Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.06.2015, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.06.2015, Blaðsíða 33
Víða í netheimum loga spjallþræðir í tengslum við nýj- asta stýrikerfi Microsoft. Ekki eru allir á sömu skoðun um ágæti þess né tilburði fyrirtækisins til að hleypa því af stokkunum. Microsoft heldur uppteknum hætti þessa dagana og brenglar neytendur með uppfærslum sínum á Windows 10. Í síðustu viku var talað um að þeir notendur sem hefðu reynslukeyrt Insider Pro- gram myndu fá lokaútgáfu kerfisins í hendunar og „halda tengingunni“ eftir það. Sumir töldu þetta of gott til að geta staðist því það myndi þýða að bókstaflega allir gætu fengið ókeypis eintak (að því sögðu eru margir þeirrar skoðunar að það væri ekki nema sann- gjarnt sé tekið mið af öllu því ómaki sem fylgt hefur reynsluútgáfunni). Nú hefur Microsoft aftur á móti rif- að seglin og dregið til baka fullyrðingar sínar um að „halda tengingunni“. Fyrirtækið sendi frá sér nýja til- kynningu þar sem því er haldið fram að aðeins leyf- ishafar Windows 7 eða 8.1 geti fengið Windows 10, án þess að greiða fyrir það, þegar stýrikerfið kemur á markað þann 29. júlí. Windows 10 AÐ GEFA EÐA EKKI GEFA? 28.6. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 33 * Tölvur eru vita gagnslausar. Þær getaaðeins fært manni svör. - Pablo Picasso Það lítur út fyrir að kjaftasögur um nýju Leikjastöðvarvélina (e. Playstation) frá Sony fáist loks staðfestar– eða hraktar. Ljóst er að nýja útgáfan af leikjatölv- unni verður tíu prósentum létt- ari en sú fyrri og mun eyða átta prósentum minni orku. Þar að auki mun þessi fjórða útgáfa skarta nýrri tegund af hýsingu sem verður mött en ekki með glansáferð líkt og nú. Nýja út- gáfan sem hefur hlotið heitið CUH-1200 verður opinberuð í Japan seint í þessum mánuði og svo fylgir heimsbyggðin eftir í beinu framhaldi, smátt og smátt. Áætlað er að vélin muni kosta um 50 þúsund krónur. Á sama tíma hefur Sony tilkynnt að fyrirtækið muni einnig senda frá sér sérstaka eins terabæts útgáfu af PS4 sem það kallar 1TB PS4 Ultimate Pla- yer Edition. Hún á að koma á markað í Evr- ópu um miðbik júlí- mánaðar. Ekki hefur verið gert heyrinkunn- ugt hversu mikið leikja- unnendur þurfa að reiða af hendi til þess að komast yfir þá elsku, enn. Hins vegar, og því miður, hefur Sony ekki gefið í skyn að stöðluð útgáfa vélarinnar muni vera búin slíku geymslu- þoli. Að svo stöddu lít- ur því út fyrir að leikjafólk þurfi að láta jafnvíga fing- urfimi sína og stálstælta þumalfingur dynja á fjarstýringum 500 gígabæta vélar nema það vilji punga út aukalega. NÝJASTA ÚTGÁFA LEIKJASTÖÐVARINNAR KEMUR Á MARKAÐ Leikjafólk heldur jól í júní Mögulegt verður að kaupa sérstaka viðhafnarútgáfu af nýju Leikjastöðinni sem býr yfir tvöföldu geymsluplássi. Ahlborn, forstjóri HTT eða Hyper- loop Test Track, vænta þess að far- þegabelgirnir gætu ferðast á 320 til 480 km hraða á klukkustund. Sjálf- ur telur Elon Musk að hægt verði að koma hraðanum í yfir 1.000 km á klukkustund. Hvor þeirra hefur rétt fyrir sér skiptir kannski ekki öllu máli enda ljóst að kerfið mun koma farþegum og vörum á milli staða með miklum hraða og á skil- virkan og ódýran hátt. Byggja tilraunabraut í Kaliforníu Verkefnið er ekki bara draumur nokkra ríkra manna úr tæknigeir- anum sem lítur vel út á pappír. Nú liggur fyrir að lögð verður 8 km löng tilraunabraut í Kaliforníu, ná- lægt Quay Valley sem er miðja vegu á milli San Francisco og Los Angeles. Yfirvöld í Kaliforníu hafa rætt um lagningu hraðlestar milli borganna tveggja og er áætlaður kostnaður um 70 milljarðar dollara. Musk segist geta byggt Hyperloop- kerfið sitt milli sömu staða fyrir ekki nema 7 til 10 milljarða dollara. Ahlborn segist þó ekki viss um að hægt sé að gera það svo ódýrt en telur að kostnaðurinn þurfi ekki að vera meiri en 16 milljarðar dollara. Hvort Musk eða Ahlborn hefur rétt fyrir sér verður Hyperloop-kerfið miklu hagkvæmara en hefðbundin hraðlest, reynist áætlanir manna réttar. Umhverfisvænt kerfi Sökum þess hversu litla orku þarf til að flytja fólk, vörur og búfénað milli staða í Hyperloop mun kerfið hafa veruleg og góð áhrif á um- hverfið í samanburði við þá sam- göngumáta sem notast er við í dag. Það er því kannski ekki nema von að rafbílaframleiðandinn Elon Musk skuli vera einn helsti drif- krafturinn á bak við hugmyndina. Áætlað er að tilraunabrautin verði komin í fullt gagn á árunum 2016 og 2017 og því er ekki langt að bíða eftir fyrstu niðurstöðum. Hugsanlega erum við að verða vitni að samgöngukerfi framtíðar. Hönnun kerfisins er enn á frumstigi og því óljóst hvernig vagnarnir verða. Amazon hefur stofnað sjóð undir nafninu Alexa Fund. Ráðstöf- unartekjur hans eru um 100 milljónir dala og markmiðið með honum er að stuðla að auknum framförum í raddtækni. Amasónar eiga orðið IPhone-símar hafa hingað til verið eldfljótir að spá um veðrið en nú virðist sem þeir séu tilbúnir að móta þessar spár ofan í kaup- ið. Dark Sky, eitt- hvert best þekkta veðurathug- unarforritið á markaðnum, hef- ur tekið iOS- smáforritið sitt í gagngera endur- skoðun sem, kjósi maður að taka þátt, nýtir sér loft- vogina á IPhone 6 og IPhone 6+ símum til þess að legga sitt af mörkum til loftþrýstingsmælinga. Þróunardeild fyrirtækisins vonast til þess að þetta geti stórbætt skammtímaspár í nánustu framtíð. Það er, að maður komi til með að vita hvort það muni rigna, eða ekki, því allir snjallsímar í grennd- inni verði á verði gagnvart því. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem snjallsímaforrit eru notuð í þeim tilgangi að hópnýta upplýsingar af þrýstimælum, en hingað til hefur það ekki verið gert af þeirri stærð- argráðu sem Dark Sky hefur áform um. Þetta gæti jafnvel veri sniðug upp- færsla þrátt fyrir að maður ætli ekki að láta upplýsingar af hendi. Búið er að hanna nýtt útlit og eins hef- ur maður möguleikann á því að sérsníða þær tilkynningar sem maður fær, t.d. ef spáð er óvæntu úrhelli eða sviptingasömum vind- um, svo eitthvað sé nefnt. Forritið mun líka fylgjast með UV-vísinum sem mælir styrk sólarinnar, svo maður geti pakkað sólarvörninni þurfi maður á henni að halda. Dark Sky mun kosta tæpar átta hundruð krónur sé maður ekki nú þegar viðskiptavinur, sem er ekki hátt verð, sleppi maður við að vera sólbrunninn í rigningunni. NÝJUNGAR Í SMÁFORRITI DARK SKY Dark Sky ætlar sér byltingar- kennda hluti með nýjasta veður- fréttaforriti sínu. Með veðrið í vasanum Kringlunni • Sími 568 7777 • heyrnarstodin.is HEYRNARSTÖ‹IN Snjallara heyrnartæki Beltone First™ Nýja Beltone First™ heyrnartækið tengist þráðlaust beint í iPhone, iPad og iPod touch. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu og fáðu heyrnartæki lánað til reynslu. Beltone First gengur með iPhone 5s, iPhone 5c, iPhone 5, iPad Air, iPad (4. kynslóð), iPad mini með Retina, iPad mini og iPod touch (5. kynslóð) með iOS eða nýrra stýrikerfi. Apple, iPhone, iPad og iPod touch eru vörumerki sem tilheyra Apple Inc, skráð í Bandaríkjunum og öðrum löndum. Ókeypis heyrnarmælingsíðan 2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.