Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.06.2015, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.06.2015, Blaðsíða 43
21.6. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 43 þega en áður höfðu konur verið skattlagðar með eiginmönnum sín- um og sjálfstæði þeirra þannig dregið í efa. 1980 Vigdís Finnbogadóttir kjörin forseti Íslands. Hún varð fyrst kvenna í heiminum til að gegna embætti þjóðkjörins for- seta. Vigdís gegndi embætti til árs- ins 1996. 1981 Ragnhildur Gísladóttir stofnar Grýlurnar, fyrstu íslensku kvennahljómsveitina. 1982 Kvennaframboðið í Reykja- vík fær tvær konur kjörnar í borgarstjórn og sömuleiðis voru tvær konur kjörnar af lista kvenna-Vigdís Finnbogadóttir heilsar eftir að hafa náð kjöri sem forseti. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Grýlurnar, fyrsta íslenska kvennahljómsveitin. Ég finn aldrei fyrir því í starfimínu að það sé komið öðru-vísi fram við mig af því að ég er kona. Það er metnaðarmál að allir séu jafnir,“ segir Ingibjörg Eggertsdóttir, verkefnisstjóri hjá Rauða krossinum. Jafnréttismál voru lítið rædd við Ingibjörgu í uppvexti hennar. „Ég man ekki eftir því að slíkt hafi verið rætt á heimilinu. Hins vegar þegar ég kem á unglingsaldurinn fer ég að hugsa um þetta og verð þessi líka svakalega kvenremba,“ segir Ingibjörg og hlær. „Ég veit eiginlega ekki hvaðan það kom, því þessi mál voru ekki í brennidepli heima. Ég ætlaði bara ekki að vera minni manneskja en karl- menn og vildi að það væri jafn- rétti. Það var bara í mér, einhvern veginn. Ég ólst upp á sveitaheimili þar sem mikið var að gera og mér féll alltaf best að vinna úti. Þar kepptist ég við strákana, baki brotnu.“ Vildi jafna verkaskiptingu Ingibjörg segir verkaskiptingu á æskuheimili hennar hafa verið hefðbundna, en hún ólst upp með móður sinni, ömmu og afa, frænd- um og frænkum. „Konur unnu innistörfin, karlarnir útistörfin.“ Þrátt fyrir að Ingibjörg hafi sem unglingur lagt upp úr því að vinna úti með körlunum gekk það ekki í báðar áttir. „Ef á þurfti að halda unnu konurnar líka útiverkin, en karlarnir unnu lítið sem ekkert inni. Það var samt strax í mér svona ungri að verkaskipting ætti að vera jöfn. Seinna, þegar ég svo flutti í bæinn og frændur mínir dvöldu hjá mér, var ég alveg hörð á því að þeir þyrftu að hjálpa til á heimilinu, ekkert síður en kven- fólkið,“ segir Ingibjörg og bætir því við að það hafi raunar oft verið haft í flimtingum síðan. Hið sama gilti um hjúskaparár hennar. „Það var alveg jöfn skipting á öllum verkum, fyrrverandi maðurinn minn tók þátt í öllu. Ég hugsa nú samt reyndar að móðureðlið í mér hafi orðið til þess að ég varð fyrri til að sinna sumu, en annars geng- um við jafnt í þau verk sem lágu fyrir og tókum t.d. bæði þátt í barnauppeldi. Það var því mjög ólíkt æskuheimilinu en svona vildi ég hafa þetta. Mér fannst algjör- lega sjálfsagt að verkaskipting ætti að vera jöfn. Það hefði aldrei getað verið öðruvísi á mínu heimili.“ Fer jafnrétti aftur? Sem ung stúlka vann Ingibjörg sem vinnukona í sveitinni. „Vinnu- konur voru algengar í sveit á þess- um tíma og um leið og ég var komin á þann aldur var ég sett í það hlutverk. Mér fannst það ekki skemmtilegt en vildi þó ekki skor- ast undan. Þá var ég minna úti en meira inni að baka og þrífa en not- aði samt hvert tækifæri til að fara út í heyskap og sinna dýrunum.“ Ingibjörg segir aldrei annað hafa komið til greina en að vinna fulla vinnu utan heimilis og bætir því við að hún hafi einnig haft jafnréttissjónarmið í huga þegar hún fór út á vinnumarkaðinn: „Ég var og er mjög metnaðarfull fyrir því að misrétti á þessu sviði líðist ekki.“ Hún segist jafnvel hafa gengið of langt í einhverjum til- fellum. „Þegar ég var ófrísk lagði ég upp úr því að geta unnið fram á síðasta dag. Það skyldi nú ekki bitna á vinnuveitandanum að ég væri kona og gengi með barn. Ég sé það núna að þarna var of langt gengið,“ segir Ingibjörg og hlær. Aðspurð segir hún að sér finnist orð kvenna hafa sama vægi og orð karla í íslensku nútímasamfélagi. „Mér finnst konur samt hafa verið að bakka svolítið síðustu ár. Maður er farinn að heyra oftar af því að konur kjósi að vera í hlutastarfi eða jafnvel að sleppa vinnu til að geta sinnt börnum og heimili. Mér finnst margar ungar konur í dag ekki vera jafnstífar á jafnréttis- prinsippum eins og mín kynslóð var á þeirra aldri. En auðvitað er ekkert víst að okkar aðferð hafi verið eitthvað réttari en þeirra,“ segir Ingibjörg. Konur vantar í stjórnir Ingibjörgu finnst því helst ábóta- vant þegar kemur að jafnrétti í samfélagi nútímans að konur sitji í stjórnum fyrirtækja. „Ég held að stjórnarhættir væru betri ef kon- um við stjórnvölinn fjölgaði. Ég veit eiginlega ekki af hverju þetta hefur enn ekki breyst meira en raun ber vitni því að konur eru flinkar í þessu sem öðru. Kannski vantar hvatningu. Það fer alltaf í taugarnar á mér þegar maður sér myndir og fréttir frá ýmsum fund- um þar sem salurinn er fullur af karlmönnum en ekki nema ein eða tvær konur. Að öðru leyti eru kon- ur komnar inn á mörgum stöðum og það er frábært. Konur eru orðnar prestar, biskupar, þing- menn og forsetar, svo ekki sé minnst á gífurlega fjölgun kvenna í háskólanámi. Þetta er mjög jákvæð þróun. Enn á þó eftir að leiðrétta launamun kynjanna og fjölga kon- um í stjórnunarstöðum. Jafnvel í félögum þar sem yfirgnæfandi meirihluti félagsmanna er kven- kyns eru karlmenn oft formenn,“ segir Ingibjörg og nefnir þar félög leikskólakennara og íslenskra hjúkrunarfræðinga. Nauðsyn að hugsa stórt Talið berst að brjóstabyltingunni „Free the nipple“ sem hefur verið áberandi hérlendis það sem af er ári. „Mér fannst þetta svolítið skrýtið fyrst en áttaði mig svo á hugsuninni á bak við byltinguna. Það er verið að setja nektarmyndir af konum á netið í óþökk þeirra og með byltingu eins og Free the nipple verður auðveldara að takast á við slíkt. Brjóst eru eðlileg og eiga ekki að vera feimnismál en það þarf alltaf eitthvað róttækt til að hlutirnir breytist. Einhver þarf að hugsa stórt og gera byltingu og ég gleðst alltaf yfir því að sam- félagið þokist í rétta átt,“ segir Ingibjörg að lokum. Ingibjörg leggur áherslu á jafnrétti en finnst konur hafa bakkað síðustu ár. Morgunblaðið/Árni Sæberg Líkaði vinnukonustarfið illa INGIBJÖRG EGGERTSDÓTTIR 60 ÁRA INGIBJÖRG EGGERTS- DÓTTIR VARÐ AÐ EIGIN SÖGN KVENREMBA UPP ÚR ÞURRU Á UNGLINGSALDRI. HÚN ER SAMMÁLA UNGUM BRJÓSTABYLTINGARKONUM SAMTÍMANS UM AÐ BRJÓST EIGI EKKI AÐ VERA FEIMNISMÁL. Guðrún Ingibjörg Þorgeirsdóttir gith@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.