Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.06.2015, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.06.2015, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.6. 2015 Skyldi Bláa lónið vera ástæða þess að Íslend- ingar reynast friðsælli en aðrar þjóðir? Morgunblaðið/Kristinn Einhverjir Íslendingar hafa líklega veitt at- hygli fréttaflutningi síðustu daga um nýjan lista stofnunarinnar Institute of Economics and Peace. Listinn er uppfærður árlega og gefur löndum heims friðarvísitölu eða „global peace index“. Ísland trónir á toppi listans fyrir árið 2015. Erlendir fjölmiðlar á borð við CNN hafa rekið auga í þetta og fjallað um málið. Er Ís- land þar kynnt sem fullkominn áfangastaður fyrir friðelskandi ferðamenn og þá sem setja öryggið ofar öllu. Aðrir fjölmiðlar velta því fyr- ir sér hvort Bláa lónið og fleiri fallegir staðir á landinu valdi því að Íslendingar séu að eðlis- fari friðsælli en annað fólk. Áhugavert verður því að sjá hvort hingað til lands muni næstu mánuði flykkjast sérlega áhættufælnir ferða- menn. Samkvæmt listanum eru tíu friðsælustu lönd heims Danmörk, Austurríki, Nýja- Sjáland, Sviss, Finnland, Kanada, Japan, Ástr- alía og Tékkland, auk Íslands. Ferð fyrir áhættufælna? Það mun hafa verið fáeinum árum eftir aðtvíburaturnarnir í New York vorusprengdir að til Íslands komu fulltrúar frá Evrópulögreglunni að fræða þingmenn um öryggi í flugi. Þeir gáfu lítið fyrir öryggisleit á flugvöllum, sögðu að með einni undantekningu hefði hún, að því best væri vitað, aldrei komið í veg fyrir hryðjuverk. Eina undantekningin, flug- farþegi með sprengju í skósóla hefði verið stopp- aður á flugvellinum í Los Angeles en það hefði verið vegna þess að bandarísku lögreglunni hefði verið kunnugt um áform hans og varað við. Það þarf varla að taka fram að hinir evrópsku lög- reglumenn voru komnir til Íslands að tala máli forvirkra rannsóknarheimilda. Ef valið stendur á milli þess að leita á mér í flugstöð annars vegar og hins vegar að fylgjast öllum stundum með persónu minni, þá vel ég tví- mælalaust flugstöðina. En valið þarf ekki að standa á milli þessara tveggja kosta. Leikhús hafa verið sprengd í loft upp og strætisvagnar og járnbrautarlestir, án þess að nokkur maður tali fyrir því að leitað sé á öllum leikhúsgestum eða strætófarþegum. Öðru máli gegnir um flugvélarnar. Bandarísk yfirvöld fengu þessu áorkað eftir 9/11 . Ég geri mér fullkomlega grein fyrir því að hér getur ekkert eitt land skorist úr leik. Þá yrðu flugvellir þess lands einfaldlega settir út af sakramentinu. Síðan koma margvíslegir hags- munir til sögunnar, framleiðenda leitarvélanna og plastbakkanna , og að sjálfsögðu atvinnu- öryggi alls þess mikla fjölda fólks sem starfar við leitina. En það er önnur saga. Ég treysti því hins vegar að íslensk flugmálayfirvöld beiti sér fyrir slökun á regluverkinu þegar færi gefst; að menn þurfi ekki að taka af sér beltið eða fara úr skónum! En látum það vera að George Bush hafi haft það af okkur að ferðast með tannkrem landa á milli. Mér hefur tekist að sefja sjálfan mig gagn- vart slíku og tek að sjálfsögðu fullan þátt í sam- starfi við það ágæta fólk sem sinnir leitarstarf- inu. Þegar allt kemur til alls þá er þetta prýðileg æfing í að halda ró sinni. Einu skiptin sem mér bregst þar bogalistin er þegar ég kem heim frá Bandaríkjunum þar sem vopnaleit er með strangasta móti. Þegar mér er þá sagt að afhenda belti og tannkrem og fara úr skónum, þá er mér öllum lokið. Kannski er erfitt að skipuleggja Leifsstöð þannig að ekki þurfi að koma til þessa gagnvart okkur sem erum að koma heim. En þetta er ekki tollleit, einvörðungu öryggisleit til að koma í veg fyrir að maður sprengi flugvél í loft upp – þá væntanlega flugvél sem maður er að fara í loftið með. Er það ekki augljóst? Æfing í jafnaðargeði * Ef valið stendur á milliþess að leita á mér íflugstöð annars vegar og hins vegar að fylgjast öllum stundum með persónu minni, þá vel ég tvímæla- laust flugstöðina. ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM Ögmundur Jónasson ogmundur@althingi.is Guðrún Berg- mann, frum- kvöðull með meiru, vitnaði í Mayu Angelou í vikunni, Facebo- ok-vinum sínum til hvatningar: „Ef þú ert alltaf að reyna að vera normal, kemstu aldrei að raun um hversu stórkostleg/-ur þú getur verið.“ Rithöfundurinn Guðmundur Brynjólfsson hafði þetta að segja á Facebook þegar fréttir bár- ust af því að hland í sundlaugum ylli rauðum augum: „Þetta eru drullu- pyttir! - ég hef alltaf sagt það. Hitt er annað að þarna opnast ný vídd í skáldskap, sér í lagi í ástarsögum. Svona gæti til dæmis hafist bókin, „Ástir sundkennarans“: „Hann vatt sér úr sundbuxunum, vatt þær og vatt sér upp að henni og horfði á hana hlandbrunnum augum, hún horfði rauðeygð á móti og strauk þvag af hvörmum ...“ Steinunn Ól- ína Þorsteins- dóttir, ritstjóri Kvennablaðsins, gerði á Facebook góðlátlegt grín að vopnaflutningum vikunnar, þegar 250 hríðskotabyssur voru í heim- ildarleysi fluttar héðan til Noregs með farþegaflugi: „Sigga mín, ertu ekki að fljúga til Noregs í fyrra- málið? –Jú. Ertu til í að taka fyrir mig 100 hríðskotabyssur til hans Nonna? –Já ekkert mál elskan, ég tek þetta bara í handfarangri, þeir eru svo liðlegir hjá Icelandair.“ Þingmaðurinn Össur Skarp- héðinsson sagði farir sínar ekki sléttar á Facebook í vikunni: „Úr þinginu skreiddist ég heim á Vestó blóðrisa, hrjáður og smáður eftir samræmda atlögu Sjálfstæðis- flokksins og Bjartrar framtíðar. Það byrjaði með því að Guðlaugur Þór Þórðarson sagði að Björt framtíð væri ekkert annað en „ljósrit af Samfylkingunni“. Brynhildur Pét- ursdóttir, bjeeffari, brást illa við, og kvaðst „mjög döpur“ yfir ummæl- um Guðlaugs Þórs. Ég veit ekki hvor móðgunin var verri.“ AF NETINU Vefsíðan Icenews benti í vikunni á erfiða stöðu íslenskra múslima en Ramadan, föstumánuður múslima, hófst fimmtudaginn 18. júní. Þann mánuð fasta múslimar frá sólarupprás til sól- seturs en vegna hins séríslenska sólargangs, er sá tími óvanalega langur hérlendis sbr. við önnur lönd. Fyrsta dag Ramadan voru sólar- lausar klukkustundir einungis þrjár á Íslandi. Sólin rís að nóttu til á íslenskum sumrum. Morgunblaðið/Ernir Löng fasta Vettvangur Vefsíðan clapway.com sagði frá því í vikunni að líkur væru á því að Íslendingar kynntust ættingjum sínum án þess að vita af skyldleik- anum. Þetta hefði augljósa ókosti í för með sér þegar fólk væri í ástarhug og því hefðu þrír háskólanemar leyst vandamálið með því að búa til app. Er þar átt við ÍslendingaAPP, sem sagt getur til um skyldleika tveggja ein- staklinga, „bömpi“ þeir farsímum sínum sam- an. Vefsíðunni þykir málið eðlilega kúnstugt. Í ástarhug Gæsaparið hefur vonandi athugað ættfræðina. Morgunblaðið/Þórður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.