Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.06.2015, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.06.2015, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.6. 2015 Þ eir hittust á götuhorni. Yngri maðurinn stóð þar í von um viðskipti og samþykkti því möglunarlaust að fylgja þeim eldri heim til hans gegn fimmtíu dollara gjaldi. Þar fékk eldri maðurinn að leggja hlustir við maga hans og hjarta. Þegar hann hugðist hafa munn- mök við gestinn, spyrnti sá síð- arnefndi á hinn bóginn við fótum. „Það kostar aukalega!“ Eldri mað- urinn dró seiminn og færði gesti sínum drykk sem innihélt tvær svefntöflur. Er höfgi rann á gest- inn lét húsráðandi til skarar skríða, risti hann á háls með hnífi. Honum blæddi út á örfáum mín- útum. Því næst færði morðinginn hinn látna úr fötunum og tók ljós- myndir af honum í margvíslegum stellingum. Að því búnu dröslaði hann líkinu í baðkarið, þar sem það var sundurlimað. Höfuðið fauk fyrst og húsráðandi kyssti það og hélt uppi samræðum við það með- an hann gerði bolnum skil. Hjarta gestsins, upphandleggsvöðvunum og hluta af holdinu af fótunum var vandlega komið fyrir í plastpokum og fært í frysti, svo gæða mætti sér á því síðar. Afganginn af hold- inu og innyflin sauð húsráðandi, þar til það var orðið að hlaup- kenndu efni. Til að varðveita beinagrindina, lagði hann beinin í bleikiefni í sólarhring áður en hann þurrkaði þau í eina viku. Höfuðið fór til að byrja með í frystikistuna áður en holdið var fjarlægt af kúpunni líka. Að lokum var kúpan handmáluð og lökkuð. Vel kom á vondan Allir geta verið sammála um að illska hafi ráðið meðferðinni sem hinn 22 ára gamli vændispiltur Er- nest Miller sætti af hendi raðmorð- ingjans, nauðgarans og mann- ætunnar Jeffreys Dahmers í Milwaukee haustið 1990. Dahmer er án efa eitt mesta illmenni sem sögur fara af, myrti að minnsta kosti sautján unga karlmenn á ár- unum 1978 til 1991, limlesti og lagði suma hverja sér til munns. Til allrar hamingju náðist hann á end- anum og var dæmdur í margfalt lífstíðarfangelsi snemma árs 1992. Fáir hafa líklega fellt tár þegar samfangi hans, Christopher Scar- ver, barði Dahmer til bana í fang- elsi í Wisconsin einu og hálfu ári síðar. Þar kom vel á vondan. En hvað fékk Dahmer til að vinna slíkt ódæðisverk? Hann var úrskurðaður heill á geðsmunum fyrir dómi. Hvað er illska og hvað- an kemur hún? Í allra stystu máli má segja að illskan sé andstæðan við gæskuna. Í stað þess að vilja fólki vel vilja þeir sem skáka í skjóli illskunnar valda öðrum skaða, andlegum og/eða líkamlegum. Þeir nærast á óförum annarra, af ein- hverjum ástæðum. Heimspekinga og aðra hugsuði greinir á hinn bóg- inn á um hvað veldur þessu. Gjörðir svo sem morð, misþyrm- ingar eða lygar eru yfirleitt skil- greindar sem afsprengi illskunnar, jafnvel slúður, en einnig tilfinn- ingar, eins og hatur og öfund, enda þótt þær leiði ekki endilega til þess að maður vinni öðrum mein. Gegn vilja Guðs Illskan er miðlæg í flestum trúar- brögðum og þá yfirleitt sem and- stæða við gæskuna. Í kristni er hún til dæmis skilgreind sem eitt- hvað, hugsun, gjörð eða viðhorf, sem er í ósamræmi við vilja Guðs almáttugs og þar af leiðandi ná- skyld syndinni. Samkvæmt gyðingdómi er illsk- an ekki partur af sköpunarverki Guðs en losnar úr læðingi vegna slæmra gjörða okkar mannanna. Við berum sjálf ábyrgð á okkar ákvörðunum. Í íslam er illska ekki til sem slík í sama skilningi og gæska. Allt kemur frá Allah og svo lengi sem farið er að hans vilja er ekkert rými fyrir illskuna. Óhlýðnist menn getur hins vegar allt farið í bál og brand. Búdda fullyrti að illskan yrði að vera til, án hennar væri útilokað að átta sig á tærleika gæskunnar. Hann var líka sannfærður um að það væri hugur manns sjálfs, en ekki fjendurnir, sem beindi manni inn á brautir illskunnar. Búdda nefndi þrána og blekkinguna sér- staklega í því sambandi sem rót illskunnar. Haldi einhver að einfalt sé að uppræta vandamálið, það er illsk- una, skýtur rússneski rithöfund- urinn Aleksandr Solzhenitsyn það rækilega niður. „Bara að þetta væri svo einfalt!“ sagði hann. „Bara að það væru einhvers staðar illmenni að fremja ódæði og það eina sem þyrfti að gera væri að greina þau frá okkur hinum og ganga milli bols og höfuðs á þeim. En línan sem skilur að góð- mennsku og illsku liggur gegnum hjartað á sérhverri manneskju. Og hver vill tortíma hluta af sínu eigin hjarta?“ Það er nú það? Auðvelt að fordæma, erfitt að skilja Fleiri rússneskir höfundar hafa hitt naglann á höfuðið. „Ekkert er auðveldara en að fordæma mann sem fremur illvirki; að sama skapi er ekkert erfiðara en að skilja sama mann,“ sagði Fjódor Dostój- evskíj. Bandaríski rithöfundurinn Alice Flestir eru sammála um að Helförin sé einhver óhugnanlegasta birtingarmynd illsku sem um getur í mannkynssögunni. Hver vill tortíma hluta af sínu eigin hjarta? HVAÐ ER ILLSKA OG HVAÐ VELDUR HENNI? HVERS VEGNA ER FÓLK ANDSTYGGILEGT VIÐ ANNAÐ FÓLK OG VINNUR ÞVÍ JAFNVEL MEIN? ER ÞAÐ MINNIMÁTTARKENND, ÓÖRYGGI, SIÐBLINDA EÐA JAFNVEL PENINGASKORTUR? OG HVAÐ ER TIL RÁÐA? ER HÆGT AÐ EINANGRA ILLSKUNA OG HALDA HENNI ÞANNIG Í SKEFJUM? JAFNVEL HREINSA FÓLK AF ILLSKUNNI? EÐA BÝR EINFALDLEGA ILLT OG GOTT Í ÖLLUM MÖNNUM? Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Illskan brýst fram. Umslag plötu málmbandsins Deicide, In the Minds of Evil. ILLSKA AFP/Getty Images
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.