Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.06.2015, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.06.2015, Blaðsíða 48
V ið byrjuðum sem ákveðið gjörn- ingakonsept, við höfum síðan ekki haft mikinn tíma til að þróa það sökum tónlistarinnar,“ segir Laufey Soffía Þórsdóttir um rafpönksveitina Kæluna Miklu sem hún skipar ásamt þeim Sólveigu Matthildi Krist- jánsdóttur og Margréti Rósu Dóru- Harrysdóttur. Þrímenningarnir eru sam- ankomnir á svölum öldurhúss í miðbæ Reykjavíkur, einkar vel settar með sígar- ettur og bjór í því sem á að heita íslenskt sumar – átta stiga hita og alskýjuðu. Sveitin hefur farið mikinn að undanförnu en ásamt því að hafa lagt land undir fót á árinu þá stendur hún í ströngu við tónleikahald hér heima í sumar auk þess sem breiðskífa mun brátt líta dagsins ljós. Upphefja myrkrið Kælan Mikla, titill sem fenginn er að láni úr Múmínálfunum, kemur fram á tónlist- arhátíðinni Secret Solstice sem fram fer nú um helgina í Laugardalnum og kveðast þrí- menningarnir einkar spenntir. „Ég talaði við Egil um að spila á hátíð- inni í fyrra, mig langaði svo mikið að sjá Massive Attack. Það gekk hins vegar ekki upp og við vorum strax sett á lista fyrir há- tíðina í ár,“ segir Sólveig Matthildur um Egil Ólaf Thorarensen, einn af skipuleggj- endum hátíðarinnar. „Svo komum við til með að spila á Eistnaflugi í Neskaupstað í júlí. Ég er með útgáfufyrirtæki sem heitir Hið myrka man og verð einnig með svona hálfgert „off-off venue“ á hátíðinni. Við munum spila þar í tveimur útgáfum, fyrst sem Kælan 1 og svo Kælan 2. Við erum að breyta aðeins til um þessar mundir en í stað trommusetts erum við komin með trommuheila og hljóðgervla. Fyrra settið sem við spilum felur í sér hrátt trommusett en það síðara trommuheilann og hljóðgervlana. Síðara settið mun síðan leiða út í gjörning sem ég loka kvöldinu með. Ég mun þar upphefja myrkrið. Fólk mun leita til mín og ég mun gefa því ákveð- inn styrk svo það geti borið myrkrið sem býr innra með því með stolti. Það eru allir með myrkur innra með sér. Það þarf ekkert að vera slæmt. Það getur verið fallegt eins og hvað annað,“ segir Sólveig Matthildur en sveitin stefnir einnig á að spila á hátíðinni Norðanpaunk um verslunarmannahelgina. „Við erum að breyta smá um stefnu með þessu græjudóti. Það er bara gaman að prófa eitthvað nýtt. Við erum samt alveg sama hljómsveitin,“ skýtur Margrét Rósa inn. Vel hægt að nýta sorgina Kælan Mikla fæddist árið 2013 og er því nokkuð ung að árum. Þrátt fyrir ungdóminn hefur sveitin þó vakið verðskuldaða athygli. Sveitin hefur verið listuð meðal efnilegustu sveita landsins auk þess sem lag þeirra „Mánadans“ var til að mynda valið fimm- tánda besta lag ársins 2014 af Straumi. Að sögn þrímenninganna sameinar Kælan tón- list, myndlist, gjörningalist og ljóðlist og hafa þær allar verið nokkuð iðnar innan allra þessara geira. „Við kynntumst allar í MH. Við fórum að gera hluti sem okkur fannst skemmtilegir og við pældum lítið í því hvaða senu við til- heyrðum. Við vildum aðallega bara koma myrkrinu og sorginni sem við búum yfir til skila í einhverju listformi. Svo eru þetta svo skemmtilegar andstæður. Við erum allar al- veg rugludallar og oft voða hressar en svo gerum við dramatíska og reiða tónlist,“ seg- ir Laufey Soffía. „Það er samt svolítið konseptið í þessu öllu saman. Það getur verið svo fallegt að vera leiður, sorgin er falleg. Það er hægt að nýta hana á svo margvíslegan hátt,“ bætir Sólveig Matthildur við. „Mér finnst til að mynda alltaf voðalega gaman þegar fólk fer að gráta á tónleik- unum okkar,“ segir Laufey Soffía og hlær. „Hvað sameiningu tónlistar og ljóðlistar varðar þá finnst mér hafa orðið svolítil ljóðavakning að undanförnu. Því má eflaust þakka Fríyrkjunni og böndum á borð við Grísalappalísu sem syngja á íslensku,“ segir Sólveig Matthildur og bætir við að til sé of mikið af íslenskri textagerð sem fjalli um klisjukennt bandarískt unglingadrama. Fólk þakklátara erlendis Eins og áður segir héldu þrímenningarnir fyrr á árinu í tónleikaferðalag um Evrópu og segja þær reynsluna dýrmæta. „Við fórum til London og spiluðum svo á hátíð í París heitir Air d’Islande. Við mun- um síðan að öllum líkindum fara aftur í tón- leikaferðalag snemma í haust. Við getum þó ekki staðfest að við séum að fara út þar sem fjármagnið er ekki komið 100% á hreint. Það er allt í vinnslu. Það er í raun miklu skemmtilegra að spila í útlöndum en á Íslandi. Fólk er miklu þakklátara, þú færð líka borgað sem er tilbreyting. Hér heima fær maður nokkra bjóra og svo er maður kvaddur,“ segir Margrét Rósa með bros á vör. „Það er bara greinilega meiri hefð fyrir því að borga sig inn á tónleika úti en hér heima,“ skýtur Laufey Soffía inn. „Það vantar betra viðhorf gagnvart tón- listarmönnum hér á landi að mínu mati, meira þakklæti. Það er allt í lagi að fá ekki alltaf borgað fyrir tónleika, þetta snýst ekki allt um peninga. Ég er meira að tala um að fólk beri virðingu fyrir því að við erum að uppljóstra okkar leyndardómum í gegnum þennan miðil,“ segir Sólveig Matthildur. Stöllurnar segja ekki skipta neinu máli þeg- ar þær spila erlendis að allir textar þeirra séu á íslensku, ef eitthvað er, þá hjálpi það fremur en hitt. „Ef tilfinningin kemst til skila, þá skiptir engu máli á hvaða tugnumáli er sungið,“ segir Margrét Rósa. Upp í úthverfin „Íslenska samfélagið er bara svo lítið. Það er alltaf sama fólkið sem tímir ekki að borga sig inn að fara að sjá sömu böndin,“ segir Laufey Soffía. Sólveig Matthildur kemur því að að það sé draumur sinn að stofna tónleikastað einhvers staðar fyrir ut- an 101 Reykjavík, jafnvel í úthverfunum. „Finna til dæmis einhvern stað í Mjódd- inni eða í Ármúlanum. Ég sá líka að gamli Goldfinger er til leigu, búið að henda þeirri starfsemi út. Það væri gaman að opna „pönk-venue“ á einhverjum slíkum stað. Það þyrftu ekki nema tíu manneskjur að láta smá fjármagn af hendi til að það myndi ganga upp. Það væri hægt að byggja upp eitthvað fáránlega gott. Við þurfum að koma okkur úr 101, þar eru hvort sem er bara túristar,“ segir hún. „Það vantar klárlega fleiri tónleikastaði. Spurningin er bara hvort fólk myndi mæta. Nennir það að fara eitthvað lengst út í rassgat til að fara á tónleika?“ spyr Laufey ÍSLENSKA PÖNKIÐ FÆR ÖFLUGAN LIÐSTYRK Gaman þegar fólk grætur á tónleikum PÖNKSVEITIN KÆLAN MIKLA HEFUR KOMIÐ EINS OG STORMSVEIPUR INN Í ÍSLENSKT TÓNLISTARLÍF OG UNDIRBÝR SVEITIN NÚ ÚTKOMU SINNAR FYRSTU BREIÐSKÍFU MEÐ MIKLU TÓNLEIKASUMRI. KÆLAN SAMEINAR MYND, LJÓÐ, GJÖRNINGA OG TÓNLIST UNDIR EINUM HATTI SEM HEFUR BÆÐI ÖGRAÐ OG HEILLAÐ ÞÁ SEM HAFA MÁTAÐ HANN. Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is Kæluna Miklu skipa þær Sólveig Matthildur Kristjánsdóttir, Margrét Rósa Dóru-Harrysdóttir og Laufey Soffía Þórsdóttir. 48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.6. 2015 Stúlknakór dómkirkjunnar í Niðarósi kemur í heimsókn í Langholtskirkju á morgun, sunnudag. Kórinn syngur í messu kl. 11 og verður með sameiginlega tónleika með Gradualekór Langholtskirkju kl. 17. „Kórinn er einn af fimm kórum dómkirkj- unnar og hefur hlotið margvíslegar viður- kenningar fyrir fagran söng, m.a. menning- arverðlaun Þrándheims 2010. Kórinn kemur reglulega fram með Sinfóníuhljómsveit Þrándheims. Kórinn söng við brúðkaup Mörtu Lúisu prinsessu 2005, á 100 ára krýn- ingarafmæli Hákonar konungs 2006 og hátíð- armessu í tilefni 200 ára afmælis stjórnar- skrárinnar 2014,“ segir m.a. í tilkynningu. Stjórnandi kórsins frá upphafi er Anita Bre- vik, en undirleikari er Maria Næss. Aðgangur er ókeypis. HEIMSÓKN FRÁ NOREGI STÚLKNAKÓR Stúlknakór dómkirkjunnar í Niðarósi, sem er einn af fimm kórum kirkjunnar, er í heimsókn. Marina Shulmina, Flemming Viðar Valmundsson og Gerður Bolladóttir skipa Kalinka-tríóið. Tríó Kalinka kemur fram á stofutónleikum á Gljúfrasteini á morgun, sunnudag, kl. 16. Á efnisskránni eru íslensk sönglög eftir 19. og 20. aldar tónskáld, fjörugir dansar frá bæði Íslandi og Rússlandi og loks rússnesk þjóðlög og rómönsur. Af íslenskum lögum munu t.d hljóma lögin „Sólskríkjan“ eftir Jón Laxdal, „Minning“ eftir Þórarinn Guðmundsson, „Dagný“ eftir Sigfús Halldórsson og „Maí- stjarnan“ eftir Halldór Laxness. Rússnesku lögin sem verða flutt eru m.a. „Svörtu aug- un“, „Kalinka“, „Bjarta nótt“, „Liljurnar“ og „Björkin“. Kalinka-tríóið skipa Gerður Bolla- dóttir sópran, Flemming Viðar Valmundsson harmonikkuleikari og Marina Shulmina sem spilar á domra sem er sérstakt rússneskt hljóðfæri. Miðaverð er 1.500 krónur. ÍSLENSK OG RÚSSNESK LÖG TRÍÓ KALINKA Orgelleikarinn Iveta Ap- kalna heldur tvenna tón- leika í Hallgrímskirkju um helgina. Í dag, laugardag, kl. 12 leikur hún á hádeg- istónleikum og á morgun, sunnudag, kl. 17 heldur hún lengri og efnismeiri tónleika. Á efnisskránni eru tónlist eftir Kalejs, Franck, Bach, Eschaich, Glass og Liszt. Í til- kynningu frá kirkjunni kemur fram að Iveta Apkalna sé hin „margverðlaunaða org- elstjarna Iveta“ sem hafi m.a. hlotið þýsku Eccho-tónlistarverðlaunin, unnið fyrstu verðlaun í rússnesku Tariverdiev-org- elkeppninni og Bach-verðlaunin í alþjóðlegu Royal Bank Calgary orgelkeppninni í Kanada. Þar kemur fram að frægð hennar byggist á „ótrúlegri tækni, tónlistarlegri næmni og mikilli útgeislun sem gera tónleika hennar að hreinni upplifun.“ Iveta Apkalna er frá Lett- landi en býr í dag bæði í Riga og Berlín. ALÞJÓÐLEGT ORGELSUMAR ÓTRÚLEG TÆKNI Iveta Apkalna Menning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.