Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.06.2015, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.06.2015, Blaðsíða 41
28.6. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 41 okkar flestra hverfist í flestum tilvikum um einn til tvo hluti en við tökum margt annað að okkur.“ – Er engin hugmynd of galin? „Nei, ekki fyrir okkur.“ Hún hlær. Að sögn Unnar Maríu jafnast fátt á við að standa á sviði fyrir framan fullan sal af fólki. Og viðtökurnar skipta miklu máli. „Klappið yljar sirkusfólki, eins og öðrum listamönnum.“ Að lesa og húlla fer vel saman Unnur María segir sirkuslistirnar og bókaást- ina eiga ótrúlega vel saman. Fátt sé notalegra eftir langan og strangan dag í sirkusnum en að setjast niður með góða bók. Og öfugt. Eftir langa lestrar- og grúsktörn jafnist ekkert á við að standa upp og húlla frá sér allt vit. Unnur María er með meistaragráðu í sagn- fræði og fjallaði meistararitgerðin um pönk á Íslandi. „Ég er jafngömul pönkinu og þessi róttæka tónlistarstefna hefur alltaf heillað mig. Bæði er ég mjög hrifin af tónlistinni sem slíkri og síðan hef ég líka lengi haft áhuga á dínamíkinni í kringum hópamyndun. Hvað skapar hópamenningu? Hvað mótar sjálfs- mynd hópa? Það var mjög gaman að skoða pönkið út frá því.“ Unnur María er fráleitt hætt að stúdera pönkið en hún vinnur um þessar mundir að bók sem hefur vinnuheitið „Pönksaga Ís- lands“. Vonir standa til að hún komi út á næsta ári hjá bókaforlaginu Skruddu. „Ég tók fjölmörg viðtöl meðan ég var að skrifa rit- gerðina og langaði að koma þeim betur á framfæri. Pönkið er partur af munnlegri sögu þjóðarinnar en það er mikið áhugamál hjá mér. Það er frábært að fá tækifæri til að halda þessu efni til haga með útgáfu bókar.“ Pönkið reis með brambolti austan hafs og vestan á ofanverðum áttunda áratugi síðustu aldar en bjó aðallega með sérvitringum í kjöllurum hér á landi fram til ársins 1980, eins og Unnur María kemst að orði. Þá sprakk það út á einu ári, ekki síst fyrir at- beina Fræbbblanna og tónleikahalds þeirra í Kópavogsbíói. Síðan komu Utangarðsmenn og svo hvert bandið á fætur öðru. „Eins og einn viðmælandi minn orðaði það einkenndu lá- deyða og leiðindi Reykjavík á þessum tíma. Síðan kom pönkið. Því fylgdi bæði frumleiki og kraftur, auk þess sem menn þurftu að ryðja brautina sjálfir. Skapa sér aðstöðu til að spila, ekki var hægt að rölta bara inn á pöbb- ana eins og til dæmis í Bretlandi.“ Henni þykir pönkið hafa elst ljómandi vel. Hljómsveitir eins og Þeyr, Q4U og Purrkur Pillnikk hafi staðist tímans tönn, að ekki sé talað um Vonbrigði sem kom aftur saman fyr- ir nokkrum árum til að hljóðrita áður óútgefið eldra efni – eins og þeir hefðu viljað gera það í gamla daga. „Og gerðu í þeirri atrennu eina bestu plötu Íslandssögunnar, Eðli annarra.“ Sjálf var Unnur María á sínum tíma í pönk- hljómsveit, Brúðarbandinu. Lék þar á bassa. Ekki kemur á óvart að Unnur María hefur notað pönk í atriðum sínum í Sirkusi Íslands, Þeysarana í eldsýningunni. „Ég á örugglega eftir að nota fleiri pönkbönd í framtíðinni, ég hef ofboðslega gaman af íslenska pönkinu.“ Dýravinur dauðans Spurð um önnur áhugamál nefnir Unnur María strax matseld og að borða góðan mat. „Ég veit ekki hvort mér þykir skemmtilegra, að elda eða borða, enda helst þetta oft í hend- ur.“ Hún hlær. „Ég elda mest grænmetis- og fiskrétti en ég hætti alveg að borða kjöt fyrir nokkrum árum. Trappaði mig smám saman niður uns ég hætti alveg.“ – Hvers vegna? „Mér þykir of vænt um dýr til að geta borðað þau. Ég er dýravinur dauðans og mjög svo mótfallin þeim þjáningum sem liggja að baki hagkvæmum kjötpakkningum. Mögu- lega hætti ég líka einhvern daginn að borða fisk, í bili held ég mig við það að forðast eld- isfisk.“ Spurð hvort hún haldi gæludýr brýst fram stórmerkileg saga. „Já, ég er með kött. Sirk- uskött frá Mexíkó. Ég fann hann þegar ég var að húkka far frá Torreon. Hann var þarna rytjulegur og svangur í vegarkantinum, lítill kettlingur. Hann var gæfur og úr varð að ég tók hann með mér. Við smullum strax saman og í næstum þrjú ár ferðaðist ég um Mexíkó með köttinn á öxlinni. Það hafa lík- lega fáir kettir sótt jafn margar sirkusnáms- stefnur og þessi litli kisi!“ Þegar hún flutti heim kom ekki annað til greina en að Herra Mjá, eins og kötturinn heitir, kæmi með. Það var hægara sagt en gert. Fyrir utan að sækja um innflutningsleyfi og panta tíma í sóttkví þurfti Unnur María að skila inn staðfestingu á því að kötturinn væri ekki með hundaæði. Blóðsýni úr dýrum eru ekki greind í Mexíkó í þeim tilgangi og fyrir vikið þurfti Unnur María að senda sýnið með tilheyrandi kostnaði og veseni yfir landamær- in til Bandaríkjanna. „Ég lagði mikið á mig til að koma Herra Mjá heim,“ segir hún. Allt gekk að óskum og í dag er Herra Mjá frá Torreon orðinn virðulegur Vesturbæj- arköttur. Og unir hag sínum vel. Þess má geta að Herra Mjá er eina „barn“ Unnar Maríu. „Fyrir utan öll sirkusbörnin mín. Mér finnst ég eiga svolítið í þeim líka.“ Hún brosir. Gæti haldið áfram lengi Loks berst talið að framtíðinni og Unnur María kveðst vel geta hugsað sér að vinna lengi við Sirkus Íslands. „Mér finnst gaman að kenna, sýna og koma fram og á meðan mér þykir þetta skemmtilegt og fólk kemur til að sjá okkur er engin ástæða til að hætta. Fólk er á öllum aldri í sirkusbransanum og ég hef séð fólk á sjötugsaldri troða upp á sýn- ingum og ráðstefnum erlendis. Ég gæti því haldið áfram lengi enn. Líkamlega ætti það ekki að vera nein fyrirstaða og frá mínum bæjardyrum séð vinnur tíminn bara með manni. Þjálfunin, nákvæmnin og einbeitingin er iðulega meiri hjá fertugri manneskju en tvítugri sem er rétt að byrja.“ Félagar í Sirkusi Íslands eru á aldrinum tuttugu til fjörutíu ára en Unnur María segir þau vera að vinna í því að eldast. Með hverju árinu. Hún gerir líka fastlega ráð fyrir að halda áfram að skrifa. Það hafi hún alltaf gert með öðru. Spurð um næstu verkefni eftir pönkið verst hún samt allra frétta. „Ætli sé ekki best að klára þessa bók fyrst, áður en maður snýr sér að þeirri næstu. En mitt svið er og verður alþýðumenning. Fyrir nokkrum árum tók ég til dæmis þátt í að skoða barmenningu á Norðurlöndunum á vegum Norrænu ráð- herranefndarinnar og úr því varð áhugaverð bók þar sem skandinavísk barmenning var krufin.“ Annars gildir það sama um sirkusinn og skriftirnar. „Ég reyni alltaf að finna mér eitt- hvað skemmtilegt að gera.“ Unnur María Bergsveins- dóttir hélt hún væri orð- in of gömul til að byrja að húlla þrítug að aldri. Það var öðru nær. Morgunblaðið/Árni Sæberg Unnur María með eldhring á lofti. Myndina tók Jeaneen Lund en hægt er að skoða þessa mynd og fleiri frá síðasta ferðalagi Sirkus Íslands á einkasýningu hennar í galleríinu Mengi, Óðinsgötu 2. Ljósmynd/Jeaneen Lund
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.