Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.06.2015, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.06.2015, Blaðsíða 11
28.6. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11 út svo aldrei sér neitt á nátt- úrunni,“ segir Ástþór sem hefur verið að fikra sig aðeins áfram með ferðaþjónustu. Þannig er ágætt tjaldsvæði á Melanesi, áhugaverðar gönguleiðir og nú selaferðir. Hann hefur svo bígerð að koma upp gistihúsi eða slíku. „Maður þarf að hafa mörg járn í eldinum svo dæmið gangi upp. Bú- skapur með sauðfé dugar ekki til og er slítandi starf. Möguleikarnir virðast liggja í þjónustu við ferða- manninn,“ segir Ástþór sem slas- aðist alvarlega fyrir rúmum áratug og lamaðist neðan mittis. Hefur síðan verið í hjólastól en hefur þó haldið sínu striki. Hefur barátta hans og bjartsýni víða vakið at- hygli – það er að sjá möguleika í því sem aðrir telja hindranir. „Selurinn tekur gestunum á sandinum vel. Þetta eru spakar skepnur sem sumir segja hafa mannsaugu,“ segir Ástþór og bros- ir. Ástþór Skúlason ekur ferðamönnum á staðinn og hjólastóllinn er til taks. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Farþegavagninn sem er festur aftan í dráttarvél tekur allt að 30 farþega. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Björn G. Björnsson leikmynda- hönnuður vinnur þessa dagana ásamt fleirum að uppsetningu sýn- ingar um Stein Steinarr að Naut- eyri við Ísafjarðardjúp, það er í fæðingarsveit skáldsins. Upp- hafsmaður þessa verkefnis er Þór- arinn Magnússon verkfræðingur, en það var árið 2002 sem samkomuhús Nauteyrarhrepps brann en það hef- ur nú verið gert upp. „Við getum sagt að safn þetta verði svipmynd úr sveitinni. Þarna er öllu vel fyrir komið, kaffiaðstaða og bókahorn og sýningin um Stein er miðpunktur. Uppi eru sögu- spjöld um ævi Steins og list hans, en einnig ýmsir smáhlutir svo sem úr búi hans og Ásthildar Björns- dóttur konu hans. Einnig ljóð skráð með hans hendi. Í öllu þessu verk- efni hefur Þórarinn verið lykilmað- urinn,“ segir Björn G. Björnsson. Steinshús er á Nauteyri við Ísa- fjarðardjúp, gegnt Reykjanesskóla, rétt eftir að komið er niður af Steingrímsfjarðarheiði. Þá er ekinn vegur 635 sem liggur út á Snæ- fjallaströnd, en frá vegamótum er örfárra mínútna ferð í áfangastað. Í Steinhúsi er listamannaíbúð sem þegar er orðin eftirsótt en Steins- hús verður formlega opnað 15. ágúst næstkomandi með tónlist og töluðu orði. ÍSAFJARÐARDJÚP Steinn er kominn heim Björn G. Björnsson Sýningin í Steinshúsi er snot- urlega gerð eins og sjá má. Á dögunum tóku systurnarJenný, Íris Dröfn og Heið-rún Klara Johansen við rekstri K9 Dýradvalar - gæludýra- hótelsins í Reykjanesbæ. Þar er tekið á móti hundum, köttum og öðrum smádýrum til dvalar um skemmri tíma, til dæmis ef eigendur þurfa í frí eða slíkt. Jenný og Íris Dröfn sinna daglegum störfum á hótelinu en þriðja og yngsta systirin, Heiðrún Klara, sér um markaðsstörf og ráð- gjöf varðandi hunda. Hún rekur hundaskólann Hundaakademíuna í Reykjavík þar sem lögð er áhersla á jákvæða styrkingu gæludýra sem er rauði þráðurinn í allri þjálfun á hót- elinu. Hundar þurfa hvíld og félagsskap „Hundum leiðist fljótt ef þeir fá ekki örvun og nærveru við manneskjur. Því langar okkur að auka þjónustuna við hundana þannig að þeir fái meiri hreyfingu, andlega örvun og nærveru við starfsmenn,“ segir Heiðrún Klara sem er menntaður hundaatferl- isfræðingur. „Hundar þurfa líka að hvílast og því látum við þá taka pásu um miðjan daginn. Fullorðnir hundar þurfa að sofa 12 til 16 klukkustundir á sólarhring. Ef ekki verða þeir æstir og stressaðir.“ Á hundahótelinu eru 40 stórar vist- arverur, allar með afgirtri verönd. Hægt er að hafa allt að þrjá hunda frá sama heimili í hverju rými. Að auki er stórt afgirt útigerði sem hundarnir fá að nýta sér tvisvar á dag. Þar gefst möguleiki á að hundar leiki sér sam- an, leyfi eigendur það. Annars er far- ið er varlega í að láta hunda hittast. Áður en til þess kemur er athugað hvort þeir passi saman, til að draga úr hættu á ósætti. Eigendum er jafn- framt velkomið að láta ból hundsins að heiman fylgja svo og nagbein eða leikföng því kunnugleg lykt auðveld- ar þeim að vera fjarri fólkinu sínu. Gæludýra- eigendur úr sveit Á kattahótelinu eru 20 pláss. Hvert þeirra er á þremur hæðum og þar er gott rúm fyrir sandkassa, klórustaur, ból, mat og vatn. Þá er opið fyrir önn- ur minni dýr, svo sem fugla, kanínur, hamstra, naggrísi og fleiri tegundir, ef þeim fylgja þeirra eigin búr. Johansen-systurnar eru allar gæludýraeigendur og ólust upp í sveit hvar voru kýr, sauðfé, hestar, hænsni, hundar og kettir. „Heiðrún Klara hefur kennt okkur tveimur það sem upp á vantar, svo sem merkjamál hunda. Í þjálfun notum við jákvæða styrkingu þar sem góð hegðun er verðlaunuð. Ef dýrunum líður illa er þeim veitt sérstök athygli og allt reynt til að gera þeim dvölina sem bærilegasta,“ segir Jenný um starf- semi K9 Dýradvalar sem er kynnt á vefsetrinu k9.is. REYKJANESBÆR Systur með dýr í dvöl Aðstaðan fyrir hunda í Dýradvöl er að mati fólks alveg til fyrirmyndar. Atli Þorsteinsson, fyrrverandi eigandi, og systurnar Heiðrún Klara, Jenný og Ír- is Dröfn þegar þær tóku við starfseminni í Reykjanesbæ nú á dögunum. Hundurinn er sagður besti vinur mannsins – sem eflaust er rétt. Fjölbreytt dagskrá er í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli í sumar. Frá 20. júní til 20. ágúst er vikuleg ferð um Djúpalónssand og Dritvík, fjölskyldustund á Arn- arstapa og fræðsluferð að Svalþúfu og Lóndröngum. Snæfellsjökull Töluverðar framkvæmdir eru við Norðfjarðarhöfn, svo sem við togara- og smábátabryggjur. Einnig eru fram- kvæmdir á vegum einkafyrirtækja. Þá er Síldarvinnslan í sókn og ætlar að tvöfalda vinnslu og þarf því að byggja. Neskaupstaður Ullarnærföt í útivistina Þinn dagur, þín áskorun OLYMPIA Höfðabakka 9, 110 Reykjavík • Sími 561 9200 • run@run.is • www.run.is 30ÁRA 100% Merino ull Góð og hlý heilsársföt fyrir karla og konur Stærðir: S – XXL Sölustaðir: Hagkaup • Fjarðarkaup • Útilíf • N1 • Vesturröst Verslunin Bjarg, Akranesi • Verslunin Tákn, Húsavík • JMJ, Akureyri Verslunin Blossi, Grundafirði • Pex, Reyðarfirði Veiðisport Selfossi • Kaupfélag Skagfirðinga • Hafnarbúðin Ísafirði • Efnalaug Vopnafjarðar • Nesbakki, Neskaupsstað Kaupfélag V-Húnvetninga • Siglósport, Siglufirði Blómsturvellir, Hellissandi • Heimahornið, Stykkishólmi Eyjavík, Vestmannaeyjum • Verslunin Skógar, Egilsstöðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.