Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.06.2015, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.06.2015, Blaðsíða 4
Karlar sækja síður í háskólanám 2.615 manns hafa verið brottskráðir úr Háskóla Íslands það sem af er ári, og eru 68% þess fjölda konur. Hlutfall háskólamenntaðra kvenna á Íslandi fer vaxandi frá ári til árs, töluvert hraðar en hlutfall háskóla- menntaðra karla, ef marka má tölur Hagstofu. „Við fögnum því að konum fjölgar í háskólanum en höfum jafnframt miklar áhyggjur af því að strákar virðast vera sá hópur þar sem brott- fallið er mest úr framhaldsskólum og sækja síður í háskólanám. Brýnt er að kanna ástæðurnar fyrir því og vinna að úrbótum,“ segir Kristín Ingólfsdóttir, fráfarandi rektor Há- skóla Íslands, í samtali við sunnu- dagsblaðið. Konur sækja í sig veðrið hvað varðar aðsókn í margar greinar, t.a.m. hagfræði ef skoðaðar eru tölur yfir brautskráða úr HÍ árin 2004 og 2014. Hlutfall kvenna í hópi braut- skráðra af hagfræðideild hér um bil þrefaldast milli þessara ára, en nefna ber að tölurnar eru breytilegar milli ára. Þá skerpist meirihluti kvenna í læknisfræði á þessum tíma, en hlut- fall kvenna í hópi brautskráðra í læknisfræði var 56% árið 2004 en 65% í fyrra. Athygli vekur að konur eru í meirihluta í öllum greinum heil- brigðisvísinda. Meirihluti karla stend- ur nokkurn veginn í stað í tölvunar- fræði og sumum greinum verkfræð- innar og hlutföllin eru nokkuð jöfn í lögfræði, þótt konur nái meirihluta. Þá hefur konum fjölgað í raunvís- indadeild og sömuleiðis rafmagns- og tölvuverkfræðideild. Virðing fyrir karlastéttum „Við vorum mjög ánægð að sjá aukningu í þessum deildum,“ segir Kristín. Hún segir konur frekar sækja í hefðbundnar „karlagreinar“ en karla í „kvennagreinar“, eins og hjúkrunarfræði og kennaranám. „Þetta eru greinar sem okkur sárvantar fólk í og þarf að bera meiri virðingu fyrir. Þar er mikið verk að vinna.“ Þorgerður Einarsdóttir, prófessor í kynjafræði, tekur í sama streng. „Stór hluti skýringarinnar er að virðing kvenna vex við að fara inn á karlasvið meðan hið gagnstæða gild- ir um karla.“ Þorgerður bendir líka á að síð- ustu fimmtán ár hafi sumar „kvennagreinar“ á borð við leik- skólakennara og þroskaþjálfa færst á háskólastig, en sama þróun eigi ekki við um margar „karlagreinar“, t.a.m. stýrimanna- og vélstjóra- menntun. Drengir fá litla endurgjöf Munur á námsárangri kynjanna gerir vart við sig í grunnskóla, en drengir eiga sérstaklega erfiðara uppdráttar í lestri. Þetta segir Þor- björg Helga Vigfúsdóttir, fyrrver- andi borgarfulltrúi, sem leiddi starfshóp um námsárangur drengja 2011, og framkvæmdastjóri Tröppu. „Brothættan er mest á yngri stig- um skólanna þar sem drengir fá ekki nægjanlega endurgjöf um hvernig þeim gengur. Þeir eru, samkvæmt þroskasálfræðinni, á undan stelpum að átta sig á tak- mörkum sínum. Þannig eru stelpur þrautseigari lengur, og þar af leið- andi iðnari,“ segir Þorbjörg. Hún segir drengi hafa meiri þörf á endurgjöf og þurfa meiri stuðning til að halda sér við efnið, og bendir m.a. til hegðunar barna í tölvu- leikjum máli sínu til stuðnings. „Ef þú talar við tölvuleikja- framleiðendur, sem eru búnir að grannskoða hvernig maður heldur athygli krakkanna í leikjum, kemur í ljós að strákar eru allt öðruvísi en stelpur. Stelpur virðast frekar vilja upplýsingar um félagslegt umhverfi og hvernig heildin hagnast á hinu eða þessu, á meðan strákar þurfa að fá meira um sig og sína persónu í leiknum, hvernig hún stækkar og nær árangri. Og þar er ekkert smá mikil endurgjöf sem þeir þurfa. Ef við yfirfærum það sem leikirnir segja okkur liggur beint við að strákar þurfa mikla endurgjöf og hrós, annars eru þeir fljótir að gef- ast upp.“ Koma betur undirbúnar „Við vitum að kynjamunur á náms- árangri hefur verið að aukast hægt og bítandi, sérstaklega í læsi, stúlk- um í vil. Flestar rannsóknir benda til þess að strákar lesi einfaldlega minna en stelpur,“ segir Freyja Birgisdóttir, dósent við Mennta- vísindasvið Háskóla Íslands. Hún segir muninn jafnvel koma fram ekki síðar en í leikskóla, þegar mikilvægur málþroski og annað fer að myndast. Strákar séu seinni hvað það varðar en stelpur. „Auðvitað hangir þetta allt sam- an. Ef stelpur koma betur undir skólann búnar í fyrsta bekk, ekki nema sex ára, taka þær hraðari framförum og þannig getur mun- urinn undið upp á sig. Þær koma í skólann þroskaðri á ákveðnum svið- um, til dæmis málþroska, og taka þar með betur við kennslunni, sem aftur getur haft áhrif á áhuga nem- enda.“ Ljóst er að margt er enn ókannað í þessum efnum og óljóst hvaða áhrif þessi þróun mun hafa á at- vinnulíf framtíðar. „Við þurfum að vera bjartsýn á að það takist að ná jafnrétti á sem flestum vígstöðvum,“ segir fráfarandi rektor. Konur sækja í sig veðrið í hefðbundnum „karlagreinum“ ef svo má segja. Getty Kristín Ingólfsdóttir Þorgerður Einarsdóttir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Freyja Birgisdóttir HLUTFALL HÁSKÓLAMENNTAÐRA KVENNA HEFUR FARIÐ VAXANDI UNDANFARIN ÁR. VISSULEGA FAGNAÐAREFNI EN Á SAMA TÍMA SÆKJA KARLAR SÍÐUR Í HÁSKÓLANÁM. HEFÐBUNDNAR „KVENNASTÉTTIR“ HAFA MARGAR FÆRST Á HÁSKÓLASTIG OG KONUR SÆKJA Í SIG VEÐRIÐ HVAÐ VARÐAR AÐSÓKN Í SUMAR HEFÐBUNDNAR „KARLAGREINAR“, EN EKKI ÖFUGT. BROTHÆTTAN VIRÐIST MEST Á YNGRI STIGUM SKÓLANNA EN DRENGIR EIGA ERFIÐARA UPPDRÁTTAR Í GRUNNSKÓLUM EN STÚLKUR, SÉRSTAKLEGA VIÐ LESTUR. * Þrátt fyrir að karlar láti frekar til sín taka í stjórn-málum eru konur í meirihluta í hópi háskólamennt-aðra, en munurinn milli kynjanna skerpist milli ára.ÞjóðmálMATTHÍAS TRYGGVI HARALDSSON mth@mbl.is „Við þurfum að æfa stúlkur meira í þeim kjarki að fara inn í óhefðbundið umhverfi, við þurfum að kenna þeim að vera svolítið óþekkar og um leið þurfum við að æfa drengina til að þeir vilji ganga í störf kvenna og deila fjármunum og völdum með konum. Til þess þarf að æfa börn frá unga aldri, bæði kjarkinn, að taka sitt pláss og láta heyra í sér en líka að vera saman, hjálpast að og finna samkennd,“ segir Margrét Pála Ólafsdóttir, stjórnarformaður Hjallastefn- unnar, en Hjallastefnan rekur einu grunnskólana á landinu þar sem markvisst er unnið með kynjaskipt skólastarf. Hún segir að þar sé lögð áhersla á að mæta hverju barni eins og það er og þjálfa hjá báðum kynjum vissa sammannlega þætti. „Við sjáum strax í leik- og grunnskólum og í því uppeldi sem stúlkur fá, að það er öðruvísi en uppeldi drengja. Hin dulda námskrá, eins og við köllum það, er enn að kenna stúlkum að bíða prúðar eftir að röðin komi að þeim og drengir eru ennþá verðlaunaðir fyrir að fara fremstir í röð og taka meira en þeim ber. Þetta birtist þannig að þótt við segj- umst vera að vinna að jafnrétti eru drengir ennþá að taka meira rými, fá meiri athygli og meiri hvatningu sem ein- staklingar í leik- og grunn- skólum. Stelpum sem koma vel út í skólum er líka hrósað mikið fyrir það, en þær eru látnar bíða eftir athygli og fá ekki hvatningu og sjálfsmynd þeirra verður veikari fyrir vik- ið. Strákarnir eru hins vegar að glata námslegri sjálfsmynd sinni, því þótt þeir fái mikla hvatningu eru þeir alltaf að heyra og sjá að stelpurnar eru betri að læra en þeir.“ STRÁKAR TAKA PLÁSS OG STELPUR BÍÐA PRÚÐAR Margrét Pála Ólafsdóttir 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.6. 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.