin. En þetta er og var mitt viðhorf þarna fyrir 20 árum og þetta þykir sjálf- sagt í dag. Það er ekkert hægt að gera þetta öðruvísi en að vinna saman.“ Hvernig heldurðu að það sé að vera ung kona í dag? „Það er þrýstingur á ungar kon- ur að gera og vera það sem um- hverfið vill að maður sé. Það eru auðvitað til sjálfstæðar ungar konur sem láta áreitið ekki hafa áhrif á sig en ég held að þetta sé talsvert flóknara en þetta var. Útlitskröf- urnar eru miklar. Til að ungar kon- ur geti átt farsælt líf verða þær að standa með sjálfum sér og vita hvað þær vilja. Sækja sér menntun og trúa á sig. Ýmislegt hefur orðið til þess að styrkja konur í gegnum tíðina og ég segi fyrir mitt leyti að það skiptir öllu að þora að koma fram og tala og fá fólk til að hlusta á sig. Ég get nefnt sem dæmi að þrátt fyrir að við stelpurnar í bekknum í Kennaraskólanum stjórnuðum öllu þá voru strákarnir einhverra hluta vegna ráðandi í málfundafélaginu. Það er hægt að finna ýmsar leiðir til að æfa sig í að tala en ég get til dæmis nefnt að hjá Félagi kvenna í fræðslustjórnun fékk maður mikla æfingu í að tala um ýmis málefni sem skiptu máli. Það er margt sem hefur skipt sköpum fyrir samfélagið en þá má heldur ekki gleyma samtökum eins og Kvennalistanum sem gerði gríð- arlega mikið á þessu sviði. Þær voru frábærar með sína hug- myndafræði og ég bar mikla virð- ingu fyrir þeim.“ „Þrátt fyrir að við stelpurnar í bekknum í Kennaraskólanum stjórnuðum öllu þá voru strákarnir einhverra hluta vegna ráðandi í málfundafélaginu,“ segir Pálína. Morgunblaðið/Árni Sæberg Æskudýrkunin of mikil PÁLÍNA JÓNSDÓTTIR 90 ÁRA PÁLÍNA JÓNSDÓTTIR HEFUR VERIÐ ÖNNUM KAFIN ALLA TÍÐ Í LÍFI OG STARFI. HÚN SEGIST ALDREI HAFA TRÚAÐ ÖÐRU EN KONUR GÆTU ALLT SEM ÞÆR VILDU. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is 1915 Ný stjórnarskrá fyrir Ísland staðfest af konungi 19. júní. Þar með fengu konur, 40 ára og eldri, kosningarétt og kjörgengi til al- þingis. Aldurstakmarkið skyldi lækka um eitt ár næstu fimmtán árin þar til 25 ára aldri væri náð, en það var aldurstakmark kosninga- bærra karlmanna. Þetta ákvæði var fellt úr gildi árið 1920. Eftir það hafa konur og karlar notið sama réttar við kosningar til Alþingis. 1917 Kristín Ólafsdóttir lýkur embættisprófi í læknisfræði frá Há- skóla Íslands, fyrst kvenna. Hún varð jafnframt fyrsta konan til að ljúka prófi frá Háskóla Íslands. 1922 Ingibjörg H. Bjarnason kosin á Alþingi, fyrst kvenna, af sér- stökum kvennalista. 1925 Þetta ár kemur út sjálfs- ævisaga Ólafíu Jóhannsdóttur og var það í fyrsta sinn sem sjálfs- ævisaga konu var gefin út hér á landi. 1926 Björg C. Þorláksson ver doktorsritgerð sína við Sorbonne- háskóla í París. Björg varð fyrst ís- lenskra kvenna til að ljúka dokt- orsprófi og jafnframt fyrst Norð- urlandabúa til að ljúka slíku prófi frá Sorbonne-háskóla. Hún lauk doktorsnámi í lífeðlisfræði. 1930 Móðurást eftir Nínu Sæ- mundsson er fyrsta mynd eftir konu sem sett er upp á almannafæri hér á landi. 1935 Sett lög um getnaðarvarnir og fóstureyðingar. Fóstureyðingar voru heimilaðar í sérstökum til- fellum og máttu læknar veita kon- um upplýsingar um þungunar- varnir. Læknar einir höfðu heimild til að hafa slíkar upplýsingar undir höndum. 1939 Konur keppa í fyrsta sinn um Íslandsmeistaratitil í skíða- íþróttum. Aðeins var keppt í svigi og varð Martha Árnadóttir Íslandsmeistari. 1945 Jórunn Viðar lýkur prófi í tónsmíðum, fyrst kvenna, frá Juilli- ard School of Music í New York. Geirþrúður Hildur Bernhöft lýkur guðfræðiprófi frá Háskóla Íslands, fyrst kvenna. Hún lét ekki vígjast til prests. 1946 Valgerður G. Þorsteins- dóttir tekur sólópróf í flugi, fyrst kvenna. 1952 Ragnheiður Guðmunds- dóttir læknir ráðin kennari viðJórunn Viðar Morgunblaðið/Golli Móðurást
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.