Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.06.2015, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.06.2015, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.6. 2015 Ég myndi nýta peningana fyrir fjölskylduna. Kannski fara í frí saman, sem er ekki alltaf hægt þegar fjölskyldur eru stórar. Hrönn Bergþórsdóttir Ég myndi fara í heimsreisu og sjá allt sem er að sjá. Sonja Sævarsdóttir Ég hreinlega bara veit það ekki. Ingólfur Arnarson Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Þetta er ekki það mikill peningur, ég myndi reyna að ávaxta hann. Og jú, kannski fara í eina utanlandsferð. Róbert O’Neill Morgunblaðið/Júlíus SPURNING VIKUNNAR HVAÐ HEFÐIR ÞÚ GERT VIÐ MILLJÓNIRNAR 162 SEM HEPPINN ÍSLENDINGUR VANN Í VIKUNNI? Hvað geturðu sagt mér um nýju plötuna þína, The Wolv- es are Whispering, án þess að minnast á tónlist? „Ef ég á að tala um plötuna án þess að nefna tónlist, þá er líklega auðveldast að tala um hulstrið eða umbúðirnar. Framan á plötunni er listaverk eftir hina frábæru listakonu Ulrike Theusner. Ég kynntist henni fyrst þegar ég var að leikstýra stuttmynd fyrir Pompidou-safnið í París ásamt félaga mín- um Taki Bibelas (sem gerir myndbandið við lagið My Special One sem einnig er á plötunni). Ulrike starfaði þá sem módel og lék að hluta í stutt- myndinni. Við héldum svo sambandi og hún fór að snúa sér meira að list- inni. Nú sýnir hún í mörgum fremstu listasöfnum heims. Á sínum tíma, þegar ég var að leita að mynd á framhlið hulstursins, bað ég hana að senda mér nokkur verk sem ég mætti hugsanlega nota. Hún tók vel í það enda mikill Lady & Bird-aðdáandi. Svo þegar ég fékk myndina sem endaði fram- an á hulstrinu sá ég að þessi mynd passaði fullkomlega við hljóðheiminn. Ég ákvað að hafa ekki nafnið á hljómsveitinni, Bang Gang, eða plötunni framan á svo myndin nyti sín sem best. Ég er gríðarlega ánægður með það; vínilplatan gæti sómt sér frábærlega uppi á hvaða vegg sem er. Svo mæli ég með því að fólk hlusti á tónlistina.“ Geturðu sagt mér af hverju það halda svona margir að þú búir í útlöndum? „Kannski af því að ég hef unnið mörg verkefni erlendis. Ég starfa eins og lít- ið útflutningsfyrirtæki og þarf því stundum að fara og koma verkum á kopp- inn erlendis. Það virðist vera meiri áhugi þar til þess að setja upp verk. Við Keren Ann gerðum t.d. Lady & Bird-óperu sem var sýnd í nokkrum óperuhúsum í Frakklandi og hét RED WATERS. Það voru nokkuð margir Íslendingar sem tóku þátt í gerð verksins og þetta var risastór framleiðsla. En enginn hefur sýnt því áhuga að setja upp verkið hér heima ennþá, þótt við höfum leitað til helstu aðila. Nú er reyndar þetta verk í þróun; að verða að teiknimynd, og er það mjög spennandi. Í íslensku poppheimildarmyndinni Gargandi snilld talaðirðu um að á Íslandi væri mikið af hæfileikaríkum tónlistarmönnum að gera vonda músík. Ertu enn þeirrar skoðunar? Þarna ertu að vísa í 10 ára gamalt viðtal. Ég sagði reyndar að það væri mikið af góðri tónlist og mikið af lélegri líka. Ég held að það sé svoleiðis enn. Reyndar held ég að það sé svoleiðis í öllu, því það hafa ekki allir sama smekk. Það sem mér finnst lélegt finnst öðrum gott og öfugt. Sumum finnst mín tónlist léleg, öðrum finnst hún góð, og það er bara í góðu lagi. Hver var síðasta íslenska bók sem þú last og þér þótti eitthvað varið í? Ætli það hafi ekki verið Fuglaþrugl og nafnaskrafl eftir Þórarin Eldjárn. Frábær bók. Hvenær/hvar verða svo útgáfutónleikar? Útgáfutónleikarnir verða haldnir í Gamla bíói í byrjun september. Fyrstu tónleikar Bang Gang hér á landi í nokkur ár. Það verður eitthvað swagalegt. Morgunblaðið/Þórður BARÐI JÓHANNSSON SITUR FYRIR SVÖRUM Það verður swagalegt Forsíðumyndina tók Árni Sæberg Fjóðra plata Bang Gang kom út fyrir fáeinum dögum en sjö ár eru frá því að síðasta plata hljómsveitarinnar, Ghosts from the Past, kom út. Útgáfu- tónleikar nýju skífunnar verða haldnir í Gamla bíó næstkomandi september. Talað er um að gleymið fólk hafi gullfiskaminni en ef marka má nýja rannsókn frá Microsoft, þá þarf að endurskoða það orðatiltæki, því einbeitingartími manns- ins mælist nú styttri en hjá meðalgullfiski. Sporna má þó við þessari þróun. Heilsa og hreyfing 14 Í BLAÐINU Hvað er illska og hvað veldur henni? Hvers vegna er fólk andstyggilegt við annað fólk og vinnur því jafnvel mein? Er það minnimáttarkennd, óöryggi, siðblinda eða jafnvel pen- ingaskortur? Og hvað er til ráða? Er hægt að einangra illskuna og halda henni í skefjum? Illska 44 Í björtu einbýlishúsi í Reykjavík hefur María Björg Sigurðardóttir, markaðsstjóri hjá Tulipop, komið sér og fjölskyldu sinni vel fyrir. Húsið sem byggt var árið 1931 er talið fyrsta funkishús á Íslandi. Innlit 23 Safnasafnið fagnar tuttugu ára afmæli í ár en safnið hýsir á sjötta þúsund verka. Níels Hafstein, annar stofnandi safnsins, hefur verið mikill hvalreki fyrir íslenska safna- flóru og ræðir um listina, sitt starf í gegnum tíðina og stofnun Nýlistasafnsins á sín- um tíma. Viðtal 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.