Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.06.2015, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.06.2015, Blaðsíða 20
D ublin eða Dyflinni er í Leinster og beint í gegnum borgina renn- ur áin Liffey sem er afar táknræn fyrir borgina og eru siglingar um ána vinsælar og gaman að kynnast borginni frá því sjónarhorni. Dublin eða Dyflinni dregur nafn sitt af orðinu Dubh Linn sem merkir svartalón. Krár eru nánast á hverju horni í borginni þar sem dökkur Guin- nes flæðir úr krönum og hrikalega gaman að kíkja enda þykja Írarn- ir afskaplega vinalegir. Fyrir þá sem eru minna fyrir mjöðinn eru hefðbundnar skonsur með smjöri og sultu yfir tebolla einnig af- skaplega írskt fyrirbæri. Dublin er afslöppuð borg og þar ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, hvort sem áhugi fyr- ir borgarmenningu, sögu eða fal- legu sveitaumhverfi er í fyrirrúmi. Í Dublin er þriðja stærsta verslunarmiðstöð Evrópu, Dundr- um, sem hefur að geyma helstu verslanir Evrópu allt frá Pennys og H&M í dýrari, fágaðri varning. Þá er upplagt fyrir verslunarsjúka að klára innkaupin í Dundrum á einu bretti og njóta síðan borg- arinnar. Einnig er miðbærinn heillandi og verslunargatan Graf- ton Street afskaplega notaleg með helstu tískuhúsnum og í hlið- argötum hennar eilítið minni og heillandi verslanir fyrir þá sem kunna slíkt að meta. Flugið er stutt, eða um tveir tímar og er Dublin því afskaplega góð borg fyrir góða, afslappaða helgarferð eða lengri ferðalög um írsku sveitirnar. Mikið er af heillandi smábæjum í írsku sveit- unum og þar er notalegt að dvelja og upplifa þá einstöku smábæjar- stemningu sem írska sveitin býður upp á. Menning, mjöður og mögnuð stemning DUBLIN, HÖFUÐBORG ÍRSKA LÝÐVELDISINS, ER AFSLÖPPUÐ, SKEMMTILEG BORG SEM ER ÞEKKT FYRIR HRESSA KRÁARMENNINGU, DÖKKAN GUINNES OG HEILLANDI SÖGU. ÞÁ ER ÍRSKA SVEITIN RÉTT FYRIR UTAN BORGINA ALGJÖR FJÁRSJÓÐUR OG EINSTÖK UPPLIFUN AÐ FERÐAST UM EYJUNA FÖGRU. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is *Dublin er af-slöppuð borgog þar ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Notalega verslunargatan Grafton Street hefur að geyma helstu verslanir Evr- ópu auk spennandi kráa og lítilla búða í heillandi hliðargötum. Getty Images 20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.6. 2015 Ferðalög og flakk Glendalough er dalur sem hefur að geyma klaustur munkanna á Írlandi frá því fyrir 14 öldum. Nafnið kem- ur frá tveimur vötnum sem urðu til á ísöldinni og þar dvaldi munkurinn St. Kevin. Dalurinn er einstök náttúruperla og á góðviðrisdögum er vinsælt að liggja við strendur vatnsins og njóta sín auk þess sem göngutúrar um þessar sögufrægu minjar og fallega landslag eru áhugaverð leið til þess að upplifa þann einstaka anda sem svífur yfir vötnum og drekka í sig magnaða sögu staðarins. Ferðin tekur um einn og hálfan tíma en möguleiki er á rútuferðum á staðinn frá Dublin. Glendalough Silkimjúkur, dökkur Guinness er eitt af einnkennum Dublin og telst eiginlega nauðsynlegt að fá sér smakk. Í Guinness Storehouse gefst fólki möguleiki á því að fá skemmtilega leið- sögn um bruggun bjórsins og sögu hans. Í lokin er fólki síðan kennt að dæla Guin- ness á hinn full- komna máta og á efstu hæð húss- ins, sem er í laginu eins og Guinnes- glas, getur fólk gætt sér á „pint“ eða smakki nokkurra tegunda og virt fyrir sér Dublin í 360 gráða útsýni. Guinnes Storehouse
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.