Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.06.2015, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.06.2015, Blaðsíða 31
sókn þar sem áströlsk börn fóru á baðherbergið til að fá næði. Jafnvel þar sem myndavélar eru ná þær ekki inn að sjálfum klósettunum.“ Tilfinningarökin tengjast því sem nefnt hefur verið ágengt uppeldi, sem á við foreldra sem voma yfir og hafa mikla stjórnunarþörf um allt í umhverfi barna sinna. Þar koma inn í kröfur um eftirlit og að börn séu aldrei eftirlitslaus. „Fyrsta spurning þegar eitthvað kemur upp á er hvort ekki hafi ver- ið haft „auga“ með barninu. Það er hins vegar algjörlega ómögulegt að hafa alltaf auga með börnum, betra að undirbúa bæði umhverfi og börn- in þannig að áhætta sé ásættanleg. Má þá nefna til dæmis viðmið Sandseter sem hjálpleg fyrir kenn- ara til að bera kennsl á og skipu- leggja örugga áhættuleiki fyrir leik- skólabörn,“ segir hún en Sandseter er norskur leikskólakennari sem stendur framarlega í fræðunum og skiptir áhættusömum leikjum í sex þætti; leik í hæð, leik í hraða, klifur, leik nálægt vatni og eldi, hasarleik og notkun hættulegra áhalda. Bílaumferðin hættulegri „Samkvæmt því sem kemur fram í skýrslunni eru börn líklegri til að verða fyrir hnjaski og smáslysum í útiveru en líklegri til að verða fyrir alvarlegri slysum þegar þau eru að stunda eða æfa íþróttir. Börn eru líka líklegri til að slasast alvarlega í bílslysum en á leikvellinum. Samt dettur okkur ekki í hug að banna bílaumferð,“ bendir Kristín á. Öryggi innileikja er oft ekki eins mikið og foreldrar og forráðamenn telja. „Innivera og seta við tölvur, sjónvörp eða síma hefur annarskon- ar áhættu í för með sér sem til lengri tíma litið er ekkert minna áhyggjuefni. Neteinelti, nettröll og netníðingar sem sækja í samskipti við börn geta skaðað geðheilbrigði barna, sumra fyrir lífstíð,“ segir hún. Hætta á lífsstílssjúkdómum, eins og sykursýki 2, er meiri samhliða skjánotkuninni en það tengist mat- aræðinu við skjáinn og því að þau hreyfi sig ekki. Mögulegar afleiðingar mikillar inniveru og lífsstílsins sem henni fylgir eru minni líkur á því að börn geti metið áhættu í lífinu. Því verða meiri líkur á því að þau taki áhættu er tengist til dæmis kynlífi og fíkni- efnum seinna á lífsleiðinni, segir hún. „Ef börn fá ekki tækifæri til að leika sér með jafnöldrum í um- hverfi sem styður við að börn þori og kunni að taka ákveðna áhættu er raunveruleg hætta á að þau þrói ekki með sér varnarviðbrögð og/eða hæfni til að meta áhættu sem leiðir til fyrrnefndra lífsstílssjúkdóma og skaðandi hegðunar,“ segir Kristín. „Í nýrri M.Ed-rannsókn Rachel Wilkinson við Háskólann á Akur- eyri frá í vor kom fram að íslenskir leikskólakennarar eru varfærnari en áður, telja að leiksvæði beri merki um að hræðsla stjórni því sem leyft er og jafnvel kemur fram hræðsla við meðal annars málsóknir,“ segir hún. Rachel skrifaði meistararitgerð sína um áhættusama leiki undir handleiðslu Kristínar. Fjallað er um viðhorf, sjónarmið og vinnulag leik- skólakennara tengt áhættuleik, til dæmis hvort leikskólakennarar hvetji til eða stöðvi börn í þess hátt- ar leikjum. Hún vonar að verkið varpi ljósi á stöðu áhættuleiks í ís- lenskum leikskólum og auki vitund um mikilvægi hans. Takmörkuð tækifæri „Niðurstöður sýna að almennt bjóða íslenskir leikskólar og útileiksvæði þeirra upp á tækifæri fyrir börnin að stunda áhættusama leiki, þá sér- staklega klifur. Tækifæri eru hins- vegar að mestu takmörkuð við að leiktæki sem bjóða upp á frekar litla áhættu, dæmi: lágir klif- urveggir, afmörkuð klifurhæð og svo framvegis. Jafnframt kom í ljós að viðhorf leikskólakennara til áhættuleikja lita hvernig staðið er að málum í þá veru að hamla frekar en styðja við áhættuleik. Sam- kvæmt því sem hér kemur fram virðist vera ljóst að skilningi og/eða þekkingu á meðal leikskólakennara á áhættuleik barna er ábótavant. Það viðhorf virðist ríkja að slíkir leikir einkennist af slagsmálum og klifri. Mat kennara á hvað sé áhætta hefur áhrif á leik barnanna og hvað er leyft og hvað ekki. Margir leikskólakennaranna telja þörf á breytingum á viðhorfi til áhættuleikja og útiumhverfis. Meira náttúrulegt umhverfi og öðruvísi leiktæki, að auka þekkingu og með- vitund leikskólakennara, starfsfólks sem og öryggisfulltrúa skólanna um mikilvægi áhættuleikja er á meðal þess sem þeir leggja til. Nokkrir leikskólakennarar lýstu jafnframt yfir áhyggjum vegna strangra reglna um leiksvæði og töldu þær hamla leik barna,“ segir í ágripi um ritgerðina. Samkvæmt því sem kemur fram í kan- adísku skýrslunni þurfa börn rými utan vökuls auga hins fullorðna. Getty Images 28.6. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31 Það er um að gera að nota góða veðrið um helgina og fara í notalega lautarferð með fjölskyldunni. Hellisgerði, Heiðmörk eða Elliðaárdalurinn eru góðir kostir. Svo bragðast líka allt betur utandyra. Lautarferð um helgina*Maður er ekki orðinn gamall fyrr en maður er farinn aðsakna í stað þess að þrá. John Barrymore Ingimar Karl Helgason blaðamaður og ritstjóri Reykjavíkur vikublaðs svarar spurningum um eftirlæti fjöl- skyldunnar þessa vikuna. Fjölskyldumeðlimirnir eru: Elva Björk, Ingimar Karl, Flóki, þrettán ára, Hrafntinna Rán, sex ára, og Unn- steinn Dýri, fjögurra ára. Svo fylgir kötturinn Símon. Þátturinn sem allir geta horft á? Drekasvæðið höfðar til flestra og við horfum stundum á hann en allir á heimilinu virðast geta þolað hinar fjölbreyttustu teikni- myndir. Maturinn sem er í uppáhaldi hjá öllum? Eftir hamborgaraæv- intýri Svavars Hall- dórssonar og majónes- ævintýri Ingimars Karls þá hafa heimagerðir hamborgarar oftar en ekki slegið í gegn. Annars er það einfalda snilldarpastað sem við fundum í uppskrift í dagblaði einhvern tímann þegar við vorum í útlöndum. Spaghetti, olía, chili, hvítlaukur og basil. Skuggalega einfalt og gott. Skemmtilegast að gera saman? Fara í „fjallgöngu“ upp á Vatnsendahæð með nesti eða kannski í sund. Fara á snjóþotu. Rölta um bæinn, á bókasafn eða bíó. Það er fullt sem er skemmti- legast. Borðið þið morgunmat saman? Í og með á virkum dögum en þá er fólk samt alltaf á einhverjum þeytingi. En helst um helgar þegar við höfum rýmri tíma. Hvað gerið þið saman heima ykkur til dægrastyttingar? Krakkarnir eru mikið úti að leika sér eftir að vorið fór loksins að sýna sig og nú sumarið. Svo förum við oft eitthvað saman. Samt eigum við nú okkar móment í glápi, bæði í tölvu og sjónvarpi. Svo er líka gaman að spila Ólsen og segja og/eða lesa sögu fyrir svefninn. EFTIRLÆTI FJÖLSKYLDUNNAR „Fjallganga“ með nesti á Vatnsendahæð Feðgarnir Ingimar Karl og Unnsteinn í þjóðlegri rigningu á 17. júní í fyrra. Kristín Dýrfjörð, leikskólakennari, fyrrverandi leikskólastjóri og dósent við Háskólann á Akureyri. Umferðarmiðstöðin BSÍ • 101 Reykjavík • 580 5400 • main@re.is • www.re.is VIÐ SKUTLUM ÞÉR! Alltaf laus sæti Frí þráðlaus internet- tenging í öllum bílum Hagkvæmur kostur Alltaf ferðir Ferðatími u.þ.b. 45 mínútur Umhverfisvænt Kauptu miða núna á www.flugrutan.is Áætlunarferðir Flugrútunnar eru í tengslum við allar komur og brottfarir flugvéla um Keflavíkurflugvöll. OR *Miðast við að keyptur sé miði fram og til baka frá BSÍ eða Keflavíkurflugvelli á 3.500 kr. 1.750 kr.* FYRIR AÐEINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.