Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.06.2015, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.06.2015, Blaðsíða 21
Þekktur fyrir einstakan arkitektúr og blómlega garða, Powerscourt er nokkurskonar sveitasetur þar sem dásamlegt er að labba um svæðið og virða fyrir sér einn fallegasta garð í Evrópu. Svæðið er allt í allt um 19 hektarar. Sveitasetrið sjálft var upp- runalega kastali sem byggður var á 13. öld en síðan var honum breytt á 18. öld undir leiðsögn þýska arki- tektsins Richards Cassels. Húsið brann árið 1974 en gert upp árið 1996 og hefur nú að geyma áhuga- verðar verslanir, samkomusali og veitingahús. Það eru nokkur svæði í garð- inum við setrið sem er gaman að ganga um, má þar nefna stóra gos- brunninn, japönsku garðana og dýrakirkjugarðinn. Við Powerscourt er afar notalegt að fá sér klassískar skonsur með þeyttu smjöri og sultu og jafnvel te með á verönd veitingahússins Avaco og virða fyrir sér þetta ein- staka svæði. Powerscourt Getty Images Ha’penny Brúin í Du- blin við ána Liffey. Það er einstök upplifun að rölta um Trinity College-háskólasvæðið sem er í hjarta Dublin. Það er einstaklega grænt svæði og fallegt. Getty Images 28.6. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21 ÖRYGGISVÖRUR VERKTAKANS –Þekking og þjónusta í 20 ár Tunguhálsi 10 • www.kemi.is KÍKTU Í KEMI OG SKOÐAÐU ÚRVALIÐ! Trinity College-háskólinn er stað- settur í hjarta Dublin. Skólinn var stofnaður árið 1592 og er þetta nokkurskonar háskólasvæði með nokkrum byggingum frá mismunadi tímum. Svæði er skemmtilega upp- byggt og afar vinsæll túristastaður. Trinity Library er til að mynda stærsta rannsóknarbókasafn á Ír- landi. Gamla Trinity College-bókasafn- ið, sem hannað var af Thomas Burgh, hefur að geyma stórkost- legar fornbækur en þekktasta handrit safnsins er The Book of Kells. Sýning tileinkuð handritinu er ákaflega forvitnileg og skemmtilega sett upp þar sem hægt er að fræð- ast betur um þetta merka handrit frá því á níundu öld og fræðast um innihald og gerð þess. Í hinum svokallaða „langa sal“ bókasafnsins eru geymdar yfir 200.000 af elstu bókum safnsins. Til gamans má geta að bókasafnið í kvikmyndinni Harry Potter er inn- blásið af langa sal Trinity College- bókasafnsins. Trinity College-bókasafnið. Trinity College - háskólasvæðið The Book of Kells. Til þess að koma sér algerlega í ísrka gírinn er ákaflega skemmtilegt að taka hið klassíska pöbbarölt þar sem mjúkur guinnessinn flæðir úr krönum. Pöbbarnir eru ófáir í Du- blin og því um að gera að prófa nokkra skemmtilega á góðu rölti um borgina. Hið klassíska pöbbarölt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.